Morgunblaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013 ✝ Guðlaug Mar-teinsdóttir (Lóló) fæddist í Reykjavík 31. októ- ber 1931. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. desem- ber 2012. Guðlaug var dóttir hjónanna Marteins Halldórs- sonar bifreiða- stjóra, f. 24.11. 1898, d. 28.6. 1963, og Katrínar Hólmfríðar Jónasdóttur, hús- móður, f. 7.2. 1904, d. 4.6. 1987. Systkini Guðlaugar eru: Matt- hildur (Stella) Marteinsdóttir, f. 13.4. 1930, d. 25.10. 2012, maki Árni Ólafsson, f. 25.8. 1930, d. 2.2. 2003. Þau skildu. Halldór Marteinsson, f. 29.10. 1932, maki Anna K. Aradóttir, f. 19.4. 1932, Jónas H. Marteinsson, f. 15.10. 1947, maki Björg B. Marísdóttir, f. 17.6. 1948. Guðlaug giftist 27.10. 1951 Jó- hanni Braga Eyjólfssyni raf- virkja og bifreiðastjóra, f. 20.11. 1930, d. 18.6. 1977. Börn Guð- laugar og Jóhanns Braga eru 1) Katrín Margrét ljósmóðir, f. 14.8. 1949, gift Oddi Fjalldal 1972, maki Stefán Már Magn- ússon, f. 28.7. 1971. Börn þeirra eru: Kolbeinn Daði, f. 2003 og Ís- old Elsa, f. 2012. 3) Stella ritari, f. 26.8. 1958, maki Michael George Whalley framkv.stjóri, f. 29.11. 1953, börn þeirra eru: Katrín Georgina, f. 31.1. 1980 í sambúð með Tómasi Skúlasyni, f. 1.4. 1977, börn þeirra eru: Benjamín Daniel, f. 2005 og Tómas Jóhann, f. 2010. Christine Linda, f. 16.4. 1981, maki Lefter- is Voulgarakis, f. 10.8. 1972, börn þeirra eru: Yiannis, f. 2002 og Michail, f. 2005. Michael Bragi, f. 14.6. 1983, í sambúð með Úrsúlu Lindu Jónasdóttur, f. 26.6. 1982, hennar barn er Guðrún Elín, f. 2001. 4) Þórir Valgarð vinnslustj., f. 28.5. 1961, í sambúð með Hönnu Rúnu Harðardóttur launafulltrúa, f. 3.9. 1969, börn þeirra eru: Tóm- as Orri, f. 2004 og Hörður Már, f. 2006. Eftirlifandi sambýlis- maður Guðlaugar er Gísli Ferd- inandsson, f. 13.10. 1927. Guðlaug lauk námi frá Kvennaskólanum, starfaði síðan við verslunarstöf. Eftir að hún lauk námi sem sjúkraliði 1978 starfaði hún á Landspítalanum Hátúni og í Fossvogi. Þá starfaði hún um árabil við heilsugæsluna í Árbæ við heimahjúkrun þar til hún fór á eftirlaun. Útför Guðlaugar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 7. janúar 2013, kl. 13. lækni, f. 5.8. 1950. Börn þeirra eru: Jó- hann Bragi, f. 25.4. 1974, maki Krist- jana Sigurbjörns- dóttir, f. 10.8. 1974, börn þeirra eru: Freyja María, f. 2007, Katrín Mar- grét og Sigurbjörn Kári, f. 2011. Sig- ríður Bára, f. 16.9. 1978, maki Sig- urður Hlíðdal, f. 31.12. 1977, börn þeirra eru: Oddur Hrann- ar, f. 2008 og Örn Þór, f. 2012. Halldór, f. 30.7. 1979, í sambúð með Oddnýju Björgvinsdóttur, f. 14.7. 1984. 2) Eyjólfur Einar arkitekt, f. 19.2. 1953, maki Kristín Kristmundsdóttir fé- lagsráðgjafi, f. 22.5. 1954. Börn þeirra eru: Pétur Örn, f. 12.2. 1980, í sambúð með Elínu Ösp Gísladóttur, f. 9.4. 1982. börn þeirra eru: Grímur Nói, f. 2008 og Lóa Björk, f. 2010. Elísabet Björt, f. 19.6. 1986, í sambúð með Jónasi Inga Jónassyni, f. 9.4. 1983. Börn þeirra eru: Ísa- bella Fanney, f. 2008 og Hjördís Saga, f. 2012. Fyrir átti Eyjólfur dótturina Eddu Björgu, f. 14.7. Hlýleiki, nægjusemi og réttlæt- iskennd er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til tengdamóður minnar Guðlaugar Marteinsdóttur. Þá eiginleika hafði hún greinilega fengið með sér úr foreldrahúsum og bar þá áfram í ríkum mæli. Matthildur systir Guðlaugar kvaddi þennan heim fyrir aðeins 2 mánuðum síð- an. Þær voru á svipuðum aldri og mjög samrýmdar. Það má segja að þær hafi farið saman. Guðlaug eða Lóló var glæsileg kona. Ung giftist hún Jóhanni Braga