Morgunblaðið - 18.09.2012, Page 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við dvöldum í tvær vikur íChamonix þar sem viðnýttum öll tækifæri tilþess að klípa í kletta og
brölta á fjöll. Brevent, Flegere og
Montenvers voru helstu staðirnir
sem við klifruðum á en einnig fórum
við í Via Ferrata-göngu, einskonar
spássitúr í hinn fagra Couvercle-
skála þar sem útsýnið yfir Les Gran-
des Jorasses og Mer de Glace er
magnað,“ segir Heiða Jónsdóttir en
hún er nýkomin heim úr fjallaklif-
urferð sem hún fór í til Frakklands
ásamt tveimur vinkonum sínum,
þeim Sigríði Sif Gylfadóttur og
Sveinborgu Hlíf Gunnarsdóttur.
„Þessi klifuráhugi okkar kviknaði
þegar við gengum til liðs við Flug-
björgunarsveitina í Reykjavík þar
sem við þrjár kynntumst. Tvær okk-
ar hafa verið þar undanfarin tíu ár
og við sjáum nú um nýliðaþjálfunina,
en sú þriðja er tiltölulega nýbyrjuð í
flugbjörgunarsveitinni.“
Einar og óstuddar
Heiða segir að ástæðan fyrir því
að að þær fóru í þessa ferð hafi verið
sú að þær langaði að fara út fyrir
landsteinana til að öðlast meiri
reynslu og þekkingu í klifri. „Tvær
okkar fóru með hópi úr flugbjörg-
unarsveitinni í slíka ferð í fyrra og
þá kemst maður á bragðið og langar
í meira. Okkur langaði til að takast á
við þetta einar og óstuddar í þetta
skiptið og vorum allan tímann á eig-
in vegum í klifrinu. Við héldum til í
frönsku Ölpunum og gistum þar á
hosteli. Upphaflega planið var að
fara á Mont Blanc en það var svo
Þær klípa í kletta
og brölta á fjöll
Þær vita fátt skemmtilegra en fjallamennsku í fögru umhverfi og í góðum fé-
lagsskap. Þær brugðu sér í frönsku Alpana fyrir skemmstu til að bæta við sig
reynslu og þekkingu í Alpaklifri. Þær klifruðu hvern dag og eru alsælar.
Svalt Heiða á svæðinu Flegere, leiðin heitir Asia og er fjögurra spanna leið.
Nafnið á Pinterest-síðu dagsins er
dálítið broslegt en á henni má finna
uppskriftir að ýmiss konar hollustu.
Ein uppskriftin er að kínóakonfekti
sem er fljótlegt í undirbúningi.
Ágætis viðbit eða sem sætindi með
kaffibollanum.
Kínóakonfekt
1 bolli kínóa
½ bolli hnetusmjör
3-4 msk agavesíróp
1 msk saxaðar hnetur
1 tsk vanilluessens
Aðferð
Blandið saman hnetusmjöri,
agavesírópi og vanillu. Ef blandan er
of hörð má hita hana á vægum hita.
Bætið síðan kínóa og hnetum sam-
an við og hrærið. Geymið í ísskáp í
korter og rúllið síðan deiginu í 12
bita sem síðan eru settir aftur í ís-
skápinn í korter. Ef vill má síðan
húða molana með góðu dökku
súkkulaði.
Vefsíðan www.pinterest.com/sheenams85/healthy-shit
Kínóa Nota má kornið í ýmislegt, t.d. í góða konfektmola með kaffinu.
Kínóakonfekt með kaffinu
Flensborgarhlaupið fer fram laugar-
daginn 29. september næstkomandi
og hefst kl. 12.00.
Vegalengdir eru 10 km með tíma-
töku og 3 km skemmtiskokk án tíma-
töku. Hlaupið verður ræst frá Flens-
borgarskólanum og er hlaupaleiðin
einföld og þægileg, farið fram og til
baka í átt að Kaldárseli. Forskráning
er á hlaup.com til miðnættis föstu-
daginn 28. september en inni á vef-
síðunni má einnig sjá kort af leiðinni
og fá nánari upplýsingar.
Flensborgarskólinn skipuleggur
hlaupið í samstarfi við Skokkhóp
Hauka og Hlaupahóp FH.
Endilega…
…hlaupið í
Hafnarfirði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hlauparar Sprett úr spori.
Framundan er hjólaráðstefnan Hjól-
um til framtíðar 2012; rannsóknir og
reynsla. Í ár verður lögð áhersla á það
sem efst er á baugi í heimi hjólavís-
indanna og reynslu þeirra sem hafa
eflt hjólreiðar í sínu nærumhverfi.
Til landsins koma virtir vísinda-
menn með fyrirlestra, m.a. frá Bret-
landi og Finnlandi. Einnig verða inn-
lendar hjólatengdar rannsóknar-
niðurstöður og rannsóknir kynntar
auk þess sem farið verður yfir
reynslu einstaklinga, fyrirtækja og
sveitarfélaga af eflingu hjólreiða.
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri
og dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor
HR, munu ávarpa ráðstefnuna. Þor-
steinn Hermannsson samgöngu-
verkfræðingur verður fundarstjóri
dagsins.
Ráðstefnan er samvinna fjöl-
margra aðila, Hjólafærni á Íslandi og
Landssamtök hjólreiðamanna vinna
ráðstefnuna í góðri samvinnu við
Reykjavíkurborg, Vegagerðina, land-
læknisembættið, Háskóla Íslands,
Háskólann í Reykjavík og fleiri góða
aðila. Ráðstefnan í ár verður haldin í
Iðnó 21. september frá kl. 9-17.
Hjólum til framtíðar 2012; rannsóknir og reynsla
Virtir vísindamenn halda
fyrirlestra á hjólaráðstefnu
Morgunblaðið/Ómar
Hjólreiðar Hjólreiðakappar á ferð í fallegu veðri við Gróttu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Heildarlausnir í hreinlætisvörum
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700
Hafðu samband og fáðu tilboð
sími 520 7700 eða sendu línu
á raestivorur@raestivorur.is
raestivorur.is
Við erum með lausnina fyrir þig
Sjáum um að birgðastaða hreinlætis-
og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki.
Hagræðing og þægindi fyrir stór og
lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir.
Viltu halda fjárhagsáætlun –
líka þegar kemur að hreinlætisvörum?