Morgunblaðið - 29.09.2012, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
Ólafur Bernódusson
Skagaströnd | KUL-verkefnið hjá
Nes listamiðstöðinni á Skagaströnd er
samvinnuverkefni 13 listamanna sem
dvalið hafa og unnið í miðstöðinni nú í
september. Verkefnið er unnið undir
umsjón Melody Woodnut, fram-
kvæmdastýru Nes listamiðstöðv-
arinnar.
KUL er skammstöfun fyrir: könnun
umhverfisáhrifa á listsköpun en mark-
miðið með vinnu listamannanna er ein-
mitt að skapa afurðir sem hægt er að
vinna á Skagaströnd og mynda tengsl
milli hinna ýmsu listforma.
Nýjungar og tilraunir
Lokahátíð KUL verður laugardag-
inn 29. september með listkynningum
og matarviðburðum unnum af lista-
mönnunum í samvinnu við heimamenn
en undirbúningur hennar hefur staðið
yfir allan september. Áberandi þáttur
í verkefninu er nýjungar og tilraunir í
matargerð þar sem notast er við van-
nýtt hráefni, einkum þang, þara og
þörunga úr sjónum, ásamt ýmsum
plöntum og berjum sem tínd eru í ná-
grenninu. Listamennirnir hafa unnið
að því að skapa nýjar matarupp-
skriftir og endurbæta gamlar úr
þessu hráefni í samvinnu við mat-
reiðslumenn í veitingahúsum á
Skagaströnd, Blönduósi og Sauð-
árkróki.
Auk matarviðburðanna verður á
lokahátíðinni boðið upp á stuttar leik-
sýningar, vídeóverk, hljóðverk, inn-
setningar og stórt útilistaverk. Við-
burðir hátíðarinnar fara fram víðs
vegar um bæinn en áhugasamir geta
fengið kort yfir hvar þeir fara fram
þar sem einnig er sýnt klukkan hvað
hver viðburður á sér stað ef þeir eru
tímasettir sérstaklega.
Listamenninrnir 13 sem standa að
hátíðinni koma víðs vegar að úr heim-
inum, eru á öllum aldri og með ólíkan
bakgrunn í listum. Hafa þeir notið vel-
vildar og hjálpar heimamanna við að
skapa þessa spennandi og metn-
aðarfullu listahátíð í lok mánaðarins.
Til að fjármagna KUL-verkefnið
fékkst styrkur frá Vaxtarsamningi
Norðurlands vestra enda er stefnt að
því að fólk fari í framtíðinni að nýta
betur til matargerðar þau hráefni sem
öllum eru aðgengileg í umhverfinu.
Allir viðburðir hátíðarinnar eru
ókeypis og allir eru velkomnir.
Þeim sem vilja fræðast meira um
hátíðina eða listamennina sem standa
að henni er bent á vefsíðurnar http://
visibleseas.blogspot.com/ og http://
cargocollective.com/seas.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Listahátíð Hluti listamannanna sem taka þátt í KUL-verkefninu. Myndin er tekin í vinnuaðstöðu eins þeirra.
Vannýtt hráefni verður í
aðalhlutverki á lokahátíð
Þang, þari og þörungar á boðstólnum þegar listamenn
KUL-verkefnisins á Skagaströnd bjóða fólki í heimsókn
Alþjóðlegur hjartadagur verður
haldinn víða um heim í dag. Á Ís-
landi sameinast Hjartavernd,
Hjartaheill, Neistinn, styrkt-
arfélag hjartveikra barna og
Heilaheill um að halda daginn há-
tíðlegan og bjóða til hjartahelgi
með dagskrá í Reykjavík og
Kópavogi sem einkennist af
hreyfingu, útiveru og samveru
allrar fjölskyldunnar.
Hjartagangan verður um Laug-
ardal og Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinn í dag. Lagt verður af
stað kl. 10.30 frá anddyri Laug-
ardalshallar. Tvær gönguleiðir
verða í boði, 2,7 km og 3,8 km.
Engin forskráning verður og fólki
bent á að mæta bara á staðinn.
Á morgun, sunnudag, verður
Hjartadagshlaupið háð á kl. 10.00
á Kópavogsvelli og hefst kl. 10.
Tvær vegalengdir eru í boði, 5 og
10 km með tímatöku. Skráning er
á hlaup.is eða við stúkuna á
Kópavogsvelli frá klukkan 9.00.
Þátttaka er ókeypis.
Útivera í boði á alþjóðlegum hjartadegi
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Í dag, laugardag, verður haldin í
Félagsgarði matarhátíðin Krásir í
Kjósinni.
Kjósarstofa stendur að hátíðinni,
sem nú er haldin í annað sinn. Þar
munu matreiðslumeistararnir Ólöf
Jakobsdóttir og Jakob H. Magn-
ússon bjóða upp á krásir úr hráefni
beint frá býlum. Húsið verður opn-
að kl. 19 og borðhald hefst kl. 20 og
mun kvöldverðurinn kosta 6.500 kr.
án drykkja. Veislustjórn verður í
höndum Sigurlaugar M. Jón-
asdóttur útvarpskonu og ræðumað-
ur kvöldsins verður Guðrún Hall-
grímsdóttir sem fjallar m.a. um
fjörunytjar. Einnig verður boðið
upp á tónlistaratriði. Hægt verður
að panta sætaferðir frá Reykjavík
og til baka.
Krásir úr hráefni beint frá býlum í Kjósinni
Stjórn Lands-
sambands
bakarameist-
ara (LABAK)
mótmælir
harðlega fyr-
irhugaðri 800
milljóna
króna hækk-
un á vöru-
gjöldum á matvæli sem boðuð er í
fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn-
arinnar. Vörugjöldin eiga að
beinast að sykri í matvælum og
eru réttlætt með manneldissjón-
armiðum og aðgerðum gegn of-
fitu. „Litlar líkur eru á að hækk-
un vörugjalda á sykraðar vörur
hafi áhrif á heilsu- eða holdafar
landsmanna enda gerir rík-
isstjórnin ekki ráð fyrir breyttri
neysluhegðun heldur miðar tekj-
urnar við óbreytt innkaupa-
mynstur,“ segir í ályktun baka-
meistaranna.
Telja sykurskatt
hafa lítil áhrif
WU SHU ART
TAI CHI
KUNG FU
FYRIR ALLA
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR
Skeifunni 3j · Sími 553 8282
www.heilsudrekinn.is
Í samstarfi við Kína
-Capital Institute of
Physical Education
Fyndin,
snjöll og
fáguð
Skáldsagan ÞAÐ VAR EKKI ÉG sýnir á bráð-
fyndinn hátt hversu fljótlegt er að rústa
bæði banka og vel skipulögðu lífi.
Kristof Magnusson er þýsk-íslenskur
rithöfundur og þýðandi sem sló í gegn með
þessari sögu í Þýskalandi árið 2010.
„... hrífur mann með einstaklega fyndnum
og snjöllum söguþræði og fáguðum og
trúverðugum persónum.“
IRENE BAZINGER / FRANKFURTER ALLGEMEINE
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu