Morgunblaðið - 23.07.2012, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012
✝ Kristín Þor-valdsóttir var
fædd á Bálkastöð-
um í Miðfirði 17.
janúar 1919. Hún
lést á Dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund 12. júlí
síðastliðinn þá 93
ára að aldri.
Foreldrar Krist-
ínar voru Þorvald-
ur Kristmundsson,
f. 15. febrúar 1892, d. 15. maí
1942, og Elín Björnsdóttir, f.
28. desember 1894, d. 14. sept-
ember 1949. Kristín var elst
fjögurra systkina. Þau eru Jó-
hanna Guðrún, f. 2. janúar
1921, Guðný Ingibjörg, f. 15.
febrúar 1922, Björn, f. 21. maí
1927, d. 13. nóvember 2006,
Böðvar, f. 2. janúar 1940.
Fyrri maður Kristínar var
Nói Matthíasson. Þeirra börn
eru Elín, f. 30. apríl 1945, Matt-
hías, f. 25. nóvember 1947,
Margrét, f. 23. október 1949.
með honum í för voru ná-
grannabóndi og ráðsmaður og
um borð voru einnig þrír ungir
drengir sem lifðu af slysið.
Skömmu eftir slysið flutti Elín
móðir Kristínar til Akraness
með syni sína og var sá yngri
tveggja ára.
Frá fimmtán til átján ára
aldurs vann Kristín sem kaupa-
kona fyrst á Reykjum í Hrúta-
firði og síðar Litladal í Austur-
Húnavatnssýslu. Nítján ára hóf
hún nám við Kvennaskólann á
Blönduósi og lauk því. Tvítug
fór hún suður til Reykjavíkur
og vann á saumastofu við Þórs-
götuna í Reykjavík. Hún festi
ráð sitt 23 ára og hóf búskap á
Hörpugötu 11 í Skerjafirði.
Mestan hluta starfsævi sinnar
vann hún í Sápugerðinni Mjöll
við ýmis störf eða þar til hún
lét af störfum um sjötugt. Á
þessum tíma var Sápugerðin
Mjöll staðsett í Skerjafirðinum
og var því ekki langt að sækja
vinnu. Kristín bjó í Litla-
Skerjafirði í yfir 60 ár eða frá
því hún var rúmlega tvítug þar
til hún fór á Elliheimilið Grund
91 árs að aldri.
Kristín verður jarðsungin
frá Neskirkju í dag, 23. júlí
2012, kl. 13.
Þau skildu. Seinni
maður Kristínar
var Böðvar
Ámundason, f. 1.
janúar 1917, d. 24.
janúar 2000.
Þeirra sonur er
Hilmar Böðvars-
son, f. 14. ágúst
1960.
Dóttir Elínar er
Svava, f. 1961.
Börn Matthíasar
eru Eðvarð, f. 1970. Birkir
Freyr, f. 1974, og Kristín Ósk,
f. 1987. Börn Margrétar eru
Jessica Amanda, f. 1976, Mart-
in Ívar 1978, og Elín Lovísa, f.
1986. Börn Hilmars eru Sunna
Kristín, f. 1984, og Haukur Ás-
berg, f. 1995.
Langömmubörnin eru fjög-
ur. Þorkell, Jón, Matthías og
Nói.
Kristín missti föður sinn sem
drukknaði í Miðfirðinum árið
1942. En hann var að koma úr
kaupstaðarferð á árabát og
Fallegan, sólríkan sumardag
þann 12. júlí sl. kvaddi hún
amma mín þennan heim. Ég var
þeirrar gæfu aðnjótandi að vera
fyrsta barnabarn þitt af níu.
Pabbi og mamma voru mjög ung
þegar ég fæddist og því dvaldist
ég mikið hjá þér og Böðvari afa í
Skerjó. Það var alltaf svo nota-
legt að koma til ykkar á Hörpu-
götuna.
