Morgunblaðið - 09.08.2012, Page 4

Morgunblaðið - 09.08.2012, Page 4
4 finnur.is 9. ágúst 2012 Hver þekkir ekki það ergjandi ans- ans ólán að brjóta blýið í blýant- inum, einmitt þá er leikar standa sem hæst í skriftunum? Það getur ært óstöðugan og rúmlega það. Ljóst má því vera að höggmynda- list sú sem Japaninn Toshiyuki Yamazaki hefur lagt fyrir sig hent- ar ekki öllum. Því þeir sem eiga bágt með að skrifa með blýanti án þess að brjóta oddinn eiga líklega engan séns í að takast það sem hann gerir. Yamazaki heggur nefnilega út í blýantsodda, jafnt tréblýanta sem skrúfblýanta. Óþarft er að hafa fleiri orð um list hans – myndirnar segja það allt. Japanskur listamaður heggur út í blý Skúlptúrgerð fyrir lengra komna Yamazaki fer jafnlétt með lat- neska bókstafi og japanska. Meira að segja kínverskir eru honum leikur einn. Smáræði til heiður AFP- fréttastof- unni í Tók- ýó. AFP og Tókýó, ger- ið svo vel. Latneska stafrófið eins og það leggur sig - ekki nema það þó. Lykillinn að listinni? Þolinmæði og vand- virkni, án nokkurs vafa. Flestir fengju fljótlega fyrir hjartað ef þeir reyndu við annað eins... en ekki Yamazaki. Blýkeðja sem telur 23 hlekki. Ekki þarf að koma á óvart að þetta er heimsmet. AFP Söngfuglinn Kristjana Stefánsdóttir býður til tónlistarveislu í Hörpu í tilefni Hinsegin daga. Tónleikarnir eru á föstudag og mun Kristjana þar gera góð skil ýmsum hinsegin jöfrum söngleikja- og djasstónlistar. Á dag- skránni eru m.a. Bernstein, Porter, Sond- heim og Wainwright. Árni Heimir Ingólfsson fræðir tónleikagesti um söguna á bak við söngverkin. Þriðjudagur: Sellufundur með Bergi Þór Ingólfssyni leikara og Halldóru Geirharðs- dóttur leikkonu á Kaffismiðjunni. Rætt um komandi trúðasýningar á Jesú litla í Borg- arleikhúsinu fyrir næstu jól og ýmislegt ann- að. Sund með dóttur minni um kvöldið. Miðvikudagur: Klára að skrifa út síðustu út- setningar fyrir Hinsegin-Hörputónleikana. Ferð plottuð með dóttur minni á Patreks- fjörð um verslunarmannahelgina. Kósý kvöldstund ásamt Kristínu vinkonu og Lóu minni. Fimmtudagur: Annar fundur með Bergi og Dóru um morguninn. Habba vinkona heim- sótt eftir hádegið. Æfing með Tomma Jóns píanóleikara fyrir Hinsegin Jazz og söngur fyrir útför æfður með frábærum stórsöngv- urum og vinum. Föstudagur: Söngur í fallegri útför í Foss- vogskirkju og erfidrykkja í Perlunni og svo heim að pakka. Brunað af stað á Patreks- fjörð ásamt Gísla vini mínum og Lóu dóttur minni. Lentum fyrir vestan um nóttina og tók húsráðandi á móti okkur með glænýjum ís- lenskum aðalbláberjum, sykri og rjóma. Laugardagur: Farið með frábæru fólki á sjóstöng á Patreksfirði. Veiddum tólf þorska og eina ýsu. Grillaðar kótelettur um kvöldið með besta kryddsmjöri sem ég hef smakkað. Spilað á ukulele, sungið og spáð í Tarotspil. Sunnudagur: Göngutúr um Patreksfjörð. Sund- laugin á staðnum heiðruð og svo matarboð þar sem fengur gærdagsins var á borðum. Grillaður og ofnbakaður þorskur og aðalbláber með rjóma í eftirrétt. Trúnó og kósýheit. Mánudagur: Lóa fór í sjóræningjaskólann á Pat- reksfirði ásamt vinkonu sinni og útskrifuðust þær með stæl. Svo heimferð sem tók allan daginn. Mætt í 101 Reykjavík rétt undir miðnættið. Ansi góð vika að baki. ai@mbl.is VIKA Í LÍFI KRISTJÖNU STEFÁNSDÓTTUR Glæný bláber, sykur og rjómi ’Ǵlæný íslensk aðalbláber, sykur og rjómi. Morgunblaðið/ Styrmir Kári ’Śpilað á ukulele, sungið og spáð í Tarotspil. AF HVERJU EKKI AÐ FÁ MEIRA FYRIR MINNA? Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Pípulagnahreinsir Perfect Jet Síuhreinsihaus Stuðningssæti U.V. Áburður fyrir lok Glasabakki Yfirborðshreinsir fyir skel FituhreinsirFroðueyðir Síuhreinsir 3499,- 1249,- 2899,- 2899,-2999,- 3299,- 3499,- 4499,- 1999,- *Öll verð eru m/vsk og birt án ábyrgðar Úrval fylgihluta fyrir heita potta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.