Morgunblaðið - 10.01.2013, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þó nú sé janúar nýhafinn, jólahátíðin nýafstaðin
og sól ekki á lofti nema örfáar klukkustundir á
dag sjá landsmenn sumarið í hillingum. Þeir Eg-
ill og Þráinn voru í óðaönn við að koma upp
myndarlegasta 400 fm sólpalli þegar ljósmynd-
ari Morgunblaðsins átti leið hjá. Þeir létu hvorki
rigningu né jólaljósin sem lýstu upp skammdegið
trufla smíðavinnuna sem mun væntanlega nýtast
sólarunnendum á komandi sumri.
Undirbúa komu sumarsins um hávetur
Morgunblaðið/Golli
Þrátt fyrir að jólin séu nýlega gengin um garð er vel hægt að huga að sumrinu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stjórn Sjávarorku ehf. hefur ákveðið
að setja kraft í rannsóknir til undir-
búnings sjávarfallavirkjun í innan-
verðum Breiðafirði. Sett verður upp
sjávarorkusetur í Stykkishólmi og er-
lendum verksmiðjum boðin aðstaða
til að prófa hverfla í Hvammsfirði.
Sjávarorka stefnir að því að koma upp
lítilli eigin tilraunavirkjun innan
tveggja til þriggja ára.
Sjávarorka ehf. hefur í rúman ára-
tug athugað möguleika á virkjun sjáv-
arfallastrauma í Breiðafirði. Gerðar
hafa verið mælingar á dýpi, straum-
um og sjávarhæð ásamt straumfræði-
líkani af Hvammsfirði.
„Við erum búnir að gera mat á
heildarorkunni. Nú liggur fyrir að
gera frekari straummælingar og velja
líklega virkjanastaði fyrir litla til-
raunavirkjun,“ segir Sigurjón Jóns-
son, formaður stjórnar Sjávarorku en
ákveðið var á stjórnarfundi í fyrradag
að hefja þá vinnu. Einnig að stofna
sjávarfallasetur í Stykkishólmi til að
safna og halda utan um þekkingu um
sjávarorku og bjóða erlendum fram-
leiðendum aðstöðu til að prófa hverfla
sína í Hvammsfirði. Sigurjón segir að
fljótlega verði gengið frá ráðningu
starfsmanns í verkefnið.
Landsvirkjun gekk til liðs við Sjáv-
arorku á síðasta ári með hlutafjár-
framlagi og er nú stærsti hluthafinn
ásamt RARIK og Skipavík. Sigurjón
segir að það hafi styrkt fyrirtækið
verulega.
Umhverfisvæn virkjun
Orkustofnun veitti Sjávarorku
rannsóknarleyfi fyrir þremur árum.
Er það fyrsta og eina leyfið sem gefið
hefur verið út vegna sjávarfallavirkj-
ana hér á landi. Leyfið tók aðeins til
svæðis innan netalaga og fól ekki í sér
fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi.
Sigurjón gerir sér vonir um að úr
þessu verði bætt, eftir lagabreyting-
ar.
Hugmynd Sjávarorku byggist á
svonefndum straumhverflum. Stríðir
straumar á milli eyja og skerja í
mynni Hvammsfjarðar yrðu virkjað-
ir. Slík virkjun gerir stíflugarða
óþarfa og hefur hverfandi áhrif á líf-
ríkið, að sögn Sigurjóns. Þannig á all-
ur fiskur að komast í gegn um hverfl-
ana.
Það hefur dregið úr hagkvæmni
sjávarfallavirkjana að framleiðslan er
sveiflukennd, fer eftir því hvernig
stendur á falli. Þess vegna fæst lægra
verð fyrir orkuna en úr virkjunum
sem skila jafnari framleiðslu. Sigur-
jón segir að bæta megi upp þessa van-
kanta með samvinnu við eigendur
vatnsaflsvirkjana. Með því að láta
sjávarfallavirkjun spila á móti vatns-
aflsvirkjun með miðlunarlóni megi
spara vatnið í lóninu á meðan sjáv-
arfallavirkjunin sé keyrð á fullu á fall-
inu og eiga þá vatnsforða til að auka
framleiðslu vatnsaflsvirkjunarinnar
enn frekar á liggjandanum í Breiða-
firði.
