Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2012
✝ Anna GuðrúnHalldórsdóttir
fæddist að Bæ á
Selströnd 11. októ-
ber 1922. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 26. júní síðast-
liðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Halldór
Guðmundsson,
bóndi í Bæ, f. 1.
október 1897, d. 13.
febrúar 1975, og Guðrún Petr-
ína Árnadóttir, húsfreyja, f. 27.
janúar 1894, d. 29. júní 1974.
Hinn 25. október 1942 giftist
Anna Guðrún Höskuldi Bjarna-
syni f. 11.5.1911, d. 1. febrúar
2003. Foreldrar hans voru
Bjarni Guðmundsson, bóndi, f.
29. september 1857, d. 29. jan-
úar 1920, og Jóhanna Guð-
mundsdóttir, húsfreyja, f. 23.
ágúst 1868, d. 21. maí 1951.
Höskuldur og Anna hófu bú-
skap sinn árið 1941 á Drangs-
nesi. Fyrst bjuggu þau í húsinu
Litla-Burstafelli. Síðar byggðu
þau húsið Burstafell og þar
bjuggu þau þangað til þau fluttu
á Dvalarheimilið Hrafnistu í
son, f. 24. febrúar 1951. Sonur
þeirra er Víðir Freyr, f. 24. des-
ember 1980. Fyrir átti Anna
Guðrún soninn Hlyn Geir, f. 31.
október 1976, faðir hans er
Hjörtur Aðalsteinsson, f. 6. maí
1953. 6) Auður, f. 14. september
1952, maki Jón Anton Magn-
ússon, f. 19. maí 1939. Börn
þeirra eru: Anna Heiða, f. 25.
júní 1972, Höskuldur Búi, f. 29.
september 1973, Elísabet Snæ-
dís, f. 3. janúar 1979, og Unnur
Sædís, f. 30. ágúst 1982. 7) Hall-
dór, f. 30. október 1958, maki
Sunna Jakobína Einarsdóttir, f.
2. mars 1962. Börn þeirra eru:
Jón Eðvald, f. 4. júní 1980, og
Anna Guðrún, f. 5. júní 1986.
Langömmubörnin eru 34.
Anna Guðrún kenndi handa-
vinnu á Drangsnesi við barna-
og unglingaskólann í mörg ár.
Hún söng með kirkjukór
Drangsnessóknar frá 14 ára
aldri og alveg þar til hún flytur
alfarin frá Drangsnesi árið
1995. Hún var í sóknarnefnd til
fjölda ára. Anna Guðrún var í
kvenfélaginu Snót á Drangsnesi
og heiðursfélagi þar. Á Hrafn-
istu tók Anna Guðrún virkan
þátt í félagstarfi heimilisins á
meðan heilsan leyfði.
Minningarathöfn Önnu Guð-
rúnar fer fram frá Drangsnesk-
apellu í dag, laugardag 28. júlí
2012 og hefst athöfnin klukkan
15.
Reykjavík árið
1995.
Börn Höskuldar
og Önnu Guðrúnar
eru: 1) Gunnhildur,
f. 24. júní 1942,
maki Erling Birkir
Ottósson, f. 16.
mars 1946. Synir
þeirra eru Hösk-
uldur, f. 16. júlí
1965, og Ottó, f. 31.
mars 1970. 2) Jó-
hanna Björk, f. 21. febrúar 1943,
maki Hans John Larsen, f. 30.
september 1943 (látinn). Börn
þeirra eru: Laila Björk, f. 2. jan-
úar 1970, og Martin Halldór, f.
6. júlí 1973. 3) Bjarnveig, f. 5.
ágúst 1946, maki Ragnar Sig-
björnsson, f. 7. maí 1944. Dætur
þeirra eru: Anna Birna, f. 21.
febrúar 1966, Sólveig, f. 28.
október 1977, og Bryndís, f. 3.
júlí 1979. 4) Friðgeir, f. 31. júlí
1947, maki Sigurbjörg Halldóra
Halldórsdóttir, f. 9. desember
1947. Börn þeirra eru: Svava
Halldóra, f. 27. nóvember 1972,
og Halldór Logi, f. 4. maí 1975.
