Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2012 ✝ Þórarinn Sig-urjónsson fæddist 26. júlí 1923. Hann lést föstudaginn 20. júlí 2012. Foreldrar Þór- arins voru Sigurjón Árnason bóndi og smiður í Pétursey í Mýrdal, 1891-1986, og Sigríður Krist- jánsdóttir hús- freyja, 1884-1941. Alsystkini Þórarins eru Elín, 1922-2008, og Árni, f. 1926. Hálfbræður, samfeðra með seinni konu Sig- urjóns, Steinunni Eyjólfsdóttur, 1910-1979, eru Eyjólfur, f. 1947, og Sigurður, 1949-2000. Einnig ólust upp með honum í Péturs- ey, Þórhallur Friðriksson, 1913- 1999, Bergur Örn Eyjólfs, 1938- 1996, og Sigurbjartur Jóhann- esson, f. 1929. Þann 4. júní 1952 kvæntist Þórarinn eftirlifandi eiginkonu sinni Ólöfu Ingibjörgu Haralds- dóttur, f. 1931. Foreldrar henn- ar voru Kristín Sveinsdóttir, 1905-1991, og Haraldur Jó- hannesson, 1903-1982. Börn Þórarins og Ólafar eru: 1) Sigríður, f. 1953, gift Óla Sverri Sigurjónssyni, f. 1953. Börn þeirra eru Ólöf Inga, f. 1980 og Þórarinn, f. 1984. 2) Haraldur, f. 1954, kvæntur Þór- 1958-1974. Í stjórn Verkstjóra- sambands Íslands 1963-1975. Sýslunefndarmaður Hraungerð- ishrepps 1959-1985. Formaður Framsóknarfélags Árnessýslu um árabil. Í stjórn Kaupfélags Árnesinga 1962-1992, formaður frá 1966. Stjórnarformaður Húsmæðraskóla Suðurlands frá 1964. Í stjórn Meitilsins hf., Þorlákshöfn, 1964-1992. Í stjórn Sambands íslenskra samvinnu- félaga 1968-1992. Þórarinn var þingmaður Sunnlendinga frá 1974 til 1987. Sat á þingi Alþjóðaþingmanna- sambandsins 1977-1985. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1980-1983. Formaður Þing- vallanefndar 1980-1988. Í Veiði- málanefnd ríkisins og formaður hennar 1987-1992. Formaður sauðfjársjúkdómanefndar 1987- 1992. Að auki voru Þórarni fal- in fjölmörg önnur trúnaðarstörf í atvinnu- og félagslífi. Fyrir störf að landverndar- og land- búnaðarmálum var hann sæmd- ur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu. Þórarinn var alla tíð mikill áhugamaður um starf ung- mennafélagshreyfingarinnar, var félagi í Rotary og lét sig miklu varða velferð Laug- ardælakirkju sem fyrir hans til- stuðlan og fleiri var endurreist á hinum forna kirkjustað fyrir nærri hálfri öld. Var hann með- al annars formaður sóknar- nefndar og meðhjálpari um ára- tugaskeið. Útför Þórarins fer fram frá Selfosskirkju í dag, 28. júlí 2012 og hefst athöfnin kl. 13.30. ey Axelsdóttur, f. 1949. Dætur þeirra eru Ólöf, f. 1982 og Dóra, f. 1988. Dótt- ir Þóreyjar er Svanhildur, f. 1970. 3) Kristín, f. 1956, gift Garðari Sverr- issyni, f. 1959. Dóttir þeirra er Þorgerður Guðrún, f. 1990. Sonur Garðars er Sverrir, f. 1984. 4) Sigurjón, 1960-1961. 5) Sigurjón Þór, 1962-1964. 6) Ólafur Þór, f. 1965, kvæntur Malin Widarsson, f. 1969. Börn þeirra eru Elín Linnea, f. 1993, Anton Þór, f. 1996, Hanna Kristín, f. 1998, og Einar Árni, f. 2003. Að loknu búfræðiprófi frá Hvanneyri 1943 fékkst Þór- arinn við margvísleg störf til sjós og lands. Í félagi við upp- eldisbróður sinn Þórhall rak hann um árabil alhliða við- gerðaverkstæði í Pétursey og fékkst að auki við fólks- og vöruflutninga á eigin bifreið- um. Þórarinn var bústjóri í Laugardælum frá 1952 til 1980. Hann tók sæti í stjórn Sam- bands eggjaframleiðenda 1956 og var formaður þess 1957- 1979. Í stjórn Verkstjórafélags Suðurlands 1956, formaður Það mun hafa verið sumarið 1965 sem ég, þá stráklingur í sveitavinnu í uppsveitum Árnes- sýslu, kom í fyrsta sinn í heim- sókn til þeirra Ólafar og Þórarins í Laugardælum með fóstra mín- um það sumar, Gísla heitnum Einarssyni í Kjarnholtum. Þessi heimsókn er mér enn mjög svo í fersku minni, staðurinn með sitt stórbú, glæsilegt heimili þeirra hjóna, móttökurnar sem við feng- um og fólkið stælt af vinnu sinni og geislandi af lífsgleði og sam- stöðu. Allmörg ár liðu síðan þangað til ég rataði aftur til þessara merkishjóna, en það var þegar leið að því að ég ruglaði saman reitum mínum við eldri dóttur þeirra hjóna, Sigríði. Þá rifjaðist skemmtilega upp fyrir mér þessi fyrsta ógleymanlega, framan- greinda heimsókn. Lítið hafði breyst, fólkið þó örlitlu eldra en myndarskapurinn engu minni. Nú þegar að kveðjustund við tengdaföður minn, Þórarin, er komið, flýgur þetta, ásamt öllum þeim óteljandi minningum um samverustundirnar sem á eftir komu, í gegnum hugann. Þórar- inn tengdafaðir minn var einstak- ur maður. Góðmennska ein- kenndi allt hans fas og virðing fyrir öllu sem hann kom nálægt. Á engan mátti halla hvorki í verk- um né í tali. Smitandi vinnusemi hans hreif alla þá með sem nærri voru honum þegar taka þurfti til hendi, sama hvert verkefnið var. Snyrtimennska var honum svo sannarlega í blóð borin hvort sem um var að ræða umhverfið eða hann sjálfan. Ræktun lands var alla tíð hans hjartans mál og líka þar hreif hann með sér fólk. Lík- legt má telja að enginn afkom- enda hans né tengdabarna hafi misst af slíkri sælustund sem gróðursetning trjáplantna með honum var. Þórarni tengdaföður mínum var líka lagið að líta upp frá verk- um. Hann ferðaðist vítt og breitt um landið og ekki síður um nær- slóðirnar. Mýrdalurinn var hon- um kærastur landsvæða og um hann var ekki í kot vísað með þekkingu hjá Þórarni. Ógleyman- legar eru göngurnar forðum upp á Pétursey þegar þræddar voru honum þekktar, vandfarnar leið- ir. Ýmist var það Skollastígur eða Tæpagata. Nöfnin gefa til kynna færðina og var unun að sjá og heyra tengdafaðir minn segja göngufólki, öldnu og ungu, til leiðar á slóðum sem hann þekkti eins og handarbak sitt. Þarna var hann tengdafaðir minn í essinu sínu, úti í náttúrunni, á heimaslóð og að segja fólki til leiðar. Tengdafaðir minn var mikill fjölskyldumaður og unni öllu sínu fólki. Best naut hann þess þegar öll fjölskyldan var saman komin og þá skipti tilefni ekki máli. Mörgum fleiri minningum væri hér hægt að greina frá en hér verður látið staðar numið. Þær verða geymdar í hugskoti mínu og rifjaðar upp reglulega og við öll þau tækifæri sem gefast. Ég þakka kærum tengdaföður mannbætandi samfylgd þessi ár frá því að við kynntumst. Blessuð veri minning hans. Óli Sverrir Sigurjónsson. Hreinlyndi og traust, glaðværð og háttvísi voru þeir eðliskostir sem framar öðrum prýddu Þór- arin Sigurjónsson. Hann lét sér annt um annað fólk. Einu gilti hvort til hans leituðu lítil börn eða nafnkunnir mektarmenn. Hjá Þórarni mættu allir sömu virð- ingu og hlýju. Tæplega þrítugum var Þórarni falið það vandasama verk að stýra uppbyggingu og rekstri til- raunabúsins í Laugardælum. Þá þegar hafði hann getið sér orð fyrir dugnað og fjölhæfni – mann- kosti sem Mýrdælingar höfðu áð- ur kynnst hjá föður hans og afa. En föðurafa Þórarins, Árna Jóns- syni í Pétursey, var svo lýst að hann hafi verið átakadrjúgur og ósérhlífinn, félagslyndur og starfsglaður. Við jarðarbætur, vatnsöflun og smíðar þótti hann svo hugmyndaríkur og framsæk- inn að vanaföstum sveitungum fannst jaðra við sérvisku. Að upplagi var Þórarinn hæg- látur og lítt gefinn fyrir að halda sjálfum sér fram. Óhjákvæmilegt