Sérfræðingar hafa talið nokkuð í að
sjávarfallavirkjanir yrðu samkeppn-
isfærar í orkuverði hér á landi. Sig-
urjón er bjartsýnn. „Það kæmi mér
ekki á óvart að þetta yrði hagkvæmt
innan fimm ára. Mikil þróun er í
tæknibúnaði, það ræður miklu um
hagkvæmnina að búnaðurinn nýti
orkuna vel og sé áreiðanlegur.“
Kraftur í rannsóknir á sjávarorku
Sjávarorka ehf. setur upp sjávarorkusetur í Stykkishólmi Erlendum framleiðendum boðin próf-
unaraðstaða Stefnt að lítilli tilraunavirkjun í Hvammsfirði á næstu tveimur til þremur árum
Orka Mikill straumur er á milli eyja og skerja í mynni Hvammsfjarðar.
Karl Vignir Þorsteinsson var í gærkvöldi úrskurðaður í
héraðsdómi í tveggja vikna gæsluvarðhald. Karl Vignir er
hnepptur í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhags-
muna. Ekki fengust nánari upplýsingar um ástæður þess
að farið var fram á gæsluvarðhald yfir Karli. Í tilkynningu
segir að hann uni úrskurðinum og muni ekki áfrýja honum.
Töluvert hefur verið fjallað um mál Karls Vignis í fjöl-
miðlum undanfarna daga í kjölfar umfjöllunar Kastljóss
um kynferðisbrot hans. Grunsemdir um að Karl hefði
framið nýrri brot en áður hefur komið fram kviknuðu við
yfirheyrslur hjá lögreglu í gær. Í samtali við mbl.is um
miðjan dag í gær sagði Björgvin Björgvinsson, yfirmaður
kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu, að lögreglan ætti von á að fá nýjar kærur eða tilkynn-
ingar frá fórnarlömbum Karls Vignis, mál sem hugsanlega
væru ekki fyrnd.
Samkvæmt heimildum urðu nágrannar Karls Vignis í
Hlíðunum varir við einhverskonar hópamyndun í garði við
heimili hans. Þar munu nokkrir piltar hafa rætt um að
komast inn í húsið. Þeir höfðu sig þó fljótlega á brott. »18
Grunsemdir um nýrri brot
Karls Vignis kviknuðu
Mynd/Pressphotos.biz
Rannsókn Karl Vignir færður í gær til dómara sem úr-
skurðaði hann í tveggja vikna gæsluvarðhald.
Úrskurðaður í tveggja
vikna gæsluvarðhald
„Það eru um 45%
af félagsmönnum
Alþýðusam-
bandsins sem
hafa ekki fengið
aukinn kaupmátt,
hvorki á árinu
2011 eða 2012 og
það eru allar lík-
ur á að það verði
ekki heldur á
árinu 2013. Þess
vegna hljóta allir að þurfa að finna
leiðir með okkur til að mæta þessu,“
sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti
ASÍ, eftir miðstjórnarfund í gær.
Gylfi sagði við mbl.is að nú blasti það
við ASÍ að meta hvort rétt væri að
segja upp samningum núna og gera
nýja samninga. Alveg ljóst væri að
menn myndu ekki ná nýjum samn-
ingi án átaka. Hinn kosturinn væri
að bíða og búa sig undir átök á árinu
2014. Miðstjórnin krefst þess að
stjórnvöld og atvinnulífið komi fram
af ábyrgð í þeirri erfiðu stöðu sem
blasi við.
45% fengu
ekki aukinn
kaupmátt
Gylfi
Arnbjörnsson
Ná ekki nýjum
samningum án átaka
LEIÐIN TIL HOLLUSTU
Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu
kröfur sem gerðar eru til matvæla sem
merktar eru Skráargatinu. Þú getur
treyst á hollustu Skyr.is.
www.skyr.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA