Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2012
SVIÐSLJÓS
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Gott veður á stóran þátt í aðsókn
gesta á veitingastaði borgarinnar,
en veðurguðirnir hafa verið ein-
staklega góðir við Íslendinga í
sumar. Elstu menn landsins þurfa
að fara langt aftur í tímann til að
muna annað eins góðviðri, en sólin
hefur skinið flestalla daga og lítið
hefur verið um rigningu.
Andri Björnsson er eigandi
Vegamóta í miðbæ Reykjavíkur,
en hann er mjög ánægður með
gang mála þessa dagana. „Þetta
er náttúrlega búið að vera æð-
islegt sumar. Á meðan við erum
með aðstöðu fyrir útiborð er þetta
allt annað. Þegar við fáum gott
veður og sólin skín lifnar yfir fólki
og það kíkir út,“ segir Andri, en
þéttsetið var á útisvæði Vegamóta
þegar blaðamaður kom við á
staðnum.
Aukinn fjöldi ferðamanna
Mikill fjöldi ferðamanna hefur
lagt leið sína á Vegamót í sumar,
en þeim hefur farið fjölgandi jafnt
og þétt á Íslandi undanfarin ár.
„Ég hef aldrei séð jafnmikið af
útlendingum hjá mér. Við erum
reyndar aðeins til hliðar við
Laugaveginn en bærinn iðar allur
af ferðamönnum og við fáum mik-
ið af þeim til okkar,“ segir Andri.
Að sögn Andra er töluverður
munur á aðsókn sumar og vetur
en hann verður var við aukna að-
sókn strax í byrjun maí. „Um leið
og það fer að vora og sólin er að-
eins farin að láta sjá sig fer allt af
stað. Stundum þarf ekki nema 5-
10 gráða hita. Það er sólin sem
fólk leitar eftir,“ segir Andri, en
hann segir hlutina róast töluvert
um leið og menningarnótt er lok-
ið.
Kex hostel stendur við Skúla-
götu í miðborg Reykjavíkur, en
þar er rekið bæði hótel og veit-
ingastaður. „Við erum með er-
lenda gesti á efri hæðinni og þeir
koma mikið niður og fá sér sæti
úti á palli. Meirihluti gesta okkar
er þó Íslendingar,“ segir Geir
Þorvaldsson, vaktstjóri á bar Kex
hostels.
Geir segir veðrið eiga einhvern
þátt í aðsókn í mat og drykk, en
hann segir staðinn þó ekki finna
fyrir miklum mun. „Törnin byrjar
fyrr þegar veðrið er gott. Ef veðr-
ið er slæmt færir fólk sig bara
inn,“ segir Geir.
Lifnar yfir fólki í góðu veðri
Veðurguðirnir hafa verið einstaklega góðir við Íslendinga í sumar Mikil fjölgun ferðamanna
skilar sér inn á veitingastaði borgarinnar Aðsókn minnkar þegar nær dregur hausti
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Vegamót Mikill fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína á Vegamót í sumar. Ferðamönnum hefur farið fjölgandi jafnt og þétt á Íslandi undanfarin ár.
Miðbær Veðrið hefur verið mjög gott á Íslandi í sumar. Kex Törnin byrjar fyrr þegar veðrið er gott og sólin skín.
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Markviss verndun votlendisins í
Vatnsmýrinni í Reykjavík virðist
skila árangri. Nú í sumar hafa reglu-
lega sést þar þrjár andartegundir
sem ekki hafa sést á svæðinu í ára-
raðir. Það eru rauðhöfðaönd, skúf-
önd og duggönd. Þá hafa aðrar teg-
undir dafnað vel í sumar. Aron Leví
Beck, fuglarannsóknarmaður hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur
fylgst náið með fuglalífinu í Vatns-
mýrinni í sumar í samstarfi við
starfsmenn Norræna hússins.
Rúmlega 50 gæsapör
Aron Leví segir að endurnar dafni
vel á svæðinu, sem er yfirlýst frið-
land. Hann segir að í það minnsta 50
grágæsarpör hafi orpið þar í sumar.
Þá sé einnig smákríuvarp í friðland-
inu, bæði í mýrinni sjálfri sem og í
hólmanum í Reykjavíkurtjörn við
Hljómskálagarðinn.
Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg
og Norræna húsið tóku höndum
saman um endurbætur á friðlandinu
í Vatnsmýri í tengslum við aldar-
afmæli HÍ 2011.
Í markmiðum samstarfsins felst
meðal annars endurnýjun og viðhald
líffræðilegs fjölbreytileika á svæð-
inu, að rannsóknir á svæðinu verði
styrktar og þekkingu miðlað til al-
mennings og að svæðið verði fyr-
irmynd að endurheimt votlendis. Ar-
on Leví segir augljóst að verkefnið
hafi þegar skilað árangri og spenn-
andi verði að fylgjast með framhald-
inu.
Fuglalífið í beinni
Vert er að benda áhugasömum á
að kíkja á heimasíðu Norræna húss-
ins þar sem hægt er að skoða fugla-
lífið í Vatnsmýrinni í beinni útsend-
ingu með öflugri vefmyndavél.
Árangur í Vatnsmýrinni
Þrjár andartegundir hafa snúið þangað aftur
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Endur Fleiri andartegundir verptu í
Vatnsmýrinni í ár en undanfarin ár.
einfaldlega betri kostur
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
Verslun: lau. 10-18, sun. 12-18, mán - fös. 11-18:30
Kaffihús: lau. 11-17:30, sun. 12-17:30, mán - fös. 11-18
25-50%
AF ÖLLUM SUMARVÖRUM Í JÚLÍ