Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2012
Seðlabanki Íslands
gjaldeyrisútboð
Seðlabanki Íslandsmun halda þrjú gjaldeyrisútboð 29. ágúst 2012. Útboðin þrjú eru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber
áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011 (http://sedlabanki.is/afnam) og einnig skilmála Seðlabanka Íslands
um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta frá 18. nóvember 2011 með síðari breytingum. (http://
sedlabanki.is/fjarfesting)
Útboð í fjárfestingaleið
Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi.
Fjármálafyrirtæki sem gert hafa samstarfssamning við Seðlabanka Íslands um milligöngu munu annast framlagningu umsókna um
fyrirhugaða þátttöku fjárfesta í útboðinu samkvæmt fjárfestingarleiðinni. Það útboð er opið fjárfestum sem hafa fengið samþykkta
umsókn um þátttöku í fjárfestingarleið. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út í daglok 10. ágúst nk.
Útboð í ríkisverðbréfaleið
Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Tilteknir aðalmiðlarar á
skuldabréfamarkaði hafa milligöngu um viðskipti í útboðinu gegn greiðslu í ríkisverðbréfum.
Útboð um kaup á krónum gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri
Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri.
Viðskiptavökum á millibankamarkaði með gjaldeyri er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin um kaup á íslenskum krónum í
skiptum fyrir erlendan gjaldeyri.
Seðlabankinn áskilur sér rétt til að takmarka heildar viðskiptamagn með hliðsjón af áhrifum útboðanna á lausafjárstöðu
fjármálafyrirtækja. Endanleg útboðsfjárhæð ræðst af þátttöku. Útboðsfyrirkomulag er með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast
fjárfestum á sama verði (e. single price). Uppgjör viðskipta í útboðunum þremur verður tveim dögum eftir að útboði lýkur. Tilboðum
skal skilað eigi síðar en 29. ágúst 2012. Nánari lýsingu á framkvæmd útboðanna þriggja er að finna í útboðsskilmálum.
Útboðsskilmála og yfirlit um milligönguaðila, aðalmiðlara og viðskiptavaka má finna á heimasíðu Seðlabankans
http://sedlabanki.is/utboð
Samhliða útboðunum mun Seðlabankinn, fyrir hönd ríkissjóðs, bjóðast til að kaupa til baka krónuskuldabréf ríkissjóðs sem falla á
gjalddaga fyrir lok maí 2013. (sjá frétt frá Lánamálum ríkisins http://www.lanamal.is/verdbrefakaup).
Samkvæmt útboðsáætlun Seðlabankans er stefnt að næstu útboðum 3. október, 7. nóvember og 19. desember 2012.
Nánari upplýsingar veita milligönguaðilar, aðalmiðlarar og viðskiptavakar.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Málgögn einræðisstjórnarinnar í
Sýrlandi sögðu í gær að stjórnar-
herinn væri að búa sig undir „móður
allra bardaga“ í Aleppo, fjölmenn-
ustu borg landsins og mikilvægri
iðnaðar- og viðskiptamiðstöð.
Ráðamenn í Bandaríkjunum,
Bretlandi, Frakklandi og fleiri ríkj-
um sögðust óttast mikið mannfall
meðal óbreyttra borgara í átökun-
um um Aleppo. Einræðisstjórnin
var sökuð um að undirbúa „fjölda-
morð“ og „hrannvíg“ í borginni.
Sýrlensk dagblöð sögðu að átökin
um Aleppo myndu ráða úrslitum í
baráttu stjórnarinnar við upp-
reisnarmenn. „Í Aleppo verður síð-
asta orrusta Sýrlandshers til að
brjóta hryðjuverkamennina á bak
aftur,“ sagði dagblaðið Al-Watan.
Sérfræðingar í málefnum Sýr-
lands segja að átökin um Aleppo
geti skipt sköpum í uppreisninni.
„Þetta er gríðarlega mikilvæg orr-
usta fyrir báða aðila,“ hefur frétta-
stofan AFP eftir einum sérfræðing-
anna, Ignace Leverrier, fyrrverandi
stjórnarerindreka Frakklands í
arabaríkjum.
Leverrier segir að yfirráð yfir
Aleppo skipti mjög miklu fyrir ein-
ræðisstjórnina vegna þess að hún
hafi haft mikilvæga bandamenn í
borginni, einkum meðal kaupmanna.
Uppreisnarmennirnir líti á borgina
sem lykilinn að yfirráðum yfir
Norður-Sýrlandi. Nái þeir Aleppo á
sitt vald geti borgin og nágrenni
hennar orðið að „griðasvæði“ fyrir
andstæðinga einræðisstjórnarinnar.
Aleppo geti því gegnt svipuðu hlut-
verki og borgin Benghazi sem varð
að bækistöð uppreisnarmanna í Líb-
íu þegar þeir náðu henni á sitt vald í
uppreisninni gegn einræðisstjórn
Muammars Gaddafis.
