Morgunblaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 7. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Nauðgunarákæra klýfur smábæ
2. DNA fannst í fötum mannanna
3. „Þetta gengur ekki lengur“
4. Flugdólgurinn frjáls ferða sinna
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Norræna hátíðin „Nordic Cool
2013“ verður í Washington í Banda-
ríkjunum 19. febrúar til 17. mars nk.
og hefur Kennedy Center boðið
nokkrum Íslendingum að taka þátt í
henni. Þar á meðal eru Víkingur Heið-
ar Ólafsson, Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og Sunna Gunnlaugs.
Morgunblaðið/Ómar
Víkingur Heiðar á
„Nordic Cool 2013“
Einar Kárason
rithöfundur segir
söguna af skáld-
inu Sturlu, allt frá
uppvextinum í
Reykholti í aka-
demíu Snorra
Sturlusonar, föð-
urbróður hans, í
Landnámssetri Ís-
lands í Borgarnesi 12. janúar nk. og
hefst frásögnin kl. 20.00.
Einar Kárason og
Sturla í Borgarnesi
Kynningarhátíð um samskipti við
Vestur-Íslendinga, í boði Þjóðrækn-
isfélags Íslendinga í samvinnu við
Vesturfarasetrið á Hofsósi og
Bændaferðir, verður kl. 14-16 á Ice-
landair Hótel Reykjavík
Natura 12. janúar nk.
Erindi flytja m.a. Atli Ás-
mundsson, aðalræðis-
maður í Winnipeg, Andri
Freyr Viðarsson dag-
skrárgerðarmaður,
Elín Hirst og Svavar
Gestsson.
Kynna samskipti við
Vestur-Íslendinga
Á þriðjudag Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða slydda, en snjó-
koma inn til landsins. Vestlægari og léttir til síðdegis. Hiti um eða
rétt ofan frostmarks.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægt vaxandi suðaustanátt og þykknar upp
S- og V-til, 10-15 og rigning á SV-horninu í kvöld. Hiti víða 1 til 6
stig, en vægt frost inn til landsins. Heldur svalara en í gær.
VEÐUR
Haukakonur urðu fyrstar til
að vinna Keflavík í úrvals-
deild kvenna í körfubolta.
Keflavík hafði unnið fjór-
tán fyrstu leiki sína á tíma-
bilinu fyrir tapið gegn Hauk-
um á heimavelli um helgina.
Jafnt var á með liðunum í
byrjun fjórða leikhluta en
þá stungu gestirnir af.
Siarre Evans fór gjörsam-
lega á kostum fyrir Hauka;
skoraði 34 stig og tók 14
fráköst. »2
Haukar fyrstir til
að vinna Keflavík
Íslenskt íþróttafólk undir tvítugu,
sem enn er löglegt í unglingaflokka í
sínum greinum, náði eftirtektarverð-
um árangri á síðasta ári. Sérstaklega
létu kraftlyftingamaðurinn Júlían
Jóhannsson, hlauparinn Aníta
Hinriksdóttir, kylfingurinn Ragnar
Már Garðarsson og
sundkonan Eygló
Ósk Gústafs-
dóttir að sér
kveða. »8
Mikil afrek hjá ungu
íþróttafólki 2012
Stjarnan, Grindavík og Snæfell
tryggðu sér í gær sæti í undan-
úrslitum Powerade-bikars karla í
körfuknattleik. Grindavík og Snæfell
unnu örugga sigra á fyrstudeildarlið-
unum Reyni Sandgerði og Val en
Stjarnan vann ÍR á heimavelli. Þar
mættust öflug bikarlið því Stjarnan
varð bikarmeistari árið 2009 og ÍR
vann keppnina árið 2007. »3
Fyrstudeildarliðin sleg-
in út úr bikarnum
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta voru ekki þær aðstæður sem
ég hefði kosið en samt gekk þetta
ótrúlega vel,“ segir Tinna Ýr
Tryggvadóttir, 28 ára húsmóðir á
Sauðárkróki, sem ól barn á milli jóla
og nýárs. Það væri svo sem ekki í
frásögur færandi nema að faðirinn,
Skagstrendingurinn Jón Oddur H.
