Morgunblaðið - 23.07.2012, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ást við fyrstu sýn er möguleiki og
þú nýtur þess að daðra við einhvern
ókunnugan. Gættu þess bara að halda ut-
an um þína nánustu eins og þeir gera um
þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Heppnin virðist vera með þér núna
og þú munt áður en langt um líður upp-
skera laun erfiðis þíns. Taktu sneið þína af
himnaríki með þér hvert sem þú ferð.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér er óhætt að tala um þínar
innstu tilfinningar, en jafnvel betra að
hlusta á annan gera það. Til allrar ham-
ingju er pláss fyrir fleiri en eitt símanúmer
í hraðvalinu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt freistandi sé skaltu ekki
ganga lengra í því máli, sem hæst ber í
huga þínum. Farðu varlega og gakktu úr
skugga um að málstaður þinn sé þess virði
að berjast fyrir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú getur lært eitthvað mikilvægt af
einhverjum í dag. En mundu að hlutirnir
eiga ekki að vera einfaldir, heldur stælir
það aðeins manninn að fá krefjandi verk-
efni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú finnur til löngunar til þess að
koma miklu í verk í vinnunni í dag. Njóttu
andartaksins og leyfðu þér að sinna þeim
störfum sem veita þér mesta gleði.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú stendur frammi fyrir kröfum um
aukna ábyrgð en ert eitthvað tvístígandi.
Reyndu ekki að slá ryki í augu annarra.
Leitaðu ráða hjá vinum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það bendir ýmislegt til þess
að gamall draumur þinn muni nú rætast.
Búðu þig undir innkaup á málningu og
snurfusaðu dálítið í kringum þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Eitt er víst að fólk getur treyst
þér og það gerir það. Næstu fjórar vik-
urnar henta sérlega vel til ferðalaga.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú veltir fyrir þér hvort þú getir
treyst vissri manneskju. Vertu ekki með
sektarkennd heldur safnaðu kröftum og
vertu heill í því sem þú gerir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Einhver í fortíð þinni hefur enn
mikil áhrif á þig. Gefðu fólkinu í kringum
þig það svigrúm sem það þarf.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er þér léttir að komast að því
að nú eru peningar og bjargir til staðar og
því unnt að gera úrbætur á vinnustað.
Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum niðri á Austurvelli, þar
sem hann sat á bekk, lét fara vel
um sig og saup á bjórkollu. Hann
var í góðum félagsskap og voru
þeir kumpánar að tala um arkí-
tektúr. Þótti þeim Dómkirkjan og
Alþingishúsið taka nýrri bygg-
ingum fram í stíl og hreinleik og
minntu á, að fyrri forsetar hefðu
staðið vörð um alþingisreitinn;
þeir luku lofsorði á þingforseta
fyrir skelegga framgöngu. Síðan
fór karlinn með limru, sem hann
kallaði „Martröð þingforseta“:
„Hann er loðinn um lófa og brár,
sagði Ljótunn, „og gult er hans hár;
hann er eilítið kenndur.
og við Austurvöll stendur
innan um knæpur og krár.“
Ég fékk smá athugasemd á net-
inu á laugardag vegna þessarar
hringhendu, sem þá birtist í
Vísnahorni:
Fer úr böndum flimt og níð,
festu höndin tapar,
stirð er önd við stökusmíð,
stjarna Blöndals hrapar.
Þessi er smá athugasemdin:
„Kæri Halldór Blöndal, ég held
ég hafi aldrei ort um þig níðvísu.
En þetta hef ég ort:
Firrist öndin flimt og níð,
festu hönd ei tapar,
þegar Blöndal landsins lýð
ljóðin vönduð skapar.
Og vona ég, að þú gerir mér
þann greiða að koma þessari leið-
réttingu á framfæri í næsta vísna-
horni þínu.
Með fyrirfram þökk og virð-
ingu,
Guðmundur Arnfinnsson.
P.s. Tvær limrur í sarpinn:
Ófrýnn var Lágafells-Ljótur,
sá langi og horaði þrjótur,
með lafandi vör
sem lýtti ör,
en ljótari var þó hans fótur.
Þeir telja að Bjössi bakari
sé betri maður og spakari
en hárskerinn Geir,
en hitt vita þeir
að hárskerinn Geir er rakari.“
Og síðan er bara að þakka fyrir
sig:
Athugasemdir ekki getur betri:
Að skilja hvort sé rétt eða rangt
í reynd er hversu teygt er langt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Firrist öndin flimt og níð
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
F
er
d
in
a
n
d
HVAÐ ER Í
SJÓNVARPINU?