Eyjólfssyni og eignaðist með honum 4 börn. Oft var þröngt í búi á þessum árum, barist við að koma þaki yfir höfuðið og lífsbar- áttan almennt hörð fyrir stóra fjölskyldu. Ský dró fyrir sólu árið 1977 þegar Bragi lést aðeins 46 ára gamall eftir erfið veikindi. Þá reyndi mikið á Lóló og fjölskyld- una og þar kom styrkur hennar vel fram. Þegar komið var yfir erf- iðasta hjallann dreif hún sig á miðjum aldri í sjúkraliðanám og átti eftir það langa starfsævi á Borgarspítalanum þar sem hún átti marga vini sem héldu sam- bandi við hana löngu eftir að hún hætti störfum. Ég tengdist Lóló fyrir rúmlega 40 árum síðan þegar ég kynntist Katrínu dóttur hennar og var hún eftir það bundin okkur og síðar börnum okkar sterkum böndum. Sína góðu eiginleika innprent- aði hún börnum sínum og barna- börnum. Hún var vel gefin og hafði sterka réttlætiskennd. Hún kynntist aldrei veraldlegu ríki- dæmi og fannst ávallt lítið til þess koma. Þeir sem minna máttu sín voru henni ofar í huga. Hún var einstaklega skapgóð, glaður og hlýlegur persónuleiki sem var sér- staklega lagin við að sjá jákvæðu hliðarnar þótt í móti blési. Það var margt hægt að læra af henni ömmu Lóló. Hún var ung í anda og alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt. Um tíma rak hún gistiþjón- ustu fyrir ferðamenn og svaf sjálf á eldhúsgólfinu ef þess þurfti. Litlar sögur fóru af gróðanum enda Lóló þjótandi um allan bæ við að aðstoða túristana langt um- fram það sem samið var um. Já amma Lóló var bæði heimsborg- ari og hippi, eignaðist alls staðar vini og var stóra barnahópnum sínum bæði amma, vinur og félagi. Allir í stórfjölskyldunni tengdust í gegnum hana. Hjá henni urðu allir eins og heima hjá sér um leið og þeir komu inn fyrir dyrnar. Það var oft kátt á hjalla í Rauðalækn- um. Síðustu árin rugluðu Lóló og Gísli Ferdínandsson saman reyt- um sínum. Það var gott samband. Gísli hefur verið mikill vinur okk- ar allra og félagi gegnum árin. Börnin og barnabörnin eiga þar aukaafa sem öllum þykir mjög vænt um. Falleg minning lifir áfram með okkur um ástríka ömmu Lóló sem ekki þekkti nein kynslóðabil, hafði svo mikil áhrif á líf okkar og kenndi okkur óafvitandi svo margt gott. Blessuð sé minning hennar. Oddur Fjalldal. Elsku Lóló mín, ég þakka þér af öllu hjarta þau 11 ár sem ég var tengdadóttir þín. Alltaf sýndir þú mér elsku, vináttu og væntum- þykju. Strákarnir okkar fengu þá dýrmætu gjöf að eiga þig fyrir ömmu. Einnig var yndislegt að fylgjast með hversu fallegt og gott samband var á milli þín og Þóris míns. Þú sýndir reyndar öllum í fjölskyldunni mikla ást og um- hyggju, varst alveg einstök. Ég lofa að gæta strákanna okkar og kyssa þá frá þér. Þín tengdadóttir, Hanna Rúna. Elsku amma Lóló Við vorum ekkert smá heppnir að eiga þig fyrir ömmu. Alltaf að knúsa okkur og fá að vita hvað við vorum að gera í skólanum eða á fótboltaæfingu. Stundum varstu búin að safna í baukana okkar og oft fengum við ís þegar við komum í heimsókn. Söknum þín, elsku besta amma. Þínir ömmustrákar Tómas Orri og Hörður Már. Elsku amma Lóló, það er svo skrýtið að þú skulir ekki lengur vera hjá okkur. Þú gafst okkur svo margar góðar minningar sem við munum ávallt geyma. Minn- ingar frá Rauðalæknum þar sem við barnabörnin lékum okkur saman, komum inn rjóð í kinnum og stálumst stundum með puttana í sykur- og hveitiskúffurnar í eld- húsinu. Við fengum Cheerios í skál og Svala sem var ekki til í Danmörku og svo fengum við að kaupa boltaís í búðinni á Brekku- læknum. Fjölskyldumótin í sum- arbústaðinum eru eftirminnileg og þegar