Morgunblaðið - 23.07.2012, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nýjustuvendingarí atburða-
rásinni vegna að-
komu fjármála-
ráðuneytisins að
málum Sparisjóðsins í Keflavík
hafa orðið til að rýra enn frekar
trúverðugleika stjórnvalda.
Var hann þó ekki mikill fyrir.
Sitjandi fjármálaráðherra,
Oddný Harðardóttir, hélt því
fram í fréttum fyrir helgi að
það hefði verið „samdóma álit
manna“ að gera ekki ráð fyrir
kostnaði ríkisins vegna spari-
sjóðsins í fjáraukalögum í
fyrra.
Nú vill svo óheppilega til fyr-
ir sitjandi fjármálaráðherra að
Alþingi heldur utan um umræð-
ur og skjöl vegna mála sem þar
eru til afgreiðslu. Í nefndaráliti
minnihlutans frá því í nóv-
ember í fyrra segir: „Að mati
minni hlutans er óhjákvæmi-
legt að taka varúðarfærslu inn í
fjáraukalögin að fjárhæð um 11
ma.kr.“ Þetta var rökstutt með
því að þó að ágreiningur væri
um hve mikið ríkið þyrfti að
greiða með sparisjóðnum til
Landsbankans þá væri ljóst að
fjárhæðin yrði aldrei lægri en
11 milljarðar króna vegna eig-
infjárstöðu sparisjóðsins við yf-
irtöku Landsbankans.
Áður hefur verið bent á
ósannindi eða vanþekkingu
Oddnýjar í þessu máli og enn
vekur furðu hversu algerlega
hún snýr staðreyndum á haus í
umfjöllun um þetta klúðurmál
ríkisstjórnarinnar.
Svo er það annað
mál og ekki síður
umhugsunarvert
hvers vegna þáver-
andi fjármálaráð-
herra, Steingrímur J. Sigfús-
son, kaus að fela þennan
fyrirsjáanlega kostnað í fjár-
aukalögum. Var það óskhyggja
og skortur á veruleikateng-
ingu, eða er skýringin sú að
hann vissi að hann var á leið úr
fjármálaráðuneytinu og þess
vegna væri betra að annar ráð-
herra sæti uppi með klúðrið í
heilu lagi en ekki bara að hluta?
Ekki væri sanngjarnt að
ætla Steingrími það að hafa
ekki skilið að ríkissjóður mundi
að lágmarki bera kostnað upp á
11 milljarða vegna þeirra mis-
taka sem þarna höfðu verið
gerð undir hans forystu. Eina
skýringin á að færslan rataði
ekki inn í fjáraukalögin hlýtur
því að vera að hann vildi fegra
sinn hlut á kostnað eftirmanns-
ins.
Þess vegna kemur á óvart
hve viljugur eftirmaðurinn hef-
ur verið að taka á sig klúðrið
frá Steingrími og taka þátt í því
með honum að réttlæta ekki að-
eins hvernig hann sólundaði
milljörðum í þessu máli heldur
einnig að hann hafi falið það í
bókhaldi ríkisins þar til hann
var sjálfur sloppinn úr ráðu-
neytinu.
Ekki verður annað sagt en að
Steingrímur hafi verið heppinn
með eftirmann.
Óheilindin í máli
SpKef virðast engan
endi ætla að taka}
Eftirmaðurinn
og ósannindin
Sífellt fleiri sjáríkisstjórnina í
réttu ljósi. Sig-
urður Már Jónsson
skrifaði: „Enn er
verið að skrifa reikninga á
hrunið, tæplega fjórum árum
seinna. Hvenær ætlar núver-
andi ríkisstjórn að hafa mann-
dóm að taka ábyrgð á eigin
fjárlögum?“
Orri Hauksson fram-
kvæmdastjóri SI segir: „Efna-
hagsráðherra telur að hagræn
fagurfræði stjórnvalda sé mis-
skilin list.Það sem skorti séu
upplýstir áhorfendur. Sá mál-
flutningur minnir óþægilega á
boðskap íslensku bankanna ár-
in fyrir hrun. Það eina sem
hrjáði bankana á þeim tíma var
ímyndarvandi, en staðreyndir
máls voru allar þeim í vil.“
Og Björgvin Guðmundsson
skrifar í Viðskiptablaðið að rík-
isstjórnin hafi vanrækt umboð
sitt til að takast á við ómælda
erfiðleika, tapað tækifærum og
sóað dýrmætum tíma þjóð-
arinnar í vanhugsuð gæluverk-
efni. Áherslumál
ríkisstjórnarinnar
steyti á skerjum,
og hún sé svo illa
þokkuð að minnsta
tenging við hana geri út af við
vonir og forskot vinsælla og
flekklausra forsetaframbjóð-
enda:
„Ágreining í röðum vinstri
grænna þekkja menn, en það er
frekar ástæða til þess að huga
að Samfylkingunni. Formaður
flokksins hefur einangrað sig í
forsætisráðuneytinu en undan
því kvartar enginn. Ráðherr-
arnir eru flestir í felum eins og
kostur er, meðan almennir
þingmenn vilja helst ekki sjást
á mynd með Jóhönnu, hvað þá
meir. Í þinginu heldur þing-
flokksformaðurinn sig til hlés
en einu málsvarar stjórn-
arinnar þeim megin eru frið-
flytjendur á borð við Ólínu Þor-
varðardóttur og Mörð
Árnason, sem kveðast á við
hófsemdarfólkið Björn Val
Gíslason og Álfheiði Ingvadótt-
ur hinum megin.“
Augu manna
eru að opnast}Friðsamir hófsemdarmenn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Kim Jong-un, hinn ungileiðtogi Norður-Kóreu,hefur undanfarið hreins-að út æðstu yfirmönnum
hers landsins og þannig styrkt póli-
tíska stöðu sína í alræðisríkinu.
