Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2012 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er búinn að vera mjög fall- egur mánuður hér á höfuðborgar- svæðinu og það sem af er hefur hit- inn í Reykjavík verið 1,9 gráðum fyrir ofan meðallag,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um veðrið í júlímánuði. Svipaða sögu er að segja af Norð- urlandi og segir Trausti að á Akur- eyri hafi hiti t.a.m. verið 0,9 gráðum fyrir ofan meðallag. „Ennþá hlýrra var á Suðurlandi eða 2,3 gráðum fyrir ofan meðallag í Vestmanna- eyjum,“ segir Trausti og bætir við að úrkoma sé einnig alls staðar und- ir meðallagi. 174 sólskinsstundir í Rvk Samkvæmt mælingum er úrkoma á höfuðborgarsvæðinu það sem af er mánuði um 70 prósent af meðallagi og í Vestmannaeyjum innan við 50 prósent. Landsmenn hafa vafalaust margir hverjir notið þess að spóka sig á sól- ríkum dögum í sumar og segir Trausti sólskinsstundirnar í höfuð- borginni mælast 174 það sem af er júlí og mun það vera 13 klukku- stundum umfram meðaltal. Góð spá fyrir helgina Trausti bendir jafnframt á að undanfarin ár hafi júlímánuður tal- ist vera nokkuð góður þegar litið er til hita á landinu í heild. „Það var nærri því jafnhlýtt í fyrra og ennþá hlýrra en í hitteðfyrra,“ segir Trausti og bætir við að ívið hlýrra hafi verið fyrir norðan í fyrrasumar en í ár. Veðurstofa Íslands spáir ljómandi fínu veðri um helgina en búist er við rólegri vestlægri átt á landinu í dag og víða léttskýjað. Undir kvöld tek- ur svo að þykkna upp á landinu vest- anverðu. Á morgun er spáð hægri suðvest- lægri átt og þykknar upp vestantil með súld eða rigningu norðvestan- lands síðdegis. Hiti verður 10-22 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Júlímánuður sólríkur Morgunblaðið/Styrmir Kári Sól og sumar Veðrið hreinlega lék við baðgesti í Nauthólsvík þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði.  Hiti í Reykjavík og á Akureyri mælist yfir meðallagi í júlí- mánuði í ár  Úrkoma í Eyjum innan við 50% af meðallagi Fyrir veðuráhugamenn jafnt sem aðra getur verið einkar fróðlegt að líta inn á veðurbloggsíðu Sigurðar Þórs Guðjónssonar veðuráhugamanns, en hann ritaði þar nýverið færslu sem fjallar um sólríkustu júlí- mánuðina. Tiltekur Sigurður Þór fyrst júlímánuð árið 1939 en hann er sá sólrík- asti sem mælst hefur í Reykjavík með alls 308 klukkustundir af sól- skini. „Er þetta eini júlí á nokkurri veðurstöð sem rofið hefur 300 stunda sólskinsmúrinn,“ ritar Sigurður Þór. Meðaltalið í Reykjavík árin 1961-1990 er 171 klukkustund af sólskini. Tíu árum áður, eða í júlímánuði 1929, mældust 239 sólskinsstundir á Akureyri og mun það vera sólríkasti mánuður sem þar hefur mælst en meðaltalið árin 1961-1990 er 158 klukkustundir. Júlí 1939 sá sólríkasti í Reykjavík VEÐURBLOGG SIGURÐAR ÞÓRS GUÐJÓNSSONAR SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Söluumboð fyrir Ray-Ban á Íslandi í 30 ár Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Ís- lands sýnir að 10.100 einstaklingar voru að jafnaði án vinnu og í atvinnu- leit að meðaltali í júnímánuði. At- vinnuleysi hafði aukist frá sama mán- uði í fyrra. Er þetta mun meira atvinnuleysi en kemur fram í tölum Vinnumálastofnunar um skráð at- vinnuleysi en samkvæmt þeim fer at- vinnuleysi