Morgunblaðið - 23.07.2012, Page 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012
Eins og margir vita þá er samband
þeirra Noels og Liams Gallagher-
bræðra ekkert sérstakt.
Nú síðast gerði Liam óspart grín
að Noel fyrir að ákveða að fara í
tónleikaferðalag um Norður-
Ameríku með hljómsveitinni Snow
Patrol. Liam tók nýlega að sér að
spila á Ólympíuleikunum í Lund-
únum en Noel hafði þá hafnað sama
boði.
Bræður berjast
Ósætti Bræðurnir eru hér fyrir miðju.
Söngvari The
Smashing
Pumpkins, Billy
Corgan, hefur
sínar skoðanir á
næstu kynslóð
rokkheimsins.
Hann segir að
hinn næsti Kurt
Cobain eða Trent
Reznor, hverjir
sem það verða,
muni aldrei ná að
verða stjörnur og kennir netsíðunni
Pitchfork um. Hann segir síðuna
stjórna því hvað sé hlustað á hverju
sinni og að það muni eyðileggja
rokkið.
Reznor Corgan
hefur mætur á
kauða.
Billy Corgan
ósáttur
Stúlkna-
hljómsveitin
Spice Girls
hyggst koma
saman og spila á
Ólympíu-
leikunum í Lond-
on. Samkvæmt
heimildum eru
95% líkur á því
að sveitin muni
spila í lokafagn-
aði leikanna en langt er liðið síðan
þær spiluðu síðast saman.
Kryddpía Victoria
mun láta sjá sig.
Endurkoma
Spice Girls
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Þórarinn Hannesson, ljóðskáld,
íþróttaþjálfari, tónlistarmaður og
forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands
á Siglufirði er fjölhæfur maður.
Þriðja ljóðabók hans kom út á
dögunum, Nýr dagur. Forvitni lék á
að vita hver kveikjan að bókinni
væri.
„Ég fór sem fararstjóri á
Ólympíumót fatlaðra í Aþenu í
Grikklandi. Það var mjög áhrifaríkt
og þroskandi fyrir alla sem tóku
þátt, ekki síst fyrir fararstjórana.
Þetta var alveg sérstaklega áhrifa-
ríkt. Við upplifðum miklar tilfinn-
ingar, gleði og erfiðar stundir líka.
Fullt af skemmtilegu fólki var þarna
sem fékk mann til að hugsa um lífið
og tilveruna.
Eitt ljóðið, Þroski, varð til sér-
staklega út af einu atviki sem átti
sér stað þarna. Ég var að velta fyrir
mér um hvað þroski snýst, þegar
þetta fólk er svo ofsalega gefandi.
Það gefur af sér alveg endalaust og
vill allt fyrir mann gera. Margt af
þessu fólki er talið þroskaskert en
þroskaskerðingin er kannski annars
staðar en hjá þessu fólki.
Þetta eru meðal annars mínar
pælingar um til hvers maður er hér
á þessari jarðkringlu.“
Drengurinn sem Þórarinn fylgdi á
Ólympíumótið er Sigurjón Sig-
tryggsson. Hann hefur þjálfað
Sigurjón um langt skeið og
vinskapur þeirra er mikill.
Vertu þú sjálfur
„Í bókinni er ekki mikið um skáld-
leg tilþrif en ég reyni að draga fram
myndir af atburðum og tilfinningum
á mannamáli. Þau eru frekar opin.
Ég var búinn að senda tveimur
öðrum útgáfum bókina og þær töldu
ljóðin vera of opin og ekkert væri
eftir handa lesandanum sjálfum til
að túlka. En smekkurinn er misjafn.
Þetta er eins og ég er. Mér finnst
að menn eigi að koma til dyranna
eins og þeir eru klæddir og þora að
vera þeir sjálfir.
Mér finnst að
það mætti leggja
meiri áherslu á
það, hvernig sem
maður er skap-
aður. Láta
drauma sína ræt-
ast. Fólk er alltof
oft að bíða eftir
því að eitthvað
gerist í stað þess að gera hlutina
sjálft.“
Þessi orð Þórarins ríma vel við til-
vitnun sem er að finna á titilsíðu
ljóðabókarinnar eftir tónlistarmann
sem hann hefur miklar mætur á,
Sting sem syngur: „Be yourself, no
matter what they say.“
Þórarinn talar af reynslu og dvel-
ur ekki í heimi dagdrauma heldur
hrindir hlutunum í framkvæmd.
Hugmynd kviknaði og varð að veru-
leika. Hann kom á fót Ljóðasetri Ís-
lands á Siglufirði og var það form-
lega vígt 8. júlí 2011.
Menningarsjóður Siglufjarðar
styrkti útgáfu bókarinnar og rennur
ágóðinn til ljóðasetursins.
Ljóðagerð og tónsmíðar
„Ljóðaáhuginn hefur ágerst með
árunum. Ég hef verið mikið í tónlist
og samið lög og texta. Ljóðlistin hef-
ur unnið á síðustu árin. Mér er allt
að yrkisefni: börnin, konan og nátt-
úran veita mér innblástur,“ segir
Þórarinn.
Þessi ofangreindu þemu er öll að
finna í bókinni. Hún er kaflaskipt
eftir þemum, Þankabrot er fyrsti og
lengsti kaflinn; ljóðin í honum eiga
það sammerkt að draga upp myndir
af ólíkum tilfinningum og varpa upp
tilvistarlegum spurningum. Hinir
þrír kaflarnir bera heitið náttúran,
börnin og ástin.
Ljóðin eru flest óhefðbundin í
formi en nokkur hefðbundin er að
finna í seinni hlutanum. Þórarinn
grípur helst til ferskeytluformsins,
þá einkum þegar hann yrkir tæki-
færisvísur.
