Morgunblaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013
Fyrir þá sem vilja og finnst gaman
að fylgjast með því sem er að ger-
ast í tískuheiminum er vert að kíkja
á vefsíðuna www.theblush.com.
Þar er að finna góð tískuráð, hug-
myndir að flottum samsetningum
fatnaðar og hárgreiðslu sem auðvelt
er að gera sjálfur. Það er alltaf
gaman að breyta dálítið til og þá
sérstaklega í byrjun nýs árs. Þá er
um að gera að vera dálítið hugaður
og fá sér nýja klippingu eða prófa
að ganga í skærbleikum lit af því að
mann langar til þess. Inni á theblus-
h.com má líka finna krækjur á aðrar
skemmtilegar síður. Verum óhrædd
við að ganga inn í nýtt tískuár og
hafa gaman af því sem framundan
er.
Vefsíðan www.theblush.com
Tískusíða Fréttir úr tískuheiminum, förðun og hár á www.blush.com.
Fréttir úr tískuheiminum
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Þorleifur Geirsson, ætíð kall-aður Tolli, er fæddur oguppalinn í Borgarnesi.Tolli er áhugaljósmyndari
og hefur síðastliðin ár tekið fjölda
ljósmynda af Borgarnesi. Hann seg-
ist helst heillast af gamla bænum
þar sem hann tók fyrstu skrefin. En
margar mynda hans sýna óvenju-
legt sjónarhorn á helstu kennileiti
bæjarins. Tolli hefur einsett sér að
birta um 16 myndir á mánuði á þar-
tilgerðri vefsíðu en hann gefur nú
einnig út dagatal með myndum sín-
um.
Fylgjast með um víða veröld
„Þetta byrjaði eiginlega bara
óvart hjá mér. Ég á talsvert mikið
af vinum erlendis og sérstaklega úti
í Hollandi. Þeir hafa eingöngu kom-
ið hérna á sumrin og ég ákvað því
að taka götumynd að vetrarlagi og
senda þeim því þau höfðu aldrei séð
þá hliðina á Borgarnesi. Svo setti ég
upp vefsíðu í sambandi við leiðsögu-
starfið og bjó þá til um leið möppu í
henni sem heitir Borgarnes today.
Þannig var þetta allt í einu orðið að
áhugamáli,“ segir Tolli, sem reynir
að setja inn um 16 myndir á mánuði.
„Það er mjög gaman að líta inn
á teljarann á síðunni og sjá að fastar
heimsóknir eru á hana frá IP-tölum
í Japan, Hollandi, Bandaríkjunum
og fleiri löndum. Fólk er því greini-
lega að fylgjast með bænum okkar í
gegnum þessa síðu,“ segir Tolli.
Með myndavélina í vasanum
Myndir Tolla eru flestar af hús-
um bæjarins, götumyndir og nátt-
Borgarnes frá
nýju sjónarhorni
Hafnarfjall, Borgarneskirkja og Brákarsundsbrú eru kennileiti sem fólk þekkir
hvað best í Borgarnesi og nágrenni. Þorleifur Geirsson, Tolli, er áhugaljósmynd-
ari, fæddur og uppalinn í Borgarnesi, og myndar hann bæinn frá skemmtilegu og
oft nýstárlegu sjónarhorni. Tolli setur myndirnar á vefsíðu en gefur einnig út
dagatal með myndum sem hafa verið vinsæl hjá brottfluttum Borgnesingum.
Sumar Mynd tekin úr Englendingavík, Hafnarfjallið skartar fallegri lit.
Vetrarlegt Sjórinn er heldur úfinn á þessari mynd og Hafnarfjallið grátt.
Á þessum árstíma þegar myrkrið
leggst ekki aðeins upp að fjöllum og
húsum, eru margir sem berjast við
myrkur í sálinni. Skammdegis-
þunglyndi er eitt af því sem fólk finn-
ur fyrir sem býr hér á Fróni. Sumir
eru kannski bara svolítið daprir, en
hvort heldur sem er, þá skiptir miklu
máli við slíkar aðstæður að eiga góða
að. Traustir vinir og fjölskylda sem
hægt er að leita til í erfiðleikum eru
dýrmæti. Að hafa einhvern til að tala
við um það sem leitar á hugann getur
skipt sköpum. Það léttir á fólki að tjá
sig við þá sem treysta má fyrir
leyndarmálum. Eflum vináttuna.
Endilega…
…styðjið vini
ykkar
Vinátta Hún er gulli betri.
Nú þegar jólin og áramótin eru af-
staðin með öllum sínum dásemdum,
matarveislum og sætindaáti, er ekki
úr vegi að huga eitthvað að því að
hemja sig í átinu og ná jafnvel utan af
sér einhverju af því sem bæst hefur á
skrokkinn. Þá gæti verið gott að
glugga í bók sem nýlega kom út hjá
Veröld og heitir Sex kíló á sex vikum.
Höfundar bókarinnar eru þau Ulrika
Davidsson og Ola Lauritzson, en þau
ku hafa áralanga reynslu af ráðgjöf á
sviði heilsu og næringar. Í bókinni er
áætlun fyrir 42 daga, 100 uppskriftir
að heilsusamlegum réttum og ábend-
ingar. Útgangspunkturinn er sá að fólk
þurfi ekki stöðugt að vera að telja
hitaeiningar eða sleppa úr máltíðum.
Kannski fjúka sex kíló á sex vikum
Uppskriftir frá degi til dags
Meinholl máltíð Tómata- og
mozzarellasalat er létt og ljúffengt.
Kvöldmatur Girnilegt laxaflak með
fetaostsfyllingu og granatepli.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Veitingastaður / verslun
Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is
Full búð af spriklandi
nýjum fiski alla daga