Morgunblaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2013
Brenna Í gær var þrettándi og síðasti dagur jóla og að venju kvaddi fjöldi manns jólin við brennu við Ægisíðu. Skemmtun foreldrafélaga grunnskólanna í Vesturbænum fór vel fram.
Kristinn
Þann 14. janúar nk. fer fram at-
kvæðagreiðsla á Alþingi um þings-
ályktunartillögu ríkisstjórnarflokk-
anna um Rammaáætlun. Í
tillögunni er vikið í veigamiklum at-
riðum frá niðurstöðu verkefn-
isstjórnar um Rammaáætlun. Í máli
þessu reynir á hvort stjórn-
málamenn ráða við það verklag að
taka ákvarðanir á grundvelli fag-
legrar vinnu í stað þess að láta póli-
tíska stundarhagsmuni ráða.
Sátt í sjónmáli?
Allir muna eftir þeim miklu deil-
um sem hafa á undanförnum árum
komið upp þegar teknar hafa verið
ákvarðanir um hvort og með hvaða
hætti nýta skuli þær miklu nátt-
úruauðlindir sem við eigum. Stjórn-
völd ákváðu að setja af stað um-
fangsmikla vinnu til að fara yfir
hugsanlega virkjanakosti í vatnsafli
og jarðvarma með það að markmiði
að komast að faglegri niðurstöðu
um hvar væri vænlegt að virkja og
hvar að vernda. Með þessari nálgun
var ætlunin að hefja mikilvægar
ákvarðanir um orkuauðlindir lands-
ins upp yfir pólitískt þras, tilfinn-
ingasemi og kjördæmapot. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum
hafa bæði í ræðu og i lýst yfir stuðningi við þessa að-
ferðafræði.
Ef fram fer sem horfir er ljóst að engin sátt skapast með
rammáaætlun heldur verður líftími hennar einungis jafn lang-
ur líftíma núverandi ríkisstjórnar. Sáttin sem vinna verkefn-
isstjórnar átti að skapa er hvergi í sjónmáli.
Í hnotskurn
Ég trúi því enn að pólitíkin geti breyst. Stjórnmálamenn
verða að sýna það og sanna að þeir geti staðið við það ferli
sem þeir sjálfir settu af stað með því að hefja vinnu við faglega
rammaáætlun. Náttúran okkar á betra skilið en að vera skipti-
mynt í pólitískri lífsbaráttu núverandi ríkisstjórnar.
Eftir Unni Brá
Konráðsdóttur
»Hér reynir á
hvort stjórn-
málamenn ráða
við að taka
ákvarðanir á
grundvelli fag-
legrar vinnu í
stað þess að láta
pólitíska stund-
arhagsmuni
ráða.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Náttúran á
betra skilið
Unnr Brá
Konráðsdóttir
Þrátt fyrir góða vitneskju
um andstöðu íbúa ríkja
ESB við auknum völdum til
handa sambandsins halda
forráðamenn þess áfram
uppbyggingu alræðisrík-
isins eins og ekkert sé. Frið-
arverðlaun Noregskrata í
nafni Nóbels mun ýta undir
þessa andlýðræðislegu þró-
un. Anders Borg, fjár-
málaráðherra Svíþjóðar,
lýsti því í viðtali við sænska sjónvarpið,
að ef Svíar gengju með í hið nýja fjár-
málasamband ESB, þýddi það, að völdin
yfir fjárlögum Svíþjóðar flyttust til Bruss-
el. Þannig gæti framkvæmdastjórnin með
einfaldri ákvörðun notað tekjur sænska
ríkisins til að borga bönkum evrulandanna
fyrir misheppnuð viðskipti þeirra. Svíþjóð
tilheyrir þeim ríkjahópi Evrópusam-
bandsins, sem reynir að spyrna gegn
auknu valdaafnámi réttkjörinna embætt-
ismanna sinna til búrókratanna í Brussel.
Ásetningur ESB að „bjarga evrunni“
hefur breytt Evrópusambandinu í inn-
heimtudeild fyrir Alþjóðastofnun fjár-
málafyrirtækja, IIF (Institute of Int-
ernational Finance). Þannig var
framkvæmdastjóri stofnunarinnar Char-
les Dallara hafður með á fundum ESB,
þegar fyrsti gríski „björgunar“pakkinn
var ákveðinn og línurnar lagðar upp fyrir
kreppuaðgerðir Evrópusambandsins.
Hið skelfilega efnahagsástand Grikk-
lands er afleiðing af Eurosave-samningi
ESB við IIF, þar sem ákveðið var að
hleypa ekki Grikklandi í gjaldþrot til að
bjarga yfir 100 milljörðum evra lán-
ardrottna landsins. Í kjölfarið kom út-
breitt atvinnuleysi og hungursneyð, sem
neytt hefur Rauða kross Grikklands að
senda út SOS til umheimsins. Þar á eftir
Gyllt dögun nýnazista með skipulögðu of-
beldi og morðum á innflytjendum. Það
sama gildir um önnur evruríki, sem
sækja þurfa um neyðarlán, að þar eru
skilmálarnir fyrst og fremst að bjarga
bönkum og fjármálastofnunum en fram-
tíð komandi kynslóða tekin
í gíslingu með tilheyrandi
atvinnuleysi og hung-
ursneyð. Á Spáni mundi
heil íslensk þjóð deyja úr
hungri í dag ef ekki væri
vegna matargjafa Rauða
krossins. Yfirmaður Al-
þjóða Rauða krossins hef-
ur sent frá sér viðvörun til
ráðamanna ESB, að búast
megi við þjóðfélagslegum
óeirðum í Suður-Evrópu í
stíl við arabíska vorið.
Stefna ESB að „bjarga
evrunni“ og að bankar mega ekki fara í
gjaldþrot hefur eyðilagt ríki Suður-
Evrópu og splundrað sambandinu. Búið
er að flytja skuldir einkafjármálafyr-
irtækja yfir á aðildarríkin í svo stórum
stíl, að ýmsir telja það samsvara kostnaði
einnar heimsstyrjaldar. Samt sem áður
hafa vopnuð átök ekki átt sér stað, a.m.k.
ekki enn. Friðarsambandi í rukk-
unarhlutverki fyrir alþjóðlega fjár-
glæframenn hefur þegar tekist að valda
aðildarríkjunum öllu þessu tjóni með evr-
una og lýðræðishallann að vopni. Þessi
efnahagsstyrjöld, sem hlotið hefur frið-
arverðlaun Nóbels, skapar í raun for-
sendur þjóðfélagslegra óeirða og vopn-
aðra átaka.
Danski Evrópuþingmaðurinn Morten
Messerschmidt sagði við áramót að ESB
tæmdi Danmörku af lýðræðiskrafti sín-
um: „Ekki síðan á tímum Rómarríkis
hafa jafn mikil völd verið í höndum jafn
fárra eins og málum er nú háttað í Bruss-
el … Við erum undirlögð því, sem ég vil
kalla „borgaralegt valdarán“. Ekki árás
með ofbeldi og ofurveldi eins og sagan
hefur áður sýnt okkur. Heldur valdarán,
sem framkvæmt er með sáttmálum und-
irskrifuðum með pennum kjörinna full-
trúa okkar.“
Íslendingar, sem vörðu þjóðarhag með
tilstuðlan forseta Íslands í Icesave-
deilunni, verða enn og aftur fyrir sífelld-
um árásum sem stjórnað er af ESB-
aðildarsinnum á Íslandi. Ríkisstjórn Ís-
lands ætlar að kollvarpa stjórnarskrá
lýðveldisins frá 1944 og innleiða nýja
skipan, sem að mati forseta Íslands
„þekkist ekki annars staðar á Vest-
urlöndum“. Krafan um afnám núverandi
stjórnarskrár kemur ekki frá þjóðinni en
hins vegar krefst ESB breytinga til að
sambandið geti tekið yfir fullveldi lands-
ins.
Nýársorð forsetans eru hljómar við-
vörunarbjöllu lýðræðisins á Íslandi, sem
óma munu þar til þessari árás hefur verið
hrundið. Forsetinn skal hafa sérstakar
þakkir fyrir að gera það svo sýnilegt og
skýrt að verið er að umbylta stjórnskipun
lýðveldisins t.d. með afnámi ríkisráðs og
agavaldi til forsætisráðherra, sem með
því fær einræðisrétt yfir störfum ráð-
herra.
ESB-aðildarsinnar á Íslandi fylgja í
fótspor lærimeistaranna, sem slátrað
hafa lýðræðinu á meginlandinu. Fórna
má íslensku þjóðinni fyrir draum þeirra
að komast í klíku búrókratanna í Brussel.
Ríkisstjórnin sniðgekk elstu lýðræð-
isstofnun okkar heimsluta – Alþingi –
með skipun „ráðs“ gegn úrskurði Hæsta-
réttar. Stjórnlagaráðsmenn verða seint
ásakaðir um auðmýkt eða tillitssemi en
blindur hroki þeirra hefur leitt þá í þær
ógöngur að halda, að þeir séu þýðing-
armeiri en bæði Alþingi og forseti lands-
ins. Það skiptir engu máli hversu marga
fína titla Þorvaldur Gylfason getur sett
við nafnið sitt, það gefur honum ekki lög-
skipað vald til þess að banna forseta Ís-
lands eða alþingismönnum að hafa skoð-
anir á málum eða taka til máls.
Þjóðin þarf að standa saman við bakið
á lýðræðissinnuðum alþingismönnum í
þessu máli og hrinda árásinni á stjórn-
arskrá lýðveldisins.
Eftir Gústaf
Adolf Skúlason »Ekki síðan á tímum
Rómarríkis hafa jafn
mikil völd verið í höndum
jafn fárra eins og málum er
nú háttað í Brussel.
Aftökusveitir lýðræðisins
Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyr-
irtækjabandalags Evrópu.
Gústaf Adolf Skúlason