Aleppo gæti m.a. orðið griðastað-
ur fyrir fjölskyldur hermanna sem
gerast liðhlaupar. „Margir hermenn
vilja strjúka úr herþjónustu en hafa
ekki getað það vegna þess að þeir
óttast að fjölskyldum þeirra verði
refsað,“ segir Leverrier.
Háðir matvælum frá Aleppo
Um 2,5 milljónir manna búa í
Aleppo sem hefur verið lýst sem
efnahagslegri höfuðborg Sýrlands.
Landsmenn eru til að mynda háðir
matvælum frá fyrirtækjum sem eru
rekin í Aleppo.
Átökin í Sýrlandi hafa leitt til
mikils skorts á olíu í Aleppo og
framleiðsla hefur stöðvast í mörgum
mikilvægum verksmiðjum af þeim
sökum. Viðskiptabönn og refsiað-
gerðir hafa einnig komið niður á
fyrirtækjum í Aleppo og það kann
að hafa orðið til þess að margir af
gömlum bandamönnum einræðis-
stjórnarinnar hafi snúist á sveif með
uppreisnarmönnunum.
Varað við miklu blóðbaði í Aleppo
AFP
Blóðsúthellingar Íbúar Aleppo flýja úr miðborginni eftir að stjórnarherinn
hóf sprengjuárásir á borgina. Óttast er að mikið mannfall verði í Aleppo.
Stjórnarherinn í Sýrlandi býr sig undir „móður allra bardaga“ í fjölmennustu borg landsins
Orrustan um Aleppo gæti ráðið úrslitum Barist um mikilvæga miðstöð iðnaðar og viðskipta
100 km
SÝRLAND
ÁTÖKIN Í SÝRLANDI HARÐNA
Bardagar geisa í Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands, og Damaskus
LÍ
BA
N
O
N
Homs
Hama
ÍS
R
A
E
L
Idlib
Aleppo
Aleppo
TYRKLAND
ÍRAK
M
IÐ
JA
R
Ð
A
R
H
A
F
JÓRDANÍA
Átök milli hersins
og uppreisnar-
manna
Fjöldamótmæli
Landamærastöðvar
sem eru á valdi
uppreisnarmanna
Deir Ezzor
Sukari
Salaheddin
Nýja
Aleppo
Hanano-
borg
Al-Jamaliya
Muhafaza
Shaar
Asrafiyeh
Elsta hverfið
Kalasseh
Stærsti íþrótta-
leikvangur Sýrlands
Flug-
völlur
Sheraton-
hótelið
Qw
eiq
-fl
jót
Lestastöð
DAMASKUS
500 m
Heimild: SOHR
Átök í suðurhluta borgarinnar
og í flóttamannabúðum
Furqan
Japanskar konur eru ekki lengur í
efsta sæti á lista yfir langlífustu
konur heims, samkvæmt nýrri
skýrslu frá heilbrigðisráðuneyti
Japans. Japanskar konur hafa verið
í efsta sætinu í 25 ár en hafa vikið
fyrir konum í Hong Kong. Meðal-
ævilíkur japanskra kvenna minnk-
uðu úr 86,30 árið 2010 í 85,90 á síð-
asta ári. Er þetta meðal annars
rakið til 9 stiga jarðskjálfta og flóð-
bylgju sem kostuðu meira en 20.000
manns lífið í mars 2011. Ævilík-
urnar hafa einnig minnkað vegna
tíðari sjálfsmorða meðal japanskra
kvenna og sjúkdóma, að sögn ráðu-
neytisins. Meðalævilíkur kvenna í
Hong Kong eru nú 86,70 ár.
Ævilíkur japanskra karlmanna
minnkuðu úr 79,55 árum í 79,44 og
þeir eru í áttunda sæti á lista yfir
langlífustu karlanna.
JAPAN
Eru ekki lengur
langlífustu konurnar
Vaktavinnufólk er líklegra til að fá
hjartaáfall eða heilablóðfall en fólk
sem vinnur á daginn samkvæmt
greiningu á rannsóknum sem náðu
til rúmlega tveggja milljóna laun-
þega, að því er fram kemur í tíma-
ritinu British Medical Journal. Lík-
urnar á hjartaáfalli meðal vakta-
vinnufólks voru 23% meiri en meðal
dagvinnufólks og líkurnar á heila-
blóðfalli um 5% meiri. Vakta-
vinnufólkið reyndist þó ekki lík-
legra til að deyja af völdum
hjartasjúkdóma, að sögn vísinda-
manna frá Kanada og Noregi sem
önnuðust rannsóknina. Áður höfðu
rannsóknir bent til þess að vakta-
vinna yki líkurnar á háum blóð-
þrýstingi og sykursýki.
HEILBRIGÐISMÁL
Vaktavinna eykur
líkur á hjartaáfalli