Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2012
✝ Lárus Krist-jánsson fæddist
að Heiðarbrún,
Vestmannabraut
59, Vest-
mannaeyjum, 28.
ágúst 1929. Hann
lést 19. júlí síðast-
liðinn á dvalarheim-
ilinu Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum
þar sem hann hafði
búið ásamt eig-
inkonu sinni, Kristjönu Guðrúnu
Einarsdóttur, d. 25. júní 2012.
Foreldrar Lárusar voru Krist-
ján Jónsson trésmiður á Arn-
geirsstöðum, Rang., f. 13. mars,
d. 19. ágúst 1957 og Elín Odds-
dóttir húsfreyja, Ormskoti,
Rang.. f. 27. janúar 1889, d. 19.
mars 1965. Systkini Lárusar 1)
Óskar Kristjánsson f. 1907, d.
1907. 2) Óskar Kristjánsson f.
17.4. 1908, d. 20.8. 1980. 3) Ólaf-
ur Ágúst Kristjánsson f. 12.8.
1909, d. 21.4. 1989. 4) Guðrún
Kristjánsdóttir f. 1910, d. 1910.
5) Oddgeir Kristjánsson f. 16.11.
1911, d. 18.2. 1966. 6) Margrét
Kristjánsdóttir f. 1912, d. 1912.
7) Laufey Sigríður Kristjáns-
dóttir f. 30.12. 1913, d. 5.10.
1994. 8) Jóna Margrét Kristjáns-
rúnar eru: 1) Ólafur Einar, kenn-
ari, giftur Emmu Hinriku, leik-
skólastjóra, þau eiga synina a)
Kjartan, giftur Erlu Björgu, dæt-
ur þeirra eru Anna Birna og
Kristjana Emma. b) Hlynur, unn-
usta Kristín Laufey. 2) Kristín
Auður, verslunarmaður, gift
Jónasi Kristni trésmið, synir
þeirra eru: a)Lárus Gunnar, gift-
ur Halldóru Björk, börn eru
Laufey Kristín, Gerður Katrín
og Sölvi Breki. b) Brynjar Freyr.
3) Hrönn, bóndi, í sambúð með
Bergi bónda í Pétursey, synir
þeirra eru: tvíburarnir Gunnþór
og Bergþór, unnusta Bergþórs
er Júlía Rós. 4) Elín, leiðbein-
andi, í sambúð með Ómari
rekstrarstjóra, börn þeirra eru:
a) Andri, giftur Bergrúnu Írisi,
sonur þeirra er Darri Freyr b)
Aníta, unnusti hennar er Tómas
Orri. 5) Iðunn, skrifstofumaður,
gift Óðni Ara, húsasmið og sjó-
manni, þau eiga soninn Anton
Má, unnusta hans er Embla Dís.
Fyrir átti Óðinn soninn Brynjar,
giftur Aldísi, börn þeirra eru
Esther Björg, Melkorka María,
Embla Nótt og Elka Rut. 6) Lára
Kristjana, verslunarmaður, í
sambúð með Bjarka stýrimanni,
dætur þeirra eru: a) Hildur
Björk, unnusti hennar er Arnór,
b) Guðrún María, unnusti hennar
er Óðinn.
Úför Lárusar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag, laugardaginn 28. júlí 2012,
og hefst athöfnin kl. 14.
dóttir f. 13.1. 1915,
d. 2.1. 1970. 9) Frið-
rik Kristjánsson f.
1916, d. 1916. 10)
Klara Kristjáns-
dóttir f. 8.7. 1917, d.
23.1. 1993. 11) Guð-
leif Hulda Krist-
jánsdóttir f. 1918, d.
1918. 12) Gísli
Kristjánsson f. 17.2.
1920, d. 26.2. 1995.
13) Kristbjörg
Kristjánsdóttir f. 8.4. 1921, d.
24.11. 1999. 14) Haraldur Krist-
jánsson f. 22.2. 1924, d. 12.9.
