Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ótakmarkaðir sjóðir Kínastjórnar gegna lykilhlutverki í útþenslustefnu hennar, ekki síst á þessum tímum þeg- ar fjárhirslur flestra ríkja eru tómar. Aðferðafræði Kínastjórnar snýst um að tryggja langtímasamninga um að- gang að auðlindum og hefja olíu- og námavinnslu í kjölfarið. Lánafyrir- greiðsla til fátækra ríkja er liður í sömu stefnu. Svona dregur spænski blaðamaður- inn Juan Pablo Cardenal saman út- þenslustefnu Kínastjórnar en hann hefur í félagi við blaðamanninn Her- iberto Araújo skrifað bókina Hinn hljóðláti Kínaher, eða China’s Silent Army eins og hún heitir í enskri þýð- ingu. Bókin kom fyrst út á spænsku og er 5. upplagið nú í dreifingu. Bókin hefur einnig komið út á hollensku og er pólsk útgáfa væntanleg í haust. Þá kemur hún út á ensku og frönsku í jan- úar og á japönsku og kínversku síðar á næsta ári. Á vef forlagsins Penguin er bókin kynnt með þeim orðum að hún sýni fram á að Kínverjar setji mannrétt- indabrot ekki fyrir sig. Frelsi í við- skiptum sé aukaatriði og áherslan sé á að tryggja aðgang að auðlindum, bæði til að afla hráefna til framtíðar og breiða út áhrif Kínverja. Cardenal og Araújo starfa báðir í Asíu og ferðuðust til tuga landa í mörgum heimsálfum við efnisöflun, líkt og rakið er hér til hliðar. Cardenal kom í stutta vinnuferð til Íslands fyrr í mánuðinum eftir við- komu á Grænlandi og gaf þá kost á við- tali um bókina. Útþenslustefnan kortlögð – Hvaða meginstef hafið þið komið auga á í greiningu ykkar á fjárfest- ingum Kínverja erlendis? „Við vildum skoða allt sem viðkom kínverskri útþenslustefnu. Bókin nær því yfir vítt svið: Leitina að náttúru- auðlindum, útbreiðslu kínversks varn- ings, fólksflutninga, uppbyggingu Kín- verja á innviðum, umhverfismál, aðbúnað verkafólks og nýjar sviðs- myndir í alþjóðamálum, ásamt öðru. Við fylgdum slóð Kínverja á tvíþætt- an hátt. Annars vegar hinni opinberu útgáfu sem Kínastjórn sýnir út á við, með ríkiserindrekstri, rekstri ríkisfyr- irtækja og bönkum í almannaeigu, sem eru gjarnir á að gera samninga þar sem Kínastjórn er báðum megin borðsins. Hins vegar „her“ lítilla frum- kvöðla og athafnamanna sem eru að stofna fyrirtæki um allan heim og ná árangri. Til að rannsaka hvernig Kínastjórn tryggir sér aðgang að olíu og gasi til framtíðar ferðuðumst við til Írans, Angóla, Venesúela, Súdans og Túrk- menistans. Alls staðar sáum við sama mynstrið. Í rannsóknum okkar á hin- um umhverfislegu áhrifum útþenslu- stefnunnar skoðuðum við meðal ann- ars austurhluta Rússlands og Mósambík, en spilling gegnir þar stóru hlutverki við að tryggja samninga sem hafa skelfileg áhrif á umhverfið í för með sér.“ Kína orðið að banka heimsins – Einkennir það nálgun Kínverja að saman fari að treysta hin stjórnmála- legu og efnahagslegu tengsl við ríkin sem í hlut eiga? Fylgja stjórnmálin alltaf fjármagninu? „Svo sannarlega, einkum nú á tím- um þegar flest ríki hafa úr litlu að spila. Segja má að Kína sé orðið að banka heimsins og það gefur Kína- stjórn fjölmörg tækifæri til að komast inn á markaði og tryggja sér eignir og auðlindir víða um heim sem gegna því hlutverki að treysta svæðisbundin áhrif Kína,“ segir Cardenal en sem kunnugt er hefur Kínastjórn meðal annars keypt bandarísk skuldabréf í stórum stíl. Horfa nú til þróaðra ríkja – Hvað geturðu sagt mér um ferð ykkar til Íslands og Grænlands? „Við fórum til Íslands og Grænlands til að afla upplýsinga vegna næstu bók- ar, sem fjallar um Kína og hin þróuðu ríki (sú fyrri var um Kína og þróun- arlöndin). Stjórnvöld í Peking horfa nú til þessa heimshluta og tengist það áformum þeirra á norðurskautinu. Ís- land virðist í þessu samhengi vera strategískt land fyrir Kína, vegna landfræðilegrar legu sinnar skammt undan hugsanlegri siglingaleið milli Evrópu og Asíu um norðurslóðir. Við munum fylgjast grannt með því hvern- ig áhugi Kínverja þróast. Hvað varðar Grænland er landið enn skammt á veg komið í þróuninni. Það lítur út fyrir að Kína sé í ákjós- anlegri stöðu til að verða sá strategíski bandamaður sem Grænlendingar þurfa á að halda til að stíga næstu skref í þróun landsins í átt til efna- hagslegs sjálfstæðis. Rétt eins og í Afríku og í fleiri ríkjum eru Kínverjar tilbúnir að leggja út í áhættusama langtímafjárfestingu á Grænlandi, fjárfestingu sem felur í sér náttúru- auðlindir. Kínastjórn hefur fjármagn- ið, vinnuaflið og reynsluna til að fylgja öllum áformunum eftir.