Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
75
Á R A
1936 2011
Ryksugur
Gólfþvottavélar
Háþrýstidælur
Þrif á herbergi
eða heilli borg
hefur svarið
FÖNIX Raftækjaverslun • Hátúni 6a • 105 Reykjavík
Sími 552 4420 • Fax 562 3735 • fonix@fonix.is • www.fonix.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er til lítils að þvæla um hlutina
fram og aftur endalaust. Kauptu eitthvað
sem gerir lífið þægilegra. Raunverulegir vinir
vilja að maður finni stuðning og hamingju.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu ekki hugfallast þótt samskipti
þín og vinnufélaga þinna gangi ekki snurðu-
laust með öllu. Hripaðu niður hugmyndir,
hugsanir, drauma.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Búðu þig undir að þurfa að leggja
heilmikið á þig á komandi árum. Stattu upp
og vertu ákveðinn, aðeins þannig áttu mögu-
leika til að breyta stöðunni þér í hag.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert einhvern veginn ekki alveg
með sjálfum þér og þarft því að taka þér tak.
Það þýðir ekkert annað en fylgjast með nýj-
ungum á sem flestum sviðum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hlutirnir ganga oft betur og hraðar fyr-
ir sig ef þú reynir að verja þig fyrir umhverf-
inu. Láttu ekkert slá ryki í augun á þér, held-
ur haltu þínu striki.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sýndu þolinmæði í atvinnumálum
næstu mánuði. Leitaðu sátta því þetta ann-
ríki líður og hjá og þá gefst betra næði til
góðra stunda.
23. sept. - 22. okt.
Vog Leyfðu sköpunarþrá þinni að fá útrás
þótt þér finnist ekki mikið til um afrakst-
urinn. Liðsandinn sem þú miðlar á eftir að
smita frá sér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ígrundaðu á hvern máta þú get-
ur bætt heilsuna í dag. Skapandi verkefni
eru upplögð og ekki væri vitlaust að taka sér
frí.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það getur verið bæði fræðandi
og skemmtilegt að hlýða á það sem eldra
fólk hefur til málanna að leggja. Sýndu þol-
inmæði og hlustaðu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú finnur til aukinnar orku í dag
og þér finnst aðrir vilja ráðskast um of með
þín mál. Hér gildir að hafa opinn huga og
aldrei að segja aldrei.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Vertu viðbúinn því að tölvur eða
annar búnaður bili í dag. Fólk er tilbúið að
hjálpa þér og veita þér allan þann stuðning
sem þú þarft til að ljúka ákveðnu verki.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er auðvelt að sjá sannleikann eft-
ir á, en á tilteknu augnabliki í dag áttu ekki
eftir að geta það. Gott ráð er að leita skjóls
hjá trúnaðarvini sem þarf engin látalæti.
Góður vinur Vísnahorns sendimér bréf svohljóðandi: „Í
Mogga í dag er vísa, sem mig rám-
aði í að hafa séð og fann ég eina
álíka, en ekki eins, í V. hefti af Ís-
lenzkri fyndni. Tilefnið er talið vera
það, að Lárus H. Bjarnason hefði
ráðist harkalega á Þorstein Gísla-
son á kosningafundi, hann ekki
svarað neinu, en hins vegar skamm-
að Lárus í næsta tölublaði Lögréttu
óbótaskömmum. Vísan er svona:
Mælti nokkur með fyrir nokkrum árum
lygara, montrass, leigurót,
lubbamenni og idíót?
Ekki veit ég hvort réttara er, en
sendi þér þetta til gamans.
Ég er þakklátur fyrir bréfið.
Vafalaust er þetta sama vísan. Mér
hefur tekist að rekja hana til kosn-
ingablaðs Ísafoldar, sem út kom í
apríl 1914, en þar er önnur hend-
ingin „mælti nokkur með fyrir
þremur árum“. Þessi vísa er í stutt-
um bálki sem kallast „Kosninga-
kantate!“ og lýkur þannig:
Lögrétta er mín yngismær.
Eitt er í dag, en hitt í gær.
Á höfðinu fækkar nú hárum,
því samviskan liggur í sárum.
Ég hef í höndum lítið kver með
þingvísum sem ortar voru á fyrstu
áratugum síðustu aldar. Gallinn er
sá, að tilefna er ekki getið og fyrir
vikið missa vísurnar marks, þótt
vissulega séu margar listilega vel
gerðar. Þannig er um þessa, sem
ber með sér að hún er ort um Björn
Sigfússon á Kornsá, sem á árunum
1908-1911 var þingmaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn eldri:
Kornsárgoðinn gómavoðir þenur,
orðagnoð á gjálfurmar
gnötra á boðum flónskunnar.
