Morgunblaðið - 18.09.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.09.2012, Blaðsíða 15
RARIK hefur ákveðið að við upp- byggingu raforkukerfisins í Mývatns- sveit verði nánast öll línan lögð í jarð- streng. Gríðarlegt tjón varð á dreifikerfinu í ísingarverðri í síðustu viku og segir Tryggvi Þór Haralds- son, forstjóri RARIK, að byggja þurfi kerfið í Mývatnssveit upp frá grunni. „Það liggur fyrir að það þarf að endurnýja dreifikerfið í Mývatns- sveit, nánast eins og það leggur sig. Við byrjum á því á þessu ári, en ger- um ekki ráð fyrir að því verði lokið fyrr en á næsta ári, en við erum að tala um að taka nánast allt kerfið í Mývatnssveit í jörð,“ segir Tryggvi. Búið er að leggja um 10 km af jarð- strengjum ofan jarðar til bráða- birgða, en fyrirhugað er að leggja um 20 km af jarðstrengjum þegar búið er að byggja upp allt kerfið að nýju. Tryggvi segir ekki gott að treysta á þessa bráðabirgðaviðgerð lengi, enda sé kerfið ekki löglegt eins og það er núna. Þetta sé neyðarráðstöfun. Menn muni því hraða viðgerð eins og nokkur er kostur. Tryggvi segir að áður en fram- kvæmdir við jarðstreng geti hafist þurfi að ræða við landeigendur og Vegagerðina og semja við verktaka. Ódýrara að nota jarðstrengi í lágri spennu „Það er alveg gjörólíkt hvort við er- um að tala um háspennulínur eða dreifilínur. Við erum að vinna á 11 kílóvatta spennu og það er ódýrara að leggja jarðstrengi en að byggja línur, þar sem hægt er að koma við plæg- ingu eða tiltölulega litlum greftri. Þegar verið er að tala um stóru lín- urnar eins og hjá Landsneti þá snýst þetta alveg við. Þar er margfaldur kostnaður að setja í jarðstrengi. Það er ekki hægt að bera það saman,“ seg- ir Tryggvi. Tryggvi segir að dreifikerfið í Mý- vatnssveit hafi verið komið á tíma og fyrirhugað hafi verið að endurnýja það innan átta ára. Línan hafi verið lögð með höndunum á sínum tíma og því ekki hægt að koma tækjum alls staðar við, en línan liggur að hluta yfir hraun. RARIK telur að tjón fyrirtækisins í veðrinu sé 150-200 milljónir. Tryggvi segir að á móti komi að menn séu að ráðast í endurbyggingu á línu sem hafi átt að endurnýja á næstu árum. egol@mbl.is Kerfið fari nánast allt í jarðstreng  Endurnýja þarf dreifikerfið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Óveður Mikið tjón varð á dreifikerf- inu í Mývatnssveit í síðustu viku. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012 Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, von- ar að ríkisstjórnin haldi ekki áfram á þeirri braut að svíkja þau samkomu- lög sem hún hefur gert. „Það var ekki að ástæðulausu að við fórum fram á að samkomulagið um afgreiðslu og meðferð sjávarútvegsfrumvarpanna frá því í sumar yrði skriflegt. Af fyrri reynslu töldum við það nauðsynlegt,“ segir Sigmundur sem vonar að sam- komulagið frá því í sumar haldi. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra, lét nýlega þau ummæli falla að niður- staða trúnaðarmannahóps stjórn- málaflokkanna um stjórn fiskveiða væri ekki bindandi við endurskoðun fiskveiðifrumvarpsins þar sem ekki náðist heildarsamkomulag innan hópsins en hópurinn starfaði á grundvelli samkomulagsins frá því í sumar. Hvergi minnst á heildarsamkomulag „Það var samið um nokkur atriði í sumar sem ég lít svo á að menn séu bundnir af, m.a. um að náist sam- komulag á vettvangi trúnaðar- mannahópsins muni það verða lagt til grundvallar framlagningu frumvarps um stjórn fiskveiða af hálfu stjórn- arflokkanna á þinginu núna í haust og undir það rituðu Steingrímur og Jóhanna,“ segir Sigmundur sem bætir því við að tilgangur trúnaðarmannahópsins hafi verið að ná samkomulagi um þau atriði sem hægt var. „Annars á ég eftir að sjá það hvort ríkisstjórnin leggi í að svíkja þetta samkomulag. Það vekur að vísu ugg að hún er nýbúin að svíkja skriflegt samkomulag við aðila vinnumarkaðarins með hækkun á tryggingargjaldinu.