var þó að maður eins og hann yrði eftirsóttur til hvers kyns trúnað- arstarfa, enda fundu allir sem honum kynntust að fáum var betra að treysta. Í þjóðmálum var hann fyrst og síðast samvinnu- maður, sannfærður um að okkur mönnunum farnaðist best þegar við ynnum saman á jafnréttis- grundvelli í stað þess að hver skaraði eld að eigin köku. Heima í Pétursey hafði Þórar- inn alist upp við kristna trú og lífsviðhorf sem voru honum alla tíð mikils virði. Með hugarfari sínu og breytni var hann okkur öllum ómetanleg fyrirmynd. Fyr- ir það ber að þakka á kveðju- stund. Blessuð sé minning Þórarins Sigurjónssonar. Garðar Sverrisson. Elsku afi. Við erum svo heppin að hafa átt með þér margar góðar og dýr- mætar stundir. Þú varst einstak- ur maður, góður og hjartahlýr, sem barst óþrjótandi virðingu og umhyggju fyrir fólki, náttúru og dýrum. Oftar en ekki mætti maður þér á hlaðinu með kisu á öxlinni, líkt og hún væri páfagaukur. Það skipti ekki máli hvort það voru dýrin í sveitinni eða villt dýr, öll dýr fundu fyrir hlýju og vildu vera hjá þér. Þú gast kallað kýrn- ar heim í fjós og kettir og hundar gengu á eftir þér líkt og þau væru í bandi. Þau voru búin að kynnast góðmennsku þinni og vissu að hjá þér yrði hugsað vel um þau, enda kenndir þú okkur að koma vel fram við allar lifandi verur. Eng- an mátti meiða, hvorki menn né dýr, og var til dæmis alltaf talað um að „flengja flugurnar“ með dagblaði. Oftar en ekki kastaðir þú fram gátu og svo skein í glott hjá þér á meðan við krakkarnir brutum heilann yfir svarinu. Sjaldnast var heldur langt í að tekinn væri upp spilastokkur og spiluð fé- lagsvist eða veiðimaður. Þá voru þær margar sögurnar sem við fengum að heyra hjá þér, bæði þjóðsögur og ævintýri frá þínum yngri árum. Á meðan sátum við stjörf, heilluð af öllu því sem þú hafðir upplifað. Þú varst með eindæmum vand- virkur og vinnusamur og ófá handtökin sem við lærðum hjá þér. Allt frá hagnýtum hvers- dagsverkum til þess að þurrka harðfisk og slá með orfi og ljá. Að vera með þér í sumarbústaðnum í Pétursey var eitt samfellt ævin- týri. Þar kenndir þú okkur meðal annars að bera virðingu fyrir trjám og öðrum gróðri og hvernig best væri að ganga upp fjalls- brekku, ská upp eins og kindurn- ar, til þess að þreytast síður. Þótt minnið væri farið að gefa sig undir það síðasta, skein alltaf í gegn gamli góði afi, örlítið stríð- inn, velviljaður og hlýr. Ást ykkar ömmu var okkur dýrmæt fyrir- mynd. Allt til loka leyndi sér ekki hve kær hún var þér og að hver dagur yrði betri fengir þú að sjá hana. Við söknum þín elsku afi og munum alla tíð minnast þín og geyma í hjarta okkar myndina af þeim góða manni sem þú varst. Guð blessi minningu þína. Ólöf Inga, Þórarinn, Þor- gerður Guðrún, Elín Linnea, Anton Þór, Hanna Kristín og Einar Árni. Þórarinn kom að Laugardæl- um ásamt Ólöfu konu sinni fyrir um 60 árum, ráðinn til að byggja upp búskap með tilraunastarf- semi á jörðinni. Með Ólöfu fylgdu síðar systur hennar, þær Rósa og Þórfríður, en systurnar þrjár og fjölskyldur þeirra, Klara og Ein- ar og börn þeirra, ásamt fleirum mynduðu samfélag sem var um- gjörð um líf okkar og leiki í upp- vextinum. Þórarinn var bústjóri og síðar þingmaður Árnesinga. Í hugum okkar var það mjög eðli- legt að framsóknarmenn á Suður- landi skyldu velja Þórarin til for- ystu. Hann var ötull talsmaður samvinnustefnunnar, góðra sam- gangna og framþróunar í landinu. Þórarinn var talsmaður bættrar menntunar í landbúnaði og hafði