Morgunblaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Athyglisverthefur veriðað fylgjast með hvernig stjórnarliðar hafa brugðist við um- fjöllun forseta Ís- lands um áform þeirra um nýja stjórnarskrá lýðveldisins. For- setinn gagnrýndi mjög þau drög að nýrri stjórnarskrá sem ríkisstjórnin reynir að þvinga umræðulítið í gegnum þingið og fjallaði einkum efnislega um þá vankanta sem hann telur á tillögunum. Nú er tæp vika liðin frá því að forseti flutti ávarp sitt og helstu viðbrögð stjórnarliða eru að segja ekkert efnislegt um gagnrýni forsetans. For- sætisráðherra víkur sér undan því að ræða gagnrýni forseta með því að henni sé óheimilt að tjá sig um það sem gerist á rík- isráðsfundum. Hafi leyndin átt við, sem efast má um í þessu tilviki enda tæpast eðlilegt að hafa leynd um umræður eða bókanir af þessu tagi, er augljóst að engin leynd getur verið um það sem þegar hefur verið upplýst um. Hitt er svo annað og enn augljósara að engin leynd hvíldi yfir efni nýársávarps forseta og ætla verður að þau rök sem hann færði fram á rík- isráðsfundi degi fyrr hafi verið á sömu lund og í ávarpinu. For- sætisráðherra væri því í lófa lagið að fjalla efnislega um gagnrýnina, en kýs að gera það ekki, sem verður að við- urkenna að er rökrétt fram- hald af starfi hennar að þessu máli og fleirum. Leyndarhyggjan og pukrið verður fyrir valinu sé þess kostur og efnislegar umræð- ur um stjórnar- skrána er nokkuð sem forsætis- ráðherra hefur ekki enn tekið þátt í þó að hún ætlist til þess að þingið sam- þykki frumvarp að nýrri stjórnarskrá innan fárra vikna. En þó að þögnin sé helsta svar stjórnarliða við orðum forseta, auk þess sem sett er af stað umfjöllun til að dreifa at- hyglinni um hvort forseti hafi mátt upplýsa um bókun sína á ríkisráðsfundi, koma viðbrögð stjórnarliða einnig fram með öðrum hætti. Björn Valur Gíslason, þing- maður VG og helsti talsmaður formanns flokksins, bregst við gagnrýni forseta með því að kalla hann „forsetabjána“ og telur sig sjálfsagt með því hafa haft hann undir í rökræðunni. Af ömurlegum viðbrögðum stjórnarliða við gagnrýni á frumvarp að nýrri stjórn- arskrá er augljóst að þeir telja þær hugmyndir sem þar er að finna ekki þola nokkra um- ræðu. Væri allt með felldu, hugmyndirnar góðar, vel unn- ar og vel rökstuddar, tækju stjórnarliðar því vitaskuld fagnandi að fá tækifæri til að skýra sjónarmið sín í málinu og leiðrétta þann misskilning sem gagnrýnin hlyti þá að byggjast á. Vandinn er hins vegar sá að verið er að reyna að keyra í gegn án umræðu vanbúna og vanhugsaða stjórnarskrá. Slíkt plagg, sem þolir ekki efnislega umræðu, getur aldrei orðið grunnur að nýrri stjórnarskrá. Stjórnarliðar gera allt til að forðast efnislegar umræður um frumvarp sitt} Þögn og skætingur Á sama tíma ogVinstri græn- ir og Samfylkingin halda áfram aðlög- un Íslands að Evr- ópusambandinu berast af því frétt- ir að aðstæður al- mennings í Evrópu hafi ekki verið verri í áratugi. Yves Daccord, fram- kvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins, varaði í lið- inni viku við vaxandi fátækt í Suður- og Austur-Evrópu og að hjálparstofnanir þurfi að fara að beina sjónum í auknum mæli að Evrópu. Framkvæmdastjóri Rauða krossins hér á landi, Kristján Sturluson, tekur í sama streng og segir að félög Rauða kross- ins í Evrópu þurfi nú að fara að sinna verkefnum heima fyr- ir meira en áður hafi verið. Íslendingar búa við ágætar að- stæður til að vinna sig út úr erfiðleik- unum, ekki síst ef stjórnvöld standa ekki í vegi fyrir athafnasemi, framkvæmdum og framförum. Íslendingar sitja ekki uppi með vanda Evrópusambands- ins og evrunnar