Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 ✝ Ingibjörg Þór-unn Jóhanns- dóttir (Inga Tóta) sem lést 10. sept- ember síðastliðinn fæddist á Ísafirði 28. apríl 1933. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Árni Sigurgeirsson og Sigríður Soph- usdóttir. Hún var tæplega 6 ára þeg- ar móðir hennar lést úr berkl- um og ólst því upp hjá föðurafa sínum og ömmu sem bjuggu í Sundstræti 17 á Ísafirði. 12 ára gömul flutti hún til föður síns og stjúpmóður, Unu Thorodd- sen, sem lifir enn í hárri elli á Jóns eru 15 og barna- barnabörnin þegar orðin 14. Þau hjónin bjuggu lengi vel á Ísafirði, fyrst í Pólgötu og síðan á Urðarvegi. Árið 1979 fluttu þau suður á bóginn og settust að í Kópavogi. Í tæp tuttugu ár bjuggu þau við Álf- hólfsveg, en um aldamótin söðluðu þau um og fluttu í út- sýnisíbúð í Ársölum þar sem Esjan og Snæfellsjökull blöstu við. Síðustu tvö ár bjuggu þau í góðra vina hópi í DAS-íbúð við Boðaþing. Á langri starfsævi sinnti Inga Tóta einkum því margbrotna, erilsama og oft vanmetna starfi að vera „bara“ húsmóðir. Ekki skorti hana verkefnin því auk þess að ala upp sín börn (og barnabörn) sá hún um tengdaforeldra sína (Elínu og Þórð) í mörg ár og rak stórt og mjög gestkvæmt heimili. Útför Ingibjargar Þórunnar fór fram í kyrrþey. Ísafirði. Jóhann og Una eignuðust Kol- brúnu (1945) sem er eina systkin Ingu Tótu. Aðeins átján ára gömul var hún orð- in móðir og gift kona, því 30. des- ember 1951 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Jóni Þórðarsyni. Þau eignuðust sjö börn: Sigríði (1951), Þórð Guðjón (1953), Árna Guðlaug (1955), Sigurð Albert (1958, dáinn 1960), Sverri Atla (1961), Einar Þór (1963) og Jóhann Sigurgeir (1965). Barnabörn Ingu Tótu og Elsku amma. Þegar við systkinin situm hér saman og semjum þessi orð er það eina sem við getum hugsað um hversu þakklát við erum að hafa átt þig fyrir ömmu og hversu þakklát við erum fyrir allar minningarnar sem við bjuggum til saman. Þegar við hugsum um þig minnumst við stóra faðmsins þíns – en þú sagðir alltaf að ömmur ættu að vera mjúkar, hlýjar og með stóran faðm. Við minnumst lúð- ursins sem þú notaðir til að kalla á okkur í mat upp í Dokku og allra kræsinganna sem þú barst á borð fyrir okkur, við minnumst kókoskúlugerðar, jólaskreytinga, hláturs, gleði og óendanlega mikillar væntum- þykju. Það var stórt skarð sem þú skildir eftir þegar þú fórst – skarð sem verður mjög erfitt að fylla. Við munum ætíð minnast þín með ást og hlýju og vonum að þú sért nú á betri stað með Sigga Alla, mömmu þinni og öll- um hinum sem þú saknaðir. Kveðja, Elín, Hallvarður og Þórunn. Ingibjörg Þórunn, Inga Tóta eins og hún var kölluð, var bróðurdóttir mín, dóttir Jó- hanns Sigurgeirssonar, verzlun- armanns á Ísafirði. Barnung kemur hún á heimili foreldra minna á Ísafirði, þegar móðir hennar, Sigríður Sophusdóttir, lézt úr berklum á Kristneshæli. Þar ólst hún síðan upp með systkinahópi mínum í sex, sjö ár, unz faðir hennar kvæntist öðru sinni. Við knýttumst því systra- og vináttuböndum, sem héldu meðan báðar lifðu. Og það er stórt skarð fyrir skildi í ættmenna- og vinahópi mínum við fráfall hennar. Inga Tóta stóð fyrir stóru heimili og annasömu á Ísafirði – í áratugi – enda börn þeirra hjóna mörg og húsbóndinn með