Morgunblaðið - 05.01.2013, Síða 51

Morgunblaðið - 05.01.2013, Síða 51
2010 vegna veikinda. Síðan hafa systkini hans rekið þar félagsbú. Halldór flutti í Búðardal 1998 og hefur búið þar síðan en hefur enn lögheimili á Breiðabólstað, á nokkrar rollur og er í sveitinni yfir sauðburð, við heyskap og fer í göngur. Tónlistin lokkar og laðar Halldór festi ungur kaup á harmóniku og hóf að leika fyrir dansi, einkum í félagsheimilinuá Staðarfelli og í Búðardal. Hann hóf kennslu við Tónlistarskólann í Dala- sýslu við stofnun skólans, 1976, var fastráðinn 1984 og var skólastjóri hans 1994-2008. Halldór hefur verið kirkjuorg- anisti í meira en hálfa öld. Hann hóf að spila í Staðarfellskirkju 1957 og var síðan orgelleikari þar og við Hvammskirkju, á Skarði og í Dag- verðarnesi en er nú organisti hjá sóknarprestinum í Dalaprestakalli. Halldór var einn af stofnendum Nikkólínu, félags harmónikuleikara í Dalasýslu, árið 1981, hefur leikið og starfað með félaginu síðan og stjórn- að hljómsveit þess. Þá hefur Halldór stjórnað kirkjukórum í Dalasýslu og stjórnað samkórum í Dölum, s.s. Þorrakórnum og Vorboðanum. Halldór var hreppstjóri á Fells- strönd um árabil frá 1967 og sat í sveitarstjórn þar til hrepparnir voru sameinaðir í Dalabyggð. Hann var formaður Ungmennasambands Dalamanna 1958-66, var formaður Búnaðarfélags Fellsstrandarhrepps og sat í stjórn Kaupfélags Hvamms- fjarðar um árabil. Halldór var sæmdur fálkaorðunni fyrir tónlistarstörf í héraði þann 17. júní 2012. Fjölskylda Eiginkona Halldórs er Ólafía Bjarney Ólafsdóttir, f. 20.3. 1938, húsfreyja. Hún er dóttir Ólafs Andréssonar frá Þórisstöðum í Gufu- dalssveit, verkamanns í Borgarnesi, og Þuríðar Ólafsdóttur, lengi hús- freyju og bónda að Staðarfelli. Börn Halldórs og Ólafíu Bjarn- eyjar eru Sigrún Birna, f. 22.9. 1959, bóndi og húsfreyja á Breiðabólstað en maður hennar er Vilhjálmur Baldur Bragason bóndi; Þórður Karl, f. 27.11. 1960, fyrrv. bóndi á Breiðabólstað, var kvæntur Önnu Karen Söderholm og eru börn þeirra Gréta Rún og Halldór Erik; Stein- unn Helga, f. 10.12. 1961, starfs- maður við Mjólkursamlagið í Búð- ardal; Ólafur Kjartan, f. 7.4. 1963, rekur bókhaldsstofu í Kópavogi en kona hans er Helga Rut Baldvins- dóttir og eru synir þeirra Halldór Óli og Sigurður Baldvin; Inga Heiða, f. 16.1. 1976, verslunarstjóri í Lyfju í Búðardal og er sonur hennar Björn Kalman Þorgils. Systkini Halldórs: Ingibjörg Hall- dóra, f. 29.5. 1919, d. 31.8. 1936; Guð- björg Helga, f. 11.10. 1920, d. 22.2. 2007, húsfreyja í Reykjavík; Friðjón, f. 5.2. 1923, d. 14.12. 2009, alþm. og ráðherra í Reykjavík sem söng með kvartettinum Leikbræðrum; Sig- urbjörg Jóhanna, f. 5.2. 1924, kenn- ari, búsett í Hafnarfirði; Sturla, f. 31.7. 1925, fyrrv. bifreiðastjóri í Búð- ardal. Foreldrar Halldórs voru Þórður Kristjánsson, f. 26.3. 1890, d. 19.5. 1967, hreppstjóri á Breiðabólstað, og k.h., Steinunn Þorgilsdóttir, f. 12.6. 1892, d. 4.10. 