Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Ólafur Bernódusson Skagaströnd | KUL-verkefnið hjá Nes listamiðstöðinni á Skagaströnd er samvinnuverkefni 13 listamanna sem dvalið hafa og unnið í miðstöðinni nú í september. Verkefnið er unnið undir umsjón Melody Woodnut, fram- kvæmdastýru Nes listamiðstöðv- arinnar. KUL er skammstöfun fyrir: könnun umhverfisáhrifa á listsköpun en mark- miðið með vinnu listamannanna er ein- mitt að skapa afurðir sem hægt er að vinna á Skagaströnd og mynda tengsl milli hinna ýmsu listforma. Nýjungar og tilraunir Lokahátíð KUL verður laugardag- inn 29. september með listkynningum og matarviðburðum unnum af lista- mönnunum í samvinnu við heimamenn en undirbúningur hennar hefur staðið yfir allan september. Áberandi þáttur í verkefninu er nýjungar og tilraunir í matargerð þar sem notast er við van- nýtt hráefni, einkum þang, þara og þörunga úr sjónum, ásamt ýmsum plöntum og berjum sem tínd eru í ná- grenninu. Listamennirnir hafa unnið að því að skapa nýjar matarupp- skriftir og endurbæta gamlar úr þessu hráefni í samvinnu við mat- reiðslumenn í veitingahúsum á Skagaströnd, Blönduósi og Sauð- árkróki. Auk matarviðburðanna verður á lokahátíðinni boðið upp á stuttar leik- sýningar, vídeóverk, hljóðverk, inn- setningar og stórt útilistaverk. Við- burðir hátíðarinnar fara fram víðs vegar um bæinn en áhugasamir geta fengið kort yfir hvar þeir fara fram þar sem einnig er sýnt klukkan hvað hver viðburður á sér stað ef þeir eru tímasettir sérstaklega. Listamenninrnir 13 sem standa að hátíðinni koma víðs vegar að úr heim- inum, eru á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn í listum. Hafa þeir notið vel- vildar og hjálpar heimamanna við að skapa þessa spennandi og metn- aðarfullu listahátíð í lok mánaðarins. Til að fjármagna KUL-verkefnið fékkst styrkur frá Vaxtarsamningi Norðurlands vestra enda er stefnt að því að fólk fari í framtíðinni að nýta betur til matargerðar þau hráefni sem öllum eru aðgengileg í umhverfinu. Allir viðburðir hátíðarinnar eru ókeypis og allir eru velkomnir. Þeim sem vilja fræðast meira um hátíðina eða listamennina sem standa að henni er bent á vefsíðurnar http:// visibleseas.blogspot.com/ og http:// cargocollective.com/seas. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Listahátíð Hluti listamannanna sem taka þátt í KUL-verkefninu. Myndin er tekin í vinnuaðstöðu eins þeirra. Vannýtt hráefni verður í aðalhlutverki á lokahátíð  Þang, þari og þörungar á boðstólnum þegar listamenn KUL-verkefnisins á Skagaströnd bjóða fólki í heimsókn Alþjóðlegur hjartadagur verður haldinn víða um heim í dag. Á Ís- landi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn, styrkt- arfélag hjartveikra barna og Heilaheill um að halda daginn há- tíðlegan og bjóða til hjartahelgi með dagskrá í Reykjavík og Kópavogi sem einkennist af hreyfingu, útiveru og samveru allrar fjölskyldunnar. Hjartagangan verður um Laug- ardal og Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn í dag. Lagt verður af stað kl. 10.30 frá anddyri Laug- ardalshallar. Tvær gönguleiðir verða í boði, 2,7 km og 3,8 km. Engin forskráning verður og fólki bent á að mæta bara á staðinn. Á morgun, sunnudag, verður Hjartadagshlaupið háð á kl. 10.00 á Kópavogsvelli og hefst kl. 10. Tvær vegalengdir eru í boði, 5 og 10 km með tímatöku. Skráning er á hlaup.is eða við stúkuna á Kópavogsvelli frá klukkan 9.00. Þátttaka er ókeypis. Útivera í boði á alþjóðlegum hjartadegi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í dag, laugardag, verður haldin í Félagsgarði matarhátíðin Krásir í Kjósinni. Kjósarstofa stendur að hátíðinni, sem nú er haldin í annað sinn. Þar munu matreiðslumeistararnir Ólöf Jakobsdóttir og Jakob H. Magn- ússon bjóða upp á krásir úr hráefni beint frá býlum. Húsið verður opn- að kl. 19 og borðhald hefst kl. 20 og mun kvöldverðurinn kosta 6.500 kr. án drykkja. Veislustjórn verður í höndum Sigurlaugar M. Jón- asdóttur útvarpskonu og ræðumað- ur kvöldsins verður Guðrún Hall- grímsdóttir sem fjallar m.a. um fjörunytjar. Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði. Hægt verður að panta sætaferðir frá Reykjavík og til baka. Krásir úr hráefni beint frá býlum í Kjósinni Stjórn Lands- sambands bakarameist- ara (LABAK) mótmælir harðlega fyr- irhugaðri 800 milljóna króna hækk- un á vöru- gjöldum á matvæli sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar. Vörugjöldin eiga að beinast að sykri í matvælum og eru réttlætt með manneldissjón- armiðum og aðgerðum gegn of- fitu. „Litlar líkur eru á að hækk- un vörugjalda á sykraðar vörur hafi áhrif á heilsu- eða holdafar landsmanna enda gerir rík- isstjórnin ekki ráð fyrir breyttri neysluhegðun heldur miðar tekj- urnar við óbreytt innkaupa- mynstur,“ segir í ályktun baka- meistaranna. Telja sykurskatt hafa lítil áhrif WU SHU ART TAI CHI KUNG FU FYRIR ALLA DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Í samstarfi við Kína -Capital Institute of Physical Education Fyndin, snjöll og fáguð Skáldsagan ÞAÐ VAR EKKI ÉG sýnir á bráð- fyndinn hátt hversu fljótlegt er að rústa bæði banka og vel skipulögðu lífi. Kristof Magnusson er þýsk-íslenskur rithöfundur og þýðandi sem sló í gegn með þessari sögu í Þýskalandi árið 2010. „... hrífur mann með einstaklega fyndnum og snjöllum söguþræði og fáguðum og trúverðugum persónum.“ IRENE BAZINGER / FRANKFURTER ALLGEMEINE www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.