Það er af svo mörgu að taka
þegar minningarbókinni er flett
um þig, elsku amma mín að ég
veit hreinlega ekki hvar ég á að
byrja. Þú varst góður kokkur,
bakaðir góðar kökur og bjóst til
bestu grauta í heiminum að
ógleymdri kakósúpunni og
grjónagrautnum sem þú varst
algjör sérfræðingur í að mínu
mati. Þú varst alltaf til staðar
þegar á þurfti, góður vinur og
traust í alla staði. Ef ég bað þig
fyrir leyndarmál þá var hægt að
treysta því að það færi ekki
lengra. Þú varst ekki bara amma
mín heldur líka góð vinkona sem
hægt var að ræða við um heima
og geima.
Ég er mjög þakklát fyrir öll
árin sem ég átti með þér og það
er ekki sjálfgefið að hafa átt
ömmu eins og þig. Þú varst eina
amman sem ég þekkti. Árið sem
ég bjó hjá ykkur afa vaktir þú
mig á morgnana með heitu tei og
maltbrauði. Þetta fengu nú ung-
lingar á mínum aldri ekki á
hverjum degi. Það voru forrétt-
indi að búa hjá ykkur afa.
Nú er afi búinn að sækja þig
og þið getið verið saman á ný.
Mér finnst erfitt að trúa því að
þú sért alveg farin og hálftóm-
legt að geta ekki farið til þín á
Grund og drukkið með þér kaffi
og spjallað eins og við gerðum
svo oft. Þér fannst svo gaman að
fá fréttir af langömmustrákun-
um þínum, Þorkeli og Jóni. Þú
spurðir alltaf um þá, hafðir
áhuga á að vita hvað þeir voru að
gera og baðst alltaf að heilsa
þeim. Þeim þótti mjög mikið
vænt um þig og kölluðu þig oft
„Löngu“.
Ég gleymi aldrei þeirri
stundu þegar við komum til þín,
ég og strákarnir, daginn sem
Þorkell minn varð stúdent núna í
maí sl. Þú hreinlega ljómaðir af
gleði og stolti og sagðir jafn-
framt að það væru þrjú ár í
næstu tvo stúdenta en þú yrðir
þá líklega ekki lengur hjá okkur.
Þú hafðir rétt fyrir þér þar,
elsku amma. Það er erfitt að
kveðja þig, amma mín en ég veit
að þú varst ekki hrædd við að
deyja. Þú trúðir á annað líf og
það styrkir mig í sorginni að vita
það. Það er stórt skarð í hjarta
mínu eftir skjótt andlát þitt,
elsku fallega amma mín. Þú
varst lágvaxin kona en samt svo
stór.
Tveim dögum fyrir andlát þitt
drukkum við kaffi og þú borðaðir
marsípantertu sem þér þótti svo
góð. Þú varst svo hress og falleg.
Ekki hvarflaði að mér að ég sæi
þig ekki aftur á lífi, elsku amma
mín. Það síðasta sem þú sagðir
við mig þann dag var: „Hvenær
sjáumst við næst elskan mín“ og
ég svaraði, á fimmtudaginn en
þá fórstu á vit nýrra ævintýra.
Ljúfar og góðar minningar um
yndislega ömmu eins og þig
verða alltaf geymdar í huga mín-
um. Takk fyrir allt, elsku amma
mín. Guð geymi þig og varðveiti.
Vertu yfir og allt um kring með
eilífri blessun þinni. Sitji Guðs
englar saman í hring sænginni
yfir minni.
Þín,
Svava.
Ég á ömmu minni margt að
þakka enda var hún ein af mik-
ilvægustu manneskjunum í mínu
lífi. Hún og afi minn, Böðvar,
mótuðu mig mikið þar sem ég
varði miklum tíma með þeim
sem barn.
Amma Stína kenndi mér svo
ótrúlega margt. Hún kenndi mér
til dæmis að borða en þolinmæði
hennar gagnvart mér, sem var
svo matvönd, var ótrúleg. Hún
kenndi mér einnig að sauma út.
