Morgunblaðið - 18.09.2012, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012
✝ Rósa Svein-bjarnardóttir
var fædd 26. janúar
1926 á Fremri-
Hálsi í Kjós. Hún
lést 12. sept. 2012.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón-
ína Guðmunds-
dóttir frá
Eyrarbakka, f. 9.
nóvember 1891,
d.18. febrúar 1946,
og Sveinbjörn Jónsson frá Fer-
stiklu í Hvalfirði, f. 11. nóv-
ember 1891, d. 27. júlí 1964.
Systkini hennar voru Guð-
mundur Sveinbjörnsson, f. 1. júlí
1922, d. 4. desember 1925, Odd-
ur G. Sveinbjörnsson, kennari, f.
3. ágúst 1924, d. 5. desember
2004, maki Jóhanna M. Ein-
arsdóttir, og Guðjón Svein-
björnsson, f. 3. desember 1929,
maki Ásta Björnsdóttir. Rósa
giftist 14. júní 1947 Helga Ó.
Einarssyni frá Urriðafossi í
Flóa, bifreiðastjóra á Hreyfli, f.
1. apríl 1908, d. 10. nóvember
1961.
Börn þeirra eru: Jónína, f. 19.
maí 1947, maki Víkingur Sveins-
son, þau eiga tvö börn og fimm
barnabörn. Einar, f. 14 júní
1949, maki Inga S.
Guðmundsdóttir.
Þau eiga tvær dæt-
ur og fjögur barna-
börn. Kolviður
Ragnar, f. 13. jan-
úar 1953, maki
Margret J. Hreins-
dóttir, þau eiga
þrjú börn og tíu
barnabörn. Rósa
ólst upp hjá fjöl-
skyldu sinni, bæði á
Eyrarbakka og í Grímsnesinu,
lengst af á Snæfokstöðum, en sá
staður var henni mjög kær og
naut hún þess mjög að heim-
sækja sveitina sína. Rósa og
Helgi bjuggu lengst af á Soga-
vegi 130 hér í Reykjavík en síðar
bjó hún í Dalalandi 8 í Reykja-
vík. Hún vann ýmis störf svo sem
við afgreiðslu, fiskvinnslu og
lengst í mötuneyti Landvéla í
Kópavogi. Hún var mikil félags-
málamanneskja og var ein af
stofnendum kvenfélags Bú-
staðasóknar og einnig kven-
félags Hreyfils, hún sat í stjórn-
um þessara félaga um árabil.
Rósa verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju þriðjudaginn 18.
september 2012 og hefst athöfn-
in kl. 15.
Kveðja frá börnum
Eftir sólríkt sumar og í kjöl-
far fyrstu haustlægðar lést
móðir okkar áttatíu og sex ára
að aldri. Erfitt er að átta sig á
að þessi kona sem hefur fylgt
okkur alla ævi sé horfin á braut
og komi aldrei til baka.
Við vitum að þetta er einung-
is lífsins gangur og honum verð-
ur ekki breytt þótt alltaf sé erf-
itt að sætta sig við ástvinamissi.
Móðir okkar var ákaflega
sjálfstæð kona með sterkar
skoðanir sem hún var ófeimin
að láta í ljósi hvar og hvenær
sem var. Eftir fráfall pabba stóð
hún ein með okkur ung að aldri
og tókst með ótrúlegum hætti
að sjá fyrir fjölskyldunni.
Skriftir voru eitt af hennar
áhugamálum og eftir hana ligg-
ur fjöldi blaðagreina og smá-
sagna. Svo vel lék henni penni í
hendi að eftir var tekið og var
hún um tíma fengin til að sjá
um morgunorð í útvarpinu.
Í sínum morgunorðum vék
hún sjaldnast að þeim himna-
feðgum enda efasemdamann-
eskja um trúmál. Innihaldið var
samt það sama og finna má í
hinni helgu bók, réttlæti, mann-
gæska og heiðarleiki var það
sem gerði daginn að góðum
degi.
Mamma hafði mikinn áhuga á
bókmenntum og var nóbels-
skáld okkar Halldór Laxnes þar
fremstur í flokki. Kannski má
segja að líkindi hafi verið með
sögupersónunni Bjarti í Sumar-
húsum og móður okkar, það að
sjálfstæðið væri öllu æðra og að
skulda aldrei neinum neitt.