1984, kennari og hús- freyja. Úr frændgarði Halldórs Þorgils Þórðarsonar Halldór Þorgils Þórðarson Steinunn Jónsdóttir húsfr. á Skarfsstöðum, systir Þórðar Jónssonar á Breiðabólstað Sigmundur Grímsson b. á Skarfsstöðum, af Ormsætt Halldóra Sigmundsdóttir húsfr. í Knarrarhöfn Þorgils Friðriksson oddviti og kennari í Knarrarhöfn Steinunn Þorgilsdóttir kennari og húsfr. á Breiðabólstað Helga Jónsdóttir húsfr. á Ormsstöðum Friðrik Þorgilsson b. á Ormsstöðum Salóme Þorsteinsdóttir á Leysingjastöðum í Hvammssveit Jón Jónsson húsm. í Skógum á Fellsströnd Sigurbjörg Jónsdóttir húsfr. á Breiðabólstað Kristján Þórðarson b. á Breiðabólstað Þórður Kristjánsson hreppstj. á Breiðabólstað Jófríður Einarsdóttir húsfr. á Breiðabólstað Þórður Jónsson b. á Breiðabólstað Friðjón Þórðarson alþm. og ráðherra Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar Helga Þorgilsdóttir yfirkennari við Melaskóla Ólafur Gaukur Þórhallss. tónlistarmaður, faðir Önnu Mjallar söngkonu Salóme Kristjánsdóttir húsfr. á Sveinsstöðum Svavar Gestsson fyrrv. ráðh., faðir Svandísar ráðherra Gestur Sveinsson b. á Grund á Fellsströnd Organisti og stjórnandi Halldór með Þorrakórinn að Skriðulandi í Saurbæ á Jörvagleði. ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2013 Tómas Guðmundsson fæddistað Syðri-Brú í Grímsnesi 6.1.1901, sonur Guðmundar Ög- mundarsonar og Steinunnar Þor- steinsdóttur. Hann lauk embættisprófi í lög- fræði frá HÍ, sinnti málflutnings- störfum 1926-29, starfaði við Hag- stofu Íslands 1928-43, sinnti útgáfustörfum og ritstörfum og orti sum fegurstu ljóð tungunnar á síð- ustu öld. Tómas bjó við Laugaveginn á námsárunum, á svipuðum slóðum og Halldór Laxness og Sigurður Ein- arsson í Holti en þeir Halldór lögðu þá m.a. á ráðin um útgáfu bók- menntarits. Síðar varð Tómas helsti frumkvöðull að útgáfu Helgafells og síðar Nýs Helgafells og einn stofn- enda Almenna bókafélagsins. Þá samdi hann og gaf út, ásamt Sverri Kristjánssyni sagnfræðingi, tíu binda verk með æviþáttum fólks frá liðinni tíð. Tómas er almennt talinn eitt allra fremsta skáld þjóðarinnar á síðustu öld. Hann var aðeins 24 ára er hann sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Við sundin blá, og varð þar með eitt helsta skáld samtímans. Í miðri kreppunni, 1933, sendi hann frá sér ljóðabókina Fögru veröld sem seld- ist samstundis upp í nokkrum upp- lögum. Þó hann yrki þar einkum um ástina, vorið, æsku og vín, er langt í frá að hann sé einhæft bjartsýnis- skáld. Hann orti frumleg og falleg kvæði um dauðann og er oft dæmi- gert skáld trega og söknuðar. Með skáldskap sínum endurnýjaði Tómas skáldmálið með því m.a. að færa það nær talmáli og finna fegurð þar sem aðrir sáu ljótleika. Ljóðabókin Stjörnur vorsins kom út 1940, Fljót- ið helga,1950 og Heim til þín, Ísland, 1981. Samtalsbók Tómasar og Matt- híasar Johannessens, Svo kvað Tóm- as, kom út 1960. Tómas er oft nefndur Reykjavík- urskáldið. Árið 1994 hóf Reykjavík- urborg að veita Bókmenntaverðlaun í hans nafni og 2010 var afhjúpuð stytta af Tómasi, eftir Höllu Gunn- arsdóttur myndhöggvara, við suð- vesturenda Tjarnarinnar. Tómas lést 14.11. 