Amma var mikil hannyrðakona
og þótti mér mikið til þess koma,
þar sem ég sjálf gat aldrei neitt í
hannyrðum í skóla. Aftur kom
þolinmæði ömmu sér vel þar sem
hún kenndi mér krosssaum, og
eru það einu hannyrðirnar sem
ég komst upp á lagið með – í
senn ótrúlega einfalt og alveg
frábært.
Amma kenndi mér líka að
rökræða. Við ræddum alltaf mik-
ið um pólitík og samfélagsmál og
vorum oftar en ekki sammála.
Stundum vorum við þó ósam-
mála en það var stórskemmti-
legt, enda báðar með sterkar
skoðanir á hlutunum og rökin á
reiðum höndum.
Ein af mínum bestu minning-
um um ömmu er þó hvorki tengd
mat né pólitík heldur gönguferð.
Í flugstöð. Við vorum að koma
heim frá Svíþjóð þar sem við
heimsóttum Möggu og fjöl-
skyldu. Ég var 18 ára, alveg á
besta aldri, en amma var aðeins
eldri, þá 83 ára. Þegar við kom-
um út úr flugvélinni strunsaði ég
af stað í átt að fríhöfninni og
amma á eftir mér, alveg á fullu.
Þegar við komum svo út í bíl var
amma alveg búin á því og sagði
við mig: „Sunna mín, við ættum
að fara oftar saman í gönguferð-
ir. Þú labbar svo svakalega
hratt, það er alveg frábær æfing
fyrir mig að reyna að halda í við
þig!“ Ég fór auðvitað á bömmer
yfir því að hafa ekki spáð í
hversu hratt ég labbaði, enda
amma með veik lungu og komin
yfir áttrætt, en hún var hæst-
ánægð og sá þarna tækifæri til
að koma sér í betra form.
Nú, 10 árum síðar, er amma
Stína dáin, 93 ára að aldri. Mér
þykir undarlegt að eiga aldrei
eftir að sjá hana aftur, en á sama
tíma þykir mér gott að hugsa til
þess að hún hafði svo sannarlega
lifað lífinu. Ég er henni óend-
anlega þakklát fyrir allt sem hún
gerði fyrir mig og á þeim nótum
vil ég kveðja hana – með þakk-
læti í hjarta.
Sunna Kristín.
Kristín
Þorvaldsdóttir
✝ Bjarni Bjarna-son fæddist í
Reykjavík 6. febr-
úar 1963. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu,
Krummahólum 8,
þann 8. júlí sl. For-
eldrar hans voru
Bjarni Guðbrandur
Bjarnason f. 12.
apríl 1922 og Erla
Vídalín Helgadóttir
f. 11. sept. 1928. Þau eru bæði
látin.
Systkini Bjarna
eru Ragnheiður f.
14. febrúar 1957.
Lára f. 2. janúar
1960, Elín Bjarney
f. 28. apríl 1968.
Birgir f. 11. júlí
1941 og Sigrún f.
18. maí 1956.
Bjarni var ókvænt-
ur og barnlaus.
Útför Bjarna fer
fram frá Garða-
kirkju í dag, mánudaginn 23.
júlí 2012 kl. 15.
Í dag kveð ég í hinsta sinn
Bjarna litla bróðir minn og minn-
ingarnar koma hver á eftir ann-
arri og sumar eins og þung högg á
sálina, líka minningar sem ég hef
ekki leyft mér að hugsa um lengi.
