Morgunblaðið - 23.07.2012, Page 23

Morgunblaðið - 23.07.2012, Page 23
Að lesa í landið og þjóðina En þegar menn draga saman segl- in í búskap og félagsstörfum – hvað tekur þá við, Magnús? „Það er auðvitað mikilvægast að maður hefur nú meiri tíma fyrir fjöl- skylduna, börnin og barnabörnin og nánasta umhverfið hérna. Við hjónin höfum líka verið dugleg að ferðast. Við fengum okkur húsbíl fyrir fimmtán árum og höfum verið dugleg að nota hann. Við erum núna nýkomin úr hringferð um landið. Svo les ég nú töluvert en það snýst nánast allt um uppruna lands og þjóðar, jarðfræði, landafræði, þjóðfræði, þjóðsögur og sagnir og þess háttar. Það gerir ferðalögin miklu skemmtilegri að geta lesið svolítið í land og þjóð.“ Fjölskylda Fyrri kona Magnúsar var María Katrín Ragnarsdóttir, f. 31.8. 1943, d. 25.3. 1966, bóndi og húsfreyja. Synir Magnúsar og Maríu Katr- ínar eru Ragnar, f. 9.12. 1964, vél- virkjameistari og bóndi í Birtinga- holti; Sigurður, f. 24.1. 1966, búfræðingur og verkamaður í Reykjavík. Seinni kona Magnúsar er Guð- björg Björgvinsdóttir, f. 7.2. 1945, bóndi og húsfreyja. Hún er dóttir Björgvins Guðjónssonar, bónda í Dufþaksholti í Hvolhreppi, og Ragn- heiðar Ólafsdóttur húsfreyju. Börn Magnúsar og Guðbjargar eru María, f. 10.7. 1970, póststarfs- maður á Flúðum; Björgvin, f. 10.7. 1973, sölumaður hjá Vífilfelli á Suð- urlandi, búsettur á Selfossi; Ragn- heiður Guðný, f. 16.5. 1979, hús- freyja á Selfossi, í fjarnámi við Háskólann á Akureyri. Systkini Magnúsar: Ásgeir (hálf- bróðir) f. 19.11. 1927, nú látinn, lengi rafvirki í Bandaríkjunum; Ásthildur, f. 10.6. 1928. húsfreyja í Birtinga- holti; Arndís Sigríður, f. 21.7. 1930, d. 10.1. 2012, var húsfreyja í Miðfelli; Sigurfinnur, f. 11.12. 1931, fyrrv. skrifstofustjóri hjá Vegagerðinni á Selfossi; Ágúst, f. 22.8. 1936, bóndi í Birtingaholti; Móeiður Áslaug, f. 27.11. 1943, d. 18.1. 2002, var ljós- móðir í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar voru Sig- urður Ágústsson, f. 13.3. 1907, d. 12.5. 1991, hreppstjóri, kórstjóri, skólastjóri og tónskáld í Birtinga- holti, og Sigríður Sigurfinnsdóttir, f. 11.7. 1906, d. 16.5. 1983, húsfreyja í Birtingaholti. Úr frændgarði Magnúsar H. Sigurðssonar Sigurður Natanealsson sjómaður undan Eyjafjöllum Ásta Jónsdóttir húsfr. Þórður Gísli Jónsson af Klénsmiðarætt Guðrún Bjarnadóttir húsfr. Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. í Birtingarholti Skúli Thorarensen læknir og alþm. á Móeiðarhvoli Ragnheiður Helgadóttir húsfr. á Móeiðarhvoli Magnús H. Sigurðsson Sigurður Ágústsson tónskáld, kórstj. skólastj. og hreppstj. í Birtingarholti Sigriður Sigurfinnsdóttir húsfr. í Birtingarholti Jónína Þórðardóttir húsfr. í Keflavík Sigurfinnur Sigurðsson íshússtj. í Keflavík Móeiður Skúladóttir húsfr. í Birtingarholti Ágúst Helgason alþm. í Birtingarholti Helgi Magnússon b. í Birtingarholti, af Reykjaætt Þorsteinn Thorarensen hreppstj. á Móeiðarhvoli Óskar Thorarensen framkvæmda- stj. í Rvík Grímur Thorarensen b. í Kirkjubæ Þorsteinn Th. rith. og útgefandi í Rvík. Eggert framkvæmda- stj. BSR Egill Thorarensen kaupfélagsstj. KÁ Bjarni Thorarensen amtm. og skáld Katrín Helgadóttir húsfr. á Stóra-Núpi Kjartan Helgason pr. í Hruna Guðmundur pr. í Reykholti Jóhann Briem listmálari Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur Ásmundur Guðmundss. biskup Afmælisbarnið Magnús H. Sigurðs- son. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012 Anna Jónsdóttir fæddist í Hrís-ey 23.7. 1912, fyrir einni öld.Hún var dóttir Jóns Sigurðs- sonar, vélfræðings í Hrísey, og f.k.h., Sóleyjar Jóhannesdóttur. Jón sigldi til Þýskalands 1902, lærði þar vélfræði og keypti þar síðar „Grund- arbílinn“ fyrir Magnús Sigurðsson á Grund, en það var önnur bifreiðin á Íslandi. Jón var sonur Sigurður hrepp- stjóra á Hellulandi Ólafssonar, alþm. og hreppstjóra í Ási í Hegranesi Sig- urðssonar. Sóley var dóttir Jóhann- esar Davíðssonar á Syðstabæ og k.h. Margrétar Guðmundsdóttur. Bróðir Önnu var Skapti skipstjóri, faðir Jóns, enskukennara og skjala- þýðanda. Hálfsystkini Önnu, sam- feðra, eru Sigurður, fyrrv. kennari við