Einn merkasti atburður í
huga hennar var þegar Íslend-
ingar fengu sjálfstæði árið 1944
og hafði hún oft orð á því. Á
þeim tíma var hún ung kona og
hefur það eflaust haft áhrif á
hvað hún hafði sterkar taugar
til Íslands og hvað það var að
vera Íslendingur.
Nú er móðir okkar gengin
lífsgötuna á enda og við hin sitj-
um eftir og getum ekkert annað
því lífið heldur áfram. Samt
verður það erfitt og tekur tíma
að átta sig á að amma Rósa er
ekki lengur til staðar í Dala-
landinu, þar sem fjölskyldan
var vön að koma saman á jólum
og öðrum tyllidögum.
Það kemur upp í hugann
vísukorn sem hraut af vörum
Bjarts í Sumarhúsum þegar
hann kom heim úr fjárleit.
Hjörðin mín er ekki öll,
eingin greini’ eg ljósin:
jörðin þín er freðin fjöll,
fallin eina rósin.
(Halldór K. Laxness.)
Hvíl í friði.
Einar Helgason og systkini.
Á hann leit hún æskuteitu
auga forðum.
Það var kvöld í sveit og hún kvaddi
hann veit ég
kærleiksorðum.
Mitt er þitt og hjá mér áttu heima,
víst skaltu öllum veraldarsorgum
gleyma.
(Halldór Laxness.)
Frú Rósa Sveinbjörnsdóttir,
amma Rósa, bar með sér sorg
og söknuð eftir að afi lést langt
um aldur fram. Hún fann ekki
það traust sem hún hefði þurft á
að halda í trúnni, heldur leitaði
að lífsins tilgangi og svörum í
hinu skrifaða orði og þá allra
helst í þjóðkáldunum okkar.
Sú kunnátta sem amma hafði
á bókum, skáldum og sögum er
bæði sjaldgæf og dýrmæt,
viskubrunnur sem við barna-
börnin leituðum óspart í á
menntaskólaárunum og þar til
nú komu barnabarnabörnin við
hjá henni til að fá svör, bækur
og efni til ritgerðar.
Amma hafði alla tíð gaman af
því að ferðast og að kynnast
nýjum stöðum í góðum hópi
fólks. Eins fannst henni nota-
legt að dveljast í rólegheitum
uppi í bústað, í landinu sem hún
þekkti svo vel og unni með
bræðrum sínum.
Við barnabörnin fundum allt-
af fyrir þeirri virðingu sem
amma naut hjá fólki, bæði sem
höfuð fjölskyldunnar sem og sá
vinnuþjarkur sem hún var. Hún
fann sitt stolt í að vinna fyrir
sér og sínum og þáði ógjarnan
hjálp, en var alltaf reiðubúin að
aðstoða aðra sem áttu um sárt
að binda og var amma ein af
stofnendum Kvenfélags Bú-
staðasóknar. Í Kvenfélaginu
átti hún margar góðar vinkonur
og saman hafa þær veitt mörg-
um konum og fjölskyldum
stuðning og hjálp á erfiðum tím-
um.
Amma hafði sterkar pólitísk-
ar skoðanir og hafði gaman af
því að rökræða á kímilegan hátt
það sem var að gerast í þjóð-
félaginu. Oftar en ekki vann
hún þessar rökræður þar sem
hún vissi yfirleitt mest um efnið
og grundvöllurinn var yfirleitt
sá sami, að í óréttlæti á milli
fólks og kynja, stríði og fátækt
eigum við saman að berjast.
Hugsjónir sem er erfitt að vera
á móti og lýsa svo vel hver hún
var.
Amma Rósa sem hafði alltaf
tíma fyrir okkur og var aldrei á
hraðferð, gjafmild og falleg.
Horfðu
á sjóinn, fjöllin,
svifandi fugla eða fólkið í
kring og skynjaðu fegurðina.
Það er sérstaklega gott að gera
það ef þér leiðist eða líður
illa – þannig verður allt
svo miklu betra.
(Halldór Laxness.)
Megi hún hvíla í friði.
Hrönn Kolviðsdóttir.
Rósa
Sveinbjarnardóttir
✝ Freyja Antons-dóttir fæddist
á Dalvík 11. mars
1924. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Grund 11.
september 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Sólveig
Soffía Hallgríms-
dóttir, f. 27. nóv-
ember 1899, d. 18.
apríl 1934 og Vil-
helm Anton Antonsson, f. 11.
september 1897, d. 5. mars
1985, útgerðarmaður á Dalvík.