5) Anna Guðrún, f. 4. október
1949, maki Guðmundur Ingvars-
Yndislega móðir mín.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Í lífinu ferðast þær saman
gleðin og sorgin. Þegar ástvinur
deyr fyllist hugurinn gleðileg-
um minningum sem valda
manni sorg, en að endanum
verður gleðin aftur sterkari en
sorgin. Þú varst orðin þreytt og
vildir fara heim til þinna kæru,
sem biðu, pabbi, afi, amma í Bæ
og allir góðu vinirnir. Nú leiðist
þið um lendur eilífðanna, létt og
brosandi laus við þjáningar.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Fyrir hönd systkina minna
frá Burstafelli, vil ég nota tæki-
færið og þakka þeim fjölmörgu
á Dvalarheimilinu Hrafnistu,
sem hlúð hafa og sinnt móður
okkar. Og er á engan hallað ef
nefnt er nafn Jónínu Jörgens,
sem hefur verið henni sem vin-
kona og tryggur klettur, frá
fyrsta til síðasta dags. Mamma
kom á Hrafnistu ásamt föður
okkar 2. apríl 1995. Guð blessi
ykkur.
Við Ragnar þökkum ástríkri
móður og tengdamóður sam-
fylgdina. Dætur, tengdasynir og
barnabörnin mín minnast söng-
elskrar og glaðværrar lang-
ömmu.
Hvíl í friði.
Þín dóttir,
Bjarnveig Höskuldsdóttir.
Mig langar að minnast ynd-
islegu og ástkæru móður minn-
ar, sem kvaddi þennan heim kl.
6 að morgni 26. júní á Hrafn-
istu. Við Auður systir sátum hjá
henni þegar kallið kom. Það er
sú stund sem aldrei gleymist.
Pabbi var ætíð árrisull, við
systur vorum því sannfærðar
um að hann væri þar kominn
með allan sinn englaher, til að
sækja mömmu og fara með
hana heim á Strandirnar. En
mamma þráði það svo heitt að
fara heim.
Mamma var alla tíð einstak-
lega ljúf og broshýr kona,
hjálpsöm, greiðvikin og gestris-
in, vildi allt fyrir alla gera og
allir voru hjartanlega velkomnir
að koma í heimsókn á Burst-
afell.
Mamma dvaldi á Hrafnistu í
17 ár. Leið henni vel þar. Naut
hún þess að taka þátt í fé-
lagsstarfinu þar, á meðan heils-
an leyfði. Hún elskaði að
syngja, svo hún fór strax í kór-
inn á Hrafnistu, og handavinn-
an átti hug hennar allan. Á
hverjum degi fór hún á handa-
vinnustofuna og gerði margs
konar hannyrðir með heimilis-
fólkinu, þess á milli sat hún
með prjónana sína, en síðustu
tvö árin átti hún erfitt með að
gera handavinnu eða lesa. Ég
var svo lánsöm að geta heimsótt
foreldra mína á Hrafnistu flesta
mánudaga sem þau voru þar
saman og síðar mömmu þegar
hún var orðin þar ein.
Eftir að mamma hætti að
geta lesið elskaði hún að ég læsi
kvæði úr Bæjarættarbókinni.
Hún fór með þau með mér, því
hún kunni flest þeirra. Mig
langar að þakka mömmu fyrir
allt og allt, með hluta úr kvæði
eftir Matthildi Guðmundsdóttur
frá Bæ en Matthildur orti þetta
kvæði til minningar um móður
sína Ragnheiði Halldórsdóttur
frá Bæ ömmu móður minnar.
Ljúft væri að binda lítinn krans
af litríkum bernsku minningafans
og leggja með þökk á leiðið þitt
mín látna móðir, en óvíst er hitt
hvort tekst mér að tjá það besta.
Þér geðjaðist ekki gum eða hrós
með góðleik tendraðir kærleiks ljós;
ég gleymi því aldrei, móðir mín,
hve mikil var fórnfýsi og umhyggja
þín
við hjartkæra hópinn þinn stóra.
Ég lít sem í skuggsjá hin liðnu ár,
oft lúin var hönd þín og fótur sár,
en andlega þrekið og lundin létt,
því lítil sýndust takmörk sett
þeirri dáð, er tókst þér að drýgja.
Hjarta mitt geymir helga þökk,
er hugljúfar rek ég minningar klökk
frá bernskunnar björtu árum;
þar lýsa sem geislar frá ljómandi sól,
leiðsögnin þín, er almætti fól
okkar forsjá á framtíðarbárum.
Mig langar að þakka starfs-
fólkinu á Hrafnistu fyrir
umönnun og almennilegheit við
mömmu.
Ég og fjölskylda mín þökkum
þér elsku mamma, fyrir alla
þína ást og umhyggju.
Þín dóttir,
Anna Guðrún.
Ég man þína arma,
móðir mín,
er þú vafðir þeim hlýtt
um herðar mínar
í hinzta sinn.
Þessir armar voru þreyttir og þungir,
æðarnar berar
hörundið hrjúft.
Ég man þín augu,
móðir mín,
milduð af ástúð,
mýkt af tárum,
döpur af söknuði og sorg
frá liðnum árum.
Ég man þín orð,
móðir mín,
þau hinztu
er hljómuðu í eyrum mínum:
Guð veri með þér,
mæltir þú
og straukst mér um vanga
með hlýjum, en hrjúfum
lófa þínum.
(Kristján Jóhannsson.)
Elsku mamma. Þín minning
lifir áfram í hjörtum okkar.
Þín dóttir,
Auður og Jón.
Við systkinin nutum þeirra
forréttinda að hafa afa og
ömmu á Burstafelli innan seil-
ingar á uppvaxtarárunum á
Drangsnesi. Á Burstafelli var
alltaf tekið á móti okkur með
endalausri þolinmæði og hlýju.
Amma fann sér alltaf tíma til
þess að spila við okkur, veita
okkur athygli og hlusta á það
hvað við höfðum verið að bralla
yfir daginn. Aldrei var það
vandamál þótt við tækjum með
okkur vini í kaffi því Amma tók
ávallt vel á móti okkur með
djúsi og kleinum.
Amma var góð við alla og má
með sanni segja að hún hafi
verið amma allra. Vinir okkar
kölluðu hana gjarnan amma
Burst eins og við systkinin
gerðum og vitum við að ömmu
þótti mjög vænt um það.
Amma kenndi okkur góð gildi
og þær bænir sem við kunnum í
dag lærðum við í fanginu á
ömmu. Alltaf var hún brosandi
þegar við komum í heimsókn til
hennar, þolinmæðin endalaus,
væntumþykjan sönn. Alltaf sá
hún það góða og fallega í öllum
og kom hún eins fram við alla.
Það er með gleði í hjarta sem
við hugsum til baka til þess
tíma sem við vorum lítil að fá að
hjálpa ömmu. Alltaf hafði hún
eitthvað hlutverk fyrir okkur og
lét okkur finnast við vera að
gera gagn hvort sem það var að
taka upp kartöflur í garðinum
eða sópa upp tóbaksleifarnar
hans afa í stofunni. Ekki var
heldur verra að aðstoða við
baksturinn og hvarf þá oft smá
deig ofan í litla kroppa, þá var
kleinudeigið sérstaklega gott.
Elsku amma, núna er komið
að leiðarlokum og viljum við
systkinin þakka þér fyrir alla
þá ást og hlýju sem þú veittir
okkur. Uppvaxtarárin á
Drangsnesi hefðu aldrei verið
eins án þín.
Kveðja,
Jón og Anna Guðrún.
Amma okkar er dáin og þó
það hafi ekki verið óvænt, þá er
söknuður eftir elsku ömmu á
Burstafelli. Amma okkar var
ljúf og góð, bakaði ýmislegt
góðgæti og sýndi okkur barna-
börnunum ótakmarkaða athygli.
Amma þurfti aldrei að hækka
röddina við okkur því að í
kringum hana vildi maður alltaf
sýna sínar bestu hliðar, því
maður fékk alltaf það besta til
baka. Hrós frá ömmu dugði síð-
an allan daginn og prjónuðu
sokkarnir, húfurnar, peysurnar
og vettlingarnir frá henni
hlýjuðu okkur marga kalda
vetrardaga. Gott var að geta
skroppið úr skólanum í hádeg-
inu til ömmu og afa á Burst-
afelli, grípa í bók eða skoða al-
búm í hlýjunni og fá jafnvel
volga kleinu í gogginn.
Það er satt að margar okkar
minningar af ömmu eru af góð-
gætinu í eldhúsinu hjá henni, en
þannig sýndi hún ást sína. Hún
var einnig mjög trúuð, fór með
bænirnar með okkur og það var
hlustað á messuna í útvarpinu á
hverjum sunnudagi og sungið
með.
Amma og afi kenndu okkur
margt. Þau kenndu okkur að
prjóna, baka kleinur, skera af
netum og leggja silunganet. Við
fengum einnig að hjálpa til í
sláturtíðinni, ná í eggin og taka
upp kartöflur. En amma og afi
kenndu okkur einnig hvernig
koma átti fram við náungann,
sýna öllum virðingu og kurteisi
sama hver væri, haga sér vel
innan um annað fólk og sýna
hlýju.
Þegar við hugsum um ömmu
þá finnum við fyrst og fremst
þakklæti að fá að alast upp
svona nálægt ömmu og afa á
Burstafelli. Allir voru velkomnir
í heimsókn til þeirra og vel tek-
ið á móti þeim aukagestum sem
við drógum með okkur í bæinn.
Amma hafði einstaklega gott
hjartalag og laðaði fram það
besta í okkur börnunum og oft
datt manni í hug að hún hlyti að
vera besta manneskja í heimi.
