Morgunblaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • • Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu sætunum 16. janúar til Tenerife. Þú bókar flugsæti og gistingu og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Frá aðeins kr. 109.900 með allt innifalið í 14 nætur Tenerife 16. janúar stökktu til Kr. 109.900 með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn. Verð á mann í tvíbýli með allt innifalið kr. 139.900.- Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Flotinn er orðinn frekar gamall. Það hefur verið mikil endurnýjun í þeim hluta flotans sem boðinn hefur verið út. En okkar eigin vagnar eru orðnir 8-9 ára gamlir að meðaltali,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., en um helmingur alls aksturs er í höndum verktaka. Varavagnar 14 ára gamlir Að sögn Reynis eru gerðar þær kröfur að þeir bílar sem eru í fullum rekstri séu ekki eldri en tíu ára gaml- ir. „Eftir að þeir ná 10 ára aldri má nota þá sem auka-, eða varavagna upp í 14 ár. En þá þurfa þeir að sjálf- sögðu að uppfylla allar öryggiskröf- ur,“ segir Reynir. Hann segir að heildarakstur allra vagna hér á landi sé um 9 milljón kílómetrar á ári. „Það er hending ef strætisvagnar fara yfir 100 þúsund kílómetra á ári. Þeir sem eru eknir mest fara í 120- 130 þúsund kílómetra á ári. Ætli mest eknu bílarnir okkar séu ekki komnir í 1.800 þúsund kílómetra í heild.“ Reynir segir stefnt að því að end- urnýja vagnana í bráð. Til stóð að hefja útboð í fyrrahaust en útboðs- ferlið var kært og því verður einhver töf á endurnýjun vagnanna. Að sögn Reynis eru 86 vagnar í eigu Strætó bs. „Þar af eru 65-66 bílar í daglegum rekstri. Hitt eru auka- eða varavagnar. Varavagnar eru t.a.m. liðvagnar en við notum þá einungis þegar álagið er mest á morgnana og á miðjum degi,“ segir Reynir. Strætó bs keypti á dögunum þrjá vagna. Tveir þeirra voru liðvagnar sem komu frá Þýskalandi og eru þeir árgerð 2003 og eru eknir um 400 þús- und kílómetra. Þriðji vagninn kemur frá Danmörku og er árs gamall. Strætóflotinn orðinn gamall  Floti Strætó 8-9 ára gamall að meðaltali  Ekki eldri en 10 ára vagnar í rekstri  Elstu strætisvagnarnir eknir 1.800 þúsund km  Keyptu nýlega þrjá vagna Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Strætó Strætisvagnar í eigu Strætó bs. eru komnir til ára sinna, að sögn Reynis Jónssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þrettándagleðin var mikil í Skautahöllinni í Laug- ardal í gær en Skautafélag Reykjavíkur fagnar 120 ára afmæli sínu í dag, 7. janúar. Yngsta kynslóðin lét til sín taka í leikjum innanhúss. Aðstæðurnar eru gjörólíkar því sem var þegar félagið var stofnað. Fyrstu heimildir um félagið eru frá 19. öld þegar nemar í Latínuskólanum stunduðu skautahlaup á Tjörninni. Morgunblaðið/Kristinn Skautafélag Reykjavíkur fagnar 120 ára afmæli sínu í dag Skautað af list á þrettándagleði Fjögur framboð höfðu borist fyrir forval VG í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. „Við þykjumst vita að það séu fleiri framboð á leiðinni,“ sagði Frið- rik Aspelund, formaður kjör- stjórnar. Framboðsfresti lýkur á miðnætti í kvöld. Nöfn frambjóðenda verða til- kynnt fljótlega eftir það. Kosið verð- ur um sex efstu sætin á listanum í póstkosningu. Atkvæði verða talin 2. febrúar næstkomandi. Þegar hefur komið fram að Lilja Rafney Magnúsdóttir alþing- ismaður, sem var í 2. sæti 2009, sæk- ist eftir 1. sæti á listanum. Jón Bjarnason alþingismaður hefur ver- ið oddviti VG í kjördæminu. Ekki náðist í hann í gær. Lárus Ástmar Hannesson hefur gefið kost á sér í 2. sæti en hann var í 10. sæti á lista VG í kjördæminu fyrir síðustu kosn- ingar. Þá hefur Þóra Geirlaug Bjart- marsdóttir boðið sig fram í 3.-6. sæti. Ásmundur Einar Daðason, sem var í 3. sæti 2009, gekk til liðs við Fram- sóknarflokkinn. gudni@mbl.is Framboðsfrestur hjá VG í NV-kjör- dæmi til miðnættis Lilja Rafney Magnúsdóttir Jón Bjarnason Vilborg Arna Gissurardóttir átti í gær um 200 kílómetra eftir ófarna að suðurpólnum. Í dag eru 49 dag- ar frá því hún hóf 1.400 km ferð frá Hercu- les Inlet. Vilborg áætlaði að vera um 50 daga á ferð en ljóst er að hún mun ekki ná því markmiði. Á bloggsíðu sinni lífsspor.is vill hún koma því á framfæri að hana muni ekki skorta mat þrátt fyrir að ferðin verði lengri en áætlað var og hún muni fá birgðasend- ingu. Vilborg Anna þarf að neyta um 6.000 hitaeininga á dag á ferð sinni. vidar@mbl.is Enginn skortur hjá Vilborgu á pólnum Vilborg Arna Gissurardóttir „Við fengum um 400 tonn í einu kasti norður af Langanesi. Það er ekkert rosalega mikið af loðnu að sjá en það er eitthvað,“ segir Arn- þór Hjörleifsson, skipstjóri á Lund- ey NS 14, sem var við loðnuveiðar í gær. Mun skipið koma til löndunar á Vopnafirði í dag. Telur Arnþór að 15-16 skip hafi verið á veiðum út af Langanesi í gær. Sveinn Sveinbjörnsson, fiski- fræðingur hjá Hafrannsóknastofn- un, er leiðangursstjóri á Árna Frið- rikssyni RE 200, sem var við mælingar út af Langanesi í gær. „Við erum að hefja mælingar og erum ekki komnir með nægilegt magn upplýsinga til þess að segja til um hversu mikið magn loðnu er um að ræða,“ segir Sveinn. Hann segir menn hafa vitað af loðnunni eilítið vestar um hríð en hún hafi legið of djúpt fyrir nótina. Eftir að hún hafi komið austar hafi veiðar hafist. Mælingar munu halda áfram næstu daga. Að sögn Sveins er notast við bergmálsmælingar. vidar@mbl.is Loðnan út af Langanesi  15-16 skip á loðnu- veiðum í gær, að sögn skipstjóra Ljósmynd/Börkur Kjartansson Loðinn um lófana Sævar Jónsson kampakátur með fyrstu loðnuna um borð í Lundey NS í gær, og að baki honum er Guðmundur Vilhjálmsson. „Við vissum ekki betur en umsóknin okkar um lyfið væri í kerfinu en ekki týnd,“ segir Guðmundur Skúli Halldórsson, tæplega þrítugur Borgnesingur. Hann og bróðir hans greindust nýverið með svonefndan Fabry-sjúkdóm, sama sjúkdóm og dró móður þeirra til dauða í desem- ber sl. Fleiri í ættinni hafa greinst með sjúkdóminn. Bræðurnir stóðu í þeirri meiningu að umsókn þeirra um lyf til að halda sjúkdómnum niðri hefði verið tekin fyrir á samráðsfundi lyfjanefndar og Sjúkratrygginga Íslands, 20. desember sl. Sú varð ekki raunin. „Aðstoðarmaður Guðbjarts lofaði mér því að hann skyldi athuga á morgun [í dag], hvar umsóknin hefði stoppað. Hann sagði einnig að stefnt yrði að því að koma á fundi þessarar nefndar sem tekur ákvörð- un um að veita okkur lyfin,“ segir Guðmundur vongóður en hann hef- ur bloggað um stöðu mála á vefsíð- unni skuli.blog.is. thorunn@mbl.is Umsókn um lyf týnd í kerfinu  Bíða lyfja við Fabry-sjúkdómi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.