2002. 15) Friðrik Kristjánsson f.
1927, d. 1928. 16) Lárus Krist-
jánsson f. 28.8. 1929, d. 19.7.
2012. 17) Svanur Ingi Krist-
jánsson f. 9.2. 1922, d. 22.11.
2005, barnsmóðir Silvía Hans-
dóttir.
Hinn 21. nóvember 1953
kvænist Lárus Kristjönu Guð-
rúnu Einarsdóttur frá Kollsá,
Staðarsókn, N-Ís. Foreldrar
hennar voru Einar Guðmann
Guðleifsson og Jóna Ólöf Jó-
hannesdóttir. Einar var fæddur
16. apríl 1886, dáinn 4. febrúar
1967, Jóna Ólöf fædd 10. júlí
1886, dáin 29. nóvember 1967.
Börn Lárusar og Kristjönu Guð-
Elsku pabbi.
Mikið er lífið skrítið, það var
bara eins og einhver hafi sótt þig
svo að þið mamma gætuð verið
áfram saman því að ekki liðu
nema 25 dagar frá því að mamma
dó þar til þið sameinuðust aftur.
Ykkur líður best þegar þið vit-
ið hvort af öðru.
Við viljum þakka þér fyrir all-
ar góðu stundirnar sem við áttum
með þér og takk fyrir öll þau
góðu gildi sem þú kenndir okkur
systkinunum.
Ég vildi að ég væri engill pabbi minn
þá myndi ég klæða blómum himininn
og loftin myndu óma af ljúfum söng
sem leiftraði af gleði kvöldin löng.
Og af því að þú ert þreyttur væninn
minn
þú fengir að hvílast – enn um sinn.
Sængin þín verður öll mín ást og allt
sem saman áttum við – ef þér er kalt
og koddann færðu úr skýjaslæðum
þeim
sem sjálfur Drottinn gerði höndum
tveim
og stjörnurnar ég set á koddann þinn
og sólina við hjartað, Ljúfurinn.
Sofðu í friði pabbi, sofðu rótt.
Sofðu, ég vaki það er komin nótt.
(Alvar Haust.)
Elsku pabbi, megi sál þín hvíla
í friði og viltu smella koss á kinn
mömmu frá okkur.
Ólafur, Krístín, Hrönn, Elín,
Iðunn og Lára.
Elsku afi Lalli.
Amma nýfarin frá okkur og nú
nokkrum dögum seinna ert þú
líka farinn til himna.
Ég minnist þess hve gott var
að koma á Brimhólabrautina,
alltaf svo vel tekið á móti mér og
hvað það var skemmtilegt að
spila á spil með þér og þegar við
spiluðum Olsen Olsen sagðir þú
alltaf einhver önnur fyndin orð í
stað Olsen Olsen eins og t.d.
„sokkabuxur“ og ég skellihló.
Elsku afi, amma hefur örugg-
lega tekið vel á móti þér með
pönnukökum að hennar hætti.
Og nú eruð þið aftur saman og
ég hugga mig við þá hugsun að
ykkur líði vel á nýjum stað. Já,
afi, nú ertu kominn heim til
ömmu.
Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund.
Kem ég og hitti þig
verð hjá þér alla tíð.
Við byggjum saman bæ í sveit
sem blasir móti sól.
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól.
Sól slær silfri á voga
sjáðu jökullinn loga.
Allt er bjart fyrir okkur tveim
því ég er kominn heim.
Að ferðalokum finn ég þig
Sem mér fagnar höndum tveim.
Ég er komin heim
Já ég er kominn heim.
(Jón Sigurðsson.)
Guð geymi þig, afi, og knúsaðu
ömmu frá mér.
Anton Már Óðinsson.
Elsku afi. Það er svo ótalmargt
sem kemur upp í hugann þegar
við minnumst þín og rifjum upp
allar þær yndislegu stundir sem
við áttum með þér. Þú tókst alltaf
vel á móti okkur með bros á vör
þegar við dingluðum bjöllunni á
Brimhólabrautinni og óðum inn.
Þannig munum við eftir þér,
ávallt glaður að sjá okkur.
Eflaust hefur oft verið mikil
fyrirferð í okkur frændum en þú
vissir vel að það væri hægt að róa
okkur með því að setja eina af
Tomma og Jenna spólunum í víd-
eótækið. Þegar henni lauk sótt-
irðu gjarnan súkkulaðimola í
stofuskápinn og gaukaðir að okk-
ur. Þegar við urðum eldri virtist
þú eiga óþrjótandi magn af þús-
undköllum á sama stað sem þú
laumaðir að okkur á mjög lúmsk-
an hátt. Þá vorum við ekki lengi
af stað út í Eyjakjör að kaupa
eitthvað gott. Hinsvegar vissum
við að við áttum að hafa okkur
hæga í hádeginu. Þá vissum við
að þú værir að leggja þig á stofu-
gólfinu og værir að hlusta á há-
degisfréttirnar.
Í minningunni sastu alltaf á
sama staðnum þegar við komum
og sjónvarpið var ekki langt und-
an. Þá var enski boltinn jafnan á
skjánum og Arsenal að vinna enn
einn sigurinn. Þú áttir líka þinn
stað á hólnum við Hásteinsvöll og
lifðir þig mikið inn í leikinn enda
fengum við að spila fótbolta óá-
reittir í garðinum.
Hvíta hústjaldið átti sinn stað í
kjallaranum og það var alltaf líf
og fjör á Brimhólabrautinni í
kringum þjóðhátíð. Þá var gott að
koma í pössun til ömmu og afa
eða fá að gista uppi á lofti þegar
við urðum eldri – en þá var um að
gera að passa vel upp á lykilinn.
Þið amma létuð ykkur fátt um
finnast um skemmtanahaldið en
tókuð þeim mun betur á móti
okkur heima. Þolinmæðin gagn-
vart okkur þjóðhátíðarförunum
var samt slík að þú sóttir okkur
og skutlaðir í Herjólf eða í flug á
öllum tímum sólarhringsins. Já
afi, þú varst mikill öðlingur.
Flugeldasýningin var hinsvegar
alltaf fastur liður hjá ykkur
ömmu þó síðari ár létuð þið ykkur
nægja að sjá hana úr bílnum á
góðum stað.
Elsku afi – við söknum ykkar
ömmu mikið en minningarnar um
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman lifa um ókomna tíð.
Andri og Brynjar Freyr.
Elsku afi minn, mikið er erfitt
að missa ykkur ömmu svona
skyndilega og með svona stuttu
millibili. En ég veit að nú ertu
kominn á betri stað þar sem þér
líður betur, kominn aftur til
ömmu.
Það eru til svo ótal margar
minningar sem ég geymi nú í
hjarta mínu um ykkur ömmu á
Brimó, það var alltaf tekið svo vel
á móti öllum með hlýjum opnum
örmum og mikilli gleði.
Ég man alltaf þegar við krakk-
arnir vorum uppi í stóra herberg-
inu að leika okkur í stóra gatinu á
veggnum og láta okkur detta á
dýnurnar fyrir neðan, en þér
fannst það ekki jafn skemmtilegt
og komst alltaf reglulega upp til
að kíkja hvort að allt væri nú ekki
í lagi. Þú varst alltaf að passa upp
á okkur.
Einnig man ég líka eftir þegar
ég þrjóskaðist til að hjálpa þér að
slá blettinn fyrir utan Brimó með
mjög mikið frjókornaofnæmi, en
mér fannst bara svo gaman að fá
að hjálpa þér að ég varð að fá að
vera með. Rétt áður en amma dó
sagði hún við mömmu að hana
langaði svo að pakka niður öllu
fína dótinu sínu og fara í ferðalag,
nú eru þið komin til himna og get-
ið farið í skemmtilegt og langt
ferðalag saman.