1983. Merkir Íslendingar Tómas Guðmundsson Laugardagur 85 ára Bergur Guðmundsson Esther Ósk Karlsdóttir Gunnhildur Björnsdóttir Jón Gestur Sigurðsson Sigríður Benediktsdóttir Sigvaldi Gunnarsson 80 ára Einar Benediktsson Hera A. Ólafsson Jófríður Kr. Sigurðardóttir Ólafur Jensson 75 ára Gunnar Jóhannesson Rannveig Randversdóttir 70 ára Anna Lísa Michelsen Ágúst Rósmann Morthens Elínborg Eyþórsdóttir Gígja Árnadóttir Kristín Carol Chadwick Sigurjón Einarsson Sigurlín E.V. Thacker Trausti Björnsson Þorbjörn Sigvaldason Þórður Klemensson 60 ára Agnar Breiðfjörð Þorkelsson Arndís Jósefsdóttir Arnhildur S. Magnúsdóttir Droplaug G. Stefánsdóttir Egill Jón Sigurðsson Hallbjörn Kristinsson Hólmar Henrysson Magnús Magnússon Malee Suwannatha Ólafía Guðbjörg Ólafsdóttir Ragnhildur Þórarinsdóttir Sigurður Smári Sighvatsson 50 ára Björn Jóhann Ólafsson Bryndís Sigurjónsdóttir Halldór Magni Sverrisson Kolbrún Jónsdóttir Sigurður Skafti Davíðsson Steinunn Guðjónsdóttir Hansen Þorbjörg Bjarnadóttir 40 ára Ágúst Bergur Kárason Áslaug Skeggjadóttir Blanca Estela Cruz G. Óskarsson Díana Dröfn Heiðarsdóttir Freydís Örlygsdóttir Hilmar Kári Hallbjörnsson Hlynur Hafliði Helgason Hrefna Rún Gunnarsd Malmberg Jón Haukur Stefánsson Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir Kristján Georg Jósteinsson Margrét Huld Einarsdóttir Páll Hlöðver Kristjánsson Rósa Lyng Svavarsdóttir Þóra Björk Friðriksdóttir 30 ára Anna Katarzyna Wozniczka Anna Rut Bjarnadóttir Arnar Geir Guðmundsson Christine Hodits Daniela Dobrin Davíð Minnar Pétursson Elsa Rún Gísladóttir Erlendur Þór Ottesen Eva Ruza Miljevic Friðrik Brendan B. Þorvaldsson Guðmundur Valsson Gunnlaugur Már Briem Haukur Skúlason Heiða Hrönn Sigmundsdóttir Ingunn Brynja Einarsdóttir Jianzhen Shu Karina Hanney Marrero Margrét Björk Þór Ólafur Haukur Hansen Styrmir Jóhannsson Sveinn Óskar Ásbjörnsson Sunnudagur 90 ára Skafti Þóroddsson 85 ára Árný Oddbjörg Oddsdóttir Emil Als Guðfinna Steinsdóttir Ingveldur Sigurðardóttir 80 ára Magnús Kristinsson 75 ára Garðar Árnason Guðlaug Káradóttir Hrafn G. Johnsen Júlíus Egilson Kristín Eiríksdóttir Theodór Gunnarsson 70 ára Margrét Einarsdóttir Sigríður Alexandersdóttir Sigríður Kolbeins 60 ára Aðalsteinn Björnsson Björg Jakobsdóttir Einar Þór Lárusson Gils Friðriksson Guðríður Halldórsdóttir Heidi Strand Sigurbjörg Sigþórsdóttir Svanlaug Jónsdóttir Vilhjálmur Árnason Þorbjörg Björnsdóttir 50 ára Alfreð Hafsteinsson Bjarney Hrafnberg Hilmarsdóttir Guðmundur Örn Gunnarsson Kristinn Þorbergsson Linda Gunnarsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Ragnheiður Ólafsdóttir Steinunn Sveinsdóttir Úlfar Ægir Þórðarson Valborg Guðmundsdóttir Valgeir Freyr Sverrisson 40 ára Anna Dröfn Clausen Hildigunnur Garðarsdóttir Inga María Sigurbjörnsdóttir Jóna Elín Gunnarsdóttir Kristinn Rúnarsson Magnea Ólafsdóttir Marianne Elisabeth Klinke Páll Ingi Jónasson Ramadan Kryeziu Róbert Karel Guðnason Sigríður Inga Pétursdóttir Sigurður Ómarsson Valdimar Magnússon Þórir Geir Jónasson Þórunn Lárusdóttir 30 ára Atli Arnljóts Þórarinsson Bjarki Ólafsson Eggert Jóhann Árnason Einar Bragi Hauksson Esther Audorf Eva Rós Stefánsdóttir Friðrik Kristjánsson Helena Einarsdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir Ingunn Anna Hjaltadóttir Ingvi Örn Ingvason Ragnhildur Sveinbjarnardóttir Steinar Ingi Þorsteinsson Veronika Gspandl Til hamingju með daginn bolaprentun gluggamerkingar prentun Smiðjuvegur 42 Rauð gata 200 Kópavogur Sími:544 4545 www.signa.is signa@signa.is skilti signa.isBílamerkingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.