Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Á fimmtudagskvöldum í nóv. og des. ætlar hinn frábæri tónlistarmaður Eyjólfur Kristjánsson að spila öll sín bestu lög í bland við sérvaldar perlur. Kósýkvöldin hafa verið gríðarlega vinsæl undanfarin ár og því bendum við á að panta tímanlega. Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi Suðrænn og seiðandi Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur www.heilsudrekinn.is Leiðbeinandi: Qing Kínversk heilsu leikfimi Fyrir 60 ára og eldri kl. 10.00 virka daga Qi Gong Skeifan 3j | Sími 553 8282 | 3. mánaða Námskeið fyrir 60 ára og eldri Sétilboð 2 fyrir 1 H e i l s u b æ t a n d i 5 0 0 0 á r a t æ k n i Hátíð verður í Langholtsskóla í dag, laugardaginn 29. september, en þá fagnar skólinn 60 ára afmæli sínu. Af- mælishátíðin hefst klukkan 11 og stendur fram eftir degi. Nemendur sýna afrakstur af þemavinnu um sögu skólans sem gefur innsýn í skólastarfið fyrr og nú. Gamlir nem- endur, starfsmenn, foreldrar og aðrir velunnarar Lang- holtsskóla eru boðnir velkomnir á hátíðina. Byggð hófst í Langholti og nágrenni árið 1918 en þá reis bærinn Langholt þar sem nú mætast Holtavegur og Sunnuvegur. Næstu áratugina fjölgaði íbúum á svæðinu og byggðin þéttist við Langholtsveg. Er leið á fimmta áratug aldarinnar var orðið aðkallandi að byggja skóla í hverfinu þar sem langt þótti fyrir börnin að sækja kennslu í Laugarnesskóla. Árið 1948 var tekin ákvörðun í bæjarstjórn um að reisa skóla sem þjóna myndi Lang- holtshverfi. Einar Sveinsson og Gunnar Ólafsson teikn- uðu skólann sem var tilbúinn haustið 1952. „Hvert barn fær sitt eigið borð“ Skólinn var vígður föstudaginn 14. nóvember þetta sama ár. Hann þótti allur hinn glæsilegasti og vel búið að nemendum. Í frétt í Morgunblaðinu sagði m.a.: „Hvert barn fær sitt eigið borð sem smíðað er samkvæmt nið- urstöðum rannsókna sænsks læknis og enskra rann- sókna, 30 börnum er ætlað rúm í hverri stofu en stofur eru málaðar í mismunandi litum og eru allar hinar glæsi- legustu að frágangi.“ Miklar breytingar hafa orðið á Langholtsskóla frá stofnun hans og hefur fjórum sinnum verið byggt við hann. Aðalbyggingin var lengd árið 1963, árið 1967 bættist ný B-álma við og hýsti hún m.a. kennslueldhús, húsvarðaríbúð, sem þá þótti sjálfsögð við hvern skóla, auk fimm kennslustofa. Árið 1994 fékk hús- varðaríbúðin og aðliggjandi stofa nýtt hlutverk þegar skóladagvist var tekin upp eftir hefðbundinn skóladag. Árið 1974 var skólinn enn stækkaður í kjölfar laga þar sem kveðið var á um að lengja skólagöngu nemenda um eitt ár og var svokölluð C-álma tekin í notkun 1976. Langholtsskóli 60 ára Morgunblaðið/Golli Langholtsskóli Skólinn hefur tekið miklum breytingum.  Opið hús verður í skól- anum í dag í tilefni afmælisins Þrír unglingar, ein stúlka og tveir piltar, þrettán og fimmtán ára, voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja á miðvikudag, eftir að þau höfðu drukkið landa, orðið öfurölvi og veik. Lögreglan á Suðurnesjum hóf þegar rannsókn og handtók rúm- lega tvítugan karlmann sem viður- kenndi sölu landa, en vildi þó ekki kannast við að hafa selt unglingun- um brugg. Hann var með tugi þús- unda króna, þegar hann var hand- tekinn og lagði lögregla hald á þá fjármuni vegna gruns um að þeir væru ágóði af landasölu. Þá var farið í húsleit hjá öðrum karlmanni í um- dæminu. Þar fundust um 50 lítrar af gambra, sex 25 kílóa sykurpokar, svo og tæki til eimingar og kolasía. Mað- urinn, sem er nær þrítugu, viður- kenndi bruggunina. Unglingarnir þrír dvelja ekki lengur á heilbrigð- isstofnuninni. Málið er í rannsókn. Veiktust illa af landa Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Útgjöld til löggæslu, réttargæslu og öryggismála jukust um 1,9 milljarða króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra. Sam- kvæmt tilkynningu fjármálaráðu- neytisins um greiðsluafkomu rík- issjóðs janúar til ágúst sl. skýrist aukningin að stærstum hluta með út- gjöldum Landhelgisgæslunnar. Juk- ust þau um 672 milljónir milli ára og voru að auki um 300 milljónir umfram