Ég elska þig elsku afi minn og
mun alltaf gera.
Þín afastelpa,
Aníta.
Það er sárt að setjast niður til
þess að skrifa minningargrein
um afa sinn, Lárus Kristjánsson,
sem lést einungis 25 dögum eftir
að amma dó. En í allri þeirri sorg
sem fylgir dauðsföllum þeim sem
við höfum þurft að ganga í gegn-
um á síðustu dögum þá má samt
sjá fegurðina í því hversu stutt
var á milli þeirra hjóna. Amma
Gunna og afi Lalli voru ótrúlega
samrýnd hjón, þau voru alltaf
saman, þau unnu á sama vinnu-
stað í áratugi og því kemur í raun
ekkert á óvart hversu stutt var á
milli þeirra. Þau voru eitt!
Afi Lalli var á margan hátt
sérstakur karakter, hann var
formfastur og lét ekki mikið yfir
sér en það var stutt í góðhjart-
aðan mann sem lék sér oft við
okkur krakkana í fjölskyldunni
og var oft mikið fjör á Brimhóla-
brautinni. Eitt sinn var afi með
mig á háhest og gleymdum við
okkur aðeins og endaði það þann-
ig að ég fór með andlitið í stóra og
þykka ljósakrónu í ganginum og
braut hana. Amma var alveg
rosalega ánægð með afa og mig
þegar hún féll í golfið og brotnaði.
Það var alltaf gaman sem barn
að tölta niður á verkstæðið hans í
Ísfélaginu og fá að fikta svolítið í
verkfærunum hans og fá svo
nokkrar krónur og kíkja í Tóta
Turn til að kaupa nokkra mola.
Ísfélagið skipti hann gríðarlega
miklu máli enda vinnustaðurinn
hans í tugi ára og saknaði maður
þess mikið þegar hann hætti þar
að geta ekki tölt á verkstæðið í
smá spjall.
Afi hafði mikinn áhuga á fót-
bolta og var hann Þórsari á yngri
árum og fylgdist hann vel með
ÍBV og mætti á sinn stað á Hóln-
um á Hásteinsvelli í fjöldamörg
ár. Eitt sinn sem krakki fór ég
með honum að styðja ÍBV og á
vellinum sá ég afa í allt öðru ljósi.
Þessi rólyndismaður breyttist í
mjög svo æstan áhorfanda sem
lét dómarann og mótherja ÍBV fá
nokkuð harðorðar glósur um
frammistöðu þeirra á vellinum.
Þarna sleppti hann sér algjörlega
og var ótrúlegt að sjá þennan ró-
lega mann æsa sig yfir tuðrusp-
arkinu.
Hann horfði mikið á enska
boltann og var Arsenal hans lið.
Ég skildi aldrei þessa aðdáun
hans á Arsenal enda Manchester
United maður. Eitt sinn þegar ég
var að skjóta á afa með gengi
hans manna í Arsenal, sem þá var
lélegt, horfði hann á mig og sagði
hvasst: „Þú hefur ekki hundsvit á
knattspyrnu drengur!!“ Eftir
þessi orð gafst ég upp.
Elsku afi Lalli, þú gafst mér og
mínum svo mikið og fyrir það er
ævinlega þakklátur.
Þinn
Kjartan.
Lárus
Kristjánsson
Elsku afi Sigfús, fyrsta
minningin mín á Hringbraut 69
var þegar ég stóð í holinu við
símaborðið og lyfti mér upp á
tær að skoða kirkjuna sem þú
smíðaðir. Það voru svo falleg
ljósin í henni og myndirnar sem
voru málaðar á hana. Síðan
man ég glögglega þegar þú
komst í heimsókn til okkar ein
jólin og Elva Dís þurfti að fara
upp á tær til að skoða kirkjuna
þína og þú sagðist hafa gaman
af því að kirkjan væri notuð og
börnin gætu glaðst yfir að
horfa á hana hjá okkur.