VILTU AÐ
ÉG TELJI ÞAÐ
UPP FYRIR ÞIG?
ER
ÞETTA
NESTIÐ ÞITT?
MEÐAL
ANNARS...
HVAÐ FLEIRA ER
Í POKANUM?
VIÐ
ERUM VÍST EKKI
TILBÚNIR AÐ
PANNTA...
...ÞANNIG AÐ
KOMDU BARA MEÐ
MEIRI BJÓR
HVERNIG
HEFURÐU
ÞAÐ
NONNI
NAUT?
EKKI GOTT,
STJÖRNUMERKINU MÍNU
VAR BREYTT. ÉG ER EKKI
LENGUR STERKT OG
ÞRJÓSKT NAUT
NÚNA ER ÉG LJÚF
OG TILLITSÖM
STEINGEIT
HVAÐA
VITLEYSA.
ÞÚ ERT ENNÞÁ
STERKUR
BOLI.
EIGUM VIÐ
AÐ HORFA Á
ÍSHOKKÍ LEIK
SAMAN?
NEI ÞVÍ MIÐUR, ÉG
MÁ EKKI MISSA AF
OPRUH, HÚN ÆTLAR
AÐ FJALLA UM
RAKAKREM Í
ÞESSUM ÞÆTTI
HJÓLABRETTIÐ MITT
Víkverji á góðar minningar frábernsku- og unglingsárum sínum
úr skátastarfi. Flestar snúast þær um
ævintýraleg ferðalög eða ógleyman-
legar stundir með skátavinunum, sem
margir halda enn sambandi.
Stærstu stundirnar í starfi hvers
skáta eru þó án efa landsmótin.
x x x
Fyrir ungan Víkverja var það heil-mikil upplifun að búa í tjaldi í
heila viku ásamt mörghundruð
manns sem allir höfðu sömu áhuga-
mál. Það var alltaf dálítið spennandi
að kynnast erlendu skátunum og
skiptast á skátaklútum, þjóðarréttum
eða bara sögum.
Vatnasafarí og þrautabraut, smiðj-
ur, siglingar, klifur, útieldun, varð-
eldar og fjölmenningasamfélag þar
sem allir eru vinir. Er hægt að hugsa
sér skemmtilegra og betra umhverfi
fyrir börn og unglinga?
x x x
Tíu ára frændi Víkverja hafði ekkikynnst skátaævintýrinu. „Í
hverju er keppt?“ spurði hann og
gerði ráð fyrir að mót væru til þess
haldin að keppa.
„Það er ekki keppt í neinu. Í skát-
unum skiptir ekki máli að vera betri
en einhver annar, heldur að maður
læri eitthvað nýtt og auki sína eigin
færni,“ svaraði Víkverji.
Fyrir ungan frænda eru þetta stór
hugtök og illskiljanleg, en eldra fólk
sem hefur reynt skátaaðferðina á eig-
in skinni veit að hún virkar.
x x x
Þessa vikuna hafa um 2.000 skátarfasta búsetu í tjöldum við Úlf-
ljótsvatn á landsmóti. Ef þeir eru
taldir með sem stoppa styttra má
segja að landsmót skáta sé 5.000
manna byggðarlag.
Íbúunum er séð fyrir nauðsynjum
eins og matvælum, heilbrigðisþjón-
ustu og fjölmiðlum. En eitt er það
sem landsmót hefur umfram önnur
byggðarlög, og það er ævintýrið.
Ævintýrið sem felst í því að prófa,
læra, geta eitthvað á eigin spýtur.
Ævintýrið sem felst í því að kynn-
ast skátum sem hafa ferðast yfir hálf-
an hnöttinn, og uppgötva að þeir eru
eiginlega alveg eins og við.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Varir hins réttláta vita,
hvað geðfellt er, en munnur óguðlegra
er eintóm flærð.
(Ok. 10, 32)
Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is
LÁTTU OKKUR SJÁ UMHEIMILISÞVOTTINN!
LÍTIL VÉL 7 KG. 1.790 KR.
STÓR VÉL 15 KG. 3.290 KR.
Efnalaug - Þvottahús
SVANHVÍT EFNALAUG
- NÚ Á ÞREMUR STÖÐUM
Hverafold 1-3, 112 Reykjavík
Grettisgötu 3, 101 Reykjavík
Smáralind, 201 Kópavogur