umsvifamikinn atvinnurekstur, sem oft reyndi á gestrisni þeirra hjóna, sem orð fór af. Að auki var hún greiðasöm og hljóp gjarnan undir bagga, ef hún vissi einhvern í erfiðleikum eða standa höllum fæti. Hjarta- gæzka hennar var mikil. Það vissum við bezt sem næst henni stóðum. Við fráfall hennar þakka ég og fjölskylda mín Ingu Tótu og þeim hjónum áratugalanga samleið og vináttu. Jafnframt sendum við Jóni, afkomendum þeirra hjóna og hálfsystur Ingu Tótu innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um góða og mæta konu milda sorg þeirra og söknuð. Þorgerður Sigurgeirsdóttir. Ingibjörg Þórunn Jóhanns- dóttir, alltaf kölluð Inga Tóta, er látin eftir langvinn og erfið veikindi. Inga Tóta var gift móðurbróður okkar, Jóni Guð- laugi Borgfjörð Þórðarsyni, og bjuggu þau lengst af á Pólgötu 5 á Ísafirði en fluttu í Kópavog fyrir um þremur áratugum. Húsið á Pólgötunni var sann- kallað fjölskylduhús. Afi okkar og amma, þau Þórður Guðjón Jónsson múrarameistari og El- ín Sigríður Jónsdóttir ljósmóð- ir, bjuggu á efri hæðinni en niðri réðu þau Inga Tóta og Nonni ríkjum með allan barna- hópinn sinn. Foreldrar okkar, þau Haraldur Steinþórsson og Þóra Sigríður Þórðardóttir, hófu líka búskap sinn í húsinu um miðja síðustu öld og fædd- umst við systkinin þar öll. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur dvöldum við oft á Ísafirði. Í minningunni var allt- af sól og blíða þar í kaupstaðn- um við Pollinn. Umhverfis Ingu Tótu var líka alltaf sól. Hún var með þessi fölbláu fallegu augu sem virtust skilja allt og þetta bjarta bros og skilningsríku til- svörin. Hún tók okkur börnunum ætíð með hlýju og gerði engan greinarmun á okkur og sínum börnum. Öllum var sinnt eins og þurfti og við eigum margar góðar minningar frá þessum tímum. Hún hafði sinn háttinn á að kenna lítilli stúlku á þriðja ári að klifra ekki á eftir stóru strákunum upp á bílskúrsþak þótt það væri freistandi. Og þegar allur krakkaskar- inn fór með þeim Nonna út í skóg að vetrarlagi til að renna sér á sleðum og lenda í allskyns spennandi ævintýrum tjaldaði Inga Tóta þar á staðnum og beið brosandi með heitt kakó þegar kuldaboli fór að bíta. Inga Tóta naut þess síðar að verða amma og langamma stórs barnahóps. Hún hafði gaman af að segja sögur af afkomend- unum og fylgdist vel með þroska þeirra og áhugamálum. Meðal annars skrifaði hún alltaf niður skemmtileg tilsvör og setningar frá þeim og varð það fljótlega ómetanlegur fjársjóð- ur. Samband foreldra okkar við Ingu Tótu og Nonna var alltaf mjög náið. Hlýjan og sam- kenndin var til staðar jafnt á hátíðisdögum og erfiðum stund- um. Þegar faðir okkar fór í tví- sýna hjartaaðgerð til London kom Inga Tóta út til að styðja mömmu og vera henni til halds og trausts. Þannig var hún. Hjartahlý og tilbúin að aðstoða þegar þörf var á. Þau Inga Tóta og Nonni voru samhent hjón og vinmörg. Þau kynntust í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði og stóðu saman í blíðu og stríðu eftir það. Hún var for- stjórinn en hann framkvæmda- stjórinn, hvort sem verið var að stjórna Steiniðjunni h/f, stærsta byggingafyrirtæki Vestfjarða, risnu og rausn á myndarlegu heimilunum eða ærsla- og pú- kaleikjum í sælureitunum í Arnardal fyrir vestan en síðar í Dokkunni við Meðalfellsvatn. Með þeim hjónum var jafnræði. Já, endurminningar margra kynslóða tengjast gestrisninni hjá þeim. Elsku Nonni. Inga Tóta var sterk og góð kona og við sökn- um hennar öll og þökkum fyrir þá gæfu að hafa verið samferða henni. Við sendum þér, börnum ykkar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Börn Þóru Siggu og Harald- ar, Elín, Ingibjörg, Ólafur og Steinþór. Ingibjörg Þórunn Jóhannsdóttir Elsku besta stóra systir mín. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þetta er svo skrítið. Að sætta mig við að þú sért farin; sætta mig við að þú stríðir mér ekki framar; sætta mig við að knúsa þig ekki aftur; sætta mig við að geta ekki hefnt mín á þér um jólin eins og ég var búinn að lofa þér. Manstu myndina sem þú gafst mér á síðustu jólum? Ég var búinn að finna eina hrikalega flotta til þess að gefa þér þessi jól og ég held að ég pakki henni samt inn. En mig langar að biðja þig um eitt að lokum: Ekki hætta að stríða mér. Ég vil finna fyrir nærveru þinni. Þinn litli bróðir að eilífu, Sigurður. Kveðja. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Fanney Elín Ásgeirsdóttir ✝ Fanney ElínÁsgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1967. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 17. sept- ember 2012. Útför Fanneyjar fór fram frá Foss- vogskirkju 27. sept- ember 2012. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífs- ins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens ) Of fljótt kveðjum við kæra skólasystur úr Austurbæjaskól- anum. Of fljótt finnst okkur sem eft- ir sitjum úr þessum fámenna hópi sem var svo náinn þegar við vorum saman í skóla. Margar góðar stundir, marg- ar góðar minningar. Hvíl þú í friði elsku Fanney, Guð geymi þig. Sendum innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu Fanneyjar og megi guð styrkja ykkur í sorginni. Elísabet B. Óla, Rut, Kolbrún V., Kristín Hulda, Kristín Gunn., Lúcía, Jóhanna S., Jóhanna Þ., Geirný, Guðrún Karls og Ída. Kveðjustundin er komin. Svo fljótt, svo alltof fljótt en við fáum engu ráðið. Okkur finnst lífið ekki alltaf sanngjarnt. Lífið gefur okkur margt, en stundum tekur það alltof mikið. Konu í blóma lífsins. Það kennir okkur að njóta dagsins í dag. Morg- undaginn eigum við ekki vísan. Þetta fengum við að reyna þeg- ar við kvöddum Fanneyju föstu- daginn 14. september að lokn- um vinnudegi. Hún varð bráðkvödd sunnudaginn 16. september. Þá var ég svo ungur, að ég ekki fann, hver undur í sorginni búa, og síst vildi sjón minni trúa, er agndofa sá ég hvern einasta mann augunum grátnum til himinsins biðj- andi snúa. Í fuglanna hreimi var harmur sár og hryggðarsvipur á öllum dýrum um jörðina dreifðust daggartár döpur með grátblæ skýrum. Það var þungt yfir öllum hjörtum Nema sólin ein hló svo að heiðríkju sló frá himninum skínandi björtum. Mér hitnaði um hjartarætur og ég hvíslaði lágt: „Nú hlýtur einhver að eiga svo bágt að allt nema himininn grætur.“ En eftir atburði slíka aftur varð sorgin að gleði þá spurði ég mömmu gramur í geði „því grét ekki himinninn líka?