Morgunblaðið - 18.09.2012, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012
Kvikmyndin Kóngaglennasló í gegn í Danmörku oghefur hlotið mikið lof ákvikmyndahátíðum víða
um heim. Það er ekki að furða. Sag-
an um líflækni danska konungsins,
sem gerði byltingu í Danmörku,
sagður var í tygjum við drottn-
inguna og á endanum var sjálfum
bylt, er safaríkt efni.
Myndin hefst á því að áhorfand-
inn er kynntur fyrir Karolínu Matt-
hildi, systur Georgs III. Bretakon-
ungs og verðandi eiginkonu
Kristjáns VII. Danakonungs. Hún
er fimmtán ára, hann sautján og ný-
orðinn konungur. Áður en langt um
líður er von á erfingja, en samband
þeirra steytir strax í upphafi á skeri.
Erfiðleikarnir í sambandinu við
drottninguna verða ekki til þess að
auka sjálfstraust konungsins, sem
leitar sér svölunar utan hirðarinnar.
Ekki bætir úr skák að æðstu ráða-
menn nýta sér óöryggi hans til að
ráða því sem þeir vilja ráða og er
efst í huga að stemma stigu við
áhrifum upplýsingarinnar, sem eru
farin að breiðast út í Evrópu.
Konungur ákveður 1768 að halda í
Evrópureisu og er þá ákveðið að
ráða honum líflækni til þess að
tryggja velferð hans í ferðalaginu.
Fyrir valinu verður hinn þýskættaði
Johann Friedrich Struensee, sem
nær strax sambandi við konunginn,
sem ekki gekk heill til skógar og tal-
ið er að hafi verið haldinn geðsýki.
Þegar þeir snúa aftur til Dan-
merkur er drottningin full tor-
tryggni í garð hins þýska læknis, en
hún hverfur þegar hann bólusetur
Friðrik prins, son hennar, þegar
bólusótt geisar í Danmörku.
Struensee tekur völdin
Struensee vinnur hjarta drottning-
arinnar og hug konungsins. Kon-
ungshjónin eru bæði opin fyrir hug-
myndum upplýsingarinnar og brátt
fer Struensee að leita leiða til að
koma hugmyndum manna á borð við
Rousseau og Voltaire í framkvæmd
í Danmörku.
Þegar Struensee kemst til valda
tekur hann til óspilltra málanna, af-
nemur ritskoðun, bannar pyntingar
og eykur réttindi almennings á öll-
um sviðum, gerir alls 632 tilskipanir
og lagabreytingar á fjórum árum.
Danmörk breytist úr forpokaðasta
landi álfunnar í það framsæknasta
og enn eru 20 ár í frönsku bylting-
una. Valdastétt landsins er í losti.
Sagan af sambandi Struensees og
Karolínu Matthildar er lífseig. Þar
er einnig gengið út frá því að Stru-
ensee sé faðir Lovísu Ágústu, ann-
ars barns Karolínu Matthildar, en
ekki konungurinn. Þessi saga er þó
ekki studd traustum stoðum. Þegar
heimildir eru skoðaðar virðist eng-
inn hafa staðið drottninguna og
Struensee að verki og margir báru
því síðar vitni að alls velsæmis hefði
verið gætt í samskiptum þeirra, þótt
læknirinn hefði ávallt haldið sig í ná-
munda við konunginn og drottn-
inguna vegna þess að til þeirra sótti
hann vald sitt. Hins vegar var það
andstæðingum Struensees í hag að
koma orðrómi á kreik um að drottn-
ingin sængaði með útlendingnum og
ala á óvild í garð hans hjá almenn-
ingi. Þannig undirbjuggu þeir, sem
Struensee bolaði frá völdum, jarð-
veginn ásamt Júlíönu Maríu, ekkju-
drottningu og stjúpmóður Kristjáns,
og Friðriki, syni hennar og hálf-
bróður Kristjáns, jarðveginn undir
að komast til valda á ný.
1772 er ævintýrið úti. Struensee
er handtekinn og játar að hafa átt í
sambandi við drottningu. Sú játning
var hins vegar knúin fram með
pyntingum og drottningin var feng-
in til að gangast við sambandinu
gegn loforði um að læknirinn fengi
að lifa.
Karolína, sem var send í útlegð og
börnin tekin frá henni, sagði hins
vegar á dánarbeði 1775 að hún væri
„saklaus af því broti, sem ég hef
verið sökuð um, aldrei hef ég verið
manni mínum ótrú“.
Mads Mikkelsen sýnir enn og
sannar hvers hann er megnugur í
hlutverki Struensees og Alicia Vik-
ander nær vel fram sálarangist
drottningarinnar, sem barn að aldri
er hún send ein til Danmerkur, en
glæstust er frammistaða Mikkels
Boes Følsgaards í hlutverki hins
óútreiknanlega konungs, sem end-
aði með því að sitja í 40 ár þótt í
raun væri hann valdalaus.
Í Kóngaglennu er dregin upp
mögnuð mynd af átökum og valda-
baráttu innan dönsku hirðarinnar
og um leið merkilegum kafla í sög-
unni.
Fall líflæknisins Mads Mikkelsen sýnir rækilega hvað í honum býr í hlutverki Johanns Friedrichs Struensees, líf-
læknis konungs, í dönsku myndinni Kóngaglenna. Struensee varð um tíma valdamesti maður Danmerkur.
Konunglegt framhjáhald
og byltingin í Danmörku
Kóngaglenna bbbbn
Bíóparadís
Leikstjóri: Nicolaj Arcel. Handrit: Bodil
Steensen-Leth, Rasmus Heisterberg og
Nicolaj Arcel. Aðalhlutverk: Alicia Vik-
ander, Mads Mikkelsen, Mikkel Boe
Følsgaard, Trine Dyrholm, David Dencik,
Thomas W. Gabrielsson, Cyron Bjørn
Melville. 137 mín. Danmörk.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
Uppistand Pörupilta
sem nefnist Homo
erectus verður sýnt í
menningarhúsinu Hofi
nk. laugardag kl. 20.
