Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 210. DAGUR ÁRSINS 2012
Álfagarðurinn stendur fyrir lista-
mannadegi í skrúðgarðinum Hellis-
gerði á morgun frá kl. 13. Þar geta
gestir séð hafnfirska listamenn vinna
að list sinni.
Listalíf innan um
huldufólk og álfa
Trúðar, Lalli
töframaður og
Sveppi og Villi
munu skemmta
börnum í Viðey á
morgun þar sem
Barnadagurinn
verður haldinn.
Dagskráin hefst
kl. 11.30 og stend-
ur til kl. 16. Hestaleiga er einnig í
boði og haldin verður villiblóm-
vandakeppni. Auk þess er tilvalið að
mæta með háf eða sigti til þess að
skoða fjársjóði flæðarmálsins.
Barnadagurinn hald-
inn hátíðlegur í Viðey
Á morgun, sunnudaginn 29. júlí,
verða haldnir stofutónleikar á
Gljúfrasteini kl. 16. Á efnisskrá eru
sónata fyrir píanó og selló í C-dúr
eftir Beethoven og Le Grand Tango
eftir Piazzolla, sem þær
Guðný Jónasdóttir og
Elisabeth Streichert
flytja. „Snögg skap-
skipti í Beethoven og
ástríðan í suðræna
tangónum mynda
skemmtilegar and-
stæður.“ Aðgangs-
eyrir er 1.000 kr.
Stofutónleikar á
Gljúfrasteini
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Kristján Davíðsson, einn fremsti
listmálari þessarar þjóðar undan-
farna áratugi, heldur upp á 95 ára
afmæli sitt í dag. Þrátt fyrir háan
aldur er Kristján enn að og hefur
málað á þriðja tug olíuverka á þessu
ári, auk fjölda teikninga.
Þetta sætir tíðindum, raunar er
Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi
ekki kunnugt um að nokkur málari í
þessum gæðaflokki hafi enn verið
að mála kominn á þennan aldur,
hvorki innanlands né utan. „Þetta
er líkast til heimsmet,“ segir Að-
alsteinn en hann stakk við stafni á
vinnustofu listamannsins ásamt út-
sendurum Sunnudagsmoggans í
vikunni og skoðaði nýju verkin.
Heimsóknin er til umfjöllunar í
blaði helgarinnar.
„Finnur Jónsson varð 101 árs en
ég hef engar heimildir fyrir því að
hann hafi málað eftir nírætt. Sama
máli gegnir um erlenda málara,
sumir þeirra komust yfir nírætt.
Picasso varð til dæmis 92 ára en þá
var hann hættur að mála, gerði það
um nírætt.“
Enn að mála marktæk verk
Ekki nóg með það, verk Kristjáns
eru ennþá sýningartæk. „Hann er
ennþá að mála marktæk verk sem
eru rökrétt framhald af hans ferli.
Það eru stærstu tíðindin í þessu öllu
saman. Nú þegar hann veldur
penslinum ekki lengur með sama
hætti og áður notar hann bara tusk-
una og fingurna til að koma tilfinn-
ingunni til skila,“ segir Aðalsteinn.
Kristján er að heiman á afmælis-
daginn og var heldur ekki við-
staddur þegar Sunnudagsmogginn
heimsótti vinnustofu hans. Þar tóku
á móti blaðamanni og ljósmyndara
Svanhildur Björnsdóttir, eiginkona
Kristjáns, Björn Davíð Kristjáns-
son, sonur hans, og tengdasonurinn,
Kári Stefánsson. Spunnust hressi-
legar umræður um list hins aldna
meistara sem að líkindum hefði látið
sér fátt um finnast. „Pabbi hefur
aldrei látið umræður um list sína
trufla sig,“ segir Björn Davíð.
Kristján Davíðsson skipar veg-
legan sess í íslenskri listasögu en
hann er eini eftirlifandi meðlimur
Septemberhópsins sem stofnaður
var 1947 og hafði það markmið að
ryðja nýjum viðhorfum í myndlist
braut.
Lengst af hefur Kristján verið
kenndur við ljóðræna abstraktlist.
Á heimili hans hangir á hinn bóginn
áttatíu ára gamalt verk í raunsæis-
stíl, af Patreksfirði.
„Sumir sem koma hingað spyrja
pabba hvers vegna hann hafi ekki
haldið áfram að mála svona „fal-
legar“ myndir. Hann hefur ákaflega
gaman af þeim athugasemdum,“
segir Björn Davíð. »36
Þetta er líkast til heimsmet
Kristján Davíðs-
son enn að mála 95
ára gamall
Morgunblaðið/Kristinn
Ný verk Vinnustofa Kristjáns á heimili hans. Þar getur að líta nokkur af nýjustu málverkum meistarans.
Ljósmynd/Kári Stefánsson
Nýjasta myndin Kristján Davíðsson heldur upp á 95 ára afmæli sitt í dag.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Gleði og sorgir Nellýjar
2. Dauðir ungar úti um allt
3. Laugavegurinn mun líða undir lok
4. Konan á gjörgæslu
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Léttskýjað um mestallt land, en fer að þykkna upp vestanlands
seinni partinn. Hiti 12 til 22 stig að deginum, hlýjast inn til landsins.
Á sunnudag Hæg suðvestlæg átt og þykknar upp vestan til á landinu og dálítil súld
norðvestanlands síðdegis. Annars hæg breytileg átt og bjartviðri. Hiti 10 til 22 stig.
Á mánudag Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, en heldur hvassari við N-ströndina.
Súld eða rigning með köflum um landið vestanvert, en annars skýjað með köflum.
Handboltalandsliðið leikur sinn
fyrsta leik á Ólympíuleikunum á
morgun þegar liðið mætir Argentínu.
Að þessu sinni er svolítið óljóst
hvernig liðið mun spila í byrjun móts.
Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst
sú að nokkrir leikmenn hafa glímt við
meiðsli og að minnsta kosti tveir
þeirra virðast vera í kapphlaupi við
tímann. »2
Nokkrum spurningum
ósvarað vegna meiðsla
Jakob Jóhann Sveinsson
sundmaður er meðal þeirra
Íslendinga sem keppa á
fyrsta degi Ólympíu-
leikanna í London en hann
stingur sér til sunds klukk-
an 11.15. Jakob kemst þar
með í hóp þeirra sem keppt
hafa fjórum sinnum á Ól-
ympíuleikum og hann segist
nálgast keppnina öðruvísi
en áður eftir sviplegt fráfall
vinar síns í maí. »2
Jakob nálgast
keppnina öðruvísi
Það verða Stjarnan og Valur sem
leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í
fótbolta á Laugardalsvellinum 25.
ágúst. Þetta verður 21. úrslitaleikur
Vals en þriðji úrslitaleikur Stjörn-
unnar í keppninni. Stjarnan lagði
topplið Pepsi-deildarinnar,
Þór/KA, í fram-
lengdum leik á
Stjörnuvellinum,
2:1, og Valur sigr-
aði KR 2:0 í Vest-
urbænum. »4
Stjarnan og Valur í
úrslitaleik bikarsins