þar mikil og jákvæð áhrif með störfum sínum. Það er margs að minnast frá uppvextinum í Laugardælum og oft mikil ærsl og fjör í kringum krakkahópinn. Þórarinn var þol- inmóður við okkur krakkana. Hann umbar gáskafulla leiki og ærsl af mikilli rósemi. Þó svo að rúða hafi brotnað í glugga í fjör- ugum fótboltaleik eða eitthvað annað óhapp komið fyrir þá var það fyrst og fremst tilefni til þess að læra af reynslunni. Það væri heppilegra að hitta í hurðaropið í stað þess að þruma boltanum í gluggann. Í Laugardælum byrjuðum við ung að vinna á búinu og mjög snemma var okkur falin ábyrgð. Þórarinn var einstakur í því að leiðbeina og sýna okkur hvernig vinna ætti verkin og gera það vel. Hann kenndi okkur að aka drátt- arvél, að slá, snúa, vitja um net, að raka dreif af túnum, ganga snyrtilega um, að fara vel að skepnum o.s.frv. Við vorum reyndar það litlir fyrst í stað að töluverða lagni þurfti til að aka dráttarvél, sérlega þegar þurfti að kúpla og stíga á bremsur á sama tíma. Ávallt var þó vakandi auga með okkur. Við áttum ekki að aka hratt eða vera með glanna- skap. Að slá á Ferguson í lága- drifi og fyrsta gír í botni var ekki fljótleg aðferð við að slá tún en eftir svona tvo hektara voru þó flestir komnir á lagið. Heyskapur í Laugardælum með Þórarni var skemmtilegur tími, þá var hann í essinu sínu. Það kom fyrir að heyvagninn var fullhlaðinn fyrir Ferguson, drátt- arvélin prjónandi og lét ekki vel að stjórn. Við þær aðstæður sett- ist Þórarinn gjarnan framan á húddið og hvatti okkur að keyra áfram. Hugurinn og driftin var það mikil að það var ekki annað hægt en að hrífast með. Fyrir utan þá allra nánustu er Þórarinn Sigurjónsson✝Ástkær eiginmaður, faðir og bróðir, GARÐAR THOR MIDDLETON, búsettur í Bandaríkjunum, áður til heimilis í Garðabæ, lést mánudaginn 23. júlí. Guðrún Stefánsdóttir, Rannveig María Middleton, Matt Frankel, Þóra Mist Middleton, Maríanna Alexandersdóttir, Sigríður E. Bjarnadóttir, Bragi Sigurðsson. ✝ Ástkær bróðir minn, mágur og frændi, HALLDÓR JÓNSSON ASPAR, lést fimmtudaginn 26. júlí. Sigríður Jónsdóttir, Skúli Magnússon, Margrét Skúladóttir, Bragi Thoroddsen, Magnús Skúlason. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR HANNESSON, Skriðustekk 3, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 22. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Sigrún Steingrímsdóttir, Jónína B. Grétarsdóttir, Þóroddur Sveinsson, Hannes Svanur Grétarsson, Helga Marta Helgadóttir, Ingvar Grétarsson, Vigdís Þórisdóttir, Margrét Grétarsdóttir, Guðjón Guðjónsson, afastrákar og langafabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar og mágur, JÓSEF HELGI HELGASON, Gyðufelli 6, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut sunnudaginn 22. júlí. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. júlí kl 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag heyrnarlausra. Sigríður Bryndís Helgadóttir, Ólafur Steinþórsson, Hrönn Bartosh Helgadóttir, Einar Helgason, Kristrún Helgadóttir, Jóhann Pétur Margeirsson. ✝ Ástkær sonur minn, fóstursonur og bróðir, GUÐMUNDUR BRYNJÓLFUR HERSIR SERGI, Hátúni 10, lést á heimili sínu laugardaginn 21. júlí. Jarðsungið verður frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 31. júlí kl. 13.00. Þið sem viljið minnast hans, vinsamlegast látið Geðhjálp njóta góðs af. Unnur María Hersir, Jóhann Stefánsson, Helga Jóhannsdóttir, Hjörtur Jóhannsson, Ása Jóhannsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.