heimildir. Útgjöld Gæslunnar á tíma- bilinu, að frádregnum sértekjum, voru um þrír milljarðar króna. Að sögn Sólmundar Más Jóns- sonar, framkvæmdastjóra rekstrar- og þjónustusviðs Landhelgisgæsl- unnar, eru nokkrar skýringar á út- gjaldaaukningunni. Ein meginástæðan er vegna end- urbyggingar á þyrlunni TF-LÍF, sem fór í stóra skoðun til Noregs fyrr á árinu. Kostnaður jókst vegna þessa um 182 milljónir en Sólmundur segir að gert hafi verið ráð fyrir þessu í rekstraráætlun. Kostnaður jókst um 160 milljónir vegna leigu á þyrlu, þeirri þriðju í rekstri, en á móti hækkuðu fjárveit- ingar um 200 milljónir fyrir allt árið. Þá var ákveðið að greiða og gjald- færa tryggingar á loftförum í einu lagi, í stað þess að dreifa þeim yfir ár- ið eins og áður. Sólmundur segir þetta hafa verið gert til að fá betri kjör. Við þetta jukust útgjöld á fyrri hluta ársins um 40 milljónir. „Síðan hafa ýmsir kostnaðarliðir hækkað milli ára vegna kjarasamn- inga og verðlagshækkana,“ segir Sól- mundur og nefnir t.d. eldsneyt- iskostnað sem reyndist 94 milljónum króna meiri en á síðasta ári, m.a. vegna meiri útgerðar varðskipa við Ísland. Þá jókst launakostnaður um 158 milljónir frá sama tíma í fyrra, eingöngu vegna kjarasamnnings- hækkana. Einnig hafa sértekjur Landhelg- isgæslunnar verið minni á fyrri hluta ársins þar sem erlendum verkefnum sem fyrirhuguð voru í vor, seinkaði til haustsins. Ofangreindir þættir skýra hækkun kostnaðar um 634 milljónir. Varðandi útgjöld umfram heimildir upp á 300 milljónir segir Sólmundur skýringuna á því vera að dreifing út- gjalda og dreifing fjárheimilda sé ekki sú sama yfir árið. „Sértekjur vegna verkefna erlend- is hafa að litlu leyti verið bókaðar þar sem þær eru innheimtar eftir að verkefnum lýkur. Uppgjör og lok er- lendra verkefna mun auka sértekj- urnar og þannig lagfæra bókhalds- stöðuna,“ segir Sólmundur og bendir á að staðan hafi batnað frá því að greiðsluyfirlit ríkissjóðs var tekið saman þar sem útgjöld séu 249 millj- ónir umfram fjárheimildir í stað 300 milljóna króna. Loks segir Sólmundur að rekstr- aráætlun LHG fyrir 2012 geri ráð fyrir 20 milljóna afgangi af heimild og ef ekkert óvænt komi uppá verði rekstur ársins innan fjárheimilda. 14 milljarðar í löggæslumál Samanlögð útgjöld til löggæslu, réttargæslu og öryggismála voru rúmir 14 milljarðar á fyrstu átta mánuðum ársins, borið saman við 12,2 milljarða á sama tímabili á síð- asta ári. Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að útgjöld vegna emb- ættis sérstaks saksóknara jukust um 216 milljónir á tímabilinu, útgjöld Lögreglustjórans á höfuðborg- arsvæðinu jukust um 236 milljónir og héraðsdómstóla um 104 milljónir. Sundurliðun útgjalda eftir emb- ættum fylgdu ekki tilkynningu ráðu- neytisins og þær upplýsingar fengust ekki þaðan í gær, þrátt fyrir beiðni þar um. Meiri kostnaður í rekstri Gæslunnar  Jókst um 672 milljónir milli ára og fór 300 milljónir umfram heimildir  Skýrist að stórum hluta vegna þyrluskoðunar, aukins eldsneytiskostnaðar og samningshækkana  Innan heimilda í árslok Morgunblaðið/Kristinn Landhelgisgæslan Stór skoðun á TF-LÍF í Noregi fyrr á árinu kostaði sitt, sem og eingreiðsla á tryggingum fyrir þyrlur og flugvél Gæslunnar. Handbært fé frá rekstri rík- issjóðs batnaði á fyrstu átta mánuðum ársins, miðað við sama tíma árið áður. Var það neikvætt um 33,7 milljarða nú en var neikvætt um 58 milljarða í fyrra. Tekjur tímabilsins í ár námu tæplega 333 milljörðum króna og útgjöld 362,5 millj- örðum. Jukust tekjurnar um rúma 40 milljarða, miðað við janúar- ágúst 2011, og gjöldin jukust milli ára um 12,4 millj- arða. Í tilkynningu fjár- málaráðuneytisins segir að þetta sé betri niðurstaða en gert hafi verið ráð fyrir í áætl- unum. Þar var búist við að handbært fé frá rekstri yrði nei- kvætt um 61,8 milljarða. Meðal tekjuliða sem fóru framúr áætlunum voru vöru- gjöld af ökutækjum, sem námu 2,9 milljörðum, eða 900 millj- ónum yfir áætlun. Innflutningur bílaleigubíla á stærstan hlut. Betri en var reiknað með GREIÐSLUAFKOMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.