Morgunblaðið - 18.09.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Dagblað alþýðunnar, málgagn stjórnvalda í Kína, segir að
til greina komi að beita viðskiptalegum refsiaðgerðum
gegn Japan vegna deilnanna um óbyggðar smáeyjar sem
bæði ríkin gera tilkall til, segir í frétt Dagens Nyheter.
Kínverska blaðið viðurkennir að um sé að ræða „tvíeggjað
sverð“ en verði slíkum refsingum beitt muni þær valda
Japan búsifjum næstu 20 árin. Fjölmenn og oft ofbeldis-
full mótmæli hafa verið í Kína vegna þess að japanska
stjórnin hefur keypt þrjár eyjanna sem voru í einkaeigu.
Með kaupunum vilja Japanar leggja áherslu á tilkallið
en Kínverjar sendu í liðinni viku sex her- og varðskip til
eyjanna án þess þó að setja lið á land. Eyjaklasinn, Sen-
kaku á japönsku en Diaoyu á kínversku, er á Austur-
Kínahafi, við hann eru gjöful fiskimið en einnig er talið að
á hafsbotni við hann sé olía og gas.
Deilan um yfirráðin veldur miklum áhyggjum. Kína og
Japan eru annað og þriðja stærsta hagkerfi heims og fari
mótmælin úr böndunum gæti það haft alvarlegar afleið-
ingar. Upprifjun á glæpum Japana þegar þeir hernámu
stóran hluta Kína í seinni heimsstyrjöld hefur reynst vatn
á myllu þjóðernissinna í Kína er krefjast aðgerða.
Bandaríkjamenn taka ekki beina afstöðu í deilunni um
eyjarnar en Leon Panetta varnarmálaráðherra hvatti
stjórnvöld beggja ríkja í gær til að finna lausn. Panetta er
staddur í Tókýó en hyggst síðar í vikunni halda til Peking.
Hann varaði við því að „mistúlkun hjá öðrum hvorum að-
ilanum“ gæti leitt til átaka.
Hóta Japan refsiaðgerðum
Dagblað alþýðunnar í Peking herskátt vegna deilna um eyjaklasa á A-Kínahafi
Ráðist á fyrirtæki
» Skemmdarverk hafa verið
unnin á fyrirtækjum í eigu Jap-
ana í Kína og ráðist á bíla,
framleidda í Japan.
» Panasonic og Canon hafa
stöðvað framleiðslu sína á
nokkrum stöðum í Kína tíma-
bundið eftir að kveikt var í
einni verksmiðju Panasonic.
Rússneski geimfarinn Gennadí Padalka veitir aðdá-
anda eiginhandaráritun eftir að hafa lent Sojus-
geimfari sínu í gær nálægt bænum Artalyk í norðan-
verðu Kasakstan. Auk hans voru tveir aðrir í Sojus-
farinu, annar Rússi og Bandaríkjamaður en þeir höfðu
allir dvalist um borð í Alþjóðageimstöðinni, ISS.
AFP
Sojus-geimfar á steppunni í Kasakstan
Lentu heilu og höldnu
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Áfram er ólga meðal múslíma vegna
kvikmyndar um Múhameð spámann,
þar sem gert er lítið úr honum, á
sunnudag féll maður í átökum í Pak-
istan og annar í gær. Einnig voru
mótmæli á Filippseyjum og í Afgan-
istan í gær. Leiðtogi Hizbollah-sam-
takanna í Líbanon, Sheikh Hassan
Nasrallah, hvatti í gær til nýrra mót-
mæla gegn myndinni sem framleidd
var í Bandaríkjunum. Einnig yrði að
þvinga ríkisstjórnir múslímaþjóða til
að tjá Bandaríkjamönnum reiði sína.
Nasrallah sagði myndina vera
„móðgun gegn íslam“ sem ekki ætti
sér fordæmi, hún væri mun verri en
dönsku teikningarnar árið 2005 eða
bók Salmans Rushdies, Söngvar
Satans, 1988. Daily Telegraph hefur
eftir áhrifamiklum klerki í Íran,
Hassan Sanei, að ef dauðadómi,
fatwa, ajatollah Ruhollahs Khomein-
is yfir Rushdie hefði verið framfylgt
1989 myndi áðurnefnd mynd um
Múhameð aldrei hafa verið gerð. Sa-
nei hefur hækkað verðlaunin fyrir að
myrða Rushdie upp í 3,3 milljónir
dollara.