Hvenær gefst honum helst tími
fyrir sköpun?
„Lögin og textasmíðin verða oft-
ast til á kvöldin þegar allir eru sofn-
aðir í húsinu. Hugmyndirnar fæðast
yfir daginn og svo vinnur maður úr
þeim þegar sest er niður.“
„Eitt ljóðið, Fjöllin mín, varð til
þegar ég sigldi aftur á heimaslóðir á
Vestfirði. Ég hafði ekki komið þang-
að í nokkur ár og sigldi með bátnum
Baldri, sá fjöllin mín birtast, þá kom
þessi tilfinning yfir mig sem ég lýsi í
ljóðinu. Hjartað fór að slá hraðar og
bros kom fram á varirnar.“
Jón úr Vör í miklum metum
„Jón úr Vör er það ljóðskáld sem
hefur verið í mestu uppáhaldi. Hann
er Vestfirðingur og hans þekktasta
verk, Þorpið, fjallar um ævi hans og
uppvaxtarár þar. Þetta verk er
kannski svolítið í þeim anda, beinar
lýsingar. Ég held líka upp á Bólu-
Hjálmar þó hann yrki mjög ólíkt
Jóni. Þá kann ég að meta Þorstein
Erlingsson.
Þó veit ég ekki hvaðan áhrifin
koma. Nefnt hefur verið við mig að
ljóðin líktust Jóni úr Vör. En ég ætla
ekkert að bera mig saman við það
góða skáld,“ segir Þórarinn af
hæversku.
Fyrri ljóðabækur Þórarins,
Æskumyndir (2006) og Fleiri æsku-
myndir (2009) eru undir sterkum
áhrifum Jóns úr Vör. Þær fjalla um
uppvaxtarár Þórarins á Bíldudal,
bregða upp myndum af lífinu þar,
uppvexti og mannlífi fyrir þrjátíu til
fjörutíu árum.
Siglfirskt sólríki
Kápumyndin er tekin í bakkanum
fyrir neðan hús ljóðskáldsins,
„ómengaður siglfirskur himinn í
blíðunni í sumar. Þetta er nýr dagur
og fíflarnir að teygja í sig sólskinið,“
segir Þórarinn. Kápumyndin endur-
speglar inntak ljóðanna.
„Ljóðin eru hugsuð sem full af
bjartsýni og eru uppbyggjandi. Það
er alltaf nýtt upphaf eins og segir í
fyrstu ljóðlínum titilljóðsins Nýr
dagur
Það er alltaf nýtt líf,
það eru alltaf ný tækifæri,
það er eins víst
og að það kemur nýr dagur.
Þó hjartað bresti,
þó sorgin nísti,
þó tárin renni,
þó ástin kveðji.
Þó sólin setjist í kvöld
þá kemur hún aftur upp
að morgni.
Þú skalt rísa með henni.
Ólympíumót fatlaðra kveikjan
Þórarinn Hannesson gefur út þriðju ljóðabókina Þjálfar frjálsar íþróttir
fyrir hádegi og stendur vaktina á Ljóðasetrinu á Siglufirði seinni partinn
Upplestur Þórarinn Hannesson les upp úr ljóðabókinni, Nýr dagur, á Ljóða-
setrinu á Siglufirði við góðar undirtektir viðstaddra.
Lára Hilmarsdóttir
larah@mbl.is
„Við förum til Finnlands með þær
væntingar að ná okkur í fjármagn en
líka í þeim tilgangi að kynna verk-
efnið fyrir dreifiaðilum og öllum þeim
sem hugsanlega gætu komið að fram-
leiðslu og dreifingu á myndinni,“ seg-
ir Hlín Jóhannesdóttir. Hún er aðal-
framleiðandi heimildarmyndarinnar
Um stund, en Ragnheiður Gestsdóttir
og Markús Þór Andrésson eru leik-
stjórar myndarinnar, og Sami Jahnu-
kainen er finnskur meðframleiðandi.
Þau sóttu um þátttöku í norræna
kvikmyndavettvangnum Nordisk
Panorama þar sem
kvikmyndagerðarmönnum gefst
tækifæri á að afla sér fjármagns og
aðstoðar við framleiðslu og gerð kvik-
mynda. Þetta árið fer hann fram í
Oulu í Finnlandi dagana 23. - 25. sept-
ember.
Um stund fjallar um íslenska lista-
manninn Hrein Friðfinnsson, en
Ragnheiður og Markús Þór eiga
heiðurinn af hugmyndinni að kvik-
myndinni. „Verkefnið er blanda af
leikinni mynd og heimildarmynd en
við förum mjög frjálslega með form-
ið. Að einhverju leyti mætti lýsa
myndinni sem tilraunakenndri. Hún
er í raun óður til Hreins en hann er
frumkvöðull á sínu listasviði,“ segir
Hlín. Myndin gerir lífi og verkum
listamannsins skil. „Það gerum við í
raun gegnum verkin hans og þá
sérstaklega vangaveltur listamanns-
ins um tímann og afstæðu tímans, en
það er viðfangsefni sem Hreinn hef-
ur fengist mikið við í verkum sínum,“
bætir Hlín við.
Hugmyndin spratt upp í kringum
árið 2009 þegar Ragnheiður og
Markús Þór hófust handa við upphaf
kvikmyndarinnar. Þau báðu svo Hlín
að slást í lið með þeim, en hún hefur
„Um stund“
óður til Hreins
Friðfinnsonar
Sækja sér fjármagn og aðstoð á kvik-
myndavettvangnum Nordisk Panorama
Spriklandi fiskbúð
Veitingastaður / verslun
Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is