þú passaðir okkur heima í Bakkaseli og eldaðir alltaf kjöt- súpu þegar pabbi og mamma komu heim frá útlöndum. Það var líka svo gott að koma í heimsókn til þín og Gísla í Löngumýrina og fá plokkfiskinn þinn góða. Það var alltaf svo mikil hlýja í kringum þig og gott að vera hjá þér. Þú varst engin venjuleg amma því okkur fannst þú aldrei vera gömul. Þú keyrðir lengi um á bleiklituðum Polo og áttir það til að hlusta á Rottweiler rappa, þess vegna kölluðum við þig stundum ömmu polo og ömmu rapp. Þú varst nefnilega flottasta amma sem maður gat hugsað sér. Síðan má ekki gleyma hversu góð þú varst við alla sem þú hugsaðir um í starfi þínu sem sjúkraliði, það vita allir sem þig þekkja hversu dug- leg þú varst að prjóna lopapeysur á okkur öll. Færri vita að þú varst mikil vinkona gamla fólksins sem þú hugsaðir um í heimavitjunum og áttir það til að prjóna hlýja sokka á þá sem voru einstæðingar og færa þeim heim. Þegar maður las bókina um Súperömmuna fyrir Odd Hrannar í fyrsta sinn hugsaði maður ósjálfrátt til þín, þú varst nefnilega dálítil súperamma. Amman sem hugsaði um allar hin- ar ömmurnar og afana, og var aldrei gömul sjálf. Núna ertu komin á góðan stað, þú og Stella frænka eru fallegustu stjörnurnar á himninum. Hún Sigga þín og hann Dóri þinn eiga eftir að sakna þín mikið. Sofðu rótt, elsku amma. Sigríður Bára og Halldór. Elsku amma Lóló, Það er erfitt að venjast því að þú sért raunverulega farin frá okkur. Þú skilur eftir þig skarð sem aldrei verður fyllt vegna þess að þú varst alveg einstök mann- eskja. Svo sterk, svo falleg, svo já- kvæð, svo skilningsrík og svo full af einlægri ást og umhyggju. Þótt sorgin sé mikil og miss- irinn svíði sárt þá sitjum við líka eftir með þakklæti í huga fyrir þann langa tíma sem við fengum að njóta þín og fyrir allt það góða sem þú skilur eftir þig í hjörtum okkar sem þú elskaðir. Þú hefur alla tíð verið svo skemmtilega ung í anda – þú hafð- ir þennan einstaka eiginleika að tala alltaf við fólk eins og jafn- ingja. Þú varst svo mikið meira en amma mín, þú varst vinur minn. Það skipti engu hvort ég var fimm, tíu, tuttugu eða þrjátíu og fimm ára. Alltaf gat ég leitað til þín og alltaf skildirðu mig. Ég hef alltaf verið alveg sérstaklega stoltur af þér – þú varst svo ung og flott amma og alltaf að bralla eitthvað sniðugt. Flestir vinir mínir hafa heyrt minnst á hana ömmu Lóló. Það voru ekki margir samferðamenn mínir í MH sem gátu státað af ömmu sem prjónaði á þá óaðfinnanlegar, nýtískulegar lopapeysur og bruggaði vín þess á milli. En fyrst og fremst varstu okk- ur öllum fyrirmynd í lífinu. Hvernig þú gekkst upprétt gegn- um alla þá erfiðleika sem lífið lagði í götu þína. Hvernig þú elskaðir öll börn þín og barnabörn jafnt og hugsaðir alltaf um alla aðra fyrst og sjálfa þig síðast. Hvernig þú lifðir með reisn og elskaðir með hjartanu. Ef allir væru eins og þú væri heimurinn mun betri en hann er – og nú þegar þú ert farin er hann mun fátækari fyrir vikið. Þegar ég sagði henni Freyju minni að amma Lóló væri dáin og ekki væri hægt að hitta hana aftur spurði hún í gegnum tárin hvort við værum búin að láta forsetann vita að amma Lóló væri dáin – og þar hitti hún naglann á höfuðið. Amma Lóló er dáin og heimurinn verður aldrei samur – fólk á rétt á því að vita það. Elsku amma Lóló – ég sakna þín á hverjum degi, en ég mun geyma þig alla tíð í hjartanu mínu. Þú ert loksins komin til afa Braga og ömmu Siggu og allra hinna sem okkur þykir svo vænt um. Nú þarf ég að taka á honum stóra mínum og vera þessi góði drengur sem