Helgafell - 01.05.1945, Page 80
MINNING
JÓNASAR HALL-
GRÍMSSONAR
A fyrsta þingi íslenzkra listamanna haustið
1942, var tekin ákvörðun um að kveðja næsta
þing til fundar 26. maí 1945, er þá eru hundr-
að ár liðin frá dauða Jónasar Hallgrímssonar.
Þannig verður Listamannaþingið, sem nú
kemur saman, með vissum hætti bundið nafni
hans og helgað honum.
I inngangsgrein þessa heftis af Helgafelli
er farið nokkrum orðum um þann veg og
vanda, sem minmngm um þetta ástsælasta skáld
Islands leggur þeim mönnum á herðar, senj
kvaddir hafa verið til þjónustu við list og feg-
urð. Sérstaklega munu rithöfundar vorir og
skáld telja sig skuld-
bundna Jónasi Hall-
grímssyni, því að á hans
máli hefur fegurst verið
ort og ritað síðustu hundrað árin. En raunar
er öll vor menning í svo stcrkum tengslum
við ævi og starf Jónasar, að hverjum þcim,
er lætur sig varða særnd vora og heiður, mun
þykja nokkru skipta, að þctta Listamanna-
þing megi spegla með vcrðugum hætti ást
þjóðarinnar á minningu hans.
Því miður hefur svo illa tekizt til í vetur,
að nokkrir félagsmenn í rithöfundadeild
Bandalagsins hafa talið sér þörf á að slíta sam-
starfi sínu við stéttarbræður sína þar, og hafa
síðan stofnað nýtt rithöfundafélag, sem starf-
ar utan samtaka íslenzkra listamanna. Þessi
sundrung verður ekki gerð að umtalsefni hér,
cnda liggja tildrög hennar naumast Ijóst fyrir,
en þó að slíkir misbrestir í sambúð listamanna
innbyrðis séu mjög óæskjlegir og lítt vænlegir
til að styrkja aðstöðu þeirra í menningarlífi þjóð-
arinnar, þá má samt ekki gera meira úr þcim
en efni standa til. Ekkert er í rauninni eðlilegra
cn að nokkurra árekstra verði vart í félags-
skap manna, sem eru að hætti listamanna
næsta sundurleitir að skapferli og lífsskoðun-
um, þó að þeir annars eigi sér sama menningar-
takmark. En þar scm bæði hið nýja og gamla
rithöfundafélag á hinu mesta ágætisfólki á að
skipa, ætti að mega gera ráð fyrir því, að
sundrung sú, sem upp hefur komið, jafni sig
fyrr en sfðar, og heillavænlegt samstarf á
grundvelli drengilegs skilnings geti brátt hafizt
með öllum ábyrgum rithöfundum.
Því er ekki að leyna, að nokkurs ótta hefur
gætt meðal listamanna um það, að atburðirnir í
rithöfundafélagiríu mundu til bess fallnir að
veikja Listamannaþingið og draga úr árangri
þess. En Bandalagið, sem að þinginu stendur,
T 1 . niun að sjálfsögðu lfta svo
LISTAMANNA- , . , 1 , . 5 , .
ÞINGIÐ OG a’ að Pctta PinS se fyrst °S
r . , ,, . T. 7 fremst mót allra þeirra
LISTAMANNA- r
nFIIIIR manna, sem gegna list-
rænni köllun, og ekki
geti komið til rnála að láta hégómlegan ágrein-
ing komast upp á milli iðkenda listarinnar
og þcirrar samkomu, sem til cr stofnað af
virðingu við Jónas Hallgrimsson. Til árétt-
ingar þessu sjónarmiði hefur Bandalagið kjör-
ið Davíð Stefánsson til forseta þingsins, jafnt
fyrir það þó að hann sé nú ekki lengur félagi
í rithöfundadeild þess.
Áreiðanlega mun ákvörðun Bandalagsins
mælast vel fyrir, enda má segja að Davíð