Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gamaldags gildi og framkoma er
stórlega vanmetin af flestum, en ekki þér.
Hlustaðu á þinn innri mann. Reyndu því ekki
að troða málum þínum áfram.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er einhvern veginn eins og allt sé
nýtt úr kassanum i dag. Nýstárlegar hug-
myndir virka sem vítamínsprauta, en bara ef
þú ert nógu opinn fyrir þeim.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er nauðsynlegt þegar fjármálin
eru skoðuð að reyna ekki að blekkja sjálfan
sig með einhverjum hundakúnstum. Enginn
árangur fæst með rökræðum eins og staðan
er nú.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Oft hljóma annarra manna kenningar
vel en reynast svo miður þegar til kastanna
kemur. Reyndu að forðast það sem snertir
þig ekki beint.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að huga vel að stöðu þinni jafn-
vel þó það þýði að þú látir vandamál sem vind
um eyru þjóta.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Notaðu daginn til þess að rannsaka,
ljóstra upp leyndarmálum eða finna lausnir á
gömlum vanda. Dagurinn hentar þó ekki til
að kaupa bíla eða önnur flutningatæki.
23. sept. - 22. okt.
Vog Skrifaðu það á vaxtarverkina ef þér líður
hálfilla í nýja hlutverkinu þínu. Að öðru leyti
skaltu bara láta gamminn geysa; það léttir til
við lipur gamanmál og hláturinn lengir lífið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Innsæið leiðir þig áfram og hvet-
ur þig til að taka skemmtilegar og hvatvísar
ákvarðanir. Hvort sem er, skaltu njóta athygl-
innar, en passaðu hjartað þitt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Spennandi fundur með aðila sem
þú lítur upp til er eins og viti í myrkrinu. Með
því að segja öðrum akkúrat það sem þeir vilja
vita, ekkert umfram það, viðheldur þú dul-
úðinni í kringum þig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er nauðsynlegt að huga að
hverju smáatriði ef heildarútkoman á að vera
rétt. Horfðu á kostina og leitastu við að höfða
til þess góða í fólki.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Samband þitt við vini þína og
kunningja á eftir að batna mikið á næstu vik-
um. Láttu sem ekkert sé því þú munt upp-
skera laun erfiðis þíns.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu ekki aðra taka ákvarðanir fyrir
þig, þú átt að vera maður til þess sjálfur.
Snúðu þér að þínum eigin málum og þá er
aldrei að vita nema til þín verði leitað.
Ég hitti karlinn á Laugaveginumí Bakarabrekkunni og eins og
venjulega var pólitíkin efst í huga
hans; hann var að velta fyrir sér
þessum andstæðum lyginni og sann-
leikanum og hvernig þær yndu upp
á sig í pólitíkinni. Síðan sagðist
hann hafa hitt bóndakonu að aust-
an, – og þær vissu sínu viti:
Mælti Þuríður: „Þetta er bratt
og vor þjóðmálaumræða patt;
skilst sem ýkjur og skrök
eða ráðleysisrök
þegar ráðherra loks segir satt.
Ég var að blaða í Vísnaleik, sem
ég skrifaði hér í Morgunblaðið fyrir
einum mannsaldri og sá þar ýmis-
legt, sem gladdi mitt gamla hjarta.
Jón Guðmundsson í Garði í Þistil-
firði, mikill bændahöfðingi, hafði
verið beðinn um að halda erindi á
samkomu á Lundi í Öxarfirði, en
var krafinn um aðgangseyri og
gekk til skógar. Þegar sátta var
leitað varð Jóni að orði:
Fjörðinn prúða fegra bæði
fjöll og skógarnir.
En þar er saur á silkiklæði,
Satans mennirnir!
Og síðan er þessi vísa tilfærð eftir
Egil Jónasson á Húsavík:
Laxá rann áður hrein í haf
við hrifningu Þingeyinga
en lyppast nú áfram lituð af
leirburði Mývetninga.
Þar er þess getið að ég hafi hitt
Sigurð Jónsson frá Haukagili og við
fórum að ræða vísur Gylfa Þ. Gísla-
sonar. Hann sagði mér að Lárus Jó-
hannesson hefði eitt sinn byrjað
svona:
Gylfi yrkir gríðarstrangt
í gáleysi.
Og þeir Andrés Eyjólfsson og Karl
Kristjánsson botnuðu í sameiningu:
Andskotinn féll ekki langt
frá eikinni.
Sigurður kenndi mér þessa vísu
eftir meistara Þorberg:
Ef þú hittir Arndísi
undir himins þaki
þá skaltu frá Þorbergi
þegja eins og klaki.
Vísa eins og þessi er að sínu leyti
eins og skissa eftir Kjarval. Hún hef-
ur orðið til viðstöðulaust og við get-
um vel orðið ásátt um að hún sé bull
og óskiljanleg með köflum, – en
handbragð meistarns er á henni
samt og þess vegna getur maður
ekki gleymt henni.
