Morgunblaðið - 23.07.2012, Síða 27
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012
Það er lærdómsríkt og fræð-andi að lesa dagbækurElku Björnsdóttur verka-konu í Reykjavík sem var
uppi á árunum 1881-1924. Lest-
urinn gefur einstæða innsýn inn í líf
fátæks alþýðufólks við upphaf ald-
arinnar, þegar Ísland var enn
vanþróað land. Þetta var fyrir tíma
hitaveitu, almannatrygginga og
samgöngubyltingar.
Sagnfræðing-
arnir Hilma
Gunnarsdóttir og
Sigurður Gylfi
Magnússon höfðu
veg og vanda af
útgáfu dagbók-
anna sem skrif-
aðar eru á ár-
unum 1915-1923.
Þetta er fimm-
tánda bókin í ritröðinni „Sýnisbók
íslenskrar alþýðumenningar“. Í rit-
röðinni hafa birst verk sem tengj-
ast sögu alþýðunnar í landinu frá
16. öld og fram til okkar daga.
Hilma og Sigurður Gylfi rita inn-
gang að dagbókunum og segja þar
frá Elku. Inngangurinn hefði gjarn-
an mátt vera ítarlegri, bæði um líf
hennar og eins um aðstæður fátæks
fólks í Reykjavík á þessum tíma.
Sigurður Gylfi fjallar talsvert um
alþýðumenningu á 19. öld og
nokkra „einkennilega menn“ eins
og Sölva Helgason og Símon Dala-
skáld. Manni finnst að hann fari
þar talsvert út fyrir efnið og erfitt
að tengja umfjöllunina beint við
Elku.
Í dagbókum Elku er nefndur
fjöldi persóna, stundum aðeins að
fornafni og fornafnið stundum stytt.
Lesandinn á oft í mesta basli með
að átta sig á hvaða fólk þetta er, en
útgefendur hafa ekki farið í þá
vinnu að greina persónurnar og út-
skýra neðanmáls hver er hvað.
Þetta er auðvitað viss ókostur.
Stutt greinargerð í inngangi um
nokkrar af þeim persónum sem
Elka á mest samskipti við bætir
vissulega úr en getur þó ekki talist
fullnægjandi. Þessi galli getur fælt
suma frá því að lesa dagbækurnar,
en ef menn láta þetta ekki angra
sig of mikið þá er hægt að hugga
sig við að smátt og smátt kynnist
lesandinn samferðamönnum Elku
og lærir hver þau eru Helga, Guð-
rún, Jónína, Sigga og Samúel.
Eins og gengur og gerist í lífi
fólks eru dagarnir mismerkilegir,
en gildi dagbóka Elku er aðallega
tvenns konar. Annars vegar má af
þeim fræðast um daglegt líf alþýðu-
konu sem barðist við fátækt og
veikindi. Hins vegar er Elka áhorf-
andi og þátttakandi í sögulegum at-
burðum á þessum tíma. Hún lýsir
brunanum í miðborg Reykjavíkur
1915. Hún tekur þátt í stofnun ASÍ
árið 1916, tekur þátt í starfi Al-
þýðuflokksins og verkakvenna-
félagsins Framsóknar. Hún upplifir
fullveldistökuna, Kötlugos, drengs-
málið, spænsku veikina og hún
kynnist vöruskorti og öðrum afleið-
ingum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Sagnfræðingar hafa talsvert not-
að dagbækur Elku, en segja má að
Margrét Guðmundsdóttir sagn-
fræðingur hafi orðið fyrst til að
vekja athygli á þeim. Því ber að
fagna að búið er að gera þær að-
gengilegar almenningi. Allt of lítið
er um útgáfu á frumheimildum hér
á landi og því fagnaðarefni í hvert
sinn sem frumheimildir eru prent-
aðar. Það er raunar okkur Íslend-
ingum til skammar að á tímum raf-
rænnar miðlunar skulum við ekki
hafa gert meira af því að gera
frumheimildir aðgengilegar á net-
inu. Þar stöndum við langt að baki
nágrannaþjóðum okkar.
Fræðandi dagbók alþýðukonu
Elka Alþýðukona ættuð úr Þingvallasveit, en fluttist síðar til Reykjavíkur
þar sem hún lét mál kvenna, menningar, alþýðu og margt fleira sig varða.
Dagbók Elku bmn
Alþýðumenning í þéttbýli á árunum
1915–1923 í frásögn Elku Björnsdóttur
verkakonu
Útgefandi: Háskólaútgáfan 2012
330 blaðsíður
EGILL
ÓLAFSSON
BÆKUR
komið að gerð fjölda þekktra ís-
lenskra kvikmynda, m.a. Svartur á
leik, Eldfjall, Gauragangur og The
Good Heart.
Teymið á bak við myndina er nú
þegar komið töluvert langt á leið með
að afla sér aðstoðar og fjármagns.
„Við erum búin að forselja birtingar-
rétt á myndinni til finnsku sjónvarps-
stöðvarinnar YLE og íslenska ríkis-
sjónvarpsins. Þar að auki höfum við
fengið styrki og aðstoð frá
Kvikmyndamiðstöð Íslands, Media-
styrk frá Evrópusambandinu og frá
kanadísku menningar-, menntunar-
og listastofnuninni Banff,“ segir Hlín
og telur það vera eina ástæðu fyrir
því af hverju verkefnið hafi verið
valið til þess að taka þátt í vett-
vangnum sem Nordisk Panorama
stendur fyrir. „Við erum bærilega
sátt hvað við erum komin langt á leið
nú þegar með kvikmyndina,“ segir
Hlín. Hópurinn vonast til þess að
afla sér frekari fjármagns og að-
stoðar við verkefnið. „Þetta er tæki-
færi fyrir verkefnið og eftir það
snýst það um að vinna sem best úr
því sem við höfum upp úr þátttök-
unni, en okkur veitir ekkert af þessu
tækifæri,“ segir Hlín. Þau stefna að
því að halda áfram tökum á mynd-
inni seinni part hausts og leggja
lokahönd á kvikmyndina í framhaldi
af því. Sýning á kvikmyndinni í
tengslum við listasýningu á verkum
Hreins er einnig á döfinni á komandi
ári.
Hreinn Friðfinnsson „Hugmyndin var að taka listaverk eftir Hrein og út-
færa það sem handrit að heimildarmyndinni.“
SÍÐUMÚLI 31 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 414 8400 / 414 8409 | HEXA.IS | HEXA@HEXA.IS
SÉRHÆFT FYRIRTÆKI
Í STARFSMANNAFATNAÐI
ERUM FLUTT
AÐ SÍÐUMÚLA 31.
Fjallalamb á framandi máta
Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk,
ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á
salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum
sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu
2.690 kr.
Hálendis
spjótNÝTT
Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi,
sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is