Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2012 ✝ Inga MaríaPálsdóttir fæddist á Akureyri 26.4. 1952. Hún lést á heimili sínu, Lækjarhvammi 5, Búðardal, 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Páll Finn- bogi Jónsson f. 23.10. 1932, d. 16. júní 2007, og Unnur Ásta Stefánsdóttir, f. 11.9. 1932, d. 6.2. 2003. Systir hennar er Aðalbjörg, f. 15.12. 1965, stuðn- ingsfulltrúi í Reykjavík, Aðal- björg er kjördóttir þeirra hjóna. Inga María giftist 10.9. 1972 Hilmari Óskarssyni rafverktaka í Búðardal, f. 11.10. 1950. For- eldrar hans voru: Henrietta Björg Berndsen f. 7.11. 1913, d. Guðmundar eru: 1) Inga Lára, f. 23.9 1994, nemi, unnusti hennar er Sigurjón Guðmundsson, f. 13.1. 1992, nemi, og 2) Hreiðar Henning, f. 2.9 1998. Börn Ingu Maríu og Hilmars eru: a) Unnur Ásta, f. 11.2. 1973, starfskona Fellsenda, maki Ásgeir Salberg Jónsson, f. 10.3. 1969, bóndi, börn þeirra eru 1)Björgvin Ósk- ar, f. 16.2. 2000, nemi, 2) Hilmar Jón, f. 20.3. 2002. 3) Hafdís Inga, f. 26.2. 2004. b) Anna Lísa, f. 9.6. 1975, hákólanemi, maki Brynjar Bergsson, f. 11.4. 1979, verk- taki. Börn þeirra eru: 1) Ida María, f. 12.2. 1997, nemi, 2) Þórður, f. 13.10. 2002, og 3) Bergur, f. 18.3. 2008. c) Óskar Páll, f. 1.10. 1982, rafvirki Búð- ardal, maki Sunneva Ósk Ayari, f. 4.7. 1984, starfskona Fells- enda, börn þeirra 1) María Una, f. 25.6. 2006, 2) Henríetta Ósk, f. 2.11. 2009, og 3) Stefanía Unnur, f. 14.2. 2012. Útför Ingu Maríu verður gerð frá Hjarðarholtskirkju í Dölum í dag, 28. júlí 2012, og hefst at- höfnin klukkan 14. 15.2. 1998, og Ósk- ar Sumarliðason, f. 29.7. 1904, d. 23.7. 1992. Dóttir Ingu Maríu og Jóns Kristins Vilhjálms- sonar, f. 17.11. 1949, er: a) Auður Ásdís, f. 10.11. 1968, stuðnings- fulltrúi, maki Guð- mundur Hreið- arsson, f. 4.8. 1971, atvinnurekandi á Akranesi, Barn Auðar Ásdísar og Arn- órs Sigurvinssonar, f. 6.6. 1967 er Hilmar Örn, f. 12.11 1984, byggingatæknifræðingur, maki Guðrún Ósk Karlsdóttir, f. 25.5 1982, hárgreiðslukona. Börn þeirra: a) Mikael Örn, f. 18.3. 2006, b) Unnar Örn, f. 30.12 2009. Börn Auðar Ásdísar og Elsku mamma mín. Þú fórst svo snögglega að ég er ekki búin að átta mig á því. Ég sakna þín, veit samt að þér líður vel núna og hefur yfirsýn yfir alla sem þú elskar og passar upp á þá. Vort líf er lán frá þér, vér lofum, Guð, þitt nafn, þú tilbjóst bæði lög og láð og ljóssins hnattasafn. Vort líf er lán frá þér, þú ljóssins faðir hár, hver geisli á braut, hver ganga í þraut, hver gleði og sorgartár. Vort líf er lán frá þér, ó, leið oss hverja stund, og ljá oss kraft að vinna vel og vaxta gefið pund. Vort líf er lán frá þér, þín líkn vort eina hrós. Hve skömm er leið í skuggans heim, ef skín oss ei þitt ljós. Vort líf er lán frá þér það líður harla skjótt, og lát oss eygja ljósið þitt, er lýkur dauðans nótt. (Sigurj. Guðjónss.) Minningin lifir þar til við hitt- umst á ný. Þín, Auður Ásdís. Elsku mamma mín, mikið á ég eftir að sakna þín, sakna þess að heyra ekki í þér nánast daglega og stundum oft á dag. Það er svo margt sem ég vildi segja þér en þú vissir alveg hvað mér þótti vænt um þig. Ég vildi bara senda litla kveðju og þakka þér fyrir að vera mamma mín. Takk fyrir allt. Þín, Anna. Ég trúi því ekki enn þá að amma mín sé farin frá okkur, mér finnst svo ótrúlegt að ég eigi ekki eftir að sjá hana aftur. Ég veit að hún er nú hjá Guði og passar okkur. Við ætlum öll að passa elsku besta afann okkar. Amma tók á móti mér þegar ég fæddist og var alltaf svo góð við mig og mömmu og við áttum heima hjá þeim ömmu og afa fyrstu árin mín. Ég og amma vor- um svo góðar vinkonur og hún kenndi mér svo margt. Ég lærði að sauma hjá henni og mátti nota saumavélarnar hennar eins og ég vildi. Það var svo margt skemmti- legt sem við gerðum saman, hún leyfði mér svo margt eins og að lita á sér hárið og augabrúnirnar, amma var alltaf svo fín og flott. Hún var líka alltaf góð við alla og ég veit hvað henni þótti rosalega vænt um okkur öll. Elsku amma okkar var alltof ung til þess af fara frá okkur, hún leit svo ótrú- lega vel út miðað við hvað hún var búin að ganga í gegnum. Ég er svo glöð að hafa fengið að vera hjá þér og afa í sumar. Ég elska þig alltaf amma mín og sakna þín. Þín, Ida María. Elsku amma. Nú þegar komið er að kveðju- stund finnst mér eins og það sé of margt ósagt. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér, með allt sem þú hjálpaðir mér með, allt sem þú gerðir fyrir mig og fyrir að vera æðisleg amma. Við eigum ótal margar minn- ingar saman, sem skjóta upp kollinum á svona stundu. Þær eru allar góðar, fullar af vænt- umþykju og þínum smitandi og glaðmilda hlátri. Það er erfitt að koma þeim á blað, en ég geymi þær allar hjá mér. Ég veit að þú fékkst góðar móttökur frá langafa og lang- ömmu, ég veit að þér líður vel og ert ánægð með að geta loksins fylgst með okkur öllum eins og þú vildir alltaf gera. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar Þakklæti og trú. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt visa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir.) Þá kveð ég þig að sinni, elsku amma mín, Guð geymi þig. Þín, Inga Lára. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku systir. Hjartans þakkir fyrir sam- fylgdina í þessu lífi. Ég hefði viljað geta kvatt þig, en þú fórst svo skyndilega. Ég mun aldrei gleyma síðustu orðunum til mín, þegar þú sagðir: „Mér þykir svo vænt um þig, Björg mín.“ Það var svo fallegt að sjá hvað þú elskaðir fjölskylduna þína og hve innilega þú naust þess að vera með barnabörnin þín. Jafn- vel í veikindum þínum þráðir þú að hafa þau hjá þér. Þú varst alltaf svo sterk og glöð. Og í veikindum þínum neit- aðir þú að barma þér um of. Það var oft erfitt að finna til vanmátt- ar síns þegar þú varst sem veik- ust. En núna ertu komin heim til drottins. Þú ert laus við þjáning- ar og getur glöð notið þess sem drottinn gefur þér. Án þjáningar hins þreytta, jarðneska líkama sem oft var að hrella þig. Drottinn blessi þig og varð- veiti þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og gefi þér sinn frið. Elsku fjölskylda. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Drottinn blessi ykkur. Hvíldu í friði, elsku systir. Við sem fengum að vera samferða þér munum aldrei gleyma þeirri samfylgd. Drottinn blessi minn- ingu þína. Þín systir, Aðalbjörg. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Sjaldan hefur mér brugðið eins og morguninn sem Dagný á Seljanesi fékk mér fréttirnar af andláti elsku frænku minnar Ingu Maríu, sem ætíð gekk undir gælunafninu Stúlla en það nafn hygg ég að Nonni afi hennar hafi gefið henni lítilli. Ég man það svo vel þegar pabbi hennar og mamma komu með hana litla í heimsókn í Faxaskjólið. Ég átti þá tvo yngri bræður en fannst eins og ég hefði eignast litla syst- ur. Síðan liðu árin, við Stúlla hitt- umst oft hjá afa og ömmu hennar á Seljanesi þegar ég var að fara í sveitina vestur að Barmi til Díu minnar og Gísla fóstra en ég fékk oft að vera á Seljanesi nokkra daga áður en ég fór vestur. Mér fannst undurvænt um hana frænku mína og fannst ég eiga að verja hana, þessa litlu frekjudós sem hún var, það fannst allavega eldra fólkinu okkar. Þegar árin liðu þá urðu sam- skiptin strjálli eins og gengur, lífsbaráttan tók við af áhyggju- lausu æskuárunum okkar. Ávallt héldum við vinskapinn þó langt gæti liðið milli endurfunda en alltaf var eins og við hefðum hist í gær þegar við hittumst. Við hugsum um tilgang lífsins, örlög okkar allra og um hvert stefnir við fráfall