“ Ég man það víst allaf á meðan ég get, hvað mamma varð döpur í bragði. Hún þagði. En loks eftir þögnina þunga og langa, þrýsti hún mér að sér og sagði: „Við vitum ei hót um þau háleitu fet, sem himinsins ljósvættir ganga. En sástu ekki vinur að guðssólin grét geislum, sem þerruðu tárin af ann- arra vanga. (Jóhannes úr Kötlum.) Fanney kom til starfa haustið 2005. Hún hafði áhuga á að vinna með börnum. Hún var með yngstu dóttur sína í Breið- holtsskóla. Fanney sá um mat- salinn og skipulagningu þar. Það gerði hún vel. Áður hafði hún verið baðvörður. Það gerði hún einnig að alúð og börnin treystu henni. Nemendur hændust að henni og Fanney var okkur félagi og vinur. Hún fylgdist vel með, hvort heldur sem það var inni eða úti, á göngum eða í matsal. Reim- aði, hneppti, snýtti og huggaði. Já, hún hlúði að börnunum og þau leituðu til hennar. Hún hafði gaman af ferðalögum og hafði víða farið. Í sumar dvaldi hún hjá syni og tengdadóttur í Sviss. Hún kom glöð úr þeirri ferð, með góðar fréttir. Lífið brosti, framtíðin var björt. Lítið barn mun fæðast á nýju ári. Líf- ið heldur áfram en Fanney mun lifa með okkur í minningunni. Við sendum eiginmanni og börnum, tengdabörnum og fjöl- skyldu okkar innilegust samúð- arkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks, Anna Sigríður Pétursdóttir aðstoðarskólastjóri. „Drottinn leggur líkn með þraut.“ Það á við í erfiðri stöðu okkar ástvina og fjölskyldu Fanneyjar Elínar Ásgeirsdótt- ur sem lést skyndilega hinn 17. september af ófyrirsjáanlegri heilablæðingu. Jarðvist minnar kæru tengdadóttur var lokið á einu augabragði. Fanney var elskuð af öllum sem hún umgekkst og minningin um hana er björt, sveipuð kærleik og fegurð. Eiginkona, móðir, dóttir, systir og amma voru hennar stóru hlutverk og þar eru henn- ar minnisvarðar varðveittir. Fanney var einstaklega góð- viljuð persóna, lítillæti og hóg- værð voru hennar einkenni. Þrátt fyrir það var hún óum- deilanlega glæsileg og með það yfirbragð er einkennir stór- brotna manneskju. Hún var okkur tengdafólki sínu, sem eiginkona Orra sonar míns, sannur gleðigjafi og óteljandi eru minningarnar um góðar stundir þar sem Fanney varð- veitti sína einstöku fjölskyldu- einingu og stuðlaði af einhug að samfundum skyldmenna. Fyrir allar þær stundir verðum við einlæglega þakklát. Sorgin hef- ur verið á okkur lögð – að læra að lifa án Fanneyjar Elínar Ás- geirsdóttur. Samúð mína votta ég öllu hennar samferðafólki. Ég kveð mína elskulegu tengdadóttur með þakklæti. Sigurbjörg Jónsdóttir. ✝ Við þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru ÓLAFAR MAGNÚSDÓTTUR, Hvassaleiti 56. Magnús R. Jónasson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurrós Jónasdóttir, Ólafur G. Flóvenz, Elín Jónasdóttir, Eggert Jónasson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til ykkar allra sem heiðrað hafið minningu okkar ástkæra VILHJÁLMS FREYS JÓNSSONAR véltæknifræðings. Samúð ykkar, nærvera og stuðningur hefur verið okkur ómetanlegur styrkur. Kristjana Harðardóttir, Steinunn Snædís Vilhjálmsdóttir, Jón Snævar Vilhjálmsson, Inga Sóley Kristjönudóttir, Carolina Castillo, Davíð G. Waage, Steinunn Gísladóttir, Jón M. Vilhelmsson, Gísli Jónsson, Hörður Jökull, Alexander, Ísabella og ástvinir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar og vinar, BÁRU HANSDÓTTUR, Efstaleiti 75, Reykjanesbæ. Guðmundur Pétursson, Pétur Rúðrik Guðmundsson, Sólveig Gígja Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.