þú kenndir mér að vera svo ég fái nú alveg örugglega að hitta þig aftur þegar ég fer sömu leið. Þinn Bragi. Elsku amma Lóló, þetta eru skrítnir tímar, við erum mikið að rifja upp gamlar minningar, þær eru sko margar og góðar. Það er margs að minnast, við systkinin urðum þess njótandi að fá að búa hjá þér á Rauðalæknum þegar við fluttum til Íslands, áttum við margar góðar stundir þar. Ég gæti skrifað heila bók bara með góðum minningum um þig, þannig að ég ætla að færa þér þakkir hér. Takk, elsku amma Lóló, fyrir að vera alltaf til staðar, fyrir að hjálpa mér með málfræði og staf- setningu á skólaritgerðum, fyrir að prjóna svo fallegar peysur, ég geymi þær sem gull. Takk fyrir að sýna mér að dugnaður og góð- mennska skilar sér margfalt til baka og ef ég hef brot af þínum eiginleikum fer ég sátt út í lífið. Ég þakka fyrir að ég hafi fengið þig sem ömmu og drengir mínir fengu að kynnast þér. Elsku fal- lega amma Lóló, nú ertu komin í góðan hóp og fylgir okkur inn í framtíðina í hjörtum okkar og huga, hvíl í friði, elsku amma Lóló. Þín, Katrín. Þegar ég hugsa um hana ömmu Lóló mína þá kemur strax til hug- ar hvað hún var alltaf góð, hvað hún vildi alltaf hjálpa til þegar þess var þörf. Þegar ég flutti til útlanda var hún svo yndisleg að koma og heimsækja mig og litlu fjölskylduna mína og alltaf þegar ég kom heim beið hún eftir mér á flugvellinum, það var ekkert betra en að fá faðmlag og koss á kinn frá ömmu Lóló minni. Það er svo margt sem kemur til hugar þegar ég hugsa um ömmu Lóló, en það sem ég vil að komi helst fram er að hún amma Lóló var ein af þeim yndislegustu kon- um sem ég hef kynnst. Ég er svo þakklát fyrir það að guð hafi gefið mér hana sem ömmu. Ég mun aldrei gleyma þér, þú varst engill hér á jörðu og ég veit að þú munt passa upp á okkur jafn mikið á himninum og þú gerðir hér á jörð- inni. Þín, Christine. Elsku amma mín, nú eru farin í þitt ferðalag en eftir sitja svo margar góðar minningar. Ein minning sem er mér minnisstæð- ust er helgin okkar uppi í bústað, bara við tvö, göngutúrarnir sem við fórum í, tíndum ber, og allar sögurnar sem þú sagðir mér um fjölskylduna þína. Þótt ég hafi bara verið tíu ára þá man ég ennþá allt sem fór fram þessa helgi og mun ég heldur aldrei gleyma bílferðinni heim um Hval- fjörðinn þar sem þú ákvaðst að leita að tyggjói handa mér sem var í hanskahólfinu á fullri ferð í krappri beygju. En bestu stundir mínar með þér voru sitjandi við eldhúsborðið heima hjá þér, það var alltaf jafn notalegt að sitja þar og tala við þig og mun ég sakna þess mest. Þú varst alltaf svo góð við mig og studdir við bakið á mér hvað sem ég gerði og ég veit að þú munt styðja við mig í því sem ég mun gera í framtíðinni. Ég er ánægður að hafa fengið að vera hjá þér seinustu stundina þína og fá að sjá fallegu augun þín og kveðja þig í síðasta skiptið, því mun ég aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi. Mun alltaf sakna þín og elska. Þinn, Michael. Amma, góða amma, ást mín til þín er óendanleg, lúin og þreytt þú sefur svo vel. Tíminn er liðinn, ó hvað hann leið hratt, tárin þau falla, þau falla svo bratt. Amma, besta amma, alltaf svo sæt, allt- af svo fín, í hjarta mér þú ávallt, þú ávallt ert mín. Leggðu nú af stað, þinn tími er hér, hann afi bíður, hann afi bíður eftir þér. Með söknuð í hjarta ég kveð þig, elsku amma mín, þar til við hittumst, þar til við hittumst á ný. (Christine Linda Whalley) Með saknaðarkveðju Katrín, Christine, Michael Whalley og fjölskyldur. Mig langar að minnast hennar ömmu minnar í örfáum