Systkini Freyju eru Hall-
grímur, f. 12. apríl 1922, d. 23.
janúar 1996, Pálrún, f. 19. sept-
ember 1925, Petra, f. 4. nóv-
ember 1926, Ingvi Björn, f. 5.
febrúar 1928, d. 16. janúar
1993.
18. apríl 1957 giftist Freyja
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Hafsteini Sigurjónssyni, f. 18.
mars 1925, múrara í Reykjavík.
teinn Már, f. 13. október 1967.
Freyja missti ung móður sína
og ólst upp með systkinum sín-
um að Hrísum í Svarfaðardal
hjá ömmu sinni og föðursystk-
inum. Hún tók gagnfræðapróf
frá Menntaskóla Akureyrar
1941 og starfaði sem gjaldkeri
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á
Dalvík á árunum 1941-1950.
Hún gekk í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur 1945-1946. Freyja
útskrifaðist sem ljósmóðir frá
Ljósmæðraskóla Íslands 1953
og starfaði sem ljósmóðir í
Svarfaðardal og á Dalvík 1954-
1956 og síðan á fæðingardeild
Landspítalans til ársins 1990.
Freyja hafði gaman af fé-
lagsstörfum. Hún var í stjórn
Ungmennafélags Svarfdæla og
Slysavarnadeild kvenna á Dal-
vík, var ritari og í launa-
málanefnd Ljósmæðrafélagsins
og sat í nefndum hjá BSRB og
Samtökum heilbrigðisstétta.
Freyja og Hafsteinn byggðu
sér raðhús í Hvassaleiti í
Reykjavík þar sem þau bjuggu
lengst af en síðustu ár hafa þau
búið að Aflagranda 40.
Útför Freyju verður gerð frá
Áskirkju í dag, 18. september
2012 og hefst athöfnin kl. 13.
Foreldrar hans
voru Sigurjón Jó-
hannesson, f. 18.
janúar 1892, d. 1.
október 1961 og
Ólöf Guðrún Elías-
dóttir, f. 6. ágúst
1897, d. 20. maí
1950. Börn Freyju
og Hafsteins eru:
1) Ólöf Guðrún, f.
25. ágúst 1957,
börn hennar og
Björns G. Jónssonar eru Freyr,
unnusta hans er Tinna Ey-
steinsdóttir, Elín og Tumi. 2)
Sólveig Soffía, f. 22. október
1959, gift Rannveri H. Hann-
essyni, synir þeirra eru Heiðar
Kári, unnusta hans er Vera
Knútsdóttir, Hafsteinn, unnusta
hans er Día Þorfinnsdóttir og
Hannes. 3) Jórunn Ingibjörg, f.
14. október 1960, gift Ólafi
Gísla Magnússyni, sonur þeirra
er Orri, unnusta hans er Erna
Björg Sverrisdóttir. 4) Mar-
Freyja Antonsdóttir, skóla-
systir mín og herbergissystir í
Ljósmæðraskólanum, hefur nú
kvatt okkur. Við voru 12 sem
hófum nám haustið 1952. En
þótt ein þyrfti að fresta námi
um ár vegna veikinda, stóð
hópurinn vel saman og við höf-
um haldið góðum kynnum með
því að koma saman á ýmsum
tímum til að minnast góðra
daga í starfi og leik. Stundum
leyfðum við eiginmönnum okk-
ar að vera með, stundum vorum
við bara einar með okkar „nær-
konutal“, eins og einn orðaði
það. Til dæmis þegar 40 ár
voru liðin frá útskrift, fórum
við 7 úr hópnum til Lúxem-
borgar og Þýskalands.
Sú elsta úr okkar „holli“,
Ólöf Jóhannsdóttir (Olla) skipu-
lagði þessa ferð, því dóttir
hennar og fjölskylda bjó í Lúx.
Yfirleitt var það Olla sem var
duglegust að hóa okkur saman
og var gleðigjafinn. Freyja fór
með til Lúx og mætti alltaf
þegar hún hafði tök á og oft var
glatt á hjalla og gaman að orða-
skiptum hennar og Ollu. Þær
áttu það líka til að dansa sam-
an. En það skiptast á skin og
skúrir því auk Freyju hafa fjór-
ar af skólasystrunum kvatt
þennan heim. Freyja var sann-
kölluð kjarnakona. Hún var vel
gefin og vel heima, bæði í þjóð-
félagsmálum og öðru, svo sem
innan ljósmæðrastéttarinnar.