“ Í yfirlýsingunni frá því í sumar er hvergi tekið fram að heildarsam- komulag þurfi að liggja fyrir. Átti að fækka ágreiningsefnum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Sigmundi og vonar að sam- komulagið haldi en að sögn Bjarna fór aldrei milli mála að í samkomu- laginu sem gert var við ríkisstjórnar- flokkana í sumar var ætlunin að fækka ágreiningsefnum, ekki að ná heildarsamkomulagi um alla hluti. „Það er mjög undarlegt ef Stein- grímur vill ekki hafa niðurstöðu trún- aðarnefndarinnar sem grundvöll fyr- ir framhald málsins. Það hefði verið miklu heiðarlegra af honum að segja það þá strax í upphafi að ef ekki tæk- ist heildarsamkomulag um þær áherslur sem hann leggur mestan þunga á, væri til einskis að setjast niður,“ segir Bjarni en hann segir það vera synd að leggja fyrir róða vinnu sem unnin var í samvinnu við fulltrúa stjórnarflokkanna í atvinnu- veganefnd. „Þegar samkomulagið var gert þá var það sjónarmið sem átti stuðning hjá stjórnarflokkunum. Það er því verið að kasta frá sér tækifæri til að gera breytingar á málinu sem góð sátt gæti náðst um.“ Ummæli Steingríms koma því nokkuð á óvart að sögn Bjarna en hann vill ekki svara því hvort Sjálf- stæðisflokkurinn beiti málþófi gegn frumvarpinu. „Við munum halda áfram að halda okkar sjónarmiði á lofti að það sé óskynsamlegt að gera breytingar sem leiða til óhagkvæmr- ar stýringar.“ Enn eitt samkomulagið svikið  Steingrímur segir samkomulag frá því í sumar ekki bindandi þar sem ekki náðist heildarsamkomulag  Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja ætlunina hafa verið að fækka ágreiningsatriðum Bjarni Benediktsson Sigmundur D. Gunnlaugsson Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 17. september 2012, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. september 2012 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 17. september 2012, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 18. september 2012 Tollstjóri Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Eitthvað hefur hugurinn reikað í heimahagana hjá ástralska ferða- manninum sem varð fyrir því óláni að lenda í árekstri við annan bíl á Eg- ilsstöðum í gær þar sem hann ók vinstra megin á veginum eins og ástralskra er siður. Engin alvarleg slys urðu á fólki en báðir bílarnir skemmdust töluvert. Óhappið varð við þéttbýlismörkin á Egilsstöðum en að sögn lögreglu á staðnum voru það skjót viðbrögð bílstjórans sem keyrði á réttum veghelmingi sem urðu til þess að áreksturinn varð ekki harð- ari en raun bar vitni því þeim bíl- stjóranum tókst með snarræði að sveigja frá ástralska bílstjóranum. Vanur vinstri umferð og lenti í árekstri Dýr komu nokk- uð við sögu hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu í gær. Um kl. 15 var lögreglan kölluð að húsi við Suð- urhóla vegna hunds sem beit annan hund. Þá var óskað eftir lögreglu að húsi í Vogahverfinu í gær en þar var full íbúð af köttum en íbúi fjar- verandi, segir í tilkynningu lög- reglunnar. Lögregla hafði afskipti af hundum og köttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.