Barngóð var hún með eindæm-
um og varð alltaf rosalega glöð
þegar barnabörn og barna-
barnabörnin komu í heimsókn,
þrátt fyrir að minnið væri farið
að svíkja hana undir hið síðasta.
Þrátt fyrir söknuð, þá vitum
við að kominn var tími fyrir
ömmu að kveðja okkur og sam-
einast aftur honum afa. Eitt er
víst að ef eitthvað eftirlíf er, þá
verður afi voðalega feginn að fá
að knúsa ömmu aftur.
Okkur gafst þú hlýjan faðm og hrós,
og hughreystingu ef á móti gaf,
kleinur, mjólk og fagurt leiðarljós,
um lífsins mið og slétt sem úfið haf.
Vertu blessuð elsku amma góð,
á okkar leið mun hvergi verða kalt,
þín minning vermir götu, hlý sem
glóð.
- Nú góða kveðju færa afa skalt.
(H.B.J.)
Anna Heiða Jónsdóttir,
Höskuldur Búi Jónsson, El-
ísabet Snædís Jónsdóttir og
Unnur Sædís Jónsdóttir.
Hjartakær amma, far í friði,
föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir,
alvaldshendi falin ver;
inn á landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(Berglind Árnadóttir.)
Í dag verður borin til hinstu
hvílu, amma okkar, Anna Guð-
rún Halldórsdóttir. Það hafa
verið forréttindi að eiga ömmu
og afa að, þau voru með ein-
dæmum ljúf og hjartahlý hjón
sem vildu öllum vel og ávallt
voru gestir velkomnir á heimili
þeirra. Við fengum að njóta og
upplifa gestrisni þeirra og voru
þær ófáar sumarvikurnar sem
við systurnar vorum á Burst-
afelli í góðu yfirlæti. Amma var
eins og holdgervingur fyrir all-
ar góðu ömmurnar í gömlu æv-
intýrunum. Hún var svo mjúk,
góð og yndisleg, alltaf með út-
breiddan arminn, tilbúin að
hlusta af áhuga á mjög svo mis-
áhugasamar sögur, kenna og
hvetja til dáða. Hún var nánast
alltaf í kjól, með gleraugun sín
á nefinu og með prjóna eða aðra
handavinnu í gangi.
Hún var meistarabakari og
nýbakað góðgæti var ávallt á
boðstólum. Það var mikið fjör í
kotinu þegar amma leyfði okkur
að vera með í bakstrinum og
kleinubaksturinn yfirtók allt
búrið og eldhúsið. Við fengum
að snúa upp á kleinur og jafnvel
lauma einni undan og borða
hráa. Það er erfitt að slá út
kleinurnar og pönnsurnar sem
hún gerði.
Það var okkur dýrmætt þeg-
ar amma og afi fluttu suður og
settust að á Hrafnistu í Reykja-
vík, þá urðu daglegu samskiptin
meiri. Við unnum báðar syst-
urnar þar í sumarafleysingum í
nokkur ár og var aðalástæðan
að fá að vera nálægt ömmu og
afa. Sátum við þá oft hjá þeim
milli vinnutarna og eftir vinnu
við spjall um allt milli himins og
jarðar. Þegar Ragnar Bjarni
fæddist þá fórum við í ung-
barnasund á Hrafnistu og þá
gafst ömmu og afa tækifæri á
að koma og horfa á litla glókoll-
inn synda. Dásamleg og hlý vin-
átta skapaðist milli hans og
langömmu og langafa. Litlu
stelpunum Fjólu Rut og Örnu
Sól þótti líka afskaplega vænt
um langömmu sína enda amma
mikil barnagæla og rukkuðu
þær yfirleitt um að það væri
kominn tími til að fara í heim-
sókn til hennar.
Við erum fullar af þakklæti
og kærleika fyrir að hafa átt
þessa yndislegu ömmu og okkur
þótti svo ósköp vænt um hana
og afa. Minningarnar um þau
geymum við í hjartastað og
munu þær aldrei gleymast.
Að lokum kveðjum við bestu
ömmu sem hægt var að hugsa
sér með bæninni sem hún
kenndi okkur. Sofðu rótt amma
og það er gott að þú ert komin
aftur í faðm afa, þið leiðist nú
aftur hönd í hönd, sæl og glöð
að vera saman á ný.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í
hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Prestshólum.)
Þínar,
Sólveig og Bryndís.
Anna Guðrún
Halldórsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf grein-
in að hafa borist á hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Minningargreinar
MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum
við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og
fría pökkun á legsteinum sem fara út á land
Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800