Heimildarmenn New York Times
segja að mótmælin stafi að hluta af
menningarárekstri. Heimtað sé að
bandarísk yfirvöld refsi þeim sem
gerðu myndina enda áherslan á tján-
ingarfrelsi einstaklinga óskiljanleg í
huga flestra araba. Þeir álíti mun al-
varlegra að særa trúartilfinningar
heils hóps, allra múslíma, en ganga á
rétt einstaklings eða jafnvel drepa
hann.
Hizbollah hvetur
til mótmæla
Íranskur klerk-
ur vill láta myrða
Salman Rushdie
AFP
Bræði Traðkað á brúðumynd af
Barack Obama í Pakistan.
Ekkert lát er á átökunum í Sýrlandi
og tíðni alvarlegra mannréttinda-
brota hefur aukist undanfarnar vik-
ur auk þess sem þau verða æ alvar-
legri, að sögn Paulo Sergio
Pinheiros, formanns sérstakrar
rannsóknarnefndar Sameinuðu
þjóðanna. Pinheiro sagði að vitað
væri hverjir bæru ábyrgð á brot-
unum en ekki væri ætlunin að birta
nöfn þeirra opinberlega, m.a. vegna
hugsanlegra dómsmála.
Mohamad Ali Jafari, hershöfðingi
og yfirmaður Byltingarvarðarins,
hersveita á vegum stjórnvalda í Ír-
an, sagði á ráðstefnu í Sviss á sunnu-
dag að úrvalssveit varðarins, Quds,
væri nú í Sýrlandi, segir í frétt Wall
Street Journal. En ráðamenn í Te-
heran fullyrtu í gær að orð Jafaris,
sem íranskar ríkisfréttastofur birtu,
hefðu verið tekin úr samhengi.
Bandaríska blaðið segir íranskan
hershöfðingja hafa þjálfað shabiha,
sjálfboðaliðssveitir Sýrlandsstjórnar
sem hafa verið sakaðar um ýmis
grimmdarverk. kjon@mbl.is
Mannrétt-
indabrotum
fjölgar
Íranskir hermenn
aðstoða Assad
Bretar hafa aflað stuðnings nægi-
lega margra aðildarþjóða Evrópu-
sambandsins til að stöðva áform
framkvæmdastjórnarinnar í
Brussel um þá reglu að minnst
40% fulltrúa í stjórn fyrirtækis
skuli vera konur, að sögn Fin-
ancial Times.
Ríkin níu sem mótmæla segjast
sammála því markmiði að fjölga
konum í stjórnum, þær séu of fá-
ar. En „allar aðgerðir af þessu
tagi ætti að hanna og framkvæma
í hverju þjóðríki fyrir sig“.
Nokkur ESB-ríki, þ. á m. Frakk-
land, Ítalía og Holland, hafa þegar
sett kvótalög af umræddu tagi en
Hollendingar eru sammála Bret-
um um að hvert ríki fyrir sig skuli
taka slíka ákvörðun. kjon@mbl.is
BRETLAND
Gegn ESB-reglugerð
um kynjakvóta
Ríkisstjórn Man-
mohans Singh á
Indlandi hyggst
leyfa erlendum
verslanakeðjum
eins og Tesco og
Walmart að hasla
sér völl í smásölu
í landinu. Stjórn-
arandstaðan,
stéttarfélög og félög kaupmanna
ætla að efna til verkfalla á fimmtu-
dag til að mótmæla þessari ákvörð-
un Singh. kjon@mbl.is
INDLAND
Vill að smásölukeðj-
urnar fái aðgang
Lengi hefur þótt heiður að dokt-
orsgráðu. En að sögn norska Aften-
posten er svo komið að í Þýskalandi
er það ekki endilega talið hag-
kvæmt í atvinnuleit að veifa dokt-
orsprófi. Svonefndir „hausaveið-
arar“, er leita uppi gott starfsfólk
handa fyrirtækjum, segi að sumir
forstjórar óttist unga atvinnuleit-
endur með gráðuna, einnig séu þeir
taldir ólíklegri en aðrir til að laga
sig að aðstæðum. kjon@mbl.is
ÞÝSKALAND
Atvinnuleitendur
fela doktorsgráðuna