Ég var 6 ára þegar Bjarni fæddist
og ég var afskaplega montin af því
að eiga lítinn bróðir hann var líka
undurfríður drengur, brúneygður
og bjartur yfirlitum. Hvar sem ég
kom með hann heyrði ég sagt
hvað hann væri fallegt barn. Hann
var ærslafullur, áhugasamur um
alla hluti og uppátækjasamur og
sérstaklega forvitinn. Man ég
mörg prakkarastrikin hans. Við
lékum okkur mikið við Tjörnina
sem börn og honum tókst að
hrinda okkur systrum allavega
einu sinni út í þegar veiðar á horn-
sílum stóðu sem hæst hjá okkur
systrum. Ég man líka þegar þú
byrjaðir að lesa og ég var að
kenna þér stafina, síðan varðst þú
alæta á bækur og last allar bækur
sem þú komst yfir. Þú varst mjög
fróður um marga hluti og hafðir
einstakan áhuga á sögu.Ég man
líka þegar þú varst 5 ára og ég 11
ára og við söfnuðum peningum
heilt sumar fyrir stærsta vörubíln-
um í Tómstundahúsinu sem var
aðal-leikfangaverslunin í þá daga
og allar ferðirnar okkar þangað að
skoða stóra vörubílinn sem þig
langaði svo í, og líka daginn þegar
við fórum og sóttum hann.
Ég á líka minningar um falleg-
an lítinn dreng sem elskaði dýr og
naut þess að vera úti í náttúrinni.
Ég á líka minningar um lítinn
dreng sem kom í gættina og
spurði hvort hann mætti kúra hjá
mér af því hann væri hræddur
þegar Bakkus var í heimsókn hjá
fullorðna fólkinu en æska okkar
systkina var alla tíð lituð af þeim
vágesti. Ég á líka minningar um
lítinn dreng sem var sendur á
barnaheimilið Dalbraut ásamt
systrum sínum þegar heimilið var
leyst upp um tíma.
Þú varst viðkvæmastur af okk-
ur systkinunum og þoldir illa áföll-
in, þú byrgðir sorgir þínar og
hugsanir innra með þér en lengi
vel var húmorinn til staðar, en þú
varst alltaf mikill húmoristi, og
voru þau mörg gullkornin sem
komu frá þér.
Það var mikil sorg, missir og
reiði að sjá hvernig þú fórst um
tvítugt smám saman að hverfa inn
í þig meira og meira, missa tengsl
við fólk og vini og verða einrænni
og veikari með árunum. Eins sárt
og það var að horfa á þig fara á
sambýli fyrir fatlaða þá veit ég að
þú naust góðs atlætis í Krumma-
hólum með Bessí sem hugsaði svo
vel um þig þar og Sveini og Jónasi
vinum þínum og sambýlingum.
Þau sjá á eftir góðum og hæglát-
um vini sem mátti ekkert aumt
sjá. Það var líka aðdáunarvert að
fylgjast með því hvernig þú náðir
þrátt fyrir allt að halda reisn þinni
og sjálfstæði.
Einnig var aðdáunarvert að
fylgjast með því hvernig þér tókst
þrátt fyrir allt að halda þinni per-
sónulegu reisn, stolti og sjáfstæði.
Hvíl í friði, elsku litli bróðir, og ég
veit í mínu hjarta að þú ert á besta
stað sem til er.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Ragnheiður systir.
Elsku hjartans Bjarni bró eins
og ég kallaði þig alltaf, þú hafðir
allt til að bera sem barn, ærsla-
fullur grallari, skemmtilegur og
mikill húmoristi, og fallegur
varstu með þín brúnu augu og lið-
aða hár.
En heimilisaðstæður áttu eftir
að marka djúp spor í líf þitt. Þú
varðst fjarrænn en alltaf sami góði
drengurinn, talaðir aldrei illa um
neinn né hallmæltir neinum, það
var ekki þinn stíll.
Ég á mínar góðu minningar
með þér. Við fórum stundum rúnt
til Þingvalla og gengum meðfram
vatninu, settumst og spjölluðum
saman og fórum í bústaðinn í sveit-
inni. Þegar við keyrðum fram hjá
sveitabæjum spunnust oft upp
umræður um búskaparhætti í
gamla daga, þú varst svo fróður
um hin ýmsu málefni.