og þurfa – enn sem komið er að minnsta kosti – ekki að leggja fram fé til að standa undir mistökum stjórn- málamanna Evrópusambands- ins. Mikilvægt er að taka strax í taumana til að mistök ís- lenskra stjórnmálamanna verði ekki til þess að vandi ESB leggist á íslenska skatt- greiðendur. Íslendingar verða að gæta sín á að auð- lindir þeirra og atorka verði ekki flutt til Brussel} Vaxandi fátækt innan ESB Þ að eru viðbrigði fyrir fólk sem ekki er vant pólitískum skotgröfum að taka sæti á Alþingi. Ragna Árna- dóttir lýsti því nýverið fyrir mér sem „hálfgerðu sjokki“ er hún tók við sem dómsmálaráðherra 1. febrúar árið 2009, en óhætt er að segja að þá hafi ríkt upplausnarástand í þjóðfélaginu. „Ég myndi lýsa tilfinningunni sem mót- sagnakenndri,“ bætti hún við.„Annarsvegar fylgir því mikil ábyrgðarkennd að taka þátt í störfum Alþingis og virðing fyrir löggjaf- arsamkundunni, en síðan verður maður hálf- fúll yfir því hvernig umræður fara fram, að þær einkennist stundum af virðingarleysi og ókurteisi. Ég viðurkenni að þetta olli mér vonbrigðum. Af hverju þarf þetta að vera svona?“ Ragna er helst á því að þingmenn þurfi að skrifa und- ir trúnaðarsamning gagnvart hver öðrum, þar sem þeir gangist inn á að tala saman, bera virðingu fyrir önd- verðum sjónarmiðum og hlusta. „Í því felst ekki und- anlátssemi og eftirgjöf. Það er gamaldags viðhorf að menn þurfi að öskra hver upp í annan til að sýnast sterkir. Það afhjúpar vondan málstað að grípa til slíkra örþrifaráða.“ En það virðist lenska hjá valdhöfum að reka fólk áfram á gömlum kreddum, að það megi ekki gefa eftir og helst þurfi að berja í púltið til að einhver hlusti. Um- fram allt megi alls ekki skipta um skoðun. „Ef maður er mjúkmáll en ákveðinn, ber það vott um veik- lyndi?“ spyr hún. „Ég fæ ekki séð það.“ Þeir sem réttlæta átakastjórnmálin vísa gjarnan til undanlátssemi Chamberlains og þvermóðsku Churchills. En hversu mörg dæmi skyldu vera í stjórnmálasögunni um leiðtogann sem fer sáttaleiðina frekar en að blása til styrjaldar, án þess að það rati í sögubækur einfaldlega af því góð tíðindi þykja sjaldnast fréttnæm og ógnin raunger- ist ekki. Og víst er um það að Churchill naut sín síður á friðartímum en í stríðinu. En það er engin þversögn að fara sátta- veginn og standa engu að síður við sannfær- ingu sína. Í því felst virðing fyrir öndverðum sjónarmiðum að taka þau alvarlega og fara gegn þeim af fullum málefnalegum þunga. Um leið uppsker maður virðingu pólitískra andstæðinga. „Það er augljós eftirspurn hjá almenningi eftir málefnalegri umræðu og kurteislegri,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson í samtali sem ég átti við hann af sama til- efni á dögunum. „Stjórnmál snúast um að leysa ágreining. Spurningin er bara hvort við gerum það með sæmilega siðuðum hætti eða upphrópunum og skrækjum. Það er misskiln- ingur að tali menn saman á skynsamlegan og málefna- legan hátt, þá séu þeir að grafa allan ágreining. Það er eðlilegasti hlutur í heimi og grundvallaratriði í stjórn- málum að það sé ágreiningur. Og menn eiga að koma honum vendilega til skila.“ pebl@mbl.is Pétur Blöndal Þarf þetta að vera svona? Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Hideaki komst að sannleik-anum um uppruna sinnfyrir tilviljun. Í lækn-isnámi sínu var hann að taka blóðprufur meðlima úr fjöl- skyldu sinni þegar hann áttaði sig á að pabbi hans var ekki líffræðilegur faðir hans. Kato, sem nú er 39 ára gamall og starfar sem læknir, taldi að móðir sín hefði haldið framhjá. Þegar faðir hans var á ferðalagi spurði hann móður sína. Í ljós kom að hún hafði ekki stigið hliðarspor, heldur væri líffræðilegur faðir hans nafnlaus sæð- isgjafi og þau hefðu leynt hann ófrjó- semi föður hans. „Mér fannst eins og helmingurinn af mér hefði hrunið,“ sagði hann við fréttastofuna AFP. „Ég spurði sjálf- an mig: Eru minningar úr barnæsku um fjölskylduna brosandi á strönd- inni bara blekking?