VMA, og Ebba snyrtifræðingur. Anna ólst upp í Hrísey, lauk prófi frá VÍ árið 1933 og giftist, ári síðar, Torfa Hjartarsyni lögfræðingi, sem varð sýslumaður á Ísafirði, tollstjóri í Rvík., og loks sáttasemjari ríkisins. Anna og Torfi voru mjög samhent hjón. Hún þótti glæsileg húsfreyja sem stjórnaði af röggsemi mynd- arlegu og gestkvæmu heimili þeirra. Anna var afar skemmtileg í viðkynn- ingu, hafði sterka nærveru, var margfróð, með góð tök á íslensku máli og gædd mikilli frásagnarlist. Hún var mjög pólitísk og sjálfstæð í skoðunum, var eindreginn andstæð- ingur kommúnismans og Ráðstjórn- arríkjanna og skrifaði fjölda pistla í Velvakanda Morgunblaðsins um þá hættu sem stafaði af þeirri ógn. Hjá fréttamönnum RÚV var hún talin í hópi óformlegra fréttaritara þar á bæ, því hún upplýsti þá oft um fundi í kjaradeilum, hvenær sem var sólarhringsins, á sáttasemjaraárum Torfa. Börn Önnu og Torfa: Hjörtur sem lést í frumbernsku; Hjörtur, fyrrv. hæstaréttardómari; Ragnheiður, fyrrv. rektor MR; Sigrún, húsfreyja og tryggingamiðlari í Toronto í Kan- ada sem lést um aldur fram, og Helga Sóley, hjúkrunarkona og ljós- móðir. Hjá Önnu og Torfa ólst einnig upp Halla Thorlacius, dóttir Sigrún- ar Torfadóttur. Anna lést 25.1. 1992. Merkir Íslendingar Anna Jónsdóttir 90 ára Lilja Aradóttir 85 ára Anna Bjarnadóttir Guðrún Sveinsdóttir Málfríður Jónsdóttir Unnur Áskelsdóttir 80 ára Arndís Sigurðardóttir Jóhanna Guðrún Baldursdóttir Jón Sigmundur Torfason Kristín Sigurjónsdóttir Stefán Sigurður Kristinsson 75 ára Björgvin Elíasson Eðvarð Karl Ragnarsson Elsa Fanney Pétursdóttir Halldór Ólafsson Kristín Sveinbjörnsdóttir 70 ára Elín Káradóttir Guðmundur Bertelsson Helga Þórey Jónasdóttir Róbert Jónsson 60 ára Ásdís Ámundadóttir Bernharður Jóhann Kristinsson Eiríkur Gylfi Helgason Heiðar Viggó Viggósson Jónína Olsen Margreta Björke Sigrún Ragna Stefánsdóttir Þórfríður Magnúsdóttir Örn Karlsson 50 ára Algimantas Ziaukas Birgitta Lúðvíksdóttir Björn Steinar Hauksson Guðmundur Ingi Einarsson Guðmundur Skúli Þorgeirsson Guðrún Sæmundsdóttir Indriði Björgvinsson Jónas James Norris Jósef Matthíasson Kazimiera Pawezka Krzysztof Grzegorz Piwowarczyk Magnús Jón Kristófersson Nína Karen Grétarsdóttir Sigríður Björg Albertsdóttir Sigurður B. Sigurþórsson 40 ára Agnes Matthíasdóttir Ásta Sóllilja Þorsteinsdóttir Davíð Ben Maitsland Garðar Einarsson Guðrún Sigríður Ólafsdóttir Gunnar Sævar Gylfason Olga Björg Sigþórsdóttir Ólafur Brynjar Þórsson Rúnar Ben Maitsland Sóley Jónsdóttir 30 ára Anna Lind Sævarsdóttir Auðunn Ólafsson Eduard Shchavynsky Guðmundur Hreinn Eiríksson Guðrún Ósk Níelsdóttir Heiðar Örn Heimisson Jolanta Elzbieta Wolna Jón Áki Jensson Magnús Ingi Rafnsson Þórdís Guðrún Jakobsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Valgerður fæddist í Reykjavík og ólst upp í Grafarvoginum. Hún lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 2012 og starfar hjá Actavis og við Landspít- alann. Dóttir: Sólborg Ósk- arsdóttir, f. 2008. Foreldrar: Sigurður J. Kristinsson, f. 1953, kerf- isfræðingur í Reykjavík, og Sólborg Bjarnadóttir, f. 1953, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Valgerður Sigurðardóttir 30 ára Lilja lauk grunn- skólakennaraprófi 2011 og kennir við Grunnskóla Borgarfjarðar. Maki: Þorsteinn Pálsson, f. 1983, rafiðnfræðingur. Synir: Benjamín Karl Styrmisson, f. 2001; Ágúst Páll Þorsteinsson, f. 2004; Brynjar Þór Þorsteinsson, f. 2010. Foreldrar: Ágúst Magn- úss., f. 1947, húsasmíðam., og Sigríður Eiríksdóttir, f. 1949, sjúkraliði. Lilja Björg Ágústsdóttir 30 ára Hildur ólst upp í Grafarvoginum. Hún lauk diplomaprófi frá KHÍ og starfar nú hjá Hag- kaupum í Smáralind. Systkini: Ásgeir Kr., f. 1980, rafmagnstækni- fræðingur, og Valgerður, f. 1982, hjúkrunarfræð- ingur. Foreldrar: Sigurður J. Kristinsson, f. 1953, kerf- isfræðingur, og Sólborg Bjarnadóttir, f. 1953, hjúkrunarfræðingur. Hildur Sigurðardóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Fullkomin netverslun með hljóðfæri og hljóðbúnað Nýr og glæsilegur vefur www.hljodfaerahusid.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.