Morgunblaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013 Þessir fyrstu dagar ársins eru einskonar aðlögun. Sonur minnog tengdadóttir eru að taka við búskapnum af okkur hjón-unum og nú þarf ég að venjast öðru hlutverki þó ég fari áfram í fjós, fyrst um sinn,“ segir Páll Pálmason, bóndi á Hjálms- stöðum í Laugardal, sem er 67 ára í dag. Hann segir afmælisdaginn tæpast verða öðrum frábrugðinn. Þó sé hugsanlegt að eitthvað skárra verði með kaffinu, eins og stundum er sagt. Páll er fæddur og uppalinn á Hjálmsstöðum. Hann nam húsasmíði og starfaði lengi við þá iðn. „Við bjuggum um tuttugu ár í Reykjavík og þá vann ég við smíðar hjá Guðbirni Guðmundssyni sveitunga mín- um. Já, verkefnin voru mörg. Byggðum meðal annars náms- mannablokkirnar við Suðurgötu, hús Félagsstofnunar stúdenta og íbúðarhús og blokkir meðal annars í Breiðholtinu. Og nú sé ég bara til hvort ég fer í smíðina aftur,“ segir Páll sem fluttist að nýju í Laugardalinn um 1980 þegar að því kom að foreldrar hans, þau Pálmi Pálsson og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, kusu að bregða búi. „Eitthvað varð að gera í málinu,“ segir Páll sem með eiginkonu sinni, Fanneyju Gestsdóttur, hefur rekið með myndarlegt bú og ver- ið með um þrjátíu mjólkandi kýr í fjósi. Saman eiga þau fjóra syni sem allir eru stúdentar úr Menntaskólanum að Laugarvatni og hafa látið að sér kveða, hver á sinn hátt. Páll Pálmason er 67 ára í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bóndi Sé bara til hvort ég fer í smíðina aftur,“ segir Páll Pálmason á Hjálmsstöðum sem nú eftirlætur syni og tengdadóttur búskapinn. Er í aðlögun en fer þó áfram í fjósið Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Akureyri Sigmundur Elvar fæddist 15. febrúar kl. 1.20. Hann vó 3.755 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Sunna Eir Haraldsdóttir og Rúnar Friðriksson. Nýir borgarar Hafnarfjörður Hrímnir Bergmann fæddist 18. desember kl. 7.49. Hann vó 2.935 grömm og var 47,5 cm að lengd. Foreldrar hans eru Erna Sigríður Gísla- dóttir og Jóhann Ingi Albertsson. G Gústaf fæddist í Reykjavík 7.1. 1973 og ólst þar upp fyrstu árin en síðan á Patreksfirði. Hann var í Grunnskóla Patreksfjarðar, lauk verslunarprófi frá VÍ 1991, lauk EDB-prófi í kerf- isfræði í Kaupmannahöfn 1992, lauk prófum í forritun og kerfisfræði við Rafiðn-aðarskóla Íslands 1998, verðbréfamiðlun hjá EHÍ 2002 og prófi í samhæfðum markaðsvið- skiptum frá HR 2010. Gústaf nemur einnig heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Bleika slaufan og Mottu mars Gústaf var til sjós frá Patreksfirði 1993-95, vann við tölvur hjá Þór hf í Reykjavík 1996, hjá Hugbúnaði í Kópvogi 1996-98, hjá Landsteinum 1998-99, stofnaði, ásamt fleirum, hug búnaðarfyrirtækið Rhea og vann við það 1999-2003 og á eigin Gústaf Gústafsson, forstöðum. Markaðsstofu Vestfjarða – 40 ára Fjölskyldan Gústaf, eiginkona, börn og foreldrar í laxveiði í Fjarðarhorni á Vestfjörðum. Mars-mottumaðurinn Á veiðum Gústaf og kona hans, Sigrún Bragadóttir, á hreindýraveiðum. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.