Eins og sést á þessari vísu liggur
stuðlaaflið vel við tækifærisvísunni.
Andrés Björnsson orti:
Eyrnamörk eru óþörf hér í salnum.
Þekkist allur þingsins fans
á þessum hluta líkamans.
Og ekki má gleyma hinum svarta
þjófi Jóni Hreggviðssyni, sem sest-
ur var tvívega uppá þekjuna með
fæturna framanaf gaflinum og kvað
Pontusrímur eldri:
Ei mun sjóli armi digrum kjósa
netta að spenna nittisbrík
nema hún sé ung og rík.
Og:
Aldrei skal ég armi digrum spenna
yrmlíngs sængur únga brík
utan hún sé feit og rík.
Og að síðustu:
Áfram meður sveinum geisar sínum
jöfur lands og jómfrúrnar,
járnmél bruddu graðhestar.
HalldórBlöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Eitt í dag en hitt í gær
Í klípu
„VIÐ ÆTTUM AÐ FÁ SVAR
FLJÓTLEGA, HANN ER AÐ RÁÐFÆRA
SIG VIÐ YFIRSTJÓRNINA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„SYSTIR HENNAR ÞÉNAR
5.000 KALL Á VIKU.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
...að halda fast í það
sem skiptir máli - hvort
annað.
Auglýstu
hér
!!!
NEI LÍSA, OG ÞAR VIÐ
SITUR! Ó? ALLT Í LAGI ÞÁ.
ÉG ER AÐ FARA
Í BÚÐIR.
AF ÞVÍ AÐ
MIG LANGAR!
KOMDU MEÐ
FULLORÐINS-
KORTIÐ ÞITT.
ÞÁ ER
KOMINN APRÍL
OG ÞAR
MEÐ VOR!
FYRSTA LÓAN
KEMUR ÖRUGGLEGA
FLJÓTLEGA TIL
LANDSINS.
EF HÚN KEMUR ÞÁ VERÐUR HÚN ÖRUGGLEGA
Í DÚNÚLPU OG MEÐ SNJÓÞRÚGUR.
Sá kuflklæddi spekingur semheimsbyggðin tekur mikið mark
á er Dalai nokkur Lama. Hvert orð
sem hrýtur fram af vörum þessa ská-
eygða tíbetska munks ratar ósjaldan
á síður sjálfshjálparbóka. Og skal
engan undra. Sannleiksgildi þeirra er
nánast sligandi.
x x x
Á borði Víkverja lá skyndilega lausnallra vandamála – enn ein sjálfs-
hjálparbókin hafði ratað þangað. Á
titilsíðunni var að finna tilvitnun.
Bingó. Víkverji var afhjúpaður:
„Það sem kemur mest á óvart í
mannlegri tilveru er að maðurinn
fórnar heilsu sinni til að eignast pen-
inga. Svo fórnar hann peningum til að
ná aftur heilsu sinni. Á sama tíma er
hann svo spenntur fyrir framtíð sinni
að hann nýtur ekki augnabliksins. Af-
leiðingin er sú að hann lifir hvorki í
nútíð né framtíð. Og hann lifir eins og
hann muni aldrei deyja – og svo deyr
hann án þess að hafa lifað“ – Dalai
Lama.
x x x
Lestri lauk þrátt fyrir að lausninværi handan hornsins (síðunnar)
og fælist í því að fylgja eftir ströngum
leiðbeiningum bókarinnar.
x x x
Af hverju nær þessi mannvera utanum heiminn í nokkrum setn-
ingum, jafnvel einstaka orðum?
Kannski hefur það eitthvað með það
að gera að þessi Dalai Lama sem heit-
ir réttu nafni Tenzin Gyatso varð út-
lægur úr Tíbet, heimalandi sínu, og
hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1989
fyrir baráttu sína fyrir friðsamlegri
lausn á deilu þjóðar sinnar við Kín-
verja. Bara pæling ...
x x x
Annars lætur Víkverji, kápur, titlaog ekki síst tilvitnanir á titilsíðu
bókarinnar stjórna því hvort bókin er
þess verð að vera lesin. Tilvitnanir
eiga ríkan þátt í því að skapa ákveðna
stemningu. Iðulega er tilvitnun lesin
og melt í nokkra stund áður en óhætt
er að halda áfram. Á sama tíma birtist
fræðibók um konur, kvenlíkama og
tilheyrandi skapabarmapælingar en
engin tilvitnun var á titilsíðu og því
varð ekkert úr lestrinum.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Þetta er mitt boðorð, að þér elskið
hvert annað eins og ég hef elskað yður.
(Jóh. 15:12)