Telja sérfræðingar í málefnum al-
ræðisríkisins að þetta séu fyrstu
skrefin í átt að breytingum í þessu
einangraðasta landi heims.
Í síðustu viku spurðist út að
Kim hefði rekið hinn 69 ára gamla Ri
Yong-ho, sem meðal annars hefur
gegnt embætti æðsta yfirmanns
hersins, og ýmsa bandamenn hans
innan hersins. Opinbera ástæðan
var sögð vera heilsubrestur Ri en
talið er að Kim hafi raunverulega
látið hann fara vegna andstöðu hans
við hugmyndir leiðtogans um um-
bætur. Ri hefur lengi verið einn
helsti stuðningsmaður þeirrar
stefnu sem Kim Jong-il kom á að
hagsmunir hersins gengu framar
öllum öðrum í landinu.
Kim hefur einnig losað sig við
aðra eldri embættismenn eins og U
Dong-Chuk, yfirmann leynilögregl-
unnar. Samkvæmt mati suður-
kóreskra stjórnvalda hefur Kim rek-
ið um tuttugu háttsetta embættis-
menn eftir að hann tók við völdum.
Taki yfir efnahagsmálin
Það var ekki gott búið sem Kim
yngri tók við af föður sínum. Stór
hluti þjóðarinnar er vannærður og
reiðir sig á neyðarmatvælaaðstoð frá
erlendum ríkjum. Kim yngri er
menntaður á Vesturlöndum og er
talinn opnari fyrir umbætum sem
gætu fært landið í átt til meira
frjálsræðis en faðir hans var.
Reuters-fréttastofan hefur það
eftir heimildarmanni sínum sem hún
segir standa nærri ráðamönnum í
Pyongyang og Beijing að megin-
ástæðan fyrir því að Ri hafi verið
rekinn hafi verið sú að hann var
andsnúinn því að ríkisstjórnin tæki
við stjórn efnahagsmála af hernum
sem er geysilega valdamikill í Norð-
ur-Kóreu. Í stað hans réð Kim lítt
þekktan herforingja sem yfirmann
hersins. Sjálfur var Kim útnefndur
marskálkur og æðsti herforingi
landsins.
Kim er sagður hafa þegar sett á
laggirnar nefnd innan Verkamanna-
flokksins, kommúnistaflokksins sem
er alráður í landinu, sem leggjast á
yfir umbætur í efnahagsmálum og
landbúnaði.
Leiðtoginn nýtur aðstoðar
frænda síns, Jangs Song-thaek, sem
margir telja að sé sá sem raunveru-
lega fer með völdin í landinu um
þessar mundir. Jang hefur lengi ver-
ið talsmaður efnahagslegra umbóta
og er það talin ástæða þess að hann
fór um tíma í útlegð. Eftir að hann
sneri aftur fékk hann þó það hlut-
verk að vera syni Kim eldri innan
handar á meðan hann var búinn und-
ir að taka við völdum af föður sínum.
Á brattann að sækja
Mannréttindasamtök segja hins
vegar að Kim Jong-un eigi erfiða
daga í vændum hyggist hann hræra
upp í stjórnkerfinu. Í skýrslu sam-
takanna Mannréttindanefndar
Norður-Kóreu í Washington sem
birt var á fimmtudag segir að
þrjár stórar öryggisstofnanir
séu í landinu og vald þeirra skar-
ist á köflum. Starfsmenn þeirra
njósni því jafnvel hver um
annan. Þessar stofnanir
eru staðráðnar í að verja
völd Kim-fjölskyldunnar
fyrir öllum ógnunum og
beita til þess öllum til-
tækum meðulum, segir í
skýrslunni.
Kveikir vonir um
breytingar í N-Kóreu
AFP
Hulda Þessi mynd birtist í ríkisfjölmiðlinum í byrjun júlí en á henni sést
huldukonan með Kim á hljómleikum. Ekkert var minnst á hana í fréttum.
