Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Nýjustu fylgiskannanir benda til þess að forskot Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafi aukist veru- lega í landinu í heild eftir að hafa verið lengi innan skekkjumarka. Ef marka má kannanirnar hefur forskotið aukist í þremur ríkjum sem geta ráðið úrslitum í kosningunum, Ohio, Flórída og Pennsylvaníu. For- skot forsetans meðal líklegra kjós- enda mælist nú 10 prósentustig í Ohio, níu stig í Flórída og tólf stig í Pennsylvaníu. Mitt Romney, for- setaefni repúblikana, hefur að undanförnu lagt kapp á að auka fylgi sitt í Ohio. Enginn repúblikani hefur verið kjörinn forseti án þess að sigra þar. Í könnunum, sem ná til allra Bandaríkjanna, var forskot Obama innan skekkjumarka mánuðum sam- an en flestar þeirra benda nú til þess að munurinn sé orðinn verulegur. T.a.m. bendir könnun Pew Research Center til þess að forskot Obama sé átta prósentustig, en það er sex stig ef marka má kannanir Gallup. Hversu mikil er skekkjan? Repúblikanar draga þessar niður- stöður í efa og segja að þær séu ekki marktækar vegna skekkju í úrtök- unum sem valdi því að fylgi Obama sé ofmetið. Skekkjan byggist á því að þeir sem skilgreina sig sem demó- krata séu hlutfallslega fleiri í úrtök- unum en meðal þeirra sem mæta á kjörstað. Í könnunum Rasmussen Reports er reynt að leiðrétta þessa skekkju og þá bregður svo við að fylgi Obama og Romneys er hníf- jafnt. Stjórnmálaskýrendur segja að gera megi ráð fyrir slíkri skekkju en erfitt sé að segja til um hversu mikil hún sé. Þeir efast um að skekkjan sé eins mikil og repbúblikanar telja og segja að hún geti verið u.þ.b. 3-5 pró- sentustig. Ef skekkjan er svo mikil myndi Obama samt sigra, sam- kvæmt flestum skoðanakönnunum. 265 191 Heimild: RealClearPolitics Obama með forskot í baráttunni um kjörmenn Hawaii Massachusetts Rhode Is. Connecticut Wash. DC Oregon Vermont Í kosningunum velja kjósendurnir kjörmenn sem kjósa forsetann endanlega. Fjöldi kjörmanna í hverju ríki ræðst af íbúafjölda Maine New Hampshire Illinois New York New Jersey Delaware Maryland W.Virg. Pennsylvania Ohio Nebraska Nýja Mexíkó Utah Alaska Nevada Kalifornía Wyoming Suður- Dakóta Norður- DakótaMontana Idaho Virginía Norður-Karólína Suður- Karólína Georgía Tennessee Kentucky Michigan Wisconsin Louisiana Arkansas Missouri Iowa Oklahoma Kansas Arizona Colorado Texas Indiana Washington Mississippi Alabama Flórída Minnesota 179 Óákveðnirtraustur stuðningur líklegur stuðningur líklegur stuðningur traustur stuðningur 15086 82 41 Kjörmennirnir eru alls 538 Frambjóðandi þarf atkvæði 270 kjörmanna til að ná kjöriBarack Obama Mitt Romney Fylgiskannanir sem gerðar voru 18.-26. september. Í prósentum Obama með forystu í lykilríkjum Ohio 23. ágúst 26. sept. Pennsylvanía 5453 4242 Heimildir: Quinnipiac-háskóli/CBS News/New York Times Repúblikanar 23. ágúst 26. sept. 5350 4344 Barack Obama Mitt Romney Enginn hefur sigrað í forsetakosningum frá árinu 1960 án þess að sigra í a.m.k. tveimur af þessum þremur ríkjum Banda- ríkin Flórída 23. ágúst 26. sept. 5349 4446 Demókratar Forskot Obama vel yfir skekkjumörkum  Fylgið ofmetið vegna skekkju í úrtökum? Viðhorfskannanir í þremur af lykil- ríkjunum í forsetakosningunum, Flórída, Ohio og Virginíu, benda til þess að meirihluti kjósendanna sé andvígur þeim breytingum sem repúblikanar hafa boðað á Medi- care, sjúkratryggingakerfinu fyrir 65 ára og eldri. Ef marka má kannanirnar telja eldri borgarar í ríkjunum þremur að framtíð Medicare og efnahags- málin almennt séu mikilvægustu kosningamálin og allt að 70% þeirra vilja halda sjúkratrygg- ingakerfinu óbreyttu að mestu eins og Obama hefur boðað, að sögn The Washington Post. Stuðningurinn við Medicare er mestur í Flórída þar sem fimmti hver kjósandi í síðustu forseta- kosningum var 65 ára eða eldri. The Washington Post segir að því meiri áherslu sem kjósendurnir leggi á óbreyttar sjúkratryggingar því líklegri séu þeir til að kjósa Obama. Mikill stuðningur við Medicare SJÚKRATRYGGINGAR OFARLEGA Á BAUGI Í LYKILRÍKJUM LAGERSALA allt að 80% afsláttur Laugardag & sunnudag 11-16 Laugavegi 178 Rúmföt - margar stærðir Úrval af barnarúmfatnaði Handklæði og margt fleira M argar gerðir Eldhúsvörur Púðar & dúkarEin nig Löberar Rúmteppi 140x200 140x220 200x200 220x220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.