“ Kínverjar kaupa sér áhrif og völd Morgunblaðið/Kristinn Víðförull Spænski rannsóknarblaðamaðurinn Juan Pablo Cardenal.  Spænskur rannsóknarblaðamaður hefur skrifað bók um fjárfestingastefnu Kínverja á síðustu árum  Telur áhuga Kínastjórnar á Grænlandi lið í útþenslustefnu  Vilja tryggja sér auðlindir og ítök Cardenal segir þá félaga hafa byrjað að vinna að bók- inni um sum- arið 2009 þegar þeir átt- uðu sig á til- teknu mynstri í umsvifum Kín- verja erlendis. Þeir hafi því ákveðið að ferðast til 25 þróun- arlanda sem Kínverjar hefðu umsvif í til að sjá með eigin augum hvað væri að gerast og hver áhrifin væru af umsvif- unum á hverjum stað. „Titill bókarinnar á ensku er Hinn hljóðláti Kínaher og vísar til hljóðlátra landvinninga Kína um heim allan. Það er mikil- vægt að taka fram að þetta eru landvinningar í þeim skilningi að umfangið er mikið. Þeir eru einnig hljóðlátir í þeim skilningi að hreyfiaflið er peningar sem streyma hljóðlátt án þess gegnsæis sem krafist er,“ segir Cardenal og heldur áfram. Fóru til fimm heimsálfa „Við vinnslu bókarinnar tókum við félagi minn Heriberto Araújo yfir 500 viðtöl og ferð- uðumst til 25 landa í Afríku, Suður-Ameríku, Mið-Austur- löndum, Mið-Asíu og Suð- austur-Asíu,“ segir Cardenal sem hefur aðsetur í Hong Kong. Cardenal hefur skrifað í þekkt blöð og tímarit og má þar nefna El País og Foreign Policy. Araújo er hins vegar fréttaritari mexíkósku fréttaveitunnar Notimex. Auðurinn er hreyfiaflið KÍNVERJAR BREIÐA ÚR SÉR Kápa bókarinnar í enskri útgáfu. ÓDÝRU BÍLALEIGUBÍLARNIR VORU AÐ KOMA! Vertu fyrstur, fáðu þann besta! Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is Eigum allskonar bíla, langar þig í einn? Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is Ertu með kaupanda? Skjalafrágangur frá 14.990 kr. Löggildir bílasalar tryggja öryggi beggja aðila Fylgstu með okkur á facebook Sölulaun frá 39.900 kr. „Allir sannir hestamenn fara í Lauf- skálarétt, það er eins og fyrir mú- hameðstrúarmann að fara til Mekka,“ segir Haraldur Þór Jó- hannsson, hrossabóndi með meiru í Enni í Viðvíkursveit, en hin árlega og eftirsótta Laufskálarétt verður í Hjaltadal í Skagafirði í dag. Harald- ur, betur þekktur sem Halli í Enni, var lengi réttarstjóri í Laufskálarétt en við því kefli hefur tekið Halldór Steingrímsson í Brimnesi. Réttar- störf hefjast kl. 13 en byrjað verður að reka stóðið úr Kolbeinsdal kl. 10 og þangað eru allir sjálfboðaliðar velkomnir. Fjörið hófst í gærkvöldi í reiðhöll- inni Svaðastöðum á Sauðárkróki með stóðhestasýningu og keppni í tölti og skeiði. Að loknum réttar- störfum í dag er svo slegið upp balli í reiðhöllinni í kvöld með skærum tón- listarstjörnum. Stóðréttarball verð- ur einnig í Höfðaborg á Hofsósi. Halli býst við svipuðum fjölda hrossa í réttinni og áður, eða 400-500 fullorðnum hrossum, og mannfólkið muna skipta þúsundum. Veðurspáin er hin sæmilegasta. „Það gæti vant- að einn og einn og þá koma bara nýir í staðinn. Við getum þá bara sagt eins og Dúddi gamli á Skörðugili sagði forðum: Þeim verður seint full- þakkað sem sátu heima.“ bjb@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Laufskálarétt Haraldur Þór Jóhannsson í Enni í Viðvíkursveit mætir að vanda í Laufskálarétt í dag, vígalegur með stafinn og heimtir stóðið af fjalli. Laufskálarétt – eins og að fara til Mekka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.