Morgunblaðið - 18.09.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.09.2012, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Margt verður til þess að færa þér heppni og ákjósanlegar kringumstæður í dag. Ef einhver svarar: Þú vilt ekki vita það, skaltu taka viðkomandi á orðinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú munt rekast óvænt á mann sem kennir þér ýmislegt um virðingu. Láttu hlut- ina ganga smurt heima fyrir, ekki rugga bátn- um of harkalega. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þetta er góður dagur til viðskipta en þið ættuð þó að gæta þess að ofmeta ekki hæfni ykkar. Þú veist að þú átt það til að teygja lopann. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Utanaðkomandi atburðir stuðla að spennu á heimilinu og í samskiptum þínum. Þú þarft að auka fjölbreytnina í lífi þínu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhverra hluta vegna tekst þér ekki að einbeita þér að því sem máli skiptir. Ekki vera með stæla – stattu við orð þín og gjörðir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Varastu að láta aðra ráðskast með líf þitt þótt þeir þykist vita betur. Veltu mál- unum fyrir þér og þegar niðurstaða er fengin berð þú hana fram til sigurs. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að skella þér í leikfimi. Kannski að dagurinn verði einn sá besti í mánuðinum. Aðeins með þrautseigju muntu ná því tak- marki sem þú hefur sett þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert sérlega sannfærandi í dag og átt því auðvelt með að selja bæði hluti og hugmyndir. Athugaðu stöðuna og vittu hvort núverandi fyrirkomulag hentar þér ekki enn um sinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú kemst ekkert áfram á frekj- unni heldur spillir hún bara fyrir þér. Hrintu þeim í burtu sem vilja gleypa þig, því annars áttu á hættu að allt fari í hund og kött. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú verður fyrir smávegis upp- ljómun varðandi sjálfa/n þig eða eitthvað í umhverfinu. Taktu fljótt í taumana ef einhver fer út af sporinu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert skýrari í hausnum þessa dagana en oftast gerist, svo nýttu þér það. Bættu úr misfellunum til þess að lífið geti haldið áfram snurðulaust. Haltu áfram á beinu brautinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ættir að breyta út af vananum á einhvern hátt í dag. Finndu út hvar þú stend- ur tilfinningalega, andlega og líkamlega áður en þú tekur næsta skref. Sveinn Snorrason sendir Vísna-horninu skemmtilegt og fróð- legt bréf: „Mér finnst mér bera skylda til þess að andmæla þeim tilgátum, sem fram hafa komið í Vísnahorni þínu og víðar um höfund vísunnar um þrána eftir og þungann af Lofti. Vísa þessi varð til að gefnu tilefni á stríðsárunum norður á Akureyri. Höfundur vísunnar var snilling- urinn Hjörtur Gíslason, sem þá var starfsmaður KEA, eins og raunar bæði andlögin eða dramatis per- sonae vísunnar. Loftur sigldi nokkr- ar ferðir með Hvassafelli til Fleetwood á stríðsárunum. Hann kenndi mér þá að meta Fritz Kreis- ler og Richard Tauber og færði mér 78 snúninga plötur með þeim snill- ingum. Þau Loftur gengu í hjónaband skömmu eftir að vísan var ort. Stóð þeirra hjónaband með farsæld með- an bæði lifðu, meira en hálfa öld. (Innan sviga sakar ekki að geta þess, að sjálfur vann ég á skrifstofu KEA hálft annað ár 1939-40 og