Morgunblaðið - 23.07.2012, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012
Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir?
Ég hlusta mest á hljóðbækur þessa dagana í góðum
göngu- og hjólatúrum, m.a. ævisögu Einsteins, ævintýri
Sherlock Holmes og smá Jane Austen. Svo er maður allt-
af að fá einhverjar skemmtilegar músíksendingar frá
vinum og kunningjum auk þess sem maður rifjar reglu-
lega upp gömul kynni við snillinga eins og Jimi Tenor,
Chavez, Blonde Redhead og Komeda. Svo er maður
svona að laumast til að hlusta á eitthvað nýtt og
skemmtilegt, yfirleitt úr óvæntum áttum.
Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma
hefur verið gerð að þínu mati?
Hvað varðar bestu plötu sem nokkurn tíma hefur verið
gerð, held ég að það sé algerlega ómögulegt að tala um
slíkt, þar sem forsendurnar eru svo ólíkar. Samt er Pet
Sounds með Beach Boys alveg rosalega nálægt því að
vera hin fullkomna plata. Smile, sem kom út 40 árum á
eftir áætlun, ber öll merki þess að á sínum tíma hefði hún
verið stórkostlegasta rokkplata sögunnar.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir
og hvar keyptir þú hana?
Ég man ekkert hver fyrsta platan var sem ég keypti
mér. En ég held það hafi verið rosagóð plata. Fyrsta
platan sem ég spilaði í gegn var hins vegar Prúðuleik-
araplatan og ég bý enn að þeirri dásemd sem hún var.
Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um?
Mér þykir alveg óskaplega vænt um plöturnar Lonely
mountain og Mugimama is this monkey
music með Mugison. Svo er
platan Hlunkur er þetta með
Halla og Ladda alveg í sér-
stöku uppáhaldi hjá mér. Það
er einhver andi yfir henni sem
er óviðjafnanlegur og stórkost-
legur.
Hvaða tónlistarmaður
værir þú mest til í að vera?
Ég veit það er klisja, en mér
finnst alveg frábært að vera
bara Svavar Knútur. Ég er með
ótrúlega einfaldar þarfir og lífið mitt svo
fallegt bara. Það er mergjað að fá að lifa líf-
inu algerlega á eigin forsendum. En ég
myndi sosum ekki fúlsa við þeim gríð-
arlega hafsjó hæfileika sem Davíð Þór
Jónsson býr yfir. Það væri ekkert
ómögulegt.
Hvað syngur þú í sturtunni?
Ég syng yfirleitt God only knows
eftir Brian Wilson í sturtunni. Það er
lag um þakklæti og að kunna að meta lífið og
tilveruna og á vel við þegar maður þvær af sér syndir
hversdagsins.
Hvað fær að hljóma villt og galið
á föstudagskvöldum?
Föstudagskvöldin mín eru ótrú-
lega chilluð og róleg yfirleitt, en ég
neita mér ekki um stöku Basement
Jaxx stuð eða Beyonce ef ég vil hrista
bossann minn :D
En hvað yljar þér svo
á sunnudagsmorgnum?
Á sunnudagsmorgnum finnst mér æði
að setja bara á Rás 1 eða BBC world ser-
vice og hlusta á spjall, rólegheit og sígilda
músík. Mér finnst dásamlegt líka að setja
Beethoven á fóninn og fara í djúpa gírinn.
Í mínum eyrum Svavar Knútur tónlistarmaður
Finnst alveg frábært
að vera bara Svavar Knútur
Morgunblaðið/Kristinn
Hljómsveitin Muck sendi nýlega
frá sér lagið „Here Comes the
Man“ en það er eitt laga sem
koma út á væntanlegri sjötommu
sem er á döfinni hjá sveitinni.
Hljómsveitin heldur í tónleika-
ferðalag í þeim tilgangi að kynna
nýja plötu sína „Slaves“ sem kom
út í febrúar á þessu ári. Fyrsti
áfangastaður á tónleikaferðalag-
inu er Evrópa en meðal við-
komustaða má nefna Fredericia,
Esbjerg og Árósar í Danmörku
ásamt Leipzig og Neubranden-
burg í Þýskalandi og Búdapest í
Ungverjalandi, svo eitthvað sé
nefnt.
Hljómsveitin snýr svo aftur til
Bandaríkjanna í kjölfarið af Evr-
ópu-ferðalaginu, en hún kom til
Íslands frá Bandaríkjunum í byrj-
un júnímánaðar eftir tónleika-
ferðalag um austurströndina.
Hljómsveitinni hefur verið boðið
svokallað „art residency“ í The
Clocktower Gallery í New York,
en Muck heldur þangað í mán-
aðarlangt ferðalag þann 19. des-
ember. Eftir langt og strangt tón-
leikahald báðum megin
Atlantshafsins eru upptökur á
næstu breiðskífu hljómsveitar-
innar á dagskrá.
Áhugasamir um lagið „Here
Comes the Man “ sem hljóm-
sveitin sendi nýlega frá sér geta
nálgast það á vefmiðlinum
www.muckhc.net. larah@mbl.is
Hressir Strákarnir í hljómsveitinni Muck verða á ferð og flugi í tónleika-
ferðalögum um Evrópu og Bandaríkin á næstunni.
Muck endasendist
um Evrópu
Boðið „art residency“ í New York
CHANNING
Tatum
MATTHEW
McConaughey
VINNAN Á KVÖLDIN HEFUR ALDREI
VERIÐ JAFN SKEMMTILEG!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D
ÁLFABAKKA EGILSHÖLL
VIP
16
16
L
L
L
L
L
L
12
12
12
16
L
L
L
12
12TED kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D
MAGIC MIKE kl. 8 - 9 - 10:30 2D
DREAMHOUSE kl. 8 - 10:10 2D
ÍSÖLD 4 ÍSLTAL kl. 6 3D
ÍSÖLD 4 ENSKTTAL kl. 7 2D
MADAGASCAR 3 ÍSLTAL kl. 6 2D
KRINGLUNNI
16
L
L
12
12
12
MAGIC MIKE kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D
DREAMHOUSE kl. 8 - 10:10 2D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 5:50 3D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 5:50 2D
LOL kl. 8 2D
ROCK OF AGES kl. 10:10 2DAKUREYRI
16
L
12
12
Madagascar 3 M/ísl.Tali kl. 6 3D
MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D
LOL kl. 6 2D
Dream House kl. 8 - 10:20 2D
KEFLAVÍK
16
12
12
TED kl. 8 2D
MAGIC MIKE kl. 10:20 2D
DREAMHOUSE kl. 8 - 10 2D
MAGIC MIKE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 2D
MAGIC MIKE VIP kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10 2D
ICE AGE 4 ÍSLTAL kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 3D
ICE AGE 4 ensku.Tali kl. 8 - 10:10 3D
ICE AGE 4 ÍSLTAL kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 2D
DREAMHOUSE kl. 8 - 10:10 2D
CHERNOBYL DIARIES kl. 10:30 2D
ROCK OF AGES kl. 8 2D
MADAGASCAR 3 ÍSLTAL kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 3D
MADAGASCAR 3 ÍSLTAL kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 2D
SNOW WHITE kl. 10:20 2D
UNDRALAND IBBA ÍSLTAL kl. 1:30 2D
FRUMSÝND 25. JÚLÍ
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
SAMBIO.IS
STÆRSTA MYND ÁRSINS
EMPIRE
HOLLYWOOD REPORTER
KVIKMYNDIR.IS
SÉÐ OG HEYRT
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á