Þú hlustaðir mikið á útvarpið og
tónlistarsmekkurinn var fjöl-
breyttur, t.d. Garðar T. Cortes, Ís-
bjarnarblús Bubba Morteins en þú
hélst mikið upp á Bubba, og líka
svona eldri lög eins og ég mundi
segja og ég sem er eldri en þú. Við
höfðum bæði gaman af því að
stoppa þar sem hestar, kýr eða ær
voru á beit og hvað þá ef þau voru
með lítil afkvæmi. Þú hafðir svo
gaman af því að fylgjast með
dýrunum.
Ég þakka þér elsku Bjarni bró
fyrir allt sem þú gafst mér af þér
og þínum góða félagsskap, það er
þyngra en tárum taki að þú dreng-
urinn sem aldrei reyktir og varst
ekki í neinni óreglu skyldir þurfa
að líða fyrir neyslu annarra. Elsku
bróðir, þú varðst bráðkvaddur í
svefni og ég hitti þig á góða staðn-
um eftir óákveðinn tíma elsku bró.
Þú varst einu sinni hér og gafst
mér hluta af sjálfum þér. En
hverju lífi sú fylgir kvöð að berast
brátt að endastöð.
Ástarkveðja.
Þín,
Lára systir.
Stóri bróðir minn Bjarni er far-
inn, ég minnist hans með söknuði.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um hann.
Bjarni passaði alltaf upp á mig
þegar ég var lítil, sérstaklega þeg-
ar erfiðleikar steðjuðu að, þá vildi
hann vernda mig.
Hann notaði húmor mjög oft til
þess að létta andrúmsloftið.
Bjarni var hetja og hörkutól í
mínum augum. Eitt sinn kom hann
heim, þá 14 ára gamall, með nagla í
gegnum ristina. Hann fór beint inn
á baðherbergi og dró naglann út.
Ég var þá níu ára gömul og stóð
þarna og horfði á hann með að-
dáun.
Bjarni var mikill húmoristi og
smá stríðinn, við hlógum mikið
saman að uppátækjum hans.
Hann var vandaður maður í alla
staði.
Þegar við vorum tvö eftir í
heimahúsum var hann mín stoð og
stytta í dagsins önn.
Á unglingsárum fór hans and-
legu heilsu að hraka. Hann fjar-
lægðist okkur systur sem og aðra
sökum þessara veikinda sinna.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una
við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð, hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir.)
Elín litla systir.
Bjarni
Bjarnason
✝
Ástkær eiginmaður minn, bróðir og frændi,
ÖRN EDVALDSSON,
sem lést þriðjudaginn 12. júní, verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 26. júlí kl. 11.00.
Lena Andersson,
Sigrún Guðnadóttir,
Sesselja Inga Guðnadóttir,
Sigurður Guðnason,
Sverrir Guðnason,
Sigurður Pálmar Gíslason.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGMUNDUR PÁLL LÁRUSSON,
múrarameistari, Seljalandi 1,
Reykjavík,
lést föstudaginn 20. júlí á Landspítalanum í
Fossvogi. Útför hans fer fram frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 26. júlí kl. 15.
Anna Hjörleifsdóttir,
Sigdís Sigmundsdóttir, Jón Óskarsson,
Hjördís Sigmundsdóttir, Kristinn Waagfjörð,
Benedikt Sigmundsson, Erna Þórunn Árnadóttir,
Lárus Sigmundsson, Sandra Pohl,
Þóra A. Sigmundsdóttir, Jóhannes Oddsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar og tengdamóðir,
VIGDÍS JÚLÍANA BJÖRNSDÓTTIR,
Strandgötu 89, Eskifirði,
lést þann 18. júlí s.l. á dvalarheimilinu
Hulduhlíð.
Útför hennar verður gerð frá
Eskifjarðarkirkju föstudaginn 27. júlí kl.
14:00.
Edda Björnsdóttir, Hlynur Halldórsson,
Helga Björnsdóttir, Hilmar Hilmarsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um innsend-
ingarmáta og skilafrest. Einnig
má smella á Morgunblaðslógóið
efst í hægra horninu og velja við-
eigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann lést
og loks hvaðan og hvenær útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn, svo og
æviferil.
Minningargreinar