Freyja vann lengst af á fæðing-
ardeild Landspítalans, var um
tíma deildarljósmóðir þar og
seinna prófdómari við Ljós-
mæðraskólann. Hún vann líka á
Dalvík og í Svarfaðardal sem
umdæmisljósmóðir í eitt og
hálft ár frá 1. febrúar 1954 og
leysti af í mánuð á F-deild á
Akureyri sumarið 1954.
Freyja var yndisleg herberg-
issystir. Hún var mikil hann-
yrðakona og púðarnir sem hún
saumaði út í með silkigarni
voru afar fallegir, en hún saum-
aði nokkra meðan við vorum í
skólanum. Freyja hafði mikla
skapfestu og fylgdi eftir sínum
skoðunum, sem oftast voru á
rökum reistar. Hún tók mikinn
þátt í störfum LMFÍ og um
ævina hefur hún unnið mikið að
félagsmálum á margs konar
vettvangi.
Oft var annasamt hjá þeim
Hafsteini, þegar börnin voru að
alast upp. Bæði hjónin að vinna
utan heimilis, en þau létu þetta
alltaf ganga upp og má segja að
um tíma hafi þau „mæst í dyr-
unum“. Þau komu upp fallegu
heimili með fallegum garði í
Gljúfraseli 13, en nú um skeið
hafa þau hjón búið í Aflagranda
40 og notið þjónustu þar og frá-
bærs útsýnis úr notalegri íbúð.
Elsku Freyja, ég vil þakka
þér alla þína tryggð og vináttu
og Sveinn þakkar fyrir
skemmtilegar umræður og líf-
leg skoðanaskipti. Skólasyst-
urnar Ólöf, Margrét, Elín,
Steinunn, Herdís og Sigrún,
þakka samfylgdina á liðnum ár-
um. Innilegar samúðarkveðjur
sendum við Hafsteini, Ólöfu,
Sólveigu, Jórunni og Marteini
og öllum fjölskyldunum. Guð
blessi minningu Freyju Antons-
dóttur.
Ása Marinósdóttir.
Freyja
Antonsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR Þ. BJARNAR,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnu-
daginn 16. september.
Sigrún I. Sigurðardóttir, Skarphéðinn Þórisson,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristján Jóhannsson,
Dóra Sigurðardóttir, Birgir Þórarinsson,
Egill Þór Sigurðsson, Sigrún Edda Jónsdóttir,
Anna Laufey Sigurðardóttir, Birgir Þórisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Magnússkógum lll,
Dalabyggð,
andaðist laugardaginn 15. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Dagný Ósk Halldórsdóttir, G. Reynir Georgsson,
Anna Berglind Halldórsdóttir, Ólafur Bragi Halldórsson,
Kristín Halldórsdóttir, Árni Sigvaldason,
Sigrún Margrét Halldórsdóttir, Almar Týr Haraldsson
og ömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir,
mágur, tengdasonur og frændi okkar,
STEINGRÍMUR KRISTINN SIGURÐSSON,
Fossvöllum 23,
Húsavík,
lést fimmtudaginn 13. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
María Þórdís Guðmundsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSTHILDUR FRÍÐA SIGURGEIRSDÓTTIR,
lést 5. september í faðmi fjölskyldunnar á
krabbameinsdeild Landspítalans.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Óskar Arnar Hilmarsson, Guðlaug M. Christensen,
Guðmann Reynir Hilmarsson, Hrönn Ægisdóttir,
Salóme Inga Eggertsdóttir,
Eggert Bjarki Eggertsson, Ásta Þórdís Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar,
ELÍSABET EINARSDÓTTIR
frá Kárastöðum,
Þingvallasveit,
er látin.
Ása Jóhannesdóttir,
Ari Jóhannesson,
Einar Jóhannesson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGUNN RAGNA SÆMUNDSDÓTTIR,
Grænumörk 5,
Selfossi,
áður til heimilis
Snæbýli 2,
Skaftártungu,
lést föstudaginn 14. september á Sjúkrahúsi Suðurlands.
Jarðsett verður frá Grafarkirkju í Skaftártungu laugardaginn
22. september kl. 14.00.
Aðstandendur.