Það voru líka ófáar ferðirnar
sem ég fór upp bratta stigann
upp í smíðaherbergið á Hring-
brautinni til að hjálpa þér að
smíða eða þvælast fyrir en allt-
af var ég velkomin og fékk
verkefni frá afa mínum og þyk-
ir mér vænt um þær minning-
ar. Eins var alltaf hægt að
koma í heimsókn og fá hjálp við
ljóðin í skólanum og ræða um
alla heima og geima, það var
uppáhaldið okkar.
Nú síðustu skipti sem við
hittumst fengu Elva Dís og
Lúkas Garpur að leika sér með
göngugrindina þína við mikla
kátínu þína og okkar. Hvort
sem þau hoppuði í rúminu hjá
þér eða léku sér hjá þér naustu
þess að hafa þau í kringum þig
og mundir eftir þeim þegar ég
kom næst. Þegar Elva Dís fór
að syngja ljóðin þín sú minnsta
segir frá
Í fyrra var mamma svo fjarska sver,
Því framan á maganum hélt hún á
mér.
Mikið lifandi ósköp leiddist mér þar.
Það var lítið pláss fyrir hendurnar.
Aha aha aha aha aha
Sigfús Sigurður
Kristjánsson
✝ Sigfús Sig-urður Krist-
jánsson fæddist á
Nesi í Grunnavík í
Ísafjarðarsýslu 17.
ágúst 1924. Hann
andaðist á Hlév-
angi 9. júlí 2012.
Útför Sigfúsar
var gerð frá Kefla-
víkurkirkju 20. júlí
2012.
En áður en var ég úr
vistinni laus,
Varð ég að standa
lengi á haus.
Í uppáhaldi hjá
henni var þegar
Bimmi fór í fýlu.
Þá ljómaðir þú all-
ur og tókst undir
með henni og Lúk-
asi Garpi.
Börnin mín voru
heppin að fá að
kynnast þér og eignast góðar
minningar með þér á sinni lífs-
ins leið eins og ég sjálf. Takk
fyrir að vera afi minn, lögin þín
og ljóðin þín úr bókinni þinni
munu lifa með okkur um
ókomna tíð.
Rakel Dögg Óskarsdóttir.
Það er gangur lífsins að fæð-
ast, þroskast, lifa, eldast og
deyja. Fréttir af andláti Sigfús-
ar Kristjánssonar komu mér
því ekki á óvart heldur þyrl-
uðust upp í huga minn margar
minningar um góðan samferða-
mann. Við Sigfús áttum margt
sameiginlegt þótt ólík værum
um margt. Samvinnuhugsjón-
ina, trúna á hið góða í mann-
inum, skoðanir í stjórnmálum
og sýn á hið skoplega í lífinu.
Sigfús var sérlega vel gerður
maður, hagur bæði til munns
og handa og því bera vitni allar
jólakirkjurnar, leikbrúðurnar
og síðast en ekki síst vísurnar
sem urðu til án fyrirhafnar
hvort sem var heima fyrir eða á
opinberum vettvangi.
Ég minnist margra ánægju-
stunda bæði á fundum og í stó-
rafmælum – hann bað mig að
vera veislustjóra í áttræðisaf-
mæli sínu daginn áður en það
var – og smábarnaafmælum og
ekki síst á aðalfundum Kaup-
félags Suðurnesja þar sem
hann var formaður í rúman
áratug.
Sigfús var heiðarlegur og
einlægur hugsjónamaður og ég
kveð góðan dreng, langafa
barnabarnanna minna, með
virðingu, þakklæti, söknuði og
hlýhug.
Guðbjörg Ingimundardóttir.
Við fráfall Sigríðar Pálsdóttur
hefur yngsta barn hjónanna
Kristínar Árnadóttur og Páls
Árnasonar lögregluþjóns kvatt
þennan heim. Alls voru þau 9
talsins auk hálfsystur- innar,
Láru, sem ól aldur sinn á Syðri-
Rauðalæk í Rangavallarsýslu.