Hjálmtýsson, þrítugur sjómaður á
frystitogaranum Arnari HU, tók á
móti barninu í framsætinu á jeppa-
bifreið þeirra hjóna. Höfðu þau
stoppað á planinu fyrir framan
verslun Kaupfélags Skagfirðinga í
Varmahlíð, á leið sinni til Akureyrar
til að fæða barnið á sjúkrahúsinu
þar. Með þeim í för var móðir Tinnu,
Helga Steinarsdóttir, sem sat í aft-
ursætinu og var dótturinni og
tengdasyninum til halds og trausts.
„Sem betur fer var hún með,“ segir
Jón Oddur en Helga tók þarna í
orðsins fyllstu merkingu á móti sínu
sjöunda ömmubarni.
Með Neyðarlínuna í símanum
Þegar nær dró Varmahlíð sáu þau
í hvað stefndi og hringdu á Neyð-
arlínuna til að fá sjúkrabíl á eftir sér.
„Ég var með mann á Neyðarlínunni í
símanum allan tímann, sem gaf okk-
ur ráðleggingar, síðan var sjúkrabíll
kominn frá Króknum um fimm mín-
útum eftir að strákurinn fæddist,“
segir Jón Oddur en þau höfðu útbúið
sig til fararinnar með teppi og hand-
klæði, greinilega við öllu búin ef
Tinna færi að fæða á leiðinni. Farið
var með þau til baka á sjúkrahúsið á
Króknum og á leiðinni í sjúkrabíln-
um fékk Jón Oddur að klippa á
naflastrenginn. Móður og syni heils-
ast vel og voru þau komin til síns
heima um sólarhring eftir fæðing-
una og hafa fengið þar heimaþjón-
ustu ljósmóður.
Drengurinn er þriðja barn þeirra
hjóna, fyrir eiga þau tíu ára stelpu
og fjögurra ára strák. „Við höfum
sem betur fer aldrei lent í þessu áð-
ur,“ segir Jón en fyrri börn þeirra
fæddust á Akureyri og Sauðárkróki.
Tinna hafði verið skrifuð inn í dag,
7. janúar, en sá litli lét ekkert bíða
eftir sér. Um kvöldmatarleytið hinn
27. desember fann Tinna að eitthvað
var að gerast og upp úr klukkan átta
hringdi hún í ljósmóður. Hún gaf
henni ráðleggingar og ef þær dygðu
ekki skyldi hún hringja í lækni á
vakt. Það gerði Tinna korteri síðar,
þar sem hríðarverkirnir hurfu ekki,
og eftir skoðun læknis á Heilbrigðis-
stofnuninni á Sauðárkróki var
ákveðið, í samráði við ljósmæður á
Akureyri, að þau skyldu leggja af
stað. „Okkur grunaði samt ekki að
þetta myndi gerast svona fljótt,“
segir Tinna Ýr.
Fæðing á kaupfélagsplaninu
Faðirinn tók á
móti með aðstoð
tengdamömmu
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Fjölgun Fjölskyldan hamingjusöm á Ægisstígnum á Sauðárkróki, sá litli í fangi föður síns. Frá vinstri Birta Líf, tíu
ára, foreldrarnir Tinna Ýr og Jón Oddur, þá Tristan Tryggvi, fjögurra ára, og loks amman, Helga Steinarsdóttir.
„Við vorum alveg eins farin að bú-
ast við því að þetta gæti orðið
fyrsta barn ársins en þetta kom
ekkert svo mikið á óvart því ég
fæddi stelpuna tveimur vikum fyr-
ir settan dag,“ segir Tinna Ýr en
drengurinn þeirra Jóns Odds var
þó ekki síðasta barn ársins í
Skagafirði. Hinn 29. desember
varð kona að fæða á Króknum þar
sem ófært var til Akureyrar þann
daginn.
Fæðingum á Heilbrigðisstofn-
uninni á Sauðárkróki hefur stór-
fækkað á seinni árum og var form-
lega hætt árið 2010. Er verðandi
mæðrum beint til Sjúkrahússins á
Akureyri en tvær ljósmæður eru
þó á vöktum alla virka daga til kl.
20 og sinna mæðraskoðunum og
ungbarnaeftirliti í Skagafirði.
Á síðasta ári fæddu 49 mæður
úr Skagafirði á Akureyri og þrjár á
Sauðárkróki.
Ófært fyrir síðasta barn ársins
FÆÐINGUM Í SKAGAFIRÐI BEINT TIL AKUREYRAR