Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2012 Úrval Best er að feta sig áfram í tefrumskóginum og prófa sig áfram til að finna sitt uppáhalds bragð. eftir að hafa áskotnast teketill sjái fólk að þetta sé ekki svo mikið mál. Hvítt te gott fyrir húðina Kristín María segir að sér finn- ist fólk nú helst sækjast eftir heil- næmum eiginleikum tesins og það vilji að teið gefi því eitthvað um leið og drukkinn er bragðgóður drykkur. Síðastliðin tvö ár hefur hvítt te orðið feiknavinsælt en hvítu telaufin eru minnst unnin af telaufunum og inni- halda því töluvert meira af andox- unarefnum en grænt og svart te. „Hvítt te er líka gott fyrir húð- ina og ég kæli það og geymi inni í ís- skáp og nota það sem andlitsvatn bæði kvölds og morgna. Það er ótrú- lega frískandi og látlaus jasmin- keimur af því sem er líka gott. Ég prófa líka að blanda ólíkum teum saman og hef meðal annars notað ávaxtate til að setja í frostpinnabox. Þetta er uppáhald dóttur minnar sem vill ólm fá klaka þegar hún kemur heim af leikskólanum. Í ávaxtateinu er enginn sykur heldur bara þurrkaðir ávextir svo þetta gæti ekki verið betra. Það er hægt að gera mun meira úr teinu en mað- ur nýtir sér, ég ráðlegg t.d. fólkinu í kringum mig að setja svart te í bóm- ull ef það fær sýkingu í auga,“ segir Kristín María. Te með í ræktina Í sumar hefur íste verið vinsælt enda segir Kristín María það mjög svalandi og mælir með að setja mangó- eða passion-sýróp út í hvítt te. Síðan í fyrra hefur hvítt íste verið í boði hjá Te og Kaffi auk græns ís- tes og ávaxtaístes. Einnig er íste gert úr Oolong tei en það te er hálf- gerjað og segir Kristín María það meðal annars auka efnaskiptin. „Margir kalla þetta megrunarte og systir mín hefur til að mynda allt- af kælt svona te á kvöldin og tekið með sér í ræktina daginn eftir,“ seg- ir Kristín María. Þá er Matcha teið frá Japan einnig vinsælt en það er fínmalað í sérstökum granít- kvörnum. Teið er nokkuð dýrt en á móti kemur að aðeins þarf eitt gramm í hvern bolla. Kristín María tekur fram að fólk geti þurft að venj- ast bragðinu af Matcha teinu sem sé dálítið í líkingu við hveitigrasskot. En teinu má líka skella út í búst. Íste með appelsínu og sítrónu „Á sumrin geri ég mikið af íste og helli þá vanalega upp á hvítt te og set smá ávaxtate út í það. Svo set ég smá sítrónu eða appelsínu út í og læt það kólna yfir nótt. Þetta drekk ég í staðinn fyrir djús á morgnana yfir sumarið. Reyndar drekk ég líka allt- af rauðrunnate á kvöldin sem mér finnst mjög róandi. Á veturna drekk ég alltaf grænt te á morgnana og svo gott, svart morgunverðarte kannski með hrökkbrauði eða öðru þegar ég kem í vinnuna,“ segir Kristín María og bætir við að mikilvægt sé að hella ekki of heitu vatni á græna teið. Til að endavaran sé eins og hún á að vera þarf einnig að gæta þess að laga teið rétt. Hitastig vatnsins er mismunandi eftir tegundum svo og sá tími sem laufin eiga að liggja í vatninu. Fyrir þá sem vilja taka uppáhaldsteið með í útileguna er hægt að kaupa sér poka og fylla sjálfur með lausu tei og taka með. Þetta segir Kristín María hafa nýtt sér til ferðalaga nú í sumar. Litagleði Íste hefur verið vinsælt í sumar en það má gera ýmist úr svörtu, grænu eða hvítu tei. Síðastliðin tvö ár hefur hvítt te orðið feikna- vinsælt en hvítu telauf- in eru minnst unnin af telaufunum og inni- halda því töluvert meira af andoxunarefnum en grænt og svart te. 12 -1 19 4 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Með öllum snjallsímum, spjaldtölvum og 3G búnaði hjá Vodafone fylgir 30 daga aðgangur að NetFrelsi SkjásEins. Veldu rétta gagnamagnspakkann fyrir fjölskylduna, svo hún geti horft á sína uppáhaldsþætti hvar og hvenær sem er. Þín ánægja er okkar markmið Law & Order í spjaldtölvuna: 330 MB iPad 16 GB 7.660 kr. á mán. í 18 mánuði. Tölur um gagnamagn miðast við meðalsjónvarpsþátt, 45 mín. að lengd. Þóknun til Borgunar nemur 340 kr. á hverja greiðslu. 300 MB 500 MB 1 GB 5 GB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.