Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2012 Vefsíðan themillons.com er rafrænt tímarit ætlað áhugafólki um bækur og lestur. Themillions er vönduð vef- síða þar sem umfjöllun um bækur, list og menningu er í fyrirrúmi en síð- unni hefur verið haldið út frá árinu 2003. Á vefsíðunni má lesa bóka- gagnrýni um þúsundir titla og skemmtilega leslista þar sem finna má góðar hugmyndir að lestrarefni. Þess á meðal má finna bókalista fyrir unga lesendur, tíu bækur til að lesa þegar Mad Men seríunni lýkur og lista yfir bækur útkomnar á árinu sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Á síðunni getur einnig að líta skemmilega innsýn í heim þeira sem skrifa fyrir Millions. Þar má sjá á myndum að aðstaðan er allt frá því að vera sófaborðið yfir í skrifborð á skrifstofu. Forvitnileg vefsíða með fjölbreyttu efni. Vefsíðan www.themillions.com Morgunblaðið/Kristinn Bókagagnrýni Á Millions vefsíðunni er að finna umfjöllun um bækur. Rafrænt bókatímarit Myndlistarsýning Ránar Jónsdóttur, myndlistarkonu sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands, verður opnuð um helgina á vöruhóteli í verslunar- kjarnanum við Álfheima. Þar verður einnig grænmetismarkaður á laug- ardaginn frá kl. 11-16 og ýmis konar gómsætt þar til sölu. Garðyrkju- stöðin Kinn stendur fyrir mark- aðnum, en grænmetið sem kemur frá stöðinni er ræktað á vistvænan hátt. Framtakið í Álfheimum er hluti af verkefninu ,,Biðsvæði - Torg í bið- stöðu“, en þar er framtíðarnotkun og möguleikar afmarkaðra svæða til skoðunar. Sjá nánar undir www.reykjavik.is/bidsvaedi Endilega… …sjáið pop-up myndlist Morgunblaðið/G.Rúnar Markaður Grænmeti á boðstólnum. María Ólafsdóttir maria@mbl.is É g fékk teáhugann frá pabba en mamma er algjör kaffidrykkju- kona. Þannig að þau eru í raun te og kaffi,“ segir Kristín María Dýrfjörð áhuga- kona um te og markaðsstjóri hjá Te og Kaffi, fyrirtækinu sem foreldrar hennar stofnuðu við heimkomu fjöl- skyldunnar frá Svíþjóð árið 1984. Þar í landi kviknaði áhugi þeirra hjóna á te- og kaffimenningu enda mikið þar um litla te- og kaffistaði sem þá voru ekki til í sama mæli hér. Fjölbreyttur teheimur „Ég finn fyrir vaxandi áhuga á tei og mig langar til að fólk fræðist um teheiminn sem er fjölbreyttur og skemmtilegur. Hingað til hefur mér fundist dálítið erfitt að ná al- mennilega til fólks þegar ég hef tal- að um te og fólki finnst auðveldara að fá sér bara kaffi. En nú finnst mér þetta vera að breytast og ég er ánægð með að temenningin sé að lifna við hérna. Við gerðum tebækl- ing í vor þar sem flokkuð voru niður svart te, ávaxtate og grænt te til að aðstoða byrjendur við að velja sér te. Þarna er fróðleikur um laufin í hverjum flokki fyrir sig, hvaðan þau koma og hvaða bragð þau eiga að gefa af sér. Þannig getur fólk leitað að einhverju með mismunandi bragði innan þess flokks sem því lík- ar best,“ segir Kristín María. Hún segir að í fyrstu finnist fólki dálítil fyrirhöfn að hella upp á telauf en Teáhugi Íslendinga tekinn að glæðast Teáhugi Íslendinga virðist sífellt aukast og yfir sumartímann verður íste sífellt vinsælla. Kristín María Dýrfjörð er mikil áhugakona um te og segir fólk einnig sækjast eftir heilnæmum eiginleikum þess um leið og það nýtur þess að drekka bragðgóðan drykk. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Teáhugakona Kristín María Dýrfjörð fær sér gott te daglega. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Árlegri Listaveislu í Þykkvabæ lýkur nú um helgina en þar eru til sýnis verk þeirra Gunnhildar Þórunnar Jónsdóttur frá Berja- nesi í V-Landeyjum og Sigrúnar Jónsdóttur frá Lambey í Fljótshlíð. Sigrún hefur um árabil málað og haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Á sýningunni eru akrýlverk og vatnslitaverk eftir hana. Gunnhildur Þórunn hefur sömu- leiðis frá unga aldri málað og teiknað. Hún málar meðal annars hestamyndir og sauðfé ásamt ýmsu öðru. Á listaveislunni eru einn- ig ljósmyndir frá RAX til sýnis og gamlar mannlífsmyndir sem Guðni í Sunnu tók árið 1954 í Þykkvabæ. Sýningin er opin á morgun, sunnudag 29. júlí, frá klukkan 14-17. Listaveisla í Þykkvabæ Listaverk og ljósmyndir Litríkt Verk Sigrúnar Jónsdóttur frá Lambey í Fljótshlíð. Fé Verk Gunnhildar Þórunnar. www.gilbert.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.