Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 11
meinsverndandi virkni, andbólgu- virkni, blóðþrýstingslækkandi virkni og virkni gegn sykursýki. Næringarlega séð hafa þörungar því mikið mikið fram yfir marga aðra fæðu.“ Írar komu með þekkinguna Ekki eru til miklar heimildir um nýtingu fjörufæðis hjá nágrönn- um okkar í Noregi, en aftur á móti eru Írar frændur okkar með sterka menningu í því og talið er að írsku konurnar sem hingað komu á land- námsöld hafi borið þessa þekkingu með sér hingað til lands. Eydís segir að um aldamótin 1900, þegar Íslend- ingar fóru að hafa það aðeins betra, hafi fólk hætt að nýta það sem fjar- an gaf, nema sölin. „Þetta þótti fá- tækramatur og ekkert voðalega fínt. Seinna fékk fólk áhuga á kræklingi og skelfiski, en í fjörum Suðurnesja er varla hægt að finna nýtanlegan krækling. Þó veit ég að sjómenn reru héðan áður fyrr í Hvalfjörð og náðu sér í krækling, geymdu hann í tjörnum og notuðu í beitu. En ef hart var í ári þá var hann borðaður, en þótti mikill fátækra- matur. Alltaf þegar var slæmt árferði fór fólk í fjöruna og nýtti það sem hægt var, hvort sem það var fyrir dýr eða menn. Núna á tuttugustu og fyrstu öldinni er mikil gróska í þörung- anytjum, til dæmis í snyrtivörum.“ Með beltisþara í baði Uppáhaldsþarinn hennar Ey- dísar er beltisþari, en hann er stór, langur og svolítið rifflaður. „Mér finnst gaman að fara með hann í bað því þegar hann er settur í heitt vatn þá gefur hann frá sér öll þessi æð- islegu efni sem í honum eru. Ef maður nuddar sig með honum verð- ur húðin yndislega mjúk. Ég prófaði líka að djúpsteikja hann og hann er bara nokkuð góður. Ég nota hann mikið sem krydd en það er hægt að kaupa hann ristaðan hjá Himneskri hollustu, ég nota hann mikið í stað- inn fyrir salt, út á fisk, í kjötrétti, sósur og súpur. Hann gefur mjög gott bragð. Í þörungum er að finna svokallað umami, fimmta bragðið, sem gefur góða fyllingu og dregur fram bragðið í matnum.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Kaldalónssal Hörpu á morgun, sunnudaginn 30. september kl. 16. Gestur sveitarinnar verður sænski pí- anóleikarinn og tónskáldið Lars Jans- son en hann hefur verið í hópi fremstu djasstónlistarmanna Svía undanfarna áratugi. Jansson mun stýra sveitinni í heilli dagskrá eigin verka, auk þess að leika á píanó. Tónlist Lars Janssons er bein- skeytt og aðgengileg en um leið spennandi og krefjandi fyrir tónil- starmennina að kljást við. Þetta verða aðrir tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu eftir að hún flutti inn í húsið, en opnunartónleikar sveitarinnar voru Stórsveit Glenn Miller sem fluttir voru fyrir fullu húsi í Eldborg á Jazzhátíð Reykjavíkur. Miðasala á midi.is, harpa.is og í miða- sölu Hörpu. Tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur Tónskáld Jansson stýrir sveitinni í heilli dagskrá eigin verka og leikur á píanó. Einn fremsti djasstónlistarmað- ur Svía stýrir sveitinni Málþingið Homo Islandicus er haldið í dag, laugardag 29. september klukkan 11-13. Málþingið er í sam- starfi við Háskóla Íslands á sviði mannfræði og listfræði í tengslum við sýningu Ólafar Nordal, Musée Isl- andique. Á málþinginu verður fjallað um sýn útlendinga á Ísland og sýn Ís- lendinga bæði á útlendinga og sjálfa sig, fyrr á öldum og í samtímanum. Velt verður upp þeim spurningum hvernig og hverjir Íslendingar séu? Afsteypur úr gipsi af íslensku fólki á 19. öld, sem fundust á Kanaríeyjum, kveiktu með Ólöfu löngun til að rann- saka fundinn um nokkurra mánaða skeið á Mannfræðisafninu í París. Er sýningin Musée Islandique af- rakstur þeirrar vinnu en ítarlegt við- tal við Ólöfu má lesa í sunnudags- blaði Morgunblaðsins nú um helgina. Málþingið Homo Islandicus Afsteypa Framhluti bols, handleggs og fótleggs Kristjáns Gíslasonar, 23 ára sjómanns frá Reykjavík. Sýn Íslendinga á sjálfa sig fyrr á öldum Í dag, laugardag, verður haldin í Félagsgarði matarhátíðin Krásir í Kjósinni. Kjósarstofa stendur að hátíðinni, sem nú er haldin í annað sinn, en þar munu mat- reiðslumeistararnir Ólöf Jak- obsdóttir og Jakob H. Magn- ússon töfra fram krásir úr hráefni beint frá býlum í Kjós. Hátíðin tókst með afbrigðum vel í fyrra og var húsfyllir í Fé- lagsgarði. Grjótkrabbinn var þá sérstaklega kynntur og skipar nú enn á ný heiðurssess á matseðl- inum. Nú verður Eydís Mary Jónsdóttir hjá Náttúrustofu Reykja- ness með sérstaka kynningu á fjör- unytjum. Húsið verður opnað kl. 19 og hefst borðhald kl. 20 og mun kvöldverðurinn kosta kr. 6.500, án drykkja. Hægt verður að kaupa drykki á staðnum. Veislu- stjórn verður í höndum Sig- urlaugar M. Jónasdóttur út- varpskonu. Hjalti Þorkelsson úr Múgsefj- un sér um tónlistaratriði. Hægt verður að panta sætaferðir frá Reykjavík og til baka og kostar sætið 3.500 báðar leiðir. Lagt verður af stað frá Hús- gagnahöllinni á Ártúnshöfða kl. 18 og farið til baka kl. 23. Miðapantanir í mat og sæta- ferð óskast sendar á netfangið kjosarstofa@kjos.is. Nánari upplýsingar eru á vefn- um www.kjosarstofa.is Krásir í Kjósinni MATARHÁTÍÐ Þari Til margra hluta nytsamlegur, í heitu vatni er hann góður fyrir húðina en einnig má nota hann sem krydd. Listavika Bóka- safns Seltjarnar- ness stendur yfir dagana 1. til 5. október. Dagskrá verður alla dag- ana en ,,Tvær á palli með einum kalli …“ ríða á vaðið mánudaginn 1. október klukkan 17.30. Tríóið skipa þau Edda Þórarinsdóttir leikkona, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Kristján Hrannar Pálsson píanóleikari og munu þau flytja uppáhaldslögin sín úr vinsælum kvikmyndum. Tón- leikarnir eru samstarfsverkefni bóka- safnsins og Tónlistarskóla Seltjarn- arness og er aðgangur ókeypis. Listavika á Seltjarnarnesi Edda Þórarinsdóttir Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Aðventan er heillandi tími til að sækja Þýskaland heim. Ljósadýrðin gefur þessum árstíma birtu og ilmur frá jólaglöggi og hunangskökur koma öllum í jólastemningu. Ferðin hefst með flugi til Frankfurt, ekið til Eisenach, fæðingarborgar bæði Martins Luthers og Johanns Sebastians Bachs, og gistum þar í 2 nætur. Þessi heillandi borg með Wartburg-virkinu, sem telst til merkustu miðaldavirkja landsins, býður upp á líflegan jólamarkað. Þaðan ekið til Dresden, sem er höfuðborg Saxlands. Borgin varð á 15. öld aðsetur Wettiner-furstanna og afkomandi þeirra var Ágúst sterki, sem sem átti stóran þátt í að gera Dresden að hinni undurfögru svokallaðri „Flórens við Saxelfi“. Gistum þar í 4 nætur. Á leiðinni þangað verður komið til Weimar en borgin skipar stóran sess í þýskri sögu en þar var stjórnarskrá Weimarlýðveldisins samþykkt. Einnig verður komið til Meissen sem er sérstaklega þekkt fyrir Meissen-postulínið, eitt elsta og verðmætasta postulín í Evrópu, en þar er líka einn af fegurstu jólamörkuðum Þýskaland. Endar ferðin á að ekið verður til barokkborgarinnar Fulda þar sem gist verður síðustu nóttina. Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Verð: 174.640 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. www.baendaferdir.is Sp ör eh f. s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R 30. nóvember - 7. desember Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board Aðventudýrð í Dresden AÐVENTA 3 www.baendaferdir.is Sp ör eh f. s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Skíðaferðirnar okkar 2013 eru komnar í sölu! Nánari upplýsingar á www.baendaferdir.is Spennandi ferðir í beinu flugi til München á útvalda staði íAusturríki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.