hratt minnkandi. Rannsókn Hagstofunnar sýnir að atvinnuleysi var 5,2% í júní að með- altali, og hafði aukist um 0,6% frá júní 2011. Skráð atvinnuleysi var minna í júní samkvæmt yfirliti sem Vinnumála- stofnun birti fyrr í mánuðinum. Þar voru 8.704 taldir atvinnulausir að meðaltali sem er um 4,8%. Fækkaði atvinnulausum um 1.122 að meðaltali frá maí, eða um 0,8%. Ef miðað er við júní á síðasta ári, eins og Hagstofan gerir, þá sýna tölur Vinnumálastofn- unar að atvinnuleysið hefur minnkað úr 6,7 í 4,8% á einu ári. Ólíkar niðurstöður grundvallast á mismunandi aðferðum. Vinnumála- stofnun miðar við þá sem skrá sig at- vinnulausa í mánuðinum. Þannig er fjöldi atvinnuleysisdaga umreiknaður í meðalfjölda einstaklinga. Hagstofan byggir hins vegar á könnun á úrtaki úr þjóðskrá. Þar teljast þeir atvinnu- lausir sem voru án vinnu í viðmiðun- arviku könnunarinnar, í eina klukku- stund eða lengur. Hagstofan tekur fram að þrátt fyr- ir að atvinnuleysi sé hærra nú en á sama tíma í fyrra sýni leitni árstíða- leiðréttingar að enn dragi nokkuð úr atvinnuleysi. Til hins sama benda töl- ur þegar atvinnuleysi á fyrsta árs- fjórðungi er borið saman við sama tímabil á síðasta ári. Langtímaatvinnuleysi minnkar Hagstofan skilgreinir þá sem hafa verið atvinnulausir í tólf mánuði eða lengur sem langtímaatvinnulausa. Vinnumarkaðskönnunin sýnir að á öðrum ársfjórðungi höfðu 2.800 verið atvinnulausir svo lengi eða rúmlega 21% atvinnulausra. Er það talsvert minna en á öðrum ársfjórðungi síð- asta árs, þegar 3.900 töldust atvinnu- lausir til langs tíma. 10 þúsund manns eru án atvinnu  Könnun Hagstofu Íslands sýnir meira atvinnuleysi en skráning VMST Vinnumarkaðskönnun » Í júní voru að jafnaði 192.500 manns á vinnumark- aði. Af þeim voru 182.400 starfandi og 10.100 án vinnu og í atvinnuleit. » Á öðrum ársfjórðungi fjölg- aði starfandi landsmönnum um 2.200 að meðaltali og atvinnu- lausum fækkaði um 2.500 frá öðrum ársfjórðungi 2011. Morgunblaðið/RAX Árleg Big Kahuna-átkeppni veitinga- hússins Priksins í Bankastræti fór fram í hádeginu í gær. Að þessu sinni tóku tíu manns þátt í keppninni sem fólst því að innbyrða „Big Kahuna“- máltíð í kappi við aðra ásamt „fimm dollara“ mjólkurhristingi. Á matseðli priksins segir að Big Kahuna-borgari sé „þrefaldur mófó turnborgari m/skinku, osti, beikoni, pepperoni, sósu, káli, lauk & tómöt- um“. Keppnin var afar hörð, ekki síst í lokin, og máttu menn hafa sig alla við að ljúka máltíðinni. Að lokum fór svo að Atli Freyr Friðbjörnsson stóð uppi sem sigurvegari og eftir keppnina sagðist hann saddur og sæll. Atli Freyr sagði það hafa verið smápuð að hafa þetta allt ofan í sig og sagði undirbúninginn fyrir svona keppni felast helst í því að borða vel dagana fyrir keppnina og vera með magann tilbúinn. Keppnin hefur verið haldin sex eða sjö sinnum í heild og eru bæði dæmi þess að keppendur mæti og reyni að verja titilinn frá fyrra ári og eins að keppendur komi ár eftir ár í von um að vinna, en verðlaunin eru ekki af verri endanum eða tíu Big Kahuna- máltíðir á Prikinu. ipg@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Tekið á því Þeir voru kappsfullir þessir á Prikinu í hádeginu í gær. Var saddur og sæll eftir sigurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.