ástvina okkar og óvissa ríkir í huga okkar um stund. Þegar að er gáð er dauð- inn ekki aðeins dauði og lífið ekki aðeins líf, heldur er því stundum öfugt farið, dauðinn aðeins áframhaldandi líf og lífið stund- um harðara en hel. Af hverju er þetta svo? Ég á ekki eitt svar til við því, en hef samt skilið, að þeir sem við elsk- um eru alltaf hjá okkur, í ein- hverri mynd, og veita okkur styrk í sorginni. Á tímamótum sem þessum öðlast kærleikurinn aukið gildi. Sama er að segja um þá sem elska okkur. Þeir halda áfram, hvert sem leið þeirra ligg- ur, því ástin er sterkari en dauð- inn og það sem lifir í minningunni eigum við áfram. Það verður aldrei frá okkur tekið. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á … í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir (Kristján Hreinsson.) Ég bið góðan guð að styrkja alla ástvini þína elsku Stúlla mín; sér í lagi Hilmar þinn og börnin ykkar öll í þeirra sáru sorg. Hvíl þú í friði, elsku frænka mín. Sigurður Snævar Gunnarsson. Á degi eins og þessum, þegar kær og ljúf vinkona er borin til hinstu hvílu, er mér efst í huga og hjarta þakklæti fyrir að hafa kynnst henni Stúllu og fengið að vera vinur hennar í bráðum þrjá- tíu ár. Þakklæti fyrir að hún og henn- ar góði maður, valmennið Hilm- ar, og fjölskyldan öll opnuðu hjörtu sín og heimilið fyrir mér á tíma sem var mér erfiður. Og á degi eins og þessum er hugurinn hjá þeim sem hafa misst svo mikið og syrgja svo sárt. Og megi á þessum degi og alla ykkar daga, allt gott, þessa heims og annars, blessa ykkur og styrkja, kæru vinir. Ég hlakka til, í fyllingu tímans, að hitta Stúllu fyrir hinum meg- in. Þá verður nú hlegið og veröld- in rædd. Á léttustu strengina slegið og soðgæsin snædd. Við Stína og fjölskyldan okkar sendum hugheilar samúðar- kveðjur í Lækjarhvamminn. Kristján Skarphéðinsson. Inga María Pálsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku mamma mín. Bið þú Guð að lýsa leið og leiða þína hendi, en mundu það í margri neyð, hvað máttur Guðs þér kenndi. Við pössum pabba. Þín, Unnur. HINSTA KVEÐJA Elsku besta amma mín alltaf varst þú sæt og fín. Ég á eftir að sakna þín elsku hjartans amma mín. Bless elsku amma okkar. Björgvin Óskar, Hilmar Jón og Hafdís Inga. Elsku amma mín Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þinn. Hreiðar Henning. 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is Vistvænar íslenskar kistur Þjónusta allan sólarhringinn. Komum heim til aðstandenda ef óskað er. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU ÞORKELSDÓTTUR, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Una Sigurðardóttir, Ólafur Gíslason, Sigfús Jón Sigurðsson, Ragnheiður Sæland Einarsdóttir, Zophanías Þorkell Sigurðsson, Guðrún Ívars, Alma Sigurðardóttir, Magnús Ægir Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR SIGURJÓNSSONAR húsgagnasmíðameistara, Suðurhlíð 38C, Reykjavík. Áslaug Emilía Jónsdóttir, Ingibjörg Bryndís Sigurðardóttir, Örn Halldórsson, Sif Arnardóttir, Halldór Smári Arnarson, Kjartan Sigurjónsson, Bergljót S. Sveinsdóttir, Sigurjón Bolli Sigurjónsson, Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, Bryndís Sigurjónsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR I. EYJÓLFSDÓTTUR, Gullsmára 7, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar LSH og deildar 11 E. Karl Gunnarsson, Ingólfur Karlsson, Gerður Helga Jónsdóttir, Hulda Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, ÁRNA HREIÐARS ÁRNASONAR húsgagnasmíðameistara, Furugerði 1, Reykjavík. Jytte Inge Árnason, Guðrún Árnadóttir, Gísli Grétar Sólonsson, Rannveig Árnadóttir, Eiríkur Jón Ingólfsson, Inga Magdalena Árnadóttir, Anna Arndís Árnadóttir, Leifur Jónsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.