Morgunblaðið - 18.09.2012, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.09.2012, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012 Íþróttakonan Rakel Nathalie Kristinsdóttir fæddist 18. sept-ember árið 1992 og er því tvítug í dag. Rakel er í landsliðinu ífimleikum og hefur líka verið sigursæl í hestaíþróttum og unn- ið þar ófáa titlana frá unga aldri. Rakel er sveitastelpa, frá Árbæj- arhjáleigu í Rangárþingi ytra, en fluttist til Reykjavíkur í haust þeg- ar hún hóf nám í lífefna- og sameindalíffræði við Háskóla Íslands. Það eru margir sem halda veglegt partí þegar þeir verða tvítugir en Rakel ætlar að láta það bíða enda enginn tími til partíhalda. „Það er nóg að gera í skólanum og svo er ég að æfa fimleika á fullu. Af- mælisdagurinn fer í að læra eðlisfræði og svo er fimleikaæfing um kvöldið. Ég fæ samt ábyggilega einhverjar heimsóknir. Pabbi er á fjalli og systir mín fyrir norðan en mamma kíkir líklega í heimsókn og vonandi með pakka,“ segir Rakel sposk. Rakel hefur nú búið í Reykjavík í nokkrar vikur og segir það vera ágætt, hún búi nálægt skólanum og hjóli út um allt. Einu sinni í viku fer hún á Selfoss á fimleikaæfingu en æfir annars hjá Stjörnunni í Garðabæ. Eins og er eru hestarnir í haustfríi. „Þegar ég er komin með meiri reglu á þetta kíki ég heim um helgar á bak og eftir ára- mót ætla ég kannski að taka einn til tvo hesta í bæinn,“ segir Rakel. Hún segist ekki geta gert upp á milli hestamennskunnar og fimleik- anna, hvort tveggja sé mjög skemmtilegt. ingveldur@mbl.is Rakel Nathalie Kristinsdóttir er tvítug Tvítug Rakel Nathalie Kristinsdóttir heldur í hestinn Kost á Lands- móti hestamanna sem var haldið í Reykjavík nú í sumar. Hefur engan tíma til að halda partí Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hafnarfjörður Jóel Ingi fæddist 30. desember kl. 7.08. Hann vó 3.765 g og var 52 cm langur. Foreldrar eru Guð- rún Ögmundsdóttir og Ragnar Þór Reynisson. Nýir borgarar Njarðvík Sóley Björk fæddist 18. október kl. 9.17. Hún vó 3.515 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Björk Snorradóttir og Herbert Guðmunds- son. Á rni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, við Túngötu, Bergstaða- stræti og í Norðurmýri, og var í sveit á Móbergi í Langadal. Árni útskrifaðist frá VÍ 1946, var í einkatímum í píanóleik hjá Matthildi Matthíasson, stundaði nám við Tón- listarskólann í Reykjavík og síðar við Tónskóla þjóðkirkjunnar, var í einkatímum í píanóleik hjá Gísla Magnússyni og Rögnvaldi Sigur- jónssyni. Löngu síðar lauk hann kennaraprófi og síðan tónmennta- kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Í bransanum í bænum Árni vann um skeið við logsuðu hjá Ofnasmiðjunni í Reykjavík. Hann hóf sinn tónlistarferil 1945 sem píanóleikari í hljómsveit Björns R. Einarssonar er lék í Listamanna- skálanum og Breiðfirðingabúð. Í hljómsveitinni voru, auk Árna, Björn R. og Guðmundur bróðir hans á trommur, Gunnar Egilson á klar- inett, Axel Kristjánsson á gítar og Haraldur Guðmundsson á trompet. Árni var síðan með eigin hljómsveit í Tjarnarlundi og í Bárunni, var í hljómsveit Svavars Gests um skeið, var með hljómsveit á gamla Röðli á sjötta áratugnum og með hljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum, lék þar með Jan Morávek, og í Tívolígarð- inum, lék með hljómsveit Joses Riba í Silfurtunglinu og í Tjarnarkaffi og lék gömlu dansana með Guðna Guðnasyni, Rúti Hannessyni og Guðmundi Hansen. Árni lék á Naustinu 1964-74, með Morávek og Pétri Urbancic. Hann Árni Ísleifsson djassleikari – 85 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Enn að Árni kemur enn fram opinberlega. Hér er hann á Boston við Laugaveg fyrir tveimur árum. Austfjarðadjassgoðinn Í laxveiði Árni með veiðifélaga sínum, Kristjáni Kristjánssyni heitnum í KK. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.