Morgunblaðið - 18.09.2012, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.09.2012, Qupperneq 11
Hamingja Eftir fyrsta klifurdaginn í Montenvers. F.v. Sigga Sif, Sveinborg og Heiða. Mer de Glace-jökullinn í bak- sýn en þær gengu niður hann frá Couvercle-skálanum nokkrum dögum seinna. mikil snjókoma, alveg niður í átján hundruð metra en tindurinn er fjög- ur þúsund og átta hundruð metra hár. Af þessum ástæðum var snjó- flóðahætta og allar ferðir þangað upp lágu niðri. Við klifruðum þess í stað fjölfarnar leiðir þar sem hægt er að fara tólf til fimmtán spannir en við héldum okkur í sex spönnum. En þegar klifrað er upp með línu þá er ein línulengd kölluð ein spönn, eða um sextíu metrar.“ Draumur í klifurparadís Þær voru samfleytt í tvær vikur í Ölpunum og klifruðu á hverjum degi í átta til tíu tíma. „Chamonix er lítill bær alveg við rætur Mont Blanc og ein okkar hefur verið þarna oft á skíðum og ég var þarna eitt sumar. Þetta er sælureitur, lítill dalur um- vafinn fjöllum og það er hægt að taka lyftu upp í tvö þúsund metra hæð og klifra svo út frá því. Við vor- um í svokölluðu boltaklifri en þá festum við línuna í bolta. Við völdum okkur leiðir við hæfi og þurftum líka að passa að vera komnar aftur að lyftunni fyrir síðustu ferð niður í lok dags, en við misstum einmitt nokkr- um sinum af henni og þurftum að ganga niður stíga. Við lítum á klifrið sem fjallamennsku og það er algjör draumur að komast þarna út í þessa klifurparadís, því hér heima eru örfáar slíkar leiðir og mjög erfiðar. Bergið úti í Frakklandi er líka miklu þéttara en hér heima og þetta þorp, Chamonix, er Mekka fjallamennsku. Þarna er aðalháfjallaleiðsögu- mannaskólinn og þarna er mjög mik- il fjallaferðamennska og ótrúlega mikið af fólki. Þetta var rosalega gaman,“ segir Heiða og bætir við að hún verði að viðurkenna að þetta mætti kannski túlka sem fíkn enda eru þær strax farnar að velta fyrir sér hvenær þær komist í næstu ferð. Klifur Heiða að klifra á Brevent-svæðinu, stuttu seinna fór að rigna og þær misstu af síðasta kláfnum og þurftu að labba niður í bæ, 1.500 m lækkun. Rölt upp á Montenvers Sigga Sif og Heiða, alsælar að koma úr tveggja daga spássitúr eða Via Ferrata-göngunni í hinn fagra Couvercle. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012 TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í 16 ÁR HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14 VIÐ EIGUM 16 ÁRA AFMÆLI FULLT AF FLOTTUM TILBOÐUM FRÍAR SJÓNMÆLINGAR ÞRIÐJUDAG TIL FÖSTUDAGS VERIÐ VELKOMIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.