Ort þegar „brydda tók á bolsa-
hreyfingunni nyrðra“:
Upp er skorið, engu sáð
allt er í vargaginum,
Þeir, sem aldrei þekktu ráð,
þeir eiga að bjarga hinum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Þar er saur á silkiklæði
G
æ
sa
m
am
m
a
o
g
G
rí
m
ur
G
re
tt
ir
S
m
áf
ól
k
H
ró
lf
ur
hr
æ
ði
le
gi
F
er
di
n
an
d
ÉG MÁLAÐI
MYND AF LÍSU
KANNSKI ÆTTI ÉG EKKI
AÐ SÝNA HENNI HANA
GÓÐ
HUGMYND
PABLO
HVAÐ ERU
ÞESSIR FÍFLAR
AÐ GERA Á
KASTARA-
HAUGNUM?
ÞEIR UXU BARA HÉRNA OG
STELPURNAR NEITA AÐ LEYFA
MÉR AÐ FJARLÆGJA ÞÁ VEGNA
ÞESS AÐ ÞEIM FINNST ÉG SÆTUR
INNAN UM ALLA ÞESSA FÍFLA
ÞAÐ ER REYNDAR RÉTT HJÁ
ÞEIM, ÞÚ ERT FREKAR SÆTUR...
BLESS
HELGA MÍN!
ÞAÐ ÆTTI
AÐ GANGA VEL
HJÁ HONUM...
HONUM HEFUR
ALLAVEGANA TEKIST
AÐ SETJA MARK SITT
Á HEIMILIÐ
ÝMISLEGT
VAFASAMT SEM
TEIKNIMYNDA-
PERSÓNUR HAFA
GERT Í LAUMI
HÉRNA ERU TILDÆMIS
VANDRÆÐALEGAR MYNDIR
AF KÖTU Í MEÐFERÐ
MEÐFERÐ?
EN KATA HEFUR
ALDREI DRUKKIÐ
EÐA NOTAÐ
EITURLYF!?
MEÐFERÐ
KÓK OG
PRINS!
KÓK OG
PRINS!
OG HVAÐ
ERTU SVO MEÐ Á
GRÍMS-LEAKS?
ÉG ER
FARINN AÐ
SETJA MARK
MITT Á
ENGLAND!
Víkverji borðar íslenskan mat afmiklum móð þessa dagana.
Ástæðan er ekki sú að góðviðrið og
hitinn síðustu daga hefur ýtt undir
þessar heitu máltíðir á kvöldin, held-
ur dvöl aldraðrar frænku sem hefur
verið búsett síðustu 60 ár í Noregi.
Að sjálfsögðu þurfti að draga fram
gömlu þjóðlegu réttina og reiða fram
á gullfati.
x x x
Íslenskt saltkjöt er hreint út sagtótrúlegt. Fátt kemst í líkingu við
væna flís af feitum sauð. Rautt og vel
saltað, nýjar kartöflur og stór klípa
af smjöri með. Ekki tekur minni
gleði við þegar búið er að skera kjöt-
ið af beinunum, þá hefst athöfnin að
naga kjötið af og sjúga fituna. Sann-
kallaður leikur kattarins að músinni.
x x x
Ef skynsemishyggjunnar og lýð-heilsustöðvar nyti ekki við gæti
Víkjverji lifað á saltkjöti einu saman.
Ætli útlitið yrði þó ekki farið að
hefta; bjúgaður og líktist helst salt-
pækli. Ágætis mótvægi við réttinum
er heilsusamleg íslensk kjötsúpa,
full af grænmeti og hollustu. Hún
rennur alltaf ljúflega niður þrátt fyr-
ir hásumar; heit og kraftmikil.
x x x
Frænkunni þótti nóg um þegar fyr-irhugað var að sjóða hangiket
með öllu tilheyrandi: malti og appel-
síni, uppstúf, grænum baunum,
laufabrauði og öðrum fínheitum. Þá
sagði sú gamla stopp við matarstúss-
inu öllu saman því maður héldi ekki
upp á jólin í júlí, auk þess væri hún
komin með nóg af söltuðu kjöti. Lík-
aminn þyldi hvorki saltað né reykt
þriðja daginn í röð. Víkverji varð
bljúgur í framan og tómur til augn-
anna. En íslenskt skyldi það áfram
vera en þó ekki saltað í þetta skiptið.
Lambalæri yrði það, heillin.
x x x
Lambið litla skyldi fá að stikna innií ofni og framreitt með hefð-
bundnu meðlæti: rabbabarasultu,
grænum, kartöflum að ógleymdri
sósunni.
Spurning hvort frænkan eða Vík-
verji hafi notið máltíðanna betur.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Jesús horfði á þá og
sagði: „Fyrir mönnum eru engin ráð
til þessa, en fyrir Guði. Guð megnar
allt.“ (Mk. 10, 27.)
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is