Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Þegar rætt er um áhrif af breytingum ríkisstjórnarinnar á skattkerfið er ekki óeðlilegt að tekist sé á um það hvort þær séu til góðs eða ills fyrir fólk og fyr- irtæki. Það sýna dæmin að sitt kann mönnum að sýnast eftir því hvaða hug- myndafræði þeir fylgja. Hitt er verra þegar ekki er hægt að ræða um breytingar sem gerðar hafa verið út frá fyrirliggjandi staðreyndum. Í grein í Morgunblaðinu í gær sakar fjármálaráðherrann mig um rangan prósentureikning, en mis- skilningur ráðherrans, Oddnýjar Harðardóttur, liggur í því að hún hefur ekki kynnt sér forsendurnar. Þegar ráðherrann hefur bætt úr því getum við ef til vill farið að ræða það sem öllu skiptir: hvort það hefði komið betur út fyrir launþega í dag að búa við óbreytt skattkerfi frá árinu 2007, þ.m.t. verðtryggðan persónuafslátt, eða hið nýja skattkerfi ríkisstjórn- arinnar? Byrðin hefur þyngst Upphaf málsins er að nýlega óskaði ég eftir því að Alþingi léti taka saman hvernig skattbyrðin væri ef við byggjum við tekju- skattskerfið eins og það var árið 2007 og uppfyllt hefðu verið loforð um hækkun persónuafsláttar til samræmis við verðlag fram til dagsins í dag. Þetta er svo borið saman við skattkerfið eins og það hefur þróast undir núverandi rík- isstjórn. Að beiðni Alþingis gerði ríkisskattstjóri þessa útreikninga. Eins og útreikningarnir sýna, hefði það komið betur út fyrir alla launahópa ef kerfið hefði verið óbreytt og staðið hefði verið við loforð um verðtryggingu persónu- afsláttar. Aðkoma stjórnvalda að gerð kjarasamninga á árunum 2006 og 2008 fólst m.a. í því að tryggja til- tekna hækkun persónuafsláttar umfram verðlag. Yfirlýsingar fjár- málaráðuneytisins frá 7. febrúar 2008 og 22. júní 2006 sýna svo ekki verður um villst að samið hafði verið um verðtryggingu persónu- afsláttar á árunum fram til 2012. Að auki skyldi hann hækka um 7.000 kr. í ákveðnum skrefum. Það var ákvörðun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, en hún sat einmitt í ríkisstjórninni sem gaf út yfirlýsinguna 2008, að virða að vettugi þegar gefin loforð við launþega í landinu og taka upp annað kerfi. Leggja þannig meiri áherslu á lægsta skattþrepið en verðtryggingu persónuafsláttar. Útreikningarnir sem ég hef kynnt gera ekki annað en að draga fram áhrifin af þessari ákvörðun. Réttast væri af fjármálaráðherr- anum, í stað þess að væna menn um reiknivillur, að tefla fram rök- um fyrir ákvörðun ríkisstjórn- arinnar. Hingað til hefur því verið haldið fram að leið ríkisstjórn- arinnar kæmi betur út fyrir lægstu tekjuhópana, en það er staðreynd að leið ríkisstjórnarinnar kemur verr út fyrir alla. Nú kann að vera að ríkisstjórnin hafi ekki treyst sér til að standa við gefin fyrirheit og talið aðrar leiðir skynsamlegri. Ef svo er þá er um að gera að láta það koma fram. Hitt eru blekkingar, að halda því að fólki að aðgerðirnar hafi gagnast láglaunafólki. Svik við launþega Sé því haldið fram að hér hafi engin svik átt sér stað er rétt að rifja upp ummæli forystumanna launþegahreyfingarinnar þegar svikin urðu ljós seint á árinu 2009. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ: „Að mínu viti er hér um grófa rangfærslu að ræða við kynningu á stefnu rík- isstjórnarinnar – það hefði aldeilis verið tal- ið frétt til næsta bæjar ef oddvitar ríkisstjórn- arinnar hefðu komið hreint fram og upplýst þjóðina að það væri stefna hennar í skatta- málum að afnema verðtryggingu per- sónuafsláttar og standa ekki við gerða samninga.“ Stjórn AFLs starfsgreinafélags: „Stjórn AFLs Starfsgreinafélags krefst þess að umsamin hækkun persónuafsláttar komi til fram- kvæmda um áramót. Einnig krefst stjórnin þess að áður umsamin verðtrygging á persónuafslátt haldi. Hlífa verður þeim sem lægstar hafa ráðstöfunartekjurnar við frekari álögum eins og kostur er.“ Verkalýðsfélag Vestfirðinga var á sömu nótum: „Það er ljóst að fátt virðist halda í loforðum og samn- ingum við stjórnvöld. Þetta sést best á tekjulagafrumvarpi rík- isstjórnarinnar sem nú er til um- fjöllunar á Alþingi. En samkvæmt endanlegum útfærslum sem þar liggja fyrir þá hefur verið ákveðið að standa ekki við 3.000 kr. um- samda hækkun persónuafsláttar í byrjun árs 2011. Ekki nóg með það, einnig á að afnema þau ákvæði tekjuskattslaganna að persónu- afsláttur fylgi verðlagi.“ Réttast væri fyrir sitjandi rík- isstjórn að kannast við verk sín og reyna að verja þau með rökum en ekki haldlausum yfirlýsingum um að engin svik hafi átt sér stað og að nýja skattkerfið komi betur út fyr- ir lægstu laun. Að kannast við verk sín Eftir Bjarna Bene- diktsson » Það hefði komið bet- ur út fyrir alla launahópa ef skattkerfið hefði verið óbreytt og staðið hefði verið við lof- orð um verðtryggingu persónuafsláttar. Bjarni Benediktsson Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Nýja kraftaverkið Vertu velkomin í Sigurbogann og upplifðu nýja Moisturizing Soft kremið frá La Mer. Án þess að þurfa að hita kremið milli handanna framkallar það áhrif sem eru kraftaverki líkust. Sérfræðingur frá La Mer verður í versluninni mánudaginn 1. og þriðjudaginn 2. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.