orðum. Hún Guðlaug amma, eða amma Lóló, eins og hún var oftast kölluð, var sú besta amma sem nokkur getur óskað sér. Ég man eftir heimsóknum til hennar á Rauða- lækinn, amma kom og sótti mig á Skódanum sínum. Stundum tók- um við líka langömmu Katrínu með. Í útidyrahurðinni hennar ömmu á Rauðalæk var gluggi settur saman úr fjólubláum og brúnum tíglum. Ekki alls fyrir löngu ók ég þar framhjá og sá þennan gamla glugga, það var góð tilfinning. Ég man að amma var alltaf með bleikan varalit, ég man líka hvað henni þótti það fallegur litur. Ég man eftir skúffunni í eld- húsinu, sem opnaðist í tvær áttir. Amma sagði mér hvernig hún hefði stundum óvart klemmt afa Braga þegar hann var að sækja sér teskeið í kaffið. Ég man að amma átti sérstök form, sem hún notaði til að búa til frostpinna úr djús. Ég man eftir teppinu inni í stofu þar sem maður sat á gólfinu fyrir framan plötuspilarann og hlustaði á Dr. Hook. Ég man þeg- ar amma fór með mig í sund. Amma Lóló bjó nefnilega við hlið- ina á sundlauginni. Fyrst fórum við og keyptum rosalega fallegt bikini, brúnt og appelsínugult. Ég man eftir ferð sem við fórum í Sæ- dýrasafnið. Afi Bragi og Stella frænka komu með. Þar skoðuðum við ísbjörninn og hin dýrin og ég fékk popp, ég man að að svarta kindin borðaði allt poppið. Ég man líka að þegar við hjónin eign- uðumst son okkar Kolbein Daða, þá kom amma á hverjum degi og gætti drengsins meðan foreldr- arnir skruppu til vinnu og ég man hvað henni þótti vænt um að vera með langömmubarninu að spáss- era með vagninn um Þingholtin. Ég man hvað amma Lóló fylgdist vel með öllu sem maður tók sér fyrir hendur, stóð með manni og hvatti óspart til dáða. Í sameiningu sendum við amma upp margar óskir til langömmu Katrínar og afa Braga og allar þær óskir rættust. Síðasta óskin rættist nú í haust þegar okkur Stefáni fæddist lítil stúlka. Ég man hvað kortin hennar ömmu voru falleg, hvernig hún óskaði manni alltaf alls hins besta og bað guð að geyma. Þessi kort geymi ég öll og mun ávallt halda uppá. Umfram allt man ég hvað hún amma Lóló var góð, svo óendan- lega hlý og góð og hvernig hún átti alltaf nóg af ást og kærleik handa okkur öllum í kringum sig. Elsku amma Lóló, þakka þér fyrir allt það góða sem þú gafst mér. Ég veit að þú ert núna engill sem vakir yfir okkur. Hér læt ég svo fylgja bænina sem þú kenndir mér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð geymi þig, elsku amma mín. Edda Björg Eyjólfsdóttir. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma Lóló mín. Ég er svo þakklát fyrir að hafa haft þig sem ömmu, allar skemmtilegu minn- ingarnar sem ég á með þér eru mér svo dýrmætar. Allar leikhús- ferðirnar sem við fórum saman, mér fannst það alltaf svo gaman, bara þú og ég, yngsta barnabarn- ið, þetta var okkar stund. Þær eru líka ótal minningarnar heima í Guðlaug Marteinsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG ÁRNADÓTTIR, Sólheimum 23, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þann 21. desember s.l. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Bragi Halldórsson, synir, tengdadætur, barnabörn, og barnabarnabörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN G. JOHNSON, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 9. janúar kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Friðþjófur Ó. Johnson, Sigurlaug Sigurðardóttir, Gunnlaugur Ó. Johnson, Hjördís Bjartmars Arnardóttir, Ólafur Ó. Johnson, Bjarndís Pálsdóttir, Helga Guðrún Johnson, Kristinn Gylfi Jónsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.