Hún var þeirra elst, Alsystkinin
voru Þorbjörg, Bjargey, Árný,
Inga, Kristín, Auður, Sigríður,
Árni og Páll.
Þessi myndarlegi barnahópur
ólst upp á Skólavörðustíg 8, sem
var tveggja hæða íbúðarhús,
með stórri baklóð, sem náði
hálfa leiðina út að Hallveigarstíg
og upp að Bergshúsi, en milli
íbúðarhússins og þess var
myndarlegt pakkhús.
Heimilishaldið þótti til fyrir-
myndar og tónlist í heiðri höfð á
heimilinu og því til sönnunar var
Sigríður Pálsdóttir
✝ Sigríður Páls-dóttir fæddist í
Reykjavík 5. júlí
1918. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ í
Reykjavík 10. júlí
síðastliðinn.
Útför Sigríðar
fór fram frá Foss-
vogskirkju föstu-
daginn 20. júlí
2012.
forláta slagharpa í
stofunni, sem flest
barnanna höfðu
áhuga á.
Foreldrarnir
höfðu fæðst og alist
upp í sveitum aust-
an fjalls í Árnes- og
Rangvallasýslu,
enda var garðurinn
hennar ömmu
Kristínar vel hirtur
og fallegur.
Í garðinum var líka að finna
hringlaga byrgi með borði í
miðju, þar sem fjölskyldan gat
sameinast og tekið á móti gest-
um í góðu veðri að sumarlagi.
Sigríður ólst upp í þessum
stóra hópi eldri systkina, sem
hún leit á sem jafningja, en laut
ekki boðum þeirra, nema rök
þeirra væru sanngjörn og rétt.
Hún var aðeins á tólfta ald-
ursári, þegar heimilisfaðirinn
féll frá á sextugasta aldursári
árið 1930.
Þá stóð fjölskyldan þétt sam-
an með móður sinni og börnin
stunduðu nám og aðra vinnu,
Þau eldri voru sum tekin að
stofna sín eigin heimili á þessum
tíma Bjargey flutti út til Dan-
merkur til að nema píanóleik og
skömmu síðar fór Sigga líka út
til náms, en náði heim fyrir
seinni heimsstyrjöldina.
Þá var kominn til sögunnar
myndarmaður, Benedikt Árna-
son, endurskoðandi. Okkur
krökkunum leist aðeins mátu-
lega á hann í byrjun, en svo
þegar við sáum tveggja sæta bíl-
inn hans hækkaði hann strax í
tign og reyndist þess utan prýð-
ismaður. Mest var þó sú stað-
reynd að frænka var eins ánægð
með hann og við með bílinn.
Þess utan gaf hún okkur næst-
um sömu athygli eftir sem áður,
hlý, kát, hjálpleg og alltaf svo
skemmtileg. Þau stofnuðu sitt
heimili og áttu lengst af heima á
Guðrúnargötunni og voru einna
fyrst til að eignast nýtt húsnæði
í fjölskyldunni. Þau voru bæði
vinnusöm og dugleg. Ungu hjón-
in eignuðust fimm börn, sem
hlutu góða menntun og urðu
mætir þegnar þessa lands og
bera það með sér að vera komin
af góðu foreldri. Hjónaband
þeirra Siggu og Benna var far-
sælt og voru börnin fullvaxin,
þegar hann lést því miður um
aldur fram.
Því miður varð hún að eyða
síðustu árum sínum á öldrunar-
stofnun, en þar leið henni samt
vel, að því er virtist. Hún var
sama glaðsinna, gefandi frænk-
an, sem við, næsta kynslóð á eft-
ir henni, munum eftir.
Frændsystkinunum og fjöl-
skyldum vottum við djúpa sam-
úð og minnumst hennar af hlý-
hug og þakklæti.
Margrét og Hrafn Pálsbörn.