síð- an í sláturhúsi KEA hvert haust sjö næstu sláturtíðir, meðan ég var í MA. Loftur og kona hans voru mér þá sannir vinir. Hjörtur kom dag- lega á kontórinn meðan ég var þar sendiherra. Geislaði þá oft af þeim, Gísla Konráðssyni, Indriða Pálma- syni og Hirti, svo unun var við að vera og njóta. Anný Hjartardóttir tjáði mér í dag, að hún muni það frá fyrstu tíð sem barn, að því hafi verið haldið fram að pabbi hennar væri höf- undur vísunnar og aldrei heyrði hún hann andmæla því, sem ekki er von.) Vísan var því upphaflega hugsuð svona: Þurfti Loft og þráði Loft, þunga af Lofti bar hún. Uppi á lofti, uppí loft undir Lofti var hún. Seinni tíma útfærsla gat því breytzt í almenna hugleiðingu með því að sleppa karlinum Lofti og stóru L-i.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Enn af Lofti og lofti Í klípu „ÞARNA SÉRÐU, ÞETTA ER VÍST EINA LEIÐIN TIL AÐ TRYGGINGASTOFNUN BORGI FYRIR ÞETTA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „TAKTU EINN PRJÓN ÚR Á FJÖGURRA TÍMA FRESTI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...þegar hann spyr hvað þú sért að gera það sem eftir er ævi þinnar. HLAKKARÐU TIL MATAR- TÍMANS? HVERNIG VEISTU? ÞETTA GÆTI NÁTTÚR- LEGA BARA VERIÐ VONDUR DRAUMUR ... ... OG VIÐ VÖKNUM HVAÐ ÚR HVERJU! Víkverji heyrði um árið sögu afbónda einum sem kom aðvífandi á bensínstöð og bað bensíntittinn að fylla tankinn. Rétti hann síðan út peningaseðla fyrir áfyllinguna en í því kom vindhviða sem feykti seðl- unum um allt plan. Bensíntitturinn byrjaði að tína saman seðlana og bóndinn fylgdist með og sagði síðan: „Það borgar sig ekki að treysta veðurspánni!“ x x x Þessi saga rifjaðist upp hjá Vík-verja eftir að hann ákvað að skrá sig á golfmót á dögunum. Veð- urspáin var þokkaleg, tiltölulega hægur vindur og „lítils háttar rign- ing“ eins og stóð í spánni daginn áð- ur. Framan af móti var veðrið í ætt við þessa spá en síðan urðu þáttaskil á himnum. Þeir grétu sem aldrei fyrr og bættu í vindinn svo um mun- aði fyrir golfsveifluna. Á örskots- stundu blotnaði Víkverji í gegn og sá vart úr vindbörðum augunum. En með þrjóskuna að vopni var hring- urinn kláraður, ólíkt því sem margir aðrir kylfingar gerðu, sem gáfust upp þegar á móti blés. Skorið fer hins vegar á reikning Veðurstof- unnar, sem vann sér ekki inn prik þennan daginn með vitlausri veð- urspá. Það var þó huggun harmi gegn að Víkverji fékk ágætis auka- verðlaun á mótinu og gat glatt betri helminginn við heimkomu eftir vot- an og vindasaman dag. x x x Blessuð börnin láta oft einlæg um-mæli falla, sem þau átta sig eðli- lega ekki sjálf á hvað geta verið drepfyndin. Tímaskynið getur einn- ig verið teygjanlegt hjá þeim en Vík- verji heyrði á dögunum af forvitnum ungum dreng sem átti samtal við móður sína. Hann var að velta fyrir sér hvenær hún hefði gerst kennari og samtalið var eitthvað á þessa leið: „Var ég þá fæddur?“ „Nei, nei.“ „En systir mín?“ „Nei, ekki heldur.“ „Voruð þið pabbi þá saman? „Nei, reyndar ekki.“ Þá var drengnum öllum lokið: „Var þetta löngu fyrir Krist, eða?“ víkverji@mbl.is Víkverji En Drottinn er hinn sanni Guð, hann er lifandi Guð og eilífur konungur. Jörðin skelfur fyrir heift hans og þjóð- irnar standast ekki reiði hans. (Jeremía 10:10) www.gilbert.is ELDFJALLAÚRIÐ Frisland Goð „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð- ingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.