Morgunblaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 4
Dólgslæti Flugáhafnir þurfa ekki oft að takast á við farþega sem láta ófriðlega en það kemur þó upp árlega. Icelandair íhugar að leggja fram kæru á hendur mann- inum sem þurfti að binda niður í vél félagsins á leið til New York sl. fimmtudagskvöld. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir að í ljósi sérstakra aðstæðna hafi verið ákveðið að bíða með frekari ákvarðanir í málinu um helgina. Maðurinn var lagður inn á sjúkrahús í Queens við kom- una til New York. Hann var útskrifaður á laugardaginn og er nú frjáls ferða sinna. Hann hefur verið nafngreindur í erlendum miðlum, er með lögheimili á Barbadoseyjum. Flogið með nýja áhöfn til New York Þegar mál sem þetta koma upp er tekin skýrsla af áhöfn flugvélarinnar. Venju samkvæmt þurfti að fljúga með nýja áhöfn til New York með tilheyrandi kostnaði fyrir flugfélagið. Guðjón var spurður hvort flugfélagið myndi standa straum af þeim kostnaði: „Sá kostnaðarliður verð- ur tekinn með í reikninginn þegar og ef kæra verður lögð fram.“ Guðjón sagði að allt væri komið í fastar skorður hjá flugfélaginu eftir atvikið, flug á áætlun og annað þess hátt- ar. Hann sagði flugáhafnir ekki oft þurfa að takast á við farþega sem létu ófriðlega en það kæmi þó upp um það bil einu sinni á ári. Mikið hefur verið fjallað um málið í erlendum fjölmiðl- um og greinir The New York Post frá því í gær að ætt- ingjar mannsins séu miður sín vegna hegðunar hans. thorunn@mbl.is Icelandair með til skoðun- ar að leggja fram kæru  Flugdólgurinn útskrifaður af spítala og frjáls ferða sinna 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013 Skákþing Reykjavíkur hófst í gær í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, TR. Alls taka 64 þátt í mótinu, sem stendur til 25. janúar og er jafnan fjölmennasta félagsmótið á ári hverju. Skák- þingið nefnist nú Kornax-mótið og tefldi Kjartan Már Másson, fulltrúi Kornax, fyrsta leikinn í skák Vignis Vatnars Stefánssonar gegn FIDE- meistaranum og stigahæsta keppanda mótsins, Davíð Kjartanssyni. Fjölmennasta félagsmótið á hverju ári Morgunblaðið/Kristinn Skákþing Reykjavíkur hófst í gær í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er bæði sérhæfður mælibún- aður fyrir rekstur álvera og eins ör- yggisbúnaður,“ sagði Ingi Borgþór Rútsson, yfirmaður sölu- og mark- aðsmála hjá VHE, um búnað sem fyrirtækið kynnti nýlega fyrir Hydro Aluminium í Noregi. Búnaðurinn mælir m.a. einangrunargildi raf- kerfa kerskála með tilliti til öryggis. „Það er mikill rafstraumur í ker- skálum og mikilvægt að hann sé vel einangraður svo ekki myndist hætta á að starfsmenn fái í sig straum. Við höfum þróað viðnámsmælibúnað sem hefur verið notaður um tölu- verðan tíma hjá Alcan í Straumsvík. Menn eru að vakna til vitundar um öryggismálin og mikilvægt að menn geti ekki fengið straum þegar þeir vinna við kerin,“ sagði Ingi. VHE tók nýlega þátt í vörusýn- ingum í Katar og í Düsseldorf varð- andi tækni og búnað til álvera. Nokkur samdráttur hefur verið í ál- iðnaði í heiminum vegna markaðs- aðstæðna. „En við sjáum að þetta ár er mjög mikið bókað og erum að vinna í að auka söluna erlendis og vera komnir á góðan skrið í árslok,“ sagði Ingi. „Við ætlum að auka hlutdeild okkar erlendis og vera komnir með styrk- ari stöðu þar árið 2014. Við sjáum þetta sem næsta vaxtarbrodd.