Sýningin var frum-
sýnd í Þjóðleikhúsinu
sl. vetur og þar þóttu
pörupiltarnir Dóri
Maack, Nonni Bö og
Hermann Gunnarsson
fara á kostum.
Í hlutverkum pöru-
pilta eru leikkonurnar
Alexía Björg Jóhann-
esdóttir, Sólveig Guð-
mundsdóttir og María
Pálsdóttir.
Pörupiltar með uppistand í Hofi
Töff María Pálsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og
Alexía Björg Jóhannesdóttir sem pörupiltar.
Listasýningin Mekaník Errós -
Klippimyndir, myndbandsverk og
skúlptúrar var opnuð í Nordatl-
antens Brygge í Kaupmannahöfn
sl. föstudag. Á sýningunni getur að
líta mörg þekktustu verk Errós,
auk þess sem sjá má fjögur mynd-
bandsverk og nokkra leikmuni úr
myndbandsverki Erics Duviviers,
Concerto mécanique pour la folie
ou La Folle Mécamorphose frá
árinu 1963.
Listasýningin er sett upp í sam-
vinnu við Listasafn Reykjavíkur og
sýningarstjóri er Danielle Kvaran.
Sýningin stendur til 30. desember.
Mekaník Errós í
Kaupmannahöfn
Opnun Myndlistarmaðurinn Erró, Karin Heinesen framkvæmdastjóri Nordatl-
antens Brygge, Danielle Kvaran og Einar Örn Benediktsson, formaður menning-
ar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar við opnun sýningarinnar.
Ljósmynd/Martin Hilker
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gulleyjan – „Hvílíkt leikhús“ – ÁÞÁ Vikudagur
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Fim 20/9 kl. 20:00 5.k Fim 27/9 kl. 20:00 9.k Fim 4/10 kl. 20:00 aukas
Fös 21/9 kl. 20:00 6.k Fös 28/9 kl. 20:00 10.k Fös 5/10 kl. 20:00 13.k
Lau 22/9 kl. 20:00 7.k Lau 29/9 kl. 20:00 11.k Lau 6/10 kl. 20:00 14.k
Sun 23/9 kl. 20:00 8.k Sun 30/9 kl. 20:00 12.k Sun 7/10 kl. 20:00 15.k
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá
Gulleyjan (Stóra sviðið)
Lau 22/9 kl. 14:00 4.k Lau 29/9 kl. 14:00 6.k Lau 6/10 kl. 14:00 9.k
Sun 23/9 kl. 16:00 5.k Sun 30/9 kl. 16:00 7.k Sun 7/10 kl. 14:00 10.k
Sun 23/9 kl. 19:00 aukas Sun 30/9 kl. 19:00 8.k
Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma
Á sama tíma að ári (Stóra sviðið)
Fös 28/9 kl. 20:00 frums Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Lau 13/10 kl. 19:00 7.k
Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 20/10 kl. 19:00 8.k
Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Fös 12/10 kl. 19:00 6.k
Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur
Rautt (Litla sviðið)
Fös 21/9 kl. 20:00 frums Mið 26/9 kl. 20:00 4.k Lau 29/9 kl. 20:00 7.k
Lau 22/9 kl. 20:00 2.k Fim 27/9 kl. 20:00 5.k Sun 30/9 kl. 20:00 8.k
Sun 23/9 kl. 20:00 3.k Fös 28/9 kl. 20:00 6.k Mið 3/10 kl. 20:00 9.k
Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar
Gói og baunagrasið (Litla sviðið)
Sun 7/10 kl. 13:00 1.k Sun 14/10 kl. 13:00 2.k Sun 21/10 kl. 13:00 3.k
Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri
Við sýnum tilfinningar
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 23/9 kl. 14:00 5.sýn Sun 14/10 kl. 14:00 11.
sýn
Sun 4/11 kl. 14:00 17.sýn
Sun 23/9 kl. 17:00 6.sýn Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Sun 4/11 kl. 17:00 18.sýn
Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Lau 20/10 kl. 14:00 AUKAS. Sun 11/11 kl. 14:00 19.sýn
Sun 30/9 kl. 17:00
TÁKNMÁL
Lau 20/10 kl. 17:00 AUKAS. Sun 11/11 kl. 17:00 20.sýn
Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn
Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn
Lau 13/10 kl. 14:00 AUKAS. Sun 28/10 kl. 14:00 15.sýn
Lau 13/10 kl. 17:00 AUKAS. Sun 28/10 kl. 17:00 16.sýn
Sýningar í október komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út!
Afmælisveislan (Kassinn)
Fös 21/9 kl. 19:30 Lau 22/9 kl. 19:30
Þrenn Grímuverðlaun! Sýningum lýkur í september!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið)
Fim 20/9 kl. 20:30 2.sýn Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Lau 6/10 kl. 20:30 12.sýn
Fös 21/9 kl. 20:30 3.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn Sun 7/10 kl. 20:30 13. sýn.
Lau 22/9 kl. 20:30 5.sýn Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn
Fim 27/9 kl. 20:30 6.sýn Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn
Sýningin sem sló öll aðsóknarmet aftur á svið. Sýnd í september og október.
Gamli maðurinn og hafið (Kúlan)
Mið 7/11 kl. 19:30 Fim 15/11 kl. 19:30
Fim 8/11 kl. 19:30 Fös 16/11 kl. 19:30
Miðasala hafin. Aðeins þessar fjórar sýningar í nóvember.