Morgunblaðið - 18.09.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.09.2012, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 8. S E P T E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  218. tölublað  100. árgangur  MARKVÖRÐURINN VILL TRYGGJA EM-SÆTIÐ Í ÓSLÓ NÝTT BÍLABLAÐ Á ÞRIÐJUDÖGUM HEIÐRAR SÖNGKONUR STRÍÐSÁRANNA BÍLAR 8 SÍÐUR KRISTJANA SKÚLADÓTTIR 3090. LANDSLEIKUR ÞÓRU ÍÞRÓTTIR Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Brjóti ríkisstjórnin það samkomulag sem hún gerði við formenn stjórnar- andstöðuflokkanna í sumar gæti það haft töluverð áhrif á samskipti stjórnar og stjórnarandstöðu í vetur og jafnvel í viðræðum flokkanna eftir kosningar næsta vor. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ummæli Steingríms J. Sigfús- sonar, atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra, um að niðurstaða trúnað- armannahóps stjórnmálaflokkanna í vinnu við frumvarp um stjórn fisk- veiða sé ekki bindandi sýna það fyrst og fremst að ríkisstjórnarflokkunum sé ekki treystandi. „Ef samkomulagið er svikið hlýtur það að hafa áhrif á alla framtíðar- möguleika á samkomulagi við for- ystumenn ríkisstjórnarinnar, bæði fyrir og eftir kosningar.“ Þrátt fyrir afstöðu forystumanna ríkisstjórnar- innar segir Sigmundur marga stjórnarliða vilja halda samkomulag- ið. Vanvirðing við vinnuna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lítur á brot á samkomulaginu sem vanvirðingu við þá vinnu sem unnin hefur verið frá því samkomulagið var gert 18. júní í sumar. „Þetta er í raun óskiljanleg afstaða nema hvað það snertir að það virðist vera ríkur vilji að hafa sem flest ágreiningsefni hjá stjórnar- flokkunum. Mér finnst eins og menn hafi verið hafðir að fífli.“ Samningsbrot gæti haft áhrif á stjórnarmyndunarviðræður  Stjórnarflokkum ekki treystandi  Ríkur vilji að hafa sem flest ágreiningsefni MEnn eitt samkomulagið » 15 Karlmaðurinn sem slasaðist alvar- lega þegar sprenging varð í íbúð hans í Ofanleiti í Reykjavík á sunnudag er látinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu lést maðurinn á gjörgæsludeild Landspítalans síð- degis í gær. Maðurinn var á fer- tugsaldri. Sprengingin varð um kl. 11 á sunnudagsmorgun og hefur lög- regla upplýst að um gassprengingu hafi verið að ræða í íbúðinni. Þar fannst ellefu kílóa gaskútur og seg- ir lögregla ljóst að gas hafi lekið úr kútnum í nokkurn tíma áður en sprengingin varð, en illa var lokað fyrir krana á kútnum. Lést af völdum sprengingarinnar Haustið er nú alltumlykjandi og gætir þess bæði í veðrinu og litbrigðum náttúrunnar. Á höfuðborgarsvæðinu spáir björtu en svölu veðri í dag og á morgun en fyrir norðan spáir strekkingi af norðvestri í dag með dálítilli rigningu á láglendi en slyddu annars. Hlaupið inn í haustið Morgunblaðið/Ómar Guðni Einarsson Hörður Ægisson Þrátt fyrir að Ísland hafi færst nær því að vera heppilegur aðili að evr- ópska myntsvæðinu þá er Ísland hins vegar enn í þeim hópi Evr- ópuríkja sem minnstan ábata hefðu af slíkri aðild, ásamt ríkjum á borð við Noreg, Bretland og jaðarríki evrusvæðisins. Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðal- hagfræðings Seðlabankans, þegar hann kynnti skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum í gær. Ritið er upp á 622 bls. og þar eru m.a. skoðaðir kostir þess og gallar að leggja af krónuna og taka upp evru. Einnig kostir og gallar aðildar að öðrum myntsvæðum með einum eða öðrum hætti. „Ekki verða á þessu stigi dregn- ar einhlítar niðurstöður um það hvaða leið er best fyrir Íslendinga í gjaldmiðils- og gengismálum,“ skrifar Már Guðmundsson, seðla- bankastjóri, í skýrslunni. Hann seg- ir að ein af ástæðum þess að erfitt sé að komast að einhlítri niðurstöðu um hvaða kost Íslendingar ættu að velja í gjaldmiðils- og gengismálum sé óvissa um hvernig þeim tveim kostum sem helst virðast koma til greina reiði af á næstunni. Þeir eru annars vegar endurbætt umgjörð um krónuna og losun hafta og hins vegar aðild að ESB og evrusvæð- inu. »12 Óvíst hvaða leið er best  Skoðun Seðlabankans á valkostum Íslands í gjald- miðils- og gengismálum leiðir ekki til einhlítrar niðurstöðu létt&laggott Slitastjórn Landsbanka Ís- lands hf. hefur gengið frá sölu á allri hlutafjár- eign félagsins í móðurfélagi bresku versl- unarkeðjunnar Hamleys. Um er að ræða 65% hlut í félaginu, sem áð- ur var í eigu Baugs, en hefur nú verið seldur franska félaginu Groupe Ludendo. Söluverðið er um 60 milljónir punda, eða um 11,8 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá slitastjórn LBI hf. kemur fram að hún hafi sam- þykkt söluna eftir að hafa meðal annars fengið óháð sanngirnismat fjárfestingabankans Bank of Am- erica Merrill Lynch á söluverði og skilmálum viðskiptanna. Hamleys seld fyrir 11,8 milljarða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip í gærkvöldi til aðgerða í Hafnarfirði og Mosfellsbæ gegn liðsmönnum mótorhjólagengja. Nokkrir voru handteknir í að- gerðunum og eins mun hafa verið lagt hald á vopn, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Lögðu hald á vopn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.