Það vakti heimsathygli á dög-
unum þegar ung og myndarleg
kona sást við hlið Kim Jung-un
við opinber tækifæri. Miklar
vangaveltur hafa verið um
hvort hann sé í raun giftur eða
hvort konan sé ástkona hans
eða jafnvel systir. Þykir þetta
gott dæmi um hversu lítið er í
raun vitað um leiðtogann unga.
Sérfræðingar í málefnum
landsins telja líklegt að konan
sé eiginkona Kim þar sem
óhugsandi væri að hann sæist
opinberlega í fylgd ást-
konu. Menn hafa leitt lík-
um að því að verið sé að
breyta ímynd leiðtogans
en Kim yngri hefur virk-
að frjálslegri en afi hans
og faðir. Hann hef-
ur jafnvel verið
sýndur í ríkisfjöl-
miðlinum í
skemmtigörðum
og á rokk-
tónleikum.
Huldukona í
lífi Kim
BREYTT ÍMYND
Ri Young-ho
S
umar bækur eru eins og eðalvín –
batna með árunum þegar hin al-
mennu viðhorf versna og boð-
skapur bókanna verður augljósari.
Ein slík bók heitir Úr bæ í borg
– Nokkrar endurminningar Knud Zimsens –
fyrrverandi borgarstjóra – um þróun Reykja-
víkur. Hún kom út fyrir 60 árum.
Knud Zimen fæddist í Hafnarfirði 1875,
lauk prófum í verkfræði í Kaupmannahöfn,
varð ráðunautur Reykjavíkur 1902, bæj-
arverkfræðingur 1904, bæjarfulltrúi 1908 og
var annar borgarstjóri Reykjavíkur 1914-32,
mun lengur en hundadagaborgarstjórar nú-
tímans og lengur en nokkur annar.
Zimsen var svo sannarlega einn þeirra fáu
en stórmerku verkfræðinga sem hér lyftu
grettistökum fyrir bætt almenn lífskjör á fyrstu áratug-
um síðustu aldar.
Úr bæ í borg er saga helstu opinberu framkvæmda
Reykjavíkur á fyrri helmingi síðustu aldar. Fram-
kvæmda sem ráðist var í við þröngan kost en af fádæma
ráðdeildar- og útsjónarsemi. Má þar nefna vatnslagn-
ingu, gaslagningu, hafnargerð, gatna- og holræsagerð,
virkjun Elliðaáa og Sogsins að ógleymdri hitaveitu.
Zimsen rekur framgang þessara mála frá hvoru
tveggja, sjónarhóli verkfræðingsins og stjórnmálamanns-
ins. Bæjarfulltrúar þessara tíma voru flest sjálfmenntað
sómafólk úr ýmsum stéttum samfélagsins. Þau höfðu ekki
her embættismanna sér til fulltingis, hvað þá sérfræðinga
á sviði mannauðsfræði, kynjafræði, stjórnunarfræði eða
viðburðafræði. Þau voru heldur ekki alltaf
sammála, höfðu aldrei heyrt talað um sam-
ræðustjórnmál né samvinnustjórnmál. En
flest þeirra tóku þetta trúnaðarstarf sitt al-
varlega, staðráðin í að vinna samborgurum
sínum sem mest gagn.
Mörg þessara verkefna voru pólitísk, fjár-
hagsleg og verkfræðileg afrek og stórvirki
sem gerðu Reykjavík að raunverulegri höf-
uðborg og mörkuðu þjóðinni allri framfara-
braut. Málefnin snérust um alvöru stjórnmál
og stefnumörkun – um ýtrustu hagsmuni –
framtíð, líf og heilsu – barna og unglinga.
Eftir að hafa gluggað í þessa góðu bók spyr
maður sig hvernig í dauðanum þessi merka
og virðulega valdastofnun, bæjarstjórnin í
Reykjavík, varð „Gaggó Vest“ að bráð.
Nú snúast viðfangsefnin um það að mála græna punkta
á Hverfisgötuna, fjölga tómum strætisvögnum, djöflast í
prestum, skattleggja vegalengdir í öskutunnur, láta færa
til myndastyttur, mála þrykkimyndir af reiðhjólum á
hættulegar umferðargötur, leggja niður þjóðhátíðardag-
inn, koma á eftirlitssveitum til að gramsa í ruslatunnum
fólks, finna upp ljósadaga, safnadaga, góðviðrisdaga og
menningardaga, loka sundlaugum fyrr um helgar og finna
ný nöfn á blikkandi strætódiskóstöðvar.
Ég efast um að nokkur í meirihluta borgarstjórnar
kunni að lesa í reikninga borgarinnar og er uppistand-
arinn ekki undanskilinn. En ef þau kunna að lesa yfirleitt
ættu þau kannski að byrja á bókinni góðu.
kjartang@mbl.is
Kjartan G.
Kjartansson
Pistill
Gömul bók um alvörustjórnmál