“ Löngun Katos til að vita meira strandaði hins vegar á foreldrum hans og réttleysi. Í Japan eru engin lög til að heimila aðgang að upplýs- ingum um erfðafræðilegan uppruna. Margir lenda í tilvistarkreppu þegar þeir átta sig á því að þeir hafa orðið til með gjafasæði eða -eggi og ganga sumir svo langt að krefjast þess að slíkt verði einfaldlega bannað. AFP vitnar í 33 ára gamla konu, sem er rit- stjóri hjá forlagi í Tókýó. Hún segir að þegar hún komst að því fyrir tíu árum að faðir hennar væri ekki líf- fræðilega skyldur henni hafi hún orð- ið fyrir áfalli og flosnað upp úr há- skóla. „Ég vona að þetta verði bannað,“ segir hún um nafnlausa gjafa. „Af hverju nægir ekki ættleið- ing? Fyrir mér er þessi tækni leið til að þykjast vera með „venjulega fjöl- skyldu“, til að fela ófrjósemi í sam- félagi þar sem enn er mikill þrýst- ingur á að ganga í hjónaband og eignast börn.“ Fjöldi para, sem ekki geta eignast börn, hefur látið draum sinn rætast með því að fá egg eða sæði á undan- förnum áratugum. Þessi lausn getur fært mikla hamingju, en þegar börnin eldast vilja þau fá svör um uppruna sinn. Í Kanada höfðaði Olivia Pratten mál til þess að komast að erfðafræði- legum uppruna sínum. 2011 dæmdi hæstiréttur í Bresku Kólumbíu að tryggja ætti börnum í héraðinu, sem getin eru með gjafasæði eða -eggi, að- gang að upplýsingum um nöfn líf- fræðilegra foreldra sinna. Dómnum var snúið við á næsta dómstigi í nóv- ember í fyrra, en Pratten á eitt dóm- stig eftir kjósi hún að áfrýja. Þá óttast margir, sem getnir eru með gjafasæði eða -eggi, að hefja samband við hálfsystkini án þess að hafa hugmynd um það. Sá ótti er ekki með öllu ástæðulaus. Sú hefð hefur komist á að einn gjafi skuli geta í mesta lagi verið foreldri 20 barna. Í Danmörku er hámarkið 25 börn. Í Bandaríkjunum og Kanada eru hins vegar engin lög um þetta og meiri eftirspurn er eftir sæði sumra gjafa en annarra. Kvikmyndagerð- armaðurinn Barry Stevens hefur notað reynslu sína í heimildar- myndir. Hann fæddist í Bretlandi og var „gjafasæðisbarn“. Faðir hans mun hafa feðrað á milli 500 og 1.000 börn þá þrjá áratugi, sem hann vann með sæðisbönkum. Hann á systkini í Kanada, Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Í Kanada og Bandaríkjunum eru ekki nákvæmar tölur um fjölda barna, sem getin hafa verið með sæði hvers gjafa. Áhyggjur vegna þess að einn gjafi eignist mörg börn snúast ekki bara um möguleikann á samræði hálf- systkina. Gjafinn gæti einnig borið leynda erfðagalla, sem valda sjúk- dómum, sem fyrir vikið yrðu algeng- ari í samfélaginu en ella. Gjafasæðisbörn heimta rétt sinn AFP Sálarstríð Japanski læknirinn Hideakis Kato getur ekki fundið föður sinn því að hann gaf sæði sitt. Hér sýnir hann gervifrjóvgun í viðtali við AFP. Þingsályktunartillaga um rétt barna til að vita um uppruna sinn var lögð fram á Alþingi í haust og var Siv Friðleifsdóttir fyrsti flutningsmaður. Í greinargerð með tillögunni segir að með því að leyfa nafn- leynd kynfrumugjafa sé „brotið á rétti einstaklings sem getinn er með þessum hætti“. Mikið sálarstríð og erfiðleikar geti fylgt því að vera synjað um upp- lýsingar um uppruna sinn. Í ályktuninni er innanríkis- ráðherra falið að undirbúa laga- breytingu fyrir 1. október. Vilja tryggja rétt barnsins LEYND Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.