Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 9. S E P T E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  228. tölublað  100. árgangur  FJÖLBREYTTAR OG ÁHUGAVERÐAR MYNDIR Á RIFF LAUS VIÐ LÁTLAUSAN HÖFUÐVERK FERSKAR FJÖRU- NYTJAR ALLT ÁRIÐ UM KRING SUNNUDAGSBLAÐIÐ ÞÖRUNGARNIR OFURFÆÐA 10MÁLÞING OG LJÓSMYNDASÝNING 62 Finna má dæmi um að koffín- innihald í orkudrykkjum hafi auk- ist mikið undanfarin ár. Minnst þrír orkudrykkir á mark- aði innihalda meira en 320 mg af koffíni á hvern lítra en um er að ræða meira en tvö- falt hámark þess magns sem reglugerð árið 2007 sagði til um. Takmörkunum á koff- íninnihaldi var aflétt 2008. Í umfjöllun Sunnu- dagsblaðs Morgun- blaðsins kemur fram að koffín geti valdið mörgu, allt frá hjartsláttar- truflunum til kvíða auk þess sem það hefur áhrif á öndun og melt- ingu. Það að horfið var frá reglum um hámark koffíns í orkudrykkjum má rekja til álits sem Vísindanefnd Evrópusambandsins um matvæli sendi frá sér. Þar sagði að neysla orkudrykkja ætti að vera full- orðnum skaðlaus en bent var á mögulega skaðsemi fyrir börn og barnshafandi konur. Flókið getur verið að meta heildarkoffínneyslu þar sem koffín er einnig að finna í lyfjum og snyrtivörum. Ekkert há- mark á koff- íninnihaldi  Flókið að meta heildarneysluna Dæmi um hækkanir » Kílóverðið á kindabjúgum var 674 krónur í ágúst í fyrra en var 725 kr. í ágúst sl. » Hækkunin er um 8%. » Kílóverð á skinku hefur hækkað úr 2.683 krónum í 2.820 krónur eða um 5%. » Þá kostar lítri af kókómjólk 7% meira en í fyrra. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verð á kjöti, fiski og mjólkurvörum hækkar milli ára og nemur hækk- unin allt að tugum prósenta. Svína- kótelettur hafa hækkað um 27% á einu ári og rækja um 21%. Þetta kemur fram í tölum Hag- stofu Íslands en þær sýna að verðið hefur í mörgum tilfellum hækkað langt umfram verðlagsþróun. Aðalsteinn Á. Baldursson, formað- ur Framsýnar – stéttarfélags, segir marga eiga erfitt með framfærslu. „Því er reglulega haldið fram að láglaunafólk eigi fyrir verðhækkun- um enda hafi kaupmátturinn aukist. Þetta er bara falskt. Launin eru í mörgum tilfellum svo lág að sífellt fleiri ráða ekki við hækkanirnar.“ Þrýstingur á verkalýðsfélögin Hann segir vaxandi þrýsting á verkalýðshreyfinguna vegna þessa. „Reglulega kemur til okkar fólk og spyr hvort verkalýðshreyfingin ætli ekki að fara að vekja athygli á þessum hækkunum. Ofan á þær bæt- ist að flutningskostnaður hefur hækkað og það ýtir undir vöruverð á landsbyggðinni sem var hátt fyrir.“ Björn Snæbjörnsson, formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju, segir umsaminn kaupmátt í kjarasamn- ingum hafa gengið eftir en að verð- hækkanir hafi slegið á áhrifin. Vegur á móti kjarasamningum „Verðlagið hefur hækkað meira en margir áttu von á. Mánaðarkaupið endist verr. Margir eiga erfitt með að láta enda ná saman.“ Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna, segir verð á að- föngum til bænda hafa hækkað. MVerð á kjöti og fiski »6 Matarverð er á uppleið  Kjöt og mjólkurvörur hækka í verði milli ára  Rækja 21% dýrari en í fyrra  Formaður Framsýnar telur kaupmáttinn of lítinn  Útlit fyrir hátt matarverð Almenningi gafst kostur á að hitta fjölda vís- indamanna og nemenda í Háskóla Íslands á vís- indavöku Rannís sem haldin var í Háskólabíói í gær. Þemað í ár var kraftur jarðar og gat fólk kynnt sér fjölbreyttar rannsóknir og horft á sýn- ingar Sprengjugengisins, hóps efnafræðinema. Kynntu sér kraft jarðar á vísindavöku Morgunblaðið/Golli  Útgjöld Land- helgisgæslunnar (LHG) á fyrstu átta mánuðum þessa árs jukust um 672 milljónir króna, miðað við sama tímabil í fyrra, og voru 300 milljónir um- fram heimildir. Útgjöldin, að frá- dregnum sértekjum, voru um þrír milljarðar kr. Helstu skýringar á auknum kostnaði eru stór þyrlu- skoðun í Noregi fyrr á árinu og ein- greiðsla á tryggingum fyrir loftför- in. »20 672 milljónum meiri kostnaður LHG  Samkvæmt auglýsingu í Lögbirt- ingablaðinu hefur verið lýst eftir kröfum í þrotabú félagsins Brooks Trading Ltd., sem skráð er á Tor- tola á Bresku Jómfrúaeyjunum. Fé- lagið er í eigu Sheikh Mohammed bin Khalafi Al-Thani sem fékk 50 milljóna dollara lán frá Kaupþingi skömmu fyrir hrun. Lán tengist Al- Thani fléttunni svonefndu sem stjórnendur Kaupþings voru ákærðir fyrir. Fyrirtaka í því máli fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir helgi. »6 Kröfum lýst í félag í eigu Al-Thanis „Mér finnst þetta fráleit ákvörðun hjá Birni Val og meirihluta fjárlaga- nefndar. Það er augljóslega uppi ágreiningur um tiltekið álitamál, eins og stundum hefur komið upp áður í samskiptum þingnefnda og Ríkisend- urskoðunar en Ríkisendurskoðun er engu að síður sá aðili í kerfinu sem hefur þá lögbundnu skyldu að vera þinginu til ráðgjafar um fjárhagsmál- efni ríkisins, þ. á m. að gefa umsagnir um frumvörp til fjárlaga, fjárauka- laga, ríkisreikning og lokafjárlög, sem og staðfesta að bókhald ríkisins sé rétt,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þá ákvörðun meirihluta fjár- laganefndar að vísa fjáraukalögum ekki til Ríkisendurskoðunar til um- sagnar sökum trúnaðarbrests. Að sögn Birgis hefur stofnunin verið afar gagnrýnin varðandi ýmsa liði í reikningum ríkisins. „Þar af leið- andi finnst meirihlutanum kannski þægilegast að geta með þessum hætti komist hjá því að fá umsögn Rík- isendurskoðunar um þau frumvörp sem nú eru til meðferðar á Alþingi.“ Veigra sér ekki við að gagnrýna Að sögn Sveins Arasonar ríkisend- urskoðanda hefur stofnunin aldrei veigrað sér við að gagnrýna það sem hún telur rétt að gagnrýna. Aðspurð- ur hvort hann telji þetta útspil meiri- hluta fjárlaganefndar vera einhvers konar pólitískan leik í ljósi fyrri gagn- rýni stofnunarinnar á fjárlagafrum- vörp og fjárlög síðustu ára segir Sveinn: „Ef ég finn ekki neitt annað hjá okkur þá náttúrulega getur hver sem er spurt sig hvort þetta er ekki eitthvað annað heldur en gefið er í skyn.“ »22 Kannski þægilegast að losna við umsögn  Birgir Ármannsson gagnrýnir ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að senda ekki Ríkisendurskoðun fjáraukalög til umsagnar sökum meints trúnaðarbrests
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.