Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2012
Gleraugnasalan | Laugarvegi 65 | 551 8780 | gleraugnasalan.is
50ÁRA
LÆKKAÐU
FORGJÖFINA
MEÐGOLF-
GLERAUGUM
FRÁOKKUR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Meirihlutinn hefur stefnt að því
lengi að hækka þessi gjöld verulega.
Reyndar kom fyrst fram tillaga um
enn meiri hækkun en ég óttast að
þessi muni ekki hafa góð áhrif á
miðbæinn og þá sem þangað vilja
sækja þjónustu,“ segir Kjartan
Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks, en Bílastæðasjóður
mun hækka stöðumælagjald á þrem-
ur stöðum í miðbænum og víkka
gjaldskyldutíma.
Kjartan gagnrýnir einnig skort á
samráði við verslunarmenn í mið-
bænum og þá sem stunda þar þjón-
ustu. „Ég tel að varlega eigi að fara í
allar hækkanir. Verslunarmenn og
aðrir rekstraraðilar benda á að mið-
bærinn hafi átt undir högg að sækja
á undanförnum árum og mikilvægur
rekstur flúið,“ segir Kjartan og bæt-
ir við að allir hljóti að sjá að með
fimmtíu prósenta hækkun stöðu-
mælagjalds sé vart varlega farið.
„Maður óttast að þetta muni hafa
slæm áhrif á það líf sem er í mið-
bænum.“
Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi
Besta flokksins, bendir á að ekki
megi einungis horfa á prósentutölu
hækkunarinnar á gjaldsvæði 1.
„Prósentan á gjaldsvæði 1 er vissu-
lega fimmtíu prósent en krónutölu-
hækkunin er ekki mikil – 75 krónur
á klukkutímann,“ segir Karl og
bendir á að hækkunin, sem tekur
gildi næstkomandi mánudag, sé sú
fyrsta í tólf ár.
Segir Karl nóg framboð vera á
bílastæðum í miðborginni en mikil-
vægt sé að hækka gjaldskrána svo
eðlilegt flæði myndist um stæðin. Þá
mætti nýting bílastæðahúsa aukast.
„Það er nóg til af stæðum í mið-
bænum en þessi sem eru utan
gjaldsvæðis 1 eru bara ekkert sér-
staklega vel nýtt. Við erum t.d. með
hálftómt bílastæðahús uppi á
Stjörnuporti og Geirsgötuplanið er
langt í frá að vera í 100 prósent nýt-
ingu. […] Ég held það vanti í okkar
kúltúr að nota húsin eða ganga að-
eins meira.“ »19
Lengi stefnt að hækkun
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks gagnrýnir hækkunina
Karl
Sigurðsson
Kjartan
Magnússon
Launareglan gildir ennþá
Segir engan embættismann með hærri dagvinnulaun en forsætisráðherra
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Af þeim sem kjararáð ákveður laun fyrir er það al-
veg á hreinu,“ segir Svanhildur Kaaber, formaður
kjararáðs, aðspurð hvort það sé ekki örugglega svo
að enginn embættismaður, að forseta Íslands und-
anskildum, sé með hærri laun en forsætisráðherra. Í
1. mgr. 8. gr. laga um kjararáð er kveðið á um að kjar-
aráð skuli við ákvörðun sína gæta þess að föst laun
fyrir dagvinnu, annarra en forseta Íslands, verði ekki
hærri en föst laun forsætisráðherra.
Í nýútkomnu tekjublaði Frjálsrar verslunar má sjá
að ýmsir embættismenn og stjórnendur opinberra
fyrirtækja eru með hærri mánaðartekjur en Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Það er alveg á
hreinu að kjararáð fer að lögum og á meðan það
stendur í lögum að það eigi eng-
inn að hafa hærri dagvinnulaun
en forsætisráðherra þá ákveður
kjararáð ekki neinum hærri dag-
vinnulaun heldur en forsætisráð-
herra,“ segir Svanhildur. Að-
spurð hvort Kjararáð hafi
eitthvað um launabónusa for-
stjóra ríkisfyrirtækja að gera,
segir Svanhildur svo ekki vera,
kjararáð hafi engin áhrif á slíkt.
Misskilningur blaðafulltrúa
Í gær birti Morgunblaðið frétt um að ofangreind
launaregla væri ekki lengur í gildi. Sú frétt byggðist á
svari forsætisráðuneyti við fyrirspurn blaðsins. Þetta
er rangt enda er lagagreinin ennþá í fullu gildi.
Blaðinu barst síðan í gær eftirfarandi tilkynning frá
Jóhanni Haukssyni, fjölmiðlafulltrúa ríkisstjórnar-
innar: „Í óformlegu svari ( dags. 26.7.’12) við fyrir-
spurn þinni um laun forsætisráðherra og annarra
embættismanna var tíunduð eftirfarandi grein laga
(lagabreyting): Í lögum um kjararáð nr 87/2009
stendur í annarri grein: „Við 1. mgr. 8. gr. laganna
bætist nýr málsliður er verður 2. málsl., svohljóðandi:
Við ákvörðun sína skal kjararáð gæta þess að föst
laun fyrir dagvinnu, annarra en forseta Íslands, verði
ekki hærri en föst laun forsætisráðherra skv. 3. gr.“
Jafnframt var fullyrt að þessi grein væri ekki lengur í
gildi. Það er rangt og er lagagreinin enn í fullu gildi.
Fullyrðingin var byggð á þeim misskilningi undirrit-
aðs að greinin hefði verið afnumin um leið og launa-
lækkun ráðherra og þingmanna í kjölfar bankahruns-
ins var afnumin. Beðist er velvirðingar á þessu.“
Svanhildur Kaaber
Frjótíma grasa er ekki lokið en
vegna þess hversu gott sumarið var
suðvestanlands er búist við að frjó-
tímanum ljúki fyrr í ágúst en oft
áður.
„Ég er að vonast eftir því að það
fari að draga úr þessu því að allur
gróður hér suðvestanlands var um
tveimur vikum fyrr á ferðinni í ár en
í meðalári. Þannig að grastegundir
sem voru að blómstra í byrjun júlí
eru að verða þroskaðar. En hvort
þessi spá mín gengur eftir á eftir að
koma í ljós,“ segir Margrét Halls-
dóttir, jarðfræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun, sem heldur utan um
frjómælingar stofnunarinnar.
Margrét getur þess að nú séu far-
in að mælast frjó af beitilyngi í
Reykjavík en það er mjög óvenju-
legt. Yfirleitt mælast þau ekki fyrr
en komið er fram í ágúst. „Það er
góð vísbending um að gróðurinn sé
allur fyrr á ferð en venjulega.“
Frjótala grasa hefur sveiflast
mikið á höfuðborgarsvæðinu
undanfarna daga. Hæsta frjótalan
mældist í Reykjavík 192 stig 15. júlí
og sl. þriðjudag fór hún í 163.
sunna@mbl.is
Senn fer að
draga úr
grasfrjóum
Frjótalan sveiflast
Eitt stærsta skemmtiferðaskip sum-
arsins kemur til hafnar í Reykjavík í
dag.
Skipið heitir Caribbean Princess
og er 112.894 brúttótonn að stærð,
skráð á Bermúdaeyjum. Það tekur
3.600 farþega.
Skipið leggst að Skarfabakka í
Sundahöfn klukkan 9 og áætluð
brottför er klukkan 20 í kvöld.
Caribbean Princess er væntanleg
til Reykjavíkur að nýju 30. ágúst.
Alls er von á 81 skemmtiferða-
skipi til Reykjavíkur á þessu sumri.
Það síðasta er væntanlegt laugar-
daginn 29. september.
sisi@mbl.is
Risaskip til
hafnar í dag
Mikil stemning var á útitónleikum í Laugardalnum í gærkvöldi. DJ hitaði
upp mannskapinn og síðan skemmtu Jón Jónsson og Retro Stefson gestum
í einstakri veðurblíðu og sungu gestirnir hástöfum með.
Tónleikarnir voru haldnir í tilefni af 10 ára afmæli knattspyrnumótsins
Vodafone Rey Cup sem Knattspyrnufélagið Þróttur hefur staðið að frá
upphafi. Ungir knattspyrnuiðkendur koma saman til að keppa á mótinu
sem hófst síðastliðinn miðvikudag. Alls taka 77 lið þátt í mótinu frá fjöl-
mörgum þjóðlöndum. Á annað þúsund fótboltakappa, strákar og stelpur,
eru skráð til leiks í ár, en mótið stendur fram á sunnudag. Flest erlendu
liðanna eru frá Evrópu en eitt lið kom alla leið frá Bandaríkjunum.
Gestir sungu hástöfum í veðurblíðunni
Morgunblaðið/Eggert