“ Mikil aukning á Reyðarfirði Höfuðstöðvar VHE eru í Hafnar- firði en félagið rekur einnig stóra starfsstöð á Reyðarfirði. Heildar- fjöldi starfsmanna er um 340 manns og eru þá dótturfélög ekki talin með. Auk vélsmiðju er VHE með verk- fræðideild, rafmagnsdeild, renni- verkstæði og rafeindabúnaðardeild. VHE er stærsta stoðfyrirtæki álver- anna á Íslandi og líklega stærsti birgir Alcoa í Evrópu fyrir utan hrá- efnis-, kola- og raforkubirgja. Starfsemin á Reyðarfirði jókst mjög í fyrra þegar reglubundið við- hald kera hjá Alcoa-Fjarðaáli hófst. „Við erum að bæta þar við 50-70 starfsmönnum og heildarfjöldi starfsmanna VHE á Reyðarfirði verður 180-190 manns,“ sagði Ingi. Meðan kerin voru ný þurfti ekkert viðhald. Í framtíðinni verða þau tek- in reglulega upp, hreinsuð og klædd á ný að innan. Þá verður stálkápan utan um kerin lagfærð eftir þörfum og þeim komið í rekstur á ný. VHE vinnur nú að smíði stórrar vélasamstæðu í tengslum við stækk- unina hjá Alcan í Straumsvík. Bún- aðurinn sem tengist skautsmiðju ál- versins verður settur upp í maí nk. Vaxtarbroddur VHE ytra  VHE hefur náð góðum árangri með tæki sín og tækni erlendis  Mikill vöxtur í starfsemi VHE á Reyðarfirði  Starfsmönnum VHE fjölgað um 50-70 fyrir austan Ljósmynd/VHE Kragavél VHE smíðaði tækið fyrir álver Qatar Aluminium í Katar. „Gömlu stjórn- arflokkarnir hafa hvorki endurnýj- að sig né gert upp við stefnu sína í aðdraganda hrunsins. Þeir eru ekki valkostur í mínum huga. Nú- verandi stjórn- arflokkar eru það ekki heldur. Þeir hafa sýnt yfirgengileg óheilindi í stærsta málinu sem þeir börðust fyr- ir; sjávarútvegsmálum. Sviðið blasti svona við mér og því leit ég til nýja framboðsins; Dögunar,“ segir Krist- inn H. Gunnarsson, fv. þingmaður, sem genginn er í stjórnmálasamtökin Dögun. Hann hefur ekki tekið end- anlega ákvörðun um hvort hann ætl- ar í framboð fyrir alþingiskosning- arnar í vor. Fyrsta skrefið sé að taka þátt í málefnastarfi Dögunar, þá einkum efnahags- og atvinnumálum. „Það skiptir miklu máli um mína af- stöðu hvernig þau lenda,“ segir Krist- inn og bendir á að brýnasta málefni þjóðarinnar sé fjárhagslegt sjálf- stæði. Ef vel gengur segir hann ekki loku fyrir það skotið að hann sækist eftir að leiða listann í NV-kjördæmi. Dögun yrði þá fjórði flokkurinn sem Kristinn færi í framboð fyrir og sjöunda skiptið sem hann byði sig fram. Hann sat á Alþingi fyrst fyrir Alþýðubandalagið, þá Framsókn- arflokkinn og svo fyrir Frjálslynda flokkinn. thorunn@mbl.is Myndi vilja leiða lista í NV Kristinn H. Gunnarsson  Kristinn H. Gunnarsson í Dögun Umboðsmanni skuldara hefur verið gert af úrskurðarnefnd um upplýs- ingamál að afhenda Hagsmuna- samtökum heimilanna fundargerðir og önnur gögn samráðshóps fjár- málafyrirtækjanna og Dróma ehf. vegna gengislánadóms Hæstaréttar. Samráðshópurinn lauk störfum í júní á liðnu ári og óskuðu Hags- munasamtök heimilanna í kjölfarið eftir því við umboðsmann skuldara að fá aðgang að fundargerðum og öðrum gögnum samráðshópsins. Því var hafnað og var